Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 19
nokkru leyti að því að finna út hvernig óskaddað sjónkerfi virkar. Viti menn hvað fer úrskeiðis í sjón- skynjun þegar ákveðin svæði í heil- anum skaddast, sé að sjálfsögðu hægt að öðlast innsýn í það hvernig líklegt er að heilbrigt sjónkerfi hagi sér. „En það er jafnframt svo,“ segir hann, „að eftir því sem meira er vit- að um þessar truflanir, því líklegra er að hægt verði að hjálpa þessu fólki og móta gagnlegar endurhæf- ingarleiðir.“ Tæknin valdið byltingu í sálfræði Áðurnefnd kjarnsegulómun er tækni sem hefur verið þekkt um talsverðan tíma, en einungis nýverið er farið að nota við sálfræðirann- sóknir. Hún hefur hins vegar verið notuð nokkuð lengi sem greining- artæki í læknisfræði. „Segulómun- artæknin og aðrar tengdar aðferðir hafa valdið byltingu í sálfræði, á þann hátt að hægt er að skyggnast inn í heila mannsins, athuga virkni hans og tengja hana við þau verk- efni sem hugurinn er að fást við hverju sinni. Þetta gjörbreytir öll- um forsendum til að álykta um það hvernig heilinn virkar,“ segir Árni. „Tæknin gengur í stuttu máli út á að fólk er sett inn í risastórt og kröftugt segulsvið, sem veldur því að róteindir í kjarna vetnisfrum- einda fara að spinnast um sama ás. Þegar rafsegulbylgjum af ákveðnu tagi er hleypt inn í segulsviðið í stuttan tíma veldur það því að þessi samræmdi spuni truflast tímabund- ið. Mismunandi efni – t.d. í heilanum – eru misfljót að aðlagast segulsvið- inu aftur og hægt er að mæla þenn- an mismun á enduraðlögunartíma og fá nokkuð góða mynd af heil- anum – og/eða öðrum hlutum lík- amans. Þegar kjarnsegulómun er beitt til þess að reyna að svara spurningum um hvernig t.d. sjón- kerfið virkar, er ferlið í stuttu máli þetta: Mælt er blóðflæði til heila- svæða, og ályktað að þau heilasvæði þar sem er mest af súrefnisríku blóði séu þau svæði sem fást við úr- vinnslu þeirra sjónáreita sem augu okkar eru að kljást við í viðkomandi skipti. Þetta er hægt þar sem súr- efnisríkt blóð og súrefnissnautt blóð hegða sér á mismunandi hátt innan segulsviðsins og því er kleift að mæla með segulómun hvar mest er af súrefnisríku blóði.“ Áður var yfirleitt einungis hægt að mæla atferli manna og flestar ályktanir um hvernig heilinn starf- aði voru gerðar með hliðsjón af raf- skautamælingum á virkni heila- fruma í ýmsum spendýrategundum. Að sögn Árna voru og eru rann- sóknir af því tagi mjög merkilegar og gagnlegar, en alltaf hafi verið vandkvæðum bundið að færa þessar niðurstöður yfir á mannfólkið. „Í raun og veru var útilokað af ýmsum ástæðum að gera slíkar rannsóknir á mönnum, sérstaklega af siðferði- legum ástæðum,“ segir hann. „Rannsóknir mínar hafa leitt í ljós að menn sjá það sem þeir eru vanir að sjá og oft það sem þeir búast við að sjá. Þátttakendur í rannsóknun- um eru t.d. fljótari að svara til um áreiti sem hafa verið birt nýlega en þau sem þeir eru að sjá í fyrsta skipti. Núna rannsökum við hvernig heilinn framkallar ýfingaráhrif af þessu tagi. Rannsóknir þessar geta því veitt upplýsingar um hvernig heili fólks aðlagar sig að heiminum umhverfis það hverju sinni. Stöðugt er að koma betur og betur og ljós hversu sveigjanlegt tæki heili mannsins er og það er gríðarlega áhugavert að reyna að komast að því hvernig heilinn framkallar þessa eiginleika.“ Breiðþotan sem hvarf sjónum Árni hefur jafnframt rannsakað samvirkni sjónskynjunar og eftir- tektar, en þær rannsóknir hafa sýnt fram á að eftirtekin skiptir gríðar- miklu máli um það hvað við sjáum. „Til dæmis hefur verið vinsælt hjá vísindamönnum í mínu fagi að tala um svokallaða athyglisblindu. Þá veldur skortur á eftirtekt því að við sjáum bókstaflega ekki ákveðna hluti, þó svo að þeir séu klárlega í sjónsviði okkar.“ Hann rifjar upp dæmi sem þessu tengist, en þá voru gerðar tilraunir með að varpa mælitækjum í flug- stjórnarklefa upp á útsýnisglugga flugmanna. Þarna átti að slá tvær flugur í einu höggi; flugmennirnir myndu geta fylgst með mælitækj- unum og horft út á sama tíma. „Þetta gekk vel alveg að lending- unni, því að þá kom í ljós að stór hluti flugmannanna sá ekki stóra breiðþotu í lendingarveginum fyrr en of seint, þótt hún blasti við sjón- um. Það þarf varla að taka fram að þessi tilraun var gerð í flughermi,“ segir Árni og brosir. „Flugmennirn- ir voru að horfa á mælitækin í glugganum og hefðu þess vegna átt að sjá breiðþotuna, en gerðu það ekki vegna þess að öll þeirra eft- irtekt beindist að mælunum á skján- um. Þetta bendir eindregið til þess að mikilvægt sé að rannsaka samspil athygli, eftirtektar og sjónskynjun- ar frekar, sérstaklega þegar það samspil fer að snúast um líf og dauða eins og í dæminu hér á undan. Segulómunarrannsóknir, og rann- sóknir með öðrum aðferðum, eru teknar að varpa töluverðu ljósi á spurningar sem vakna í tilvikum sem þessum.“ Má ganga svo langt að kalla þess- ar rannsóknir „vísindalegan hugs- analestur?“ „Að vissu leyti er hæpið að kalla þetta hugsanalestur. Hægt er að nýta þessa tækni til að vita hvaða heilastöðvar hafa þörf á auknu súr- efni, sem bendir til þess að þær séu virkar þá stundina. Það er alls ekki víst, og reyndar frekar ólíklegt, að heilastarfsemi mæld á þennan hátt sé að einhverju leyti „það sama“ og menn upplifa sjálfir. Sem dæmi má nefna að talað hefur verið um að í gagnaugablaði heila okkar sé ákveð- ið svæði sem fáist aðallega við and- litsskynjun. Gott og vel, það mætti giska á að einhver tiltekin mann- eskja sjái fyrir sér andlit þegar blóðflæðið er mikið til „andlitsstöðv- arinnar“. Hins vegar væri ekki hægt að segja til um út frá þessu hvaða andlit hún er að hugsa um, eða hvaða þýðingu þetta andlit hefur fyrir hana. Þessi spurning um hvort heilastarfsemi geti útskýrt allt um meðvitund okkar og hugsanir er náttúrulega ævaforn. Heimspeking- ar hafa glímt við hana í gegnum ald- irnar og markmiðið með segulóm- unarrannsóknum er ekki endilega að svara henni, þótt ég vilji svo sem ekki útiloka neitt. Hins vegar má vel vera að smám saman verði hægt að setja fram þokkalegar ágiskanir um hvað manneskjan er að gera með því að skoða blóðflæðið. En ég held að það sé – til dæmis – langt í að Stóri bróðir geti farið að nýta sér þessa tækni til að vita hvað þegnarnir eru að hugsa.“ Er umtalsverður munur á rann- sóknum ykkar og eldri tilraunum til að finna hvaða hlutar heilans eru virkir fyrir tiltekin verkefni? „Það er rétt að til er margs konar önnur tækni sem þjónar sama markmiði og margs konar mikilvæg- ar uppgötvanir um heilastarfsemina hafa verið gerðar í þeim rannsókn- um. Stafræn segulómun er bara við- bót við þá möguleika sem eru til staðar við rannsóknir á heilastarf- inu, en hún hefur marga kosti um- fram aðrar aðferðir. Til dæmis er hægt að staðsetja virknina töluvert betur en með flestum öðrum aðferð- um sem hægt er að beita á mann- fólkið. Það þarf ekki heldur að gefa fólki geislavirka ísótópa (sem eru raunar algjörlega skaðlausir) eins og stundum er gert. Segulómun býður upp á töluverð tækifæri til að segja okkur meira um orsakatengsl milli heilasvæða en aðrar aðferðir. Helsti gallinn við segulómun, sem mælir blóðflæði, er kannski sá að nákvæmnin í tíma er ekkert sér- staklega mikil, þar sem blóðflæði til heilastöðva sem þurfa aukna orku tekur ákveðinn tíma. Þetta tak- markar nákvæmnina.“ Þekking er alltaf hagkvæm Það hljómar eins og hálfgerður vísindaskáldskapur að hægt sé að staðsetja heilastarfsemina með þessum eða öðrum aðferðum. Að- spurður hvort rannsóknirnar marki tímamót með einhverjum hætti verður Árni hinn hógværasti og kveðst efast um að við stöndum á einhverjum sérstökum tímamótum. Hann bendir meðal annars á að lengi hafi verið gerðar lífeðlisfræði- legar rannsóknir þar sem mæld er virkni einstakra fruma í dýrum. Með þeim hafi menn komist að ýmsu um hvar úrvinnsla ákveðinna sjónáreita fer fram. „Rannsóknir af því tagi eru hins vegar illfram- kvæmanlegar á mönnum af marg- víslegum ástæðum. Ég lít raunar fremur á rannsóknirnar, sem gerðar eru á þennan hátt, sem viðbót við fyrirliggjandi vitneskju, frekar en að um einhvers konar byltingu sé að ræða,“ segir hann. „Við gerum okk- ur þó kannski vonir um að skyggn- ast inn um dyr í mannshuganum sem áður hafa verið lokaðar utanað- komandi. Að ná þeim árangri væru tímamót í sjálfu sér.“ Mörgum þætti freistandi að spyrja um gagnsemi þessara rann- sókna, enda notagildi alltaf ofarlega í hugum manna. Getum við nýtt þær til einhverra „veraldlegra“ verka? „Ég er þeirrar skoðunar að vís- indamenn eigi ekki alltaf að vera að spyrja sig hvort rannsóknir þeirra uppfylli einhverjar kröfur um hugs- anlega eða væntanlega gagnsemi,“ segir Árni ákveðinn. „Þekking er alltaf hagkvæm, þótt ekki sé endi- lega unnt að benda á hvernig breyta megi henni í peninga, svo að eitt- hvað sé nefnt. Mér finnast raunar spurningar um slíkt alltaf vera ótrú- lega lítið spennandi. Vísindastarf þarf að vera óháð gróðasjónarmið- um, þó að nýlega hafi verið reynt að telja Íslendingum trú um annað. Stjórnmálamenn sem ráða fjárveit- ingum til vísindastarfa verða að veita vísindamönnum ákveðið frelsi og treysta þeim fyrir fjármunum í stað þess að gera endalausar kröfur um beina arðsemi. Slíkar kröfur setja mönnum neikvæðar skorður og hamla mikilvægum uppgötvun- um. Það er samt sem áður rétt að minna á að þekking sem safnað er í dag getur getið af sér „gagnlegar“ uppgötvanir í framtíðinni. Til dæmis eru margar helstu uppgötvanir í kjarneðlisfræði, sem liggja að baki segulómrannsóknunum, fimmtíu til hundrað ára gamlar. Það er ólíklegt að vísindamennirnir sem voru að vinna að þeim rannsóknum fyrir hálfri öld eða fyrr hafi getað séð fyr- ir þær rannsóknir sem við erum að framkvæma í dag. Á sama hátt geri ég sterklega ráð fyrir að því meira sem við vitum um heilann, því meiri séu líkurnar á að hægt verði að hjálpa þeim sem þjást af heilasjúk- dómum eða hafa vissar heila- skemmdir.“ Óendanlega margir möguleikar Opnar þessi tækni marga aðra möguleika, ef þú leyfir þér að hugsa upphátt? „Ég held að notkunarmöguleik- arnir séu óendanlega margir og þessi tækni er nýtt á margvíslegan hátt nú þegar. Kannski er mest spennandi að vita hvaða innsýn hún getur veitt varðandi eilífðarspurn- ingar á borð við hvort við „hugsum með heilanum“, eins og Mikael M. Karlsson, prófessor í heimspeki, orðaði það. En líkt og fyrr segir, tel ég okkur standa nokkuð langt frá svörum af þessu tagi eins og staðan er núna. En við vinnum áfram og sjáum hvað gerist.“ hugsunar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 19 Þetta þykir ganga þvert á viðleitnivestrænna samfélaga til að draga úr vændi og vekur upp ýmsar spurningar. Eru Ólympíu- leikarnir svona kynæsandi eða eru leikarnir mest sótt- ir af kynsveltum karlmönnum? Er stór hópur karla kynsveltur og þá sérstaklega íþróttaáhugamenn? Skyldu Grikkir hafa fyrir venju almennt að hugsa fyrir kynlífsþjónustu þegar þeir taka á móti gestum? Ætli slík þjónusta sé álitin sjálfsögð víðar þar sem haldin eru stór íþróttamót eða önnur mannamót? Hverjir skyldu þá nota þessa þjónustu mest – þ.e. menn úr hvaða stéttum, giftir eða ógiftir? Hvaðan skyldu allar þessar stúlkur koma sem veita kynlífsþjónustu? Hvernig hafa þær lent í þessu og hvernig komast þær úr því? Hvað svo með Ísland – skyldu hér vera starfandi neðanjarðar skipu- lagðir „hreyfanlegir hópar“ kvenna sem veita aðkomumönnum eða öðr- um kynlífsþjónustu? Vændi fylgja gjarnan ýmsir glæp- ir og gripir hefur verið til ýmissa ráða til að vinna gegn því. Svíar hafa gengið einna lengst en þeir hafa lög- leitt bann við kaupum á kynlífsþjón- ustu og sækja til saka þá sem það bann brjóta. Finnar ætla að koma á slíkum lögum hjá sér og Norðmenn hafa ákveðið ekki megi nota dagpen- inga ríkisins til þess að kaupa sér kynlífsþjónustu. Ítalskt lagaákvæði kveður á um að losni erlendar konur þar í landi frá kynlífsþrælasölum sín- um fái þær landvistarleyfi í 6 mánuði og geti sótt um framlengingu án þess að vitna gegn ofbeldismönnum sín- um. Það virðist vera grundvallarmun- ur á þeim sem kaupa kynlífsþjónustu og þeim sem selja. Hinir fyrrnefndu kaupa þjónustuna ótilneyddir en þeir sem selja (oftast konur) gera það í mjög mörgum tilvikum fyrir einhvers konar nauðung – í versta falli er þeim haldið föngnum sem kynlífsþrælum. Hvað snertir Ólympíuleikana í Aþenu, þá finnst mér persónulega fremur ótrúlegt að fjölga eigi vænd- ishúsum vegna þeirra sem keppa á leikunum, líklegra sýnist að fremur sé verið að hugsa til þeirra sem koma til að horfa á. Hins vegar má ætla að áætlanir valdamanna í Aþenu bygg- ist á raunhæfri „markaðsþekkingu“ á þessu sviði. Miklar umræður hafa lengi verið um vændi í samfélögum. Konur sem lagt hafa orð í belg um þessi mál eru yfirleitt fremur and- snúnar vændi en til eru sannarlega karlar sem eru tvíbentari í afstöðu sinni. Sumir þeirra benda á að vændi sé gömul „atvinnugrein“, konur hafi gott „upp úr sér“, við þessa iðju og til eru jafnvel þeir menn sem trúa því að konur njóti þess að selja sig. Þeir hinir sömu sýnast hins vegar ekkert sérstaklega hvetja dætur sín- ar eða systur til þess að leggja fyrir sig þessa fornu, „ábatasömu“ og „nautnaríku“ atvinnugrein. Sú óskhyggja sumra karla, að kon- ur njóti þess að selja líkama sinn, er byggð á umtalsverðri vanþekkingu á kynlífi kvenna. Það getur vel verið að þessir umræddu karlar geti vel hugsað sér að selja sig ókunnugum konum, telji sig geta aftengt sig í þessu skyni tilfinningalega, án þess að bíða skaða af. Þannig er því hins vegar sjaldnast farið með konur, til- finningar leika stórt hlutverk í þeirra kynlífi. Kona sem selur aðgang að líkama sínum gerir það því nær alltaf fyrir einhverskonar nauðung, hefur sjaldnast af því ánægju. Af þessari verslun hlýst því nið- urlæging fyrir báða aðila, en þó öllu meiri fyrir þann sem gerir slík kaup ótilneyddur. Það þykir slæmt að vera í slíku hallæri að þurfa að kaupa sér vináttu annarra – varla er virðu- legra að kaupa sér kynlíf – sem er öllu nánara samskiptaform. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er að afla upplýsinga um hvort rétt sé að fjölga eigi vændishúsum í Aþenu vegna Ólympíuleikanna og hyggst mótmæla slíkum áætlunum sé rétt með farið. Þannig eru send skýr skilaboð um hvaða augum íslenskir íþróttamenn og fleiri hér líti á vændi og þá glæpi sem það tengist. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Kynæsandi leikar? Keypt kynlífs- þjónusta Í GRIKKLANDI má segja að staðið hafi „vagga“ vestrænnar menningar – þar var grunnur hennar lagður. Þangað má t.d. rekja upphaf að heimspeki Vesturlanda og Ólympíuleikana, þeir voru haldnir í Ólympíu 776 f. Kr. – 396 e. Kr – en endurvaktir í Aþenu 1896, þar sem næstu leikar verða haldnir. Nú hafa borist þær fregnir að yfirvöld í Aþenu hyggist fjölga vændishúsum þar vegna leikanna og jafnvel mynda „hreyfanlega hópa“ til kynlífsþjónustu. Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur                         !  ! "    !   $% &%   ' ( % )% &   &  Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.