Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 30
SKOÐUN 30 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HINN 25. júní sl. var verkefn- isstjóri þjóðkirkjunnar í stefnumót- un, Adda Steina Björnsdóttir guð- fræðingur, í viðtali í Kastljósinu. Þar ræddi hún um stefnumótun þjóð- kirkjunnar og þá at- hyglisverðu vinnu sem yfir eitt þúsund manns hafa nú skilað af sér. Í þættinum var henni og um- sjónarmönnum þáttarins tíðrætt um það hversu oft það hefði komið fyrir í svörum fólks að því þætti messurnar í kirkjunni leiðinlegar. Á henni var að skilja að hér væri á ferðinni einn helsti meginvandi kirkjunnar. Æski- legt hefði verið að verkefnisstjórinn notaði tækifærið og útskýrði fyrir áhorfendum hvað messa væri ef ein- hver skyldi ekki vita það, þ.e. kristnir menn koma saman í húsi Guðs til að uppbyggjast í orði hans og þiggja náð hans í hjálpræðisverki Jesú Krists. Messan er aldagömul trúarathöfn og er til komin vegna þess að Jesús Kristur sjálfur bauð lærisveinum sínum að koma saman í sína minningu og meðtaka hann í formi brauðs og víns. Kristur er þar nærstaddur með sérstökum hætti, „undir, yfir, og allt um kring“ eins og Lúther sagði. Messan er því há- heilög stund í lífi kristins manns, andleg næring, kristin hugleiðsla án ytra áreitis, stofnuð af Kristi sjálf- um. Sá er þetta ritar var eitt sinn staddur í ókunnri borg og var ekki með kort til að rata eða upplýs- ingabók um staðinn. Um leið og kortið og bókin kom í hendurnar var ánægjulegt að þræða götur hennar og berja það augum sem fyrir varð. Leiðsögn og uppfræðsla var nauð- synleg forsenda til að skilja og skynja borgina. Skyldi það vera að einhverjum finnist messurnar leið- inlegar vegna þess að þeir hafa ekki þekkingu til að njóta þeirra? Hvaða forsendur skyldu þessir eitt þúsund einstaklingar hafa fengið um messur kirkjunnar? Kannski hefðu sumir þeirra gott af því að líta í eigin barm og velta því fyrir sér af einlægni hvers vegna þeir sæki ekki messur og finnist þær leiðinlegar. Gæti þetta verið fólk í trúarkreppu? Í Kastljósinu ræddi verkefn- isstjórinn hugsanlega lausn á þeim vanda sem stafaði af því hve fólki leiddist í messunni. Hann mætti m.a. leysa með því að „létta tónlist- ina“.Vert er að staldra við þessi orð. Hvað er létt kirkjutónlist og hvað er ekki létt kirkjutónlist? Sem fulltrúi yngstu kynslóðar kirkjutónlist- armanna, með áralanga reynslu af fjölbreyttri tónlistariðkun innan kirkjunnar, þykir mér umræðan um „létt“ og „þungt“ , klassík eða popp, fremur klisjukennd og lítt vænleg til árangurs. Til eru sálmalög frá 16. öld sem eru ekkert annað en dans- músík. Slíkur sálmur hefur verið fluttur í messu með orgelspili og tambórínutvisti í sannkallaðri end- urreisnarsveiflu. Þá eru ekki öll pop- plög létt og skemmtileg. Það er því ljóst að létt í þessu samhengi er af- stætt og það má finna í tónlist allra alda. Verkefnisstjórinn minntist einnig á nauðsyn fjölbreytninnar í helgihaldi kirkjunnar og þá vænt- anlega til að koma í veg fyrir það að söfnuðirnir drepist úr leiðindum. Hvað á hún við? Það er nú svo að ekkert annað trúfélag hér á landi hefur fjölbreyttari tónlistarmenn- ingu en þjóðkirkjan. Hún notar sálma, gregorstón, Sigfúsartón, há- tíðarsöngva Bjarna Þorsteinssonar, þjóðlög, gospel, djass, rokk, blús, … hvar endar nú upptalningin? Tón- listarleg fjölbreytni er fyrir hendi í þjóðkirkjusöfnuðum um allt land í messum, barnaguðsþjónustum, æskulýðsfundum og ýmsum sam- komum. Í því sambandi má nefna kvöldmessur í Laugarneskirkju, kirkjulega sveiflu í Bústaðakirkju, poppmessur í Hjallakirkju, Tóm- asarmessur í Breiðholtskirkju, taizé- stundir í Háteigskirkju og æðruleys- ismessur í Dómkirkjunni, að ógleymdu fjölbreyttu helgihaldi úti um allt land. Þá er ekki nærri allt upptalið. Í þjóðkirkjunni er þekktur dægurlagasöngvari í fullu starfi fyr- ir kirkjuna við að halda uppi helgi- haldi með aðstoð rytmískrar tónlist- ar. Sá hefur heimsótt söfnuði um allt land og náð allt að 60% safnaða inn í helgihaldið. Þar hefur hann sungið tónlist af ólíkum stíltegundum, klassík og popp. Í þjóðkirkjunni er mjög víða boðið upp á fjölbreytta tónlist í ýmsum stílum með hjálp ýmissa hljóðfæra auk orgelsins. Það er vel og er gert til að svara kalli safnaðanna um fjölbreytni. Útgáfu- félag þjóðkirkjunnar gefur út fjöl- breytt tónlistarefni í ýmsum stílum til notkunar í kirkjunni, þ.m.t. rytm- íska trúartónlist. Því ber að fagna. Þá hefur þjóðkirkjan teygt sig mjög langt til að verða við séróskum fólks um fjölbreyttan tónlistarflutning við hjónavígslur og útfarir. Veit verk- efnisstjóri stefnumótunar þjóðkirkj- unnar þetta ekki? Einhæfni og stífni í samkomuhaldi er frekar að finna í ýmsum söfnuðum utan þjóðkirkj- unnar. Hvar er t.a.m. sálmahefðin og aldagamall arfur kirkjunnar á þeim bæjum? Honum er kastað fyrir borð. Einn þessara safnaða ræður yfir vönduðu pípuorgeli sem búið er að draga tjald fyrir. Varla telst það til fjölbreytni. Því miður virðist það vera svo að hávær hópur leggi mess- una og klassíska kirkjutónlist henn- ar í einelti og fordæmi hana fyrir meint leiðindi. Og það í nafni fjöl- breytninnar! Skrýtin skepna sú fjöl- breytni. Kirkjan á ekki að vera með- virk með fordómafullum hópi fólks sem ekki hefur átt þess kost að læra að njóta, skynja og skilja þá sálubót sem klassísk tilbeiðslu- og trú- ariðkun er. Í Kastljósinu minntist verkefn- isstjórinn einnig á „þunglamalega“ ásýnd kirkjunnar. Gott að hún minntist á hana. Vafalaust eru sumir prestar og organistar helst til þung- lamalegir í störfum sínum. Hver skoði sjálfan sig í þeim efnum. Það er auðvitað gott ef prestar eru léttir í skapi og skemmtilegir og org- anistar gleðilegir ásýndum, að ógleymdu sóknarnefndarfólki, djáknum, kirkjuvörðum, kirkjukór- um og ýmsu öðru starfsfólki, t.d. því á Biskupsstofu. Kannski væri gott fyrir Félag íslenskra organleikara að skella sér á brosnámskeið með flugfreyjum svo þeir geti verið hressir og skemmtilegir í vinnunni. Það veit ég að formaður félagsins hefði ekki á móti því. Flugfreyjurnar kæmu okkur kannski öllum á flug og lyftu „hjörtum vorum til himins“. Ekki væri verra að láta nokkra presta fljóta með. Verkefnisstjórinn var í það minnsta skælbrosandi í umfjöllun sinni um leiðindin í kirkj- unni. Einn sómaklerkur sagði eitt sinn við undirritaðan að synd gegn heilögum anda væri m.a. það að vera leiðinlegur. Og hver vill leiðinlega kirkju? Vitanlega ekki nokkur mað- ur. Við sem vinnum í kirkjunni eig- um að vera glöð. Þar sem undirrit- aður hefur unnið í kirkjunni er oft glatt á hjalla og skemmtilegasta fólk sem hann þekkir eru einmitt dyggir kirkjunnar þjónar sem hafa það að leiðarljósi að að vera salt jarð- arinnar og þjónar þeim boðskap sem Kristur flytur. Það er ekki endilega alltaf „skemmtilegt“, stundum þó, en undirtónninn er alvarlegur og við verðum að beygja okkur undir það. Hinn alvarlegi og magnþrungni boð- skapur kirkjunnar gefur okkur gleðilega lífsfyllingu og skemmtilegt kristið líf. Það eru gleðirík forrétt- indi að fá að taka þátt í því ævintýri að breiða út þann boðskap. Til þess hefur kirkjan m.a. tekið tónlistina í þjónustu sína. Er það ekki reginmis- skilningur á tilgangi og eðli helgi- halds að það eigi fyrst og fremst að vera hressilegt og skemmtilegt? Auðvitað má helgihald vera það, en kafa verður dýpra. Til hvers er helgihald? Hvar liggja rætur þess og hvert stefnir það? Á ekki fólkið í landinu fyrst og fremst skilda kirkju með kjarnyrtan boðskap um Guð og hjálpræðisverk hans, ígrundaðar vangaveltur um málefni er alla varða, boðskap sem skiptir ein- hverju máli og ristir djúpt í sálina og leitast við að uppfylla það andlega tómarúm er þjakar manninn? Er það ekki kirkjunni til tjóns ef fólkið í landinu fer að líta á helgihald hennar sem enn einn valkostinn á ofhlöðnu afþreyingartorgi samfélagsins? Kirkjunni er nauðsyn að endur- skoða sjálfa sig og starfsaðferðir sín- ar. Þar erum við verkefnisstjórinn sammála. Fjölbreytni í tónlist og helgihaldi er af hinu góða og þar er- um við líka sammála. Kirkjan má ekki staðna og einangrast. Prestar og organistar bera þar mikla ábyrgð og mega ekki skorast undan henni. En kirkjan má ekki hlaupa eftir hverjum vindi sem blæs. Á tímum fjölmenningarlegra afla þar sem sótt er að kirkjunni úr mörgum áttum þarf starfsfólk kirkjunnar að standa vörð um þann dýrmæta arf sem því er trúað fyrir. Vandamál kirkjunnar eru ekki messunni að kenna. Kirkj- unni ber að stuðla að og fagna fjöl- breytni í helgihaldi og tónlist þess en koma í veg fyrir það með öllum ráð- um að fjölbreytnin snúist upp í and- hverfu sína og útrými klassísku helgihaldi þótt einhverjir fýlupokar í kirkjunni kunni ekki að meta það. Við þurfum ekki að vera fúl í í kirkj- unni. Guð er enginn fýlupoki. Myglaðar messur Eftir Guðmund Sigurðsson Höfundur er organisti.Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 99 fm mjög góð og talsvert endurnýjuð 4ra herb. íbúð á 3. hæð, efstu. Eldhús, baðher- bergi og gólfefni nýlega endurnýjuð. Suður- svalir. Parket á stofu og gangi. Dúkur á svefnherbergi. Húsið er nýstandsett að ut- an. Þorsteinn og Ásgerður (822 7142) sýna milli kl. 14 og 16. Opið hús - Jörfabakki 16 108 fm mjög góð íbúð á fjórðu hæð í Hlíð- unum. Íbúðin skiptist í tvær parketlagðar stofur, eldhús, baðherb., 2-3 herb. ásamt óskráðu ca 35 fm rými í risi sem notað er sem sjónvarpshol og vinnuaðstaða. Suð- vestursvalir. Afhendist mjög fljótlega. Opið hús milli kl. 14 og 16. Ástráður sýnir 891 7096. Opið hús - Eskihlíð 10 Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali. jöreign ehf Skrifstofan opin mán-fim frá 9-18 og föstd. 9-17 Sími 533 4040 www.kjoreign.is Ármúla 21, Reykjavík Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, SNORRABRAUT EIGN FYRIR 55 ÁRA OG ELDRI Góð 3ja herb. í búð á 4. hæð í lyftublokk. Íbúðin er falleg og vel skipulögð, góð herbergi, opin og björt. Lagt fyrir þvottavél á baði. Hús í góðu ástandi. Húsvörður. Stutt er í alla þjónustu og næg bílastæði við húsið. Verð 16,3 millj. Nr. 3999 jöreign ehf Skrifstofan opin mán-fim frá 9-18 og föstd. 9-17 Sími 533 4040 www.kjoreign.is Ármúla 21, Reykjavík Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, Glæsileg 2ja herbergja íbúð í nýuppgerðu lyftuhúsi. Var áður verksmiðjuhúsnæði og sem gefur húsinu vissan sjarma. Lofthæð íbúðar er 3,2 metrar. Hurðahæð er 2,5 metrar. Norðursvalir með útsýni út á flóann. Toppeign á frábærum stað fyrir fagurkera. Ingibjörg og Ólafur Björn bjóða ykkur í opið hús OPIÐ HÚS í dag, sunnudag, frá kl. 15-17 á SKÚLAGÖTU 32-34 - 2. hæð t.v. Suðurlandsbraut 54 við Faxafen, 108 Reykjavík. Sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson lögg. fasteignasali. Til sölu einbýlishúsið á Þrúðvangi 29, Hellu. Húsið er steinsteypt, stærð 131 fm og skiptist m.a. í 3 góð svefnherbergi, eldhús með borðkrók, baðherbergi, hol og stóra stofu. Vandaðar innréttingar. Húsið stendur á mjög fallegum útsýnisstað alveg við ána. Mjög falleg ræktuð lóð. Verð 13,5 millj. Þrúðvangur 29 – Hellu Opið hús í dag milli kl. 14.00 og 16.00 SKIPHOLT 38 - EFSTA HÆÐ Um er að ræða mjög góða og mikið endurnýjaða 5 herbergja íbúð á 3. hæð. Nýlegar hurðir, nýlegt parket á flestu, nýleg eldhúsinnrétting o.fl. Íbúðin skiptist í 3 góð svefnherbergi, 2 góðar stofur, eldhús, bað- herbergi og þvottahús innan íbúðar. Mjög góð eign á þessum eftirsótta stað. Verð 14,7 millj. Sigrún Bjarnadóttir tekur vel á móti þér og þínum í dag á milli kl. 14.00 og 16.00. Laugavegi 63 • sími 5512040 Pálmatré Vönduðu silkiblómin fást í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.