Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ 4. júlí 1993: „Utanríkisráðu- neytið hefur tekið saman greinargerð um afleiðingar þess fyrir samskipti við önnur ríki og viðskipta- hagsmuni þjóðarinnar, að hvalveiðar hefjist á ný. Í greinargerð þessari kemur fram, að verði hvalveiðar teknar upp á ný, muni það mál verða tekið upp við öll tækifæri í tvíhliða sam- skiptum okkar við Vestur- Evrópuríki og Bandaríkin. Hvalveiðar myndu veikja málstað Íslendinga á öðrum sviðum gagnvart þessum ríkjum. Því er haldið fram, að sennilega yrði fjárhags- legt tap af þessum sökum meira en sá ávinningur, sem við myndum hafa af hvalveiðum og neikvæð áhrif takmarkaðra hval- veiða yrðu fullt eins mikil og almennra hvalveiða.“ . . . . . . . . . . 10. júlí 1983: „Nú í sumar eru 30 ár liðin síðan Íslend- ingar og Sovétmenn gerðu þann samning sem hefur verið ramminn utan um við- skipti landanna. Umræður um þessi viðskipti hafa ver- ið misjafnlega miklar. Hin síðari ár hefur athyglin einkum beinst að því, hvort ekki sé skynsamlegt að beina olíukaupum okkar annað. Skoðun Morg- unblaðsins er sú að eðlileg- ast sé að gefa olíu- innflutninginn frjálsan og fela olíufélögunum að semja um hann án opinberrar íhlutunar. Hefur þetta sjón- armið verið sett oftar en einu sinni fram undanfarið og meðal annars verið túlk- að sem „æsingaskrif“ í for- ystugrein málgagns Fram- sóknarflokksins, Tímanum, og talið spilla fyrir sölu á íslenskri saltsíld til Sov- étríkjanna.“ . . . . . . . . . . 8. júlí 1973: „Eldgosinu í Eyjum er nú lokið að dómi vísindamanna. Þar með er á enda ein harðasta við- ureign, sem Íslendingar hafa háð við náttúruöflin. Enn er mönnum í fersku minni, er jarðeldarnir brut- ust út aðfaranótt 23. janúar sl. og heilt bæjarfélag flutt- ist á einni nóttu til höf- uðborgarinnar. Björg- unarstörfin gengu frá öndverðu mjög vel og raun- ar framar öllum vonum, þó að ýmislegt hafi að sjálf- sögðu gengið úrskeiðis; hjá því er naumast unnt að komast, þegar slíkar ham- farir eiga sér stað.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. E ins og áður hefur verið fjallað um í Reykjavíkurbréfi, hef- ur á undanförnum áratug- um mátt merkja miklar hræringar í safnastarfi og sýningarstjórn í hinum al- þjóðlega myndlistarheimi. Þessar hræringar hafa ekki síst mótast af umræðu um hvaða hlutverki söfn eigi að gegna í samfélagi nútímans, þar sem upp- fræðsla og þjónusta við almenning er álitin afar mikilvæg samhliða varðveislu og söfnun arfleifð- arinnar. Söfnum er með öðrum orðum ekki ein- ungis gert að sinna hlutverki sínu sem vörsluað- ilar er reglulega viðra safneignina, heldur er til þess ætlast að þau finni nýstárlegar og skapandi leiðir til að koma þeirri viðamiklu þekkingu sem þau búa yfir á framfæri þannig að hugmynda- fræðileg tengsl lista við samfélagið birtist safn- gestum á aðgengilegan og skemmtilegan máta. Þau stóru söfn sem að mestu eru rekin fyrir al- mannafé horfast nú í augu við þá staðreynd að til þess að standa undir væntingum eigendanna, þ.e.a.s. almennings, verða þau að þjóna mjög breiðum hópi. Sú tíð er því löngu liðin að hægt sé að sníða sýningar að smekk þess þrönga hóps sem áður tilheyrði hámenningunni á hverjum stað, enda eru þessar stofnanir í harðri sam- keppni við aðra afþreyingarmiðla um athygli hins almenna borgara. Um þessa stöðu mála sagði Lars Nittve, fyrr- verandi forstöðumaður Tate Modern í London sem nú gegnir embætti forstöðumanns Moderna safnsins í Stokkhólmi, í viðtali við Morgunblaðið er birtist 18. janúar sl. að „öll söfn í dag [verði] að skapa sér sinn starfsvettvang í samkeppni við annað. Þau verða að vega og meta stöðu sína og taka tillit til fjöldaframleiddrar afþreyingar ekki síður en annarra þátta“. Jafnframt sagði hann að „safn [sé] ekki bara hús, innihaldið er það sem skiptir máli. Starfsemin sem heild er mikilvæg en hún snýst í rauninni fyrst og fremst um fram- leiðslu á merkingu“. Framleiðsla á merkingu Sú krafa sem gerð var á sjöunda áratugnum um afnám hámenning- arstefnu og víðari sjónarhorn á sviði lista hafði einsog áður sagði þau áhrif að nýjar hugmyndir á sviði aðferðafræði í sýningarstjórn komu fram í dagsljósið þar sem skörun ólíkra þátta á sviði menningar fékk aukið vægi. Sú þróun er mjög vel sýnileg í listheimi samtímans þar sem félagsfræði, sálfræði, heim- speki, vísindi og kynjafræði – svo nokkuð sé nefnt – setur svip sinn á sýningarstjórn sem og list- sköpunina sjálfa. En þessi þróun er að sjálfsögðu ekki komin á neinn endapunkt því stöðugt er leit- að nýrra leiða „við framleiðslu á merkingu“ eða við að setja listaverk, bæði samtímans og fyrri tíma, í nýtt samhengi sem hefur eitthvað ferskt fram að færa fyrir bæði fagfólk og hin almenna áhorfanda. En hvar skyldi stefnumótandi orðræða um framþróun á þessu sviði, eða framleiðslu á merk- ingu, eiga sér stað? Hún á sér að sjálfsögðu stað innan allra metnaðarfullra stofnana á sviði lista; í söfnum og galleríum, listaháskólum, meðal lista- manna, fræðimanna, gagnrýnenda og í hverskon- ar útgáfustarfsemi er lýtur að listum. Hvergi er hún þó öflugri en í kringum þá viðburði þar sem allir þessir aðilar safnast saman og hittast til þess að skoða og skeggræða það besta sem listheim- urinn hefur upp á að bjóða. Auk alls þess prent- efnis sem framleitt er við slík tækifæri er boðið upp á fyrirlestra og umræður. Ekki má heldur gleyma að þau sambönd er verða til þess að hug- myndafræðileg hreyfing kemst á hlutina mynd- ast að sjálfsögðu einnig með óformlegri hætti. Heimur þess fagfólks er stýrir helstu söfnum og sýningum heims er ekki ýkja stór, en eins og einn þekktasti sýningarstjóri heims um þessar mund- ir, Hans Ulrich Obrist, er starfar við Nútíma- listasafn Parísarborgar, benti á í samtali við Morgunblaðið er birtist um síðustu helgi, þá eiga áhugaverðustu samtölin sér oft stað á „milli at- riða“, eins og hann orðaði það. Það er því mik- ilvægt að allir þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í slíkri stefnumótun séu á staðnum. Hugmynda- fræði í stöðugri mótun Í nýjasta tölublaði list- tímaritsins „artpress“, er fjallað um Fen- eyjatvíæringinn, rétt eins og í nánast öllum öðrum listtímaritum sem komu út í síðasta mánuði. Þemað sem Franc- esco Bonami, stjórnandi tvíæringsins að þessu sinni valdi honum er eins og kunnugt er „Draumar og árekstrar – alræðisvald áhorfand- ans“, og í tímaritinu er einmitt fjallað um þá hug- myndafræði sem liggur að baki framkvæmdinni að þessu sinni. Höfundur greinarinnar, Massimil- iano Gioni, segir m.a.: „Fimmtugasti Feneyja- tvíæringurinn er hugsaður sem einskonar eyja- klasi ólíkra reynsluheima og tungumála – sýning á sýningum – og gefur sig út fyrir að vera könnun á heimi nútímans eins og hann endurspeglast í sjóngleri samtímalista. Tvíæringurinn í ár er þó frekar eins og þrívíddarsýning en landakort og verður að flóknu landslagi, endalausum tilbrigð- um atburðarása, sem leiða áhorfandann í gegnum hættusvæði og heitustu bletti samtímamenning- ar, jafnframt því að rísa upp í stjörnuhæðir út- ópíunnar. Hann spannar allt frá kaldri fegurð þess sem er sígilt í Bandaríkjunum, í verkum manna á borð við Matthew Barney, Robert Gober og Charles Ray, til heillar kynslóðar ungra, óþreyjufullra og að mestu óþekktra listamanna, og byggir þannig brýr á milli hinna ofurfrægu og þeirra óþekktu. Tvíæringur Bonamis gefur fyr- irheit um leiðsögn í gegnum heim andstæðna sem knúinn er áfram af margbrotnu eðli og sundur- leitni.“ Eins og lýsingin ber með sér kveður við nokkuð nýjan tón í sýningarstjórn tvíæringsins að þessu sinni. Francesco Bonami gerir meðvitaða tilraun til að brjóta upp einsleitni og fyrirfram gefna staðla eða tískustefnur í listheiminum, í þeim til- gangi að sýna fram á fjölbreytileika menningar samtímans. Hugmyndin sem slík á auðvitað ræt- ur sínar að rekja til póstmódernískra strauma þar sem jaðarinn er jafnsýnilegur og miðjan, og sund- urleitnin eða tvístrunin er það leiðarminni sem verður mest áberandi í menningunni. Þótt sú þró- un er færði lesandann í öndvegi í bókmennta- heiminum hafi átt sér stað fyrir áratugum síðan undir handleiðslu Roland Barthes, heyrir þessi áhersla Bonamis á vald áhorfandans samt sem áður til nokkurra tíðinda í myndlist samtímans sem oft hefur þótt mótast um of af forræðis- hyggju. Hann vill koma áhorfandanum „aftur í náið samband við listaverkið – í samband sem byggist á reynslu hans eins“, eins og Bonami orðar það í viðtali við greinarhöfundinn, Gioni, í „artpress“. Það er þó ekki eina skilgreiningin á því valdi sem hann vill færa áhorfandanum, því hann segir þá hörðu samkeppni um áhorfandann sem söfnin hafa orðið að taka þátt í á undanförnum árum hafa orðið til þess að þau hafi misst sjónar á leið- andi hlutverki sínu í samfélaginu. „Hvað hinn hugmyndafræðilega grundvöll varðar,“ heldur Bonami áfram, „þá vísar alræðisvald áhorfandans einnig til þess hvernig þeir sem stýra söfnum og sýningum takast á við samband sitt við almenn- ing. Og það er hin viðkvæma hlið þessa máls. Á síðustu tíu árum höfum við horft upp á stofnanir gera hvað sem er, án þess að skammast sín, til þess að þóknast áhorfandanum. Sú stefna snýst ekki lengur um „að þeim líki það sem við sýnum þeim“ heldur „að við sýnum þeim það sem þeim líkar“. Afleiðingin er endalaus runa sýninga á verkum impressjónistanna og Picassos. Söfn standa völtum fótum bæði hvað efnistök og fjár- hag varðar, eingöngu vegna þess að þau reyna að gera þeim áhorfanda til hæfis er óhjákvæmilega gerir kröfu um sífellt klisjukenndari tuggu. En hinn raunverulegi vandi er þó ekki almenningur: það eru ekki áhorfendur sem eru heimskir, held- ur við – sýningar- og safnstjórar – sem óttumst ekkert meira en að falla ekki viðskiptavinum okk- ar í geð.“ Sá tónn er Francesco Bonami gefur hér virðist vera vísbending um nýja strauma í sýningar- stjórn er hefur hljómgrunn víðar en hjá stjórn- endum Feneyjatvíæringsins, í það minnsta ef marka má viðtal það er birtist í Lesbókinni í dag, laugardag, við Susan May, einn sýningarstjóra Tate Modern í London. Hún segir þar frá sam- starfi sínu við Ólaf Elíasson, myndlistarmann, vegna sýningar hans í túrbínusal safnsins, sem er líklega stærsti sýningarsalur fyrir myndlist sem finna má í heiminum. Susan rekur hvernig Nicholas Serota, sem er forstöðumaður allra Tate-safnanna í Bretlandi og einn áhrifamesti safnstjóri í heimi, hefur stutt viðleitni hennar og Ólafs við að endurskoða viðmót Tate Modern gagnvart áhorfandanum. Susan kannast við þann veikleika er Bonami nefnir og felst í þessu van- mati á áhorfandanum, og segir túlkunarstefnu þá er Tate Modern hafi mótað stundum leiða til þess að „mörkin á milli þess sem er nánast einfeldn- ingslegt og þess sem er bitastæðara“ óljós. Þetta telur hún fela þá hættu í sér að „megináherslan sé lögð á að þjóna þeim sem minnsta þekkingu hafa“. Markmið hennar og Tate Modern-safnsins með samstarfinu við Ólaf er hið sama og markmið Bonami; að koma áhorfandanum aftur í náið sam- band við listaverkið, eða að sjá til þess að „reynsla hans sé ómenguð af öðru en listaverkinu sjálfu“, eins og May orðar það. ÓAFSAKANLEG UMMÆLI Þau orð, sem Berlusconi, for-sætisráðherra Ítalíu, létfalla í garð þýzks þing- manns á Evrópuþinginu, að hann væri kjörinn í hlutverk fangabúða- varðar nazista í kvikmynd, eru að sjálfsögðu óafsakanleg. Eftir sím- tal á milli forsætisráðherrans og kanslara Þýzkalands sagði hinn síðarnefndi að Berlusconi hefði beðizt afsökunar á ummælum sín- um en ítalski forsætisráðherrann mótmælir því nú að svo hafi verið. Þessi uppákoma bendir óneitan- lega til þess, að forsætisráðherra Ítalíu sé ekki miklum hæfileikum búinn til að vera talsmaður Evr- ópusambandsríkjanna næstu sex mánuði. Evrópusambandið var upphaf- lega sett á stofn til þess að setja niður nágrannadeilur á megin- landi Evrópu, sem höfðu leitt til ítrekaðra styrjalda á milli Evr- ópuríkjanna um aldir. Hugsunin á bak við stofnun þess var sú, að binda hagsmuni þessara ríkja saman með þeim hætti, að stríð þeirra í milli væri nánast óhugs- andi. Þetta meginmarkmið með stofnun Evrópusambandsins hefur náðst. Líkurnar á því, að þessi ríki rjúfi friðinn sín í milli eru nánast engar, þegar hér er komið sögu. Í ljósi þessa grundvallarmark- miðs með stofnun Evrópusam- bandsins er það auðvitað fáheyrt, að Berlusconi skuli ýfa upp gömul sár með þeim hætti, sem hann hef- ur gert. Viðbrögð hans í kjölfarið benda ekki til þess, að ítalski for- sætisráðherrann sé líklegur til að ná miklum árangri í því hlutverki, sem hann gegnir nú innan ESB. Fyrir síðustu þingkosningar á Ítalíu birti hið virta brezka tímarit The Economist, sem á sér 160 ára sögu að baki, greinaflokk, þar sem því var haldið fram og færð fyrir því rök, að Berlusconi væri óhæf- ur til að vera forsætisráðherra Ítalíu. Málaferli gegn Berlusconi á Ítalíu benda til þess að þær álykt- anir, sem tímaritið dró af fyrir- liggjandi upplýsingum hafi a.m.k. byggst á einhverjum málefnaleg- um rökum. Ítalskir kjósendur eru að sjálf- sögðu æðstu dómendur í því máli á hinum pólitíska vettvangi og nið- urstaða þeirra varð sú, að þeir kusu Berlusconi sem sinn forystu- mann. Við þann dómara er ekki hægt að deila. Þegar Kurt Waldheim hafði ver- ið kjörinn forseti Austurríkis komu fram upplýsingar um póli- tíska fortíð hans, sem leiddu til þess, að hann einangraðist á al- þjóðavettvangi. Slík markviss ein- angrun af hálfu annarra þjóða gagnvart forystumanni, sem kjör- inn er í lýðræðislegum kosningum, er mikið álitamál. En vissulega geta aðrir sagt, að um leið og þeir viðurkenni rétt þjóðar til að kjósa sér forystumann sé það réttur þeirra sjálfra að ákveða, við hverja þær vilji eiga samskipti. Með þessum orðum er ekki sagt, að hlutskipti Berlusconis eigi eftir að verða hið sama og Waldheims. Hins vegar er líklegt að ummæli hans eigi eftir að draga dilk á eftir sér, valda erfiðleikum í samskipt- um ESB-ríkjanna næsta hálfa árið og vekja upp frekari umræður um hvernig forystu Evrópusambands- ins verði bezt háttað. Þegar byrjað er að kasta grjóti úr glerhúsi geta þeir sem það gera búizt við að svarað verði í sömu mynt. Vafalaust geta aðrir fundið ýmislegt í fortíð Ítala, m.a. á valdatíma Mussolinis, sem er jafn- viðkvæmt fyrir þá og ummæli Berlusconis um fortíð Þjóðverja nú. En eru samskipti af þessu tagi siðaðra manna háttur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.