Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐUSTU tónleikar Salarins á starfsárinu 2002–03 sl. fimmtudags- kvöld voru skínandi dæmi um hvern- ig sígild „absólút“ músík í lifandi flutningi, ein og óstudd skýringum eða sjónrænu hjálparkryddi, getur bezt hrifið unga sem aldna hlust- endur, jafnt reynda sem óreynda. Bæði í dagskrárvali og ekki síður í þeirri bragðmiklu og leiftrandi túlk- un sem á daginn kom. Jafnframt voru tónleikarnir, sem haldnir voru í tilefni af opinberri heimsókn forseta Þýzkalands, þörf áminning um nauðsyn þess að fleiri góðir erlendir hljómlistarmenn sæki okkur heim en venjulega leggja leið sína hingað. Hafizt var handa með lítt þekktu þríþættu verki eftir W. A. Mozart í F-dúr K138 titluðu „Dívertímentó“, algengu heiti á strengjakvartetti 1772 enda lengst af talið af þeim toga þótt geri sig ágætlega sem strengjasveitarverk að viðbættum kontrabassa. Upp úr stóð hægi mið- þátturinn með fallega teygðum óm- streitum – ótrúlegt bráðþroskagos, er líkt og 25. sinfónían í G frá svip- uðum tíma boðar verðandi snilld hins aðeins 16 ára gamla unglings. Strengjasveitin lék ferskt en blæ- brigðaríkt og með skemmtilega miklum dýnamískum andstæðum, einkum í líflegum lokaþættinum. Konsert Bachs fyrir tvær fiðlur og strengi í d-moll BWV 1043 er tví- mælalaust ein af skærustu strengja- perlum síðbarokksins. Þótt ekki hafi honum verið mikið flíkað á seinni árum er hann samt svo vel þekktur að erfitt er að setja á hann per- sónulegt mark. Og ugglaust enn erfiðara fyrir nútíma strengjasveit eins og KT, utan vébanda „upphaflegs“ flutn- ingsmáta sem heita má að hafi alfarið lagt undir sig barokktúlk- un á síðustu áratug- um. Enda fannst manni, þrátt fyrir að mörgu leyti prýðis- góðan flutning ekki sízt einleiksfiðl- aranna Juliu Galic og Susanne Cal- géer, þetta atriði fara lægst hjá kammersveitinni, sem af torskiljan- legum ástæðum lék verkið nánast beint af augum, án þeirrar fjöl- breyttu mótunar sem gæddi hina dagskrárliðina eftirminnilegu lífi. E.t.v. lá partur af skýringunni í full- öru hraðavali útþátta, er gáfu fyrir vikið takmarkað svigrúm til fágun- ar. Helga Ingólfsdóttir lék með á sembal í fylgibassarödd, en hafði styrkrænt eng- an veginn í tré við stál- strengjakór sveitarinnar í fremur stuttum eftir- hljómi Salarins. Öðru máli gegndi um verkin tvö eftir hlé. Rondo Schuberts fyrir fiðlu og strengi í A-dúr D438, dulítið Mozart- skotið æskuverk (þótt Schubert líkt og Mozart sprengdi spennitreyju hugtaksins) bar fá merki um ótæpar kröfur þess til sólistans í dillandi öruggum einleik Juliu Galic við sérlega spengilegt samspil sveitarinnar. En þó var mesta afrekið eftir – Holbergsvíta Edvards Grieg, samin 1884 í tilefni 200 ára afmælis norska leikritaskáldsins. Snilldarsmíð er sameinar form barokktímans og rómantíska þjóðlagasál tónálfa- kóngsins á Troldhaugen. Hversu oft hefur maður ekki heyrt miðlungsflutning ef ekki verri á þessu vinsæla verki – og hversu sjaldan eitthvað sem virkilega er bragð að? A.m.k. hafði undirritaður tæplega áður heyrt aðra eins túlkun í hljóðriti og hér um getur, og örugglega aldrei í lifandi mynd. Allt var á sínum hárrétta stað – sópandi snerpa, safarík syngjandi, litrík styrkmótun og sérlega smekkvís út- færsla á tímakvarða – allt gekk upp eins og í ævintýri. 16 manna sveitin frá Tübingen (5-4-3-3-1) spilaði ým- ist sem englar eða Dofratröll í svo magnaðri meðferð á innblásnu bræðingsverki Griegs að orð fá varla lýst. Hér fóru saman hrífandi eldmóð- ur og markviss yfirvegun af hæstu gráðu sem að miklu leyti má þakka snjöllum stjórnanda. Og aukalögin undirstrikuðu sigurinn. Fyrst með Þú ert (Þórarinn Guðmundsson í úts. Atla Heimis Sveinssonar), en þó sérstaklega síðast með Czardasi Vittorios Montis (laginu sem allir þekkja en fáir geta feðrað), er leikið var af bullsjóðandi tatarafjöri við töfrandi suðrænan fiðlueinleik Juliu Galic. Hrífandi eldmóður, markviss yfirvegun TÓNLIST Salurinn Verk eftir Mozart, Bach, Schubert og Grieg. Kammersveit Tübingens u. stj. Guðna Emilssonar. Fimmtudaginn 3. júlí kl. 20. STRENGJATÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Guðni Emilsson Á kyrrum kvöldum Ég leggst til svefns á ströndinni, og vakna á annarri strönd. Báturinn er ferðbúinn, og togar í landfestarnar. (Þýðing Gyrðis Elíassonar, úr Að snúa aftur.) Þ egar bandaríska ljóðskáldið og rithöfundurinn Raymond Carv- er orti þetta ljóð, um ferðbúinn bátinn, var hann sjálfur að búast til ferðar. Hann hafði glímt við krabbamein um skeið og skömmu síðar lagði hann upp í sína hinstu ferð, einungis 49 ára gamall. Carver var þá búinn að tryggja stöðu sína sem einn fremsti smásagnahöfundur og ljóðskáld tut- tugustu aldar. Reyndar er hans fremur minnst fyrir smásagnagerðina, ljóðin hafa ekki notið sömu athygli fræði- manna og útgefenda sýn- isbóka, en saman mynda ljóð hans og sögur ein- stakt höfundarverk. Eftir Raymond Carv- er liggja ellefu bækur. Flest hans verk komu út síðasta áratuginn sem hann lifði, en þá hafði hann hætt að drekka og kynnst skáldkonunni Tess Gallagher, sem varð sálufélagi hans og sambýliskona. Það er athygl- isvert að sjá hvernig tök Carvers á þessum tveimur bókmenntaformum styrkjast sífellt, allt þar til yfir lauk; hvernig hann einfaldaði og slípaði formið þangað til ekkert stóð eftir nema hrein og tær listin (Það er freistandi að segja hrein og tær snilldin, en líklega er það í mót- sögn við verk Carvers að nota svo upphafin lýs- ingarorð – þótt það eigi engu síður við). Í smásögum Carvers skynjar lesandinn andblæ eldri bandarískra höfunda, ekki síst finn ég fyrir nálægð Flannerys O’Connor, í lýs- ingum á einföldum lífsháttum undirmáls- og millistéttarfólks, átökum og erfiðleikum venju- legra Bandaríkjamanna. Söguefni Carvers var alla tíð hinn venjulegi maður, staðsettur ein- hvers staðar nærri vesturströnd Bandaríkj- anna, en undir niðri eru ógn, dularfullir atburð- ir og möguleikarnir sem manninum bjóðast í lífinu. Helsta fyrirmynd Carvers í smásagnagerð- inni var rússneski risinn Anton Tsjekov. Og síð- asta smásagan sem Carver lauk við, Sendiferð- in, fjallar einmitt um síðusta daga hans. Sendiferðin er hátindur smásagnagerðar Carv- ers, hreint makalaus saga, saga sem freistandi er að kalla fullkomna í einfaldleika sínum. Hún hefst með nafni höfundarins: Tsjekhov. Og tónninn er sleginn. Þetta er eins og brot úr ævi- sögu skáldsins, greint frá kynnum hans af fólki og glímunni við miskunnarlausa tæringuna. Vitnað er í skrif annarra um síðusta daga skáldsins og Carver sviðsetur síðan atburðina á þann hátt að lesandinn hættir að greina hvað eru staðreyndir og hvað tilbúningur. Tsjekhov endaði ævina í Badenweiler í Sviss, og með honum var eiginkona hans, leikkonan fræga Olga Knipper. Í þýðingu Óskars Árna Óskarssonar á Sendiferðinni og öðrum sögum eftir Carver, sem kemur út hjá Bjarti á næsta ári, segir: Hann var að deyja, það var ekkert flóknara en svo. Samt sem áður sat hann úti á svölum á hótelherberginu sínu og las tímaáætl- anir járnbrautanna. Þegar þarna var komið sögu var Tsjekovhættur að skrifa. „Mér finnst hver ein-asta setning sem ég skrifa einskisverðog ónothæf með öllu,“ stendur í bréfi tl Olgu. Í Sendiferðinni segir frá því þegar að því kom að Olga sendi eftir Schwörer lækni, skömmu eftir miðnætti 2. júlí 1904, en Tsjekhov var þá alvarlega veikur. Það var neyðartilfelli. En læknirinn gat ekkert gert. Og hún er maka- laus frásögnin um síðustu mínútur skáldsins. Læknirinn fer út í horn herbergisins, tekur upp síma og hringir í eldhús hótelsins: Þegar loks- ins var svarað pantaði Schwörer flösku af besta kampavíni hótelsins. „Hvað mörg glös?“ var spurt. „Þrjú glös!“ hrópaði læknirinn í tólið. „Og hafðu hraðann á, heyrirðu það!“ Þetta var ein af þessum sjaldgæfu innblásnu stundum sem manni getur hæglega sést yfir síðar vegna þess að athöfnin er svo fullkomlega við hæfi að hún virðist óhjákvæmileg. Ungur og óstyrkur maður kom með kampa- vínið. Læknirinn losaði tappann úr flöskunni, hellti í glösin og fór með þau að rúminu: Olga losaði um leið tak sitt á hendi Tsjekovs: hendi sem brenndi fingur hennar, sagði hún síðar. Hún hagræddi öðrum koddanum undir höfði hans. Síðan lét hún kalt kampavínsglasið í hönd Tsjekhovs og gekk úr skugga um að fingur hans næðu að grípa um glasfótinn. þau litu hvert á annað – Tsjekhov, Olga, Schwörer. Þau klingdu ekki glösum. Það var engin skál drukk- in. Fyrir hverju í veröldinni áttu þau að lyfta glösum? Dauðanum? Tsjekhov tók á öllu sem hann átti og sagði: „Það er orðið svo langt síðan ég hef fengið kampavín.“ Hann lyfti glasinu að vörunum og drakk. Einni eða tveimur mínútum síðar tók Olga tómt glasið úr hendi hans og lagði það frá sér á náttborðið. Síðan sneri Tsjekov sér á hliðina. Hann lokaði augunum og andvarpaði. Einni mínútu síðar hætti hann að anda. Eftir að Olga og læknirinn höfðu rættsaman bjóst Schwörer til að fara: Hannmuldraði nokkur samúðarorð. Olgalaut höfði. „Minn er heiðurinn,“ sagði Schwörer. Hann tók upp töskuna og yfirgaf herbergið, og þar með mannkynssöguna. Sagan heldur síðan áfram, þar sem Carver sviðsetur samskipti vikapiltsins á hótelinu og Olgu á einstakan hátt. Það er sama hversu oft ég les þessa sögu, alltaf nær hún að hreyfa við mér, með þessum einfaldleika sem dramatík- inni er búin, og einstakri stílsnilldinni. Það var mjög fljótlega eftir að Raymond Carver lauk við Sendiferðina, sem hann var í fyrsta skipti greindur með lungnakrabba. Og eins og Tess hefur bent á varð það sem á eftir fylgdi ótrúlega líkt því dauðastríði Tsjekhovs sem Carver hafði nýlokið við að lýsa í Sendi- ferðinni. Við tók tíu mánaða glíma við dauðann, sem hafði Carver að lokum undir. Hann skrifaði ekki fleiri smásögur en áþessum mánuðum orti hann hreintstórmerkilegt safn einfaldra ogtærra ljóða, sem mörg hver eru merkt uppgjöri og átökum – en jafnframt ást og þakklæti. Á þessum lokamánuðum lásu þau Tess einnig saman smásögur Tsjekovs, skálds- ins sem alltaf var nærri Carver, og þau settu saman síðustu bók Carvers með ljóðum hans sjálfs og textabrotum eftir Tsjekhov og skáld á borð við Tomas Tranströmer og Czeslaw Mil- osz. Nokkrum dögum fyrir dauða Carvers, 2. ágúst 1989, luku þau við að setja saman bókina A New Path to the Waterfall og við tók und- irbúningur að ferð sem átti aldrei eftir að verða farin: til Rússlands að vitja grafar Antons Tsjekhovs. Rétt eins og Tsjekov hafði ekki viljað við- urkenna nærveru dauðans í Sendiferð Carvers, og hélt áfram að lesa áætlanir lestanna, þá vildi Carver til síðustu stundar trúa því að hann fengi fleiri daga á þessari jörð. Á tossalista sem Tess fann í skyrtuvasa hans eftir að hann hafði skilið við stóð: „Egg, hnetusmjör, heitt kakó,“ og svo, eftir svolítið bil: „Ástralía? Suður- heimskautið??“ Skömmu fyrir fertugt hafði Carver verið var- aður við því að ef hann hætti ekki að drekka, þá væru dagar hans senn taldir. Honum tókst að snúa lífi sínu við, og með aðstoð Tess tók við eitt merkasta skeið bandarísks rithöfundar á liðinni öld. Í tileinkun lokabókar sinnar vottar Carver konunni ást sína, en þar stendur einfaldlega: Tess. Tess. Tess. Tess Ástin til konunnar birtist líka sterk í einu af síðustu ljóðunum sem hann orti, Kólibrífugli, sem er tileinkað Tess og Gyrðir Elíasson hefur þýtt: Hugsum okkur að ég segi sumar, skrifi orðið „kólibrífugl“, leggi það í umslag og fari með það niður hæðina, í póstkassann. Þegar þú opnar bréf mitt manstu þessa daga, og hve mikið, hve ósegjanlega ég elska þig. Þetta er undarlega einfaldur en áhrifaríkur skáldskapur, skáldskapur manns sem berst við dauðann en tekst samt að skapa ódauðleika andspænis óumflýjanlegum örlögum. Þetta er síðan það síðasta sem eftir Carver liggur: Að lokum – brot Og fékkstu svo það sem þú vildir í þessu lífi? Svo sannarlega. Og hvað var það sem þú vildir? Að vera elskaður, að upplifa ástina á þessari jörð. (Þýðing Gyrðis Elíassonar, úr bókinni Að snúa aftur.) Dauði skáldanna Ljósmynd/Bob Adelman Raymond Carver á vinnustofu sinni í Syracuse árið 1984. Á veggnum bak við hann er innrömmuð ljósmynd af Anton Tsjekhov. AF LISTUM Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.