Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 33
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 33 www.hofdi.is Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur, löggiltur fasteigna- og skipasali Suðurlandsbraut 20 Sími 533 6050 Bæjarhrauni 22 Sími 565 8000 Smáralind - 1. hæð Sími 565 8000 Opið í Smáralind í dag á milli kl. 12 og 18 OPIÐ HÚS! SÆBÓLSBRAUT 37 - KÓPAVOGI Einstaklega fallegt og vel skipulagt 190 fm raðhús á 2 hæðum með innbygg. bílskúr. Skiptist m.a. í 3-4 herb. og tvær samliggjandi stofur. Sól- ríkur suðurgarður. Góð stað- setning. Verð 23,5 millj. Áhv. 7,6 millj. byggsj. og lífsj. Ragnar og Guðbjörg sýna öllum áhugasömum húsið í dag milli kl. 15 og 17. Allir velkomnir. OPIÐ HÚS! KÓPAVOGSBRAUT 99 Í dag milli kl. 15:00 og 17:00 gefst fólki kostur á að líta á fallega 122,5 fm efri sérhæð í þríbýli. Sérinngangur og sérþvottahús. Frábær stað- setning! Verð 15,7 millj. Jens og Þóra taka á móti gestum með heitt á könnunni. Allir velkomnir! Hæðarsel - Sælureitur í borg Glæsilegt 236 fm einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr, fal- legri lóð, gróðurhúsi og frábærri staðsetningu. Eignin skiptist þannig að á neðri hæð er forstofa, gestasnyrting, hol, stofa og borðstofa, eldhús, þvottahús og tvö herbergi. Á efri hæð eru fjög- ur herbergi og baðherbergi. Húsið er teiknað af Kjartani Sveins- syni en garðurinn er einstaklega glæsilegur og teiknaður af Stan- islas Boich. V. 32 m. 3061 Um er að ræða sérlega glæsilega 82 fm 2ja herbergja íbúð á 1. hæð í litlu fjölbýli með sérgarði. Sérlega glæsi- legar sérsmíðaðar innréttingar. Parket og granítflísar á gólfum. Sérþvottahús í íbúð. Frábær staðsetning. Sérinn- gangur. Fallegt útsýni. Áhv. húsbréf 7,5 millj. Verð 13,9 millj. Gjörið svo vel að líta inn. Helga og José taka vel á móti ykkur. Sími 568 5556 Arnarás 6 - Garðabæ Opið hús í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 17 Í BYRJUN júní opnaði Þórólfur Árnason, borgarstjóri, nýja heima- síðu Strætó bs. Meðal nýjunga sem í boði eru á nýrri heimasíðu, sem hefur slóðina bus.is, er svokallaður „ráðgjafi“ en það er tölvuforrit sem gerir notendum kleift að slá inn tvö heimilisföng og fá tillögur um hver besta leiðin á milli þeirra sé ef not- ast er við strætisvagna. Í nýlegum pistli á vefritinu Deiglan.com bend- ir Pawel Bartoszek, stærðfræði- nemi í HÍ, á að ráðgjafi strætó- farþega sé oft og tíðum ekki eins ráðhollur og æskilegt væri. Í grein sinni segir hann frá því að ráðgjaf- inn hafi ráðlagt sér að taka leið sem tekur 90 mínútur í akstri en sjálfur hafi hann fundið leið á milli sömu staða sem tekur einungis 30 mínútur. Pawel segir að greinilegir vankantar séu á tölvuforritinu og að við ítrekaðar tilraunir hafi hann komist að raun um að hann gæti sjálfur auðveldlega fundið mun betri leiðir en ráðgjafinn á heima- síðu Strætós. „Þetta kerfi lítur ekki illa út en því miður sýnist mér að það sé í flestum tilfellum gallað. Ég hef prófað margar tengingar í ráð- gjafanum og oftast nær hef ég get- að fundið betri leið sjálfur með því að fletta upp í leiðabókinni,“ segir Pawel. Ásgeir Eiríksson, framkvæmda- stjóri Strætós bs., segir að nokkuð hafi borið á því að fólk hafi sent ábendingar og kvartanir um að til- lögur ráðgjafans séu ekki nægilega góðar. „Við höfum einmitt fengið ábendingar um þetta. Við höfum gert okkur far um að komast fyrir þetta með því að kafa ofan í einstök tilvik sem okkur hefur verið bent á. Fólk hefur verið duglegt að senda okkur tölvupóst,“ segir Ásgeir. Villur í forritinu fleiri en Strætó bjóst við Hann segir að villur í forritinu séu fleiri en forráðamenn Strætó bs. hafi búist við en vefurinn var lengi í prufukeyrslu. Pawel segir að það geti ekki verið heppilegt að leiðrétta kerfið eftir ábendingum um galla í ráðgjöf fyrir tilteknar leiðir. Þá mætti allt eins setja mann í síma með leiðabók og ráð- leggja farþegum þannig. Hann seg- ir að til þess að kerfið virki eins og til er ætlast þurfi að setja inn rétt og nákvæm gögn og leiðrétta þá forritunarhnökra sem valda því að ráðgjafinn finnur ekki skynsamleg- ustu leiðirnar. Pawel hefur tekið saman nokkur dæmi um ráðgjöfina á heimasíðu Strætós. Hann segir að þegar valin er leið frá Seljabraut 1 í Breiðholti og niður á Hlemm þá feli margar af tillögum ráðgjafans í sér gagns- lausa útsýnisferð um Breiðholtið. Þá sé víða ætlast til þess að fólk komi sér fótgangandi á milli staða á svo knöppum tíma að góður milli- vegalengdarhlaupari þyrfti að hafa sig allan við. Pawel segist einnig hafa tekið eftir því að þegar strætisvagn kem- ur að skiptistöð þá sé gert ráð fyrir því að farþegarnir sitji í vagninum frá því vagninn stöðvast og fari ekki út úr honum fyrr en rétt áður en hann leggur aftur af stað. Þetta gerir það að verkum að oft sér ráð- gjafinn ekki tengingar sem geta sparað farþegum mikinn tíma. „Það sem við höfum aðallega ver- ið að reka okkur á er t.a.m. ef farið er á milli tveggja áfangastaða þar sem ekki farið er um skiptistöð en samt þarf að skipta um vagn þá er eins og hann sýni ekki ákjósanleg- ustu niðurstöðu. Ef við tökum t.d. ferð úr Fossvogi í Breiðholt þá vill ráðgjafinn endilega senda mann niður á Hlemm,“ segir Ásgeir. Hann segist líta svo á að verkefnið sé enn í þróun þótt hnökrarnir hafi reynst fleiri en búist var við. Hann segir starfsmenn Strætós vera í stöðugu sambandi við Steðju, hug- búnaðarhúsið sem hannaði kerfið: „Við svörum öllum sem senda okk- ur línu og biðjumst velvirðingar og hömumst í því að reyna að laga þetta. En sem betur fer virkar þetta líka prýðilega í mörgum til- fellum.“ Ásgeir segir það vera svekkjandi að kerfið sé ekki fullkomlega í lagi enda hafi mikið verið lagt í und- irbúning þess og kynningu. „Við erum að reyna að efla okkar þjón- ustu með nýjum aðferðum,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að þótt vinnan við kerfið hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir þá falli kostnaður við lagfæringar á kerfinu ekki á Strætó bs. þar sem samið hafi verið um heildargreiðslu við þjónustuað- ila þegar samið var um verkið. Hann segist vongóður um að það takist að vinna úr hnökrunum í kerfinu svo það verði notendum gagnlegra. Ráðin í sumum tilfellum verri en engin Pawel segir að ný heimasíða Strætós sé góð en í mörgum til- fellum séu ráð ráðgjafans verri en enginn. „Ef þú ert að fara á milli staða, eins og nefndir eru einu af dæm- unum sem ég hef skoðað, þar sem hægt er að komast á milli á 45 mín- útum, en ráðgjafinn segir þér að þú verðir að taka stöð sem er í fimm- tán mínútna göngufjarlægð frá þér, og ferðin taki klukkutíma og fjöru- tíu mínútur samkvæmt ráðgjafan- um, þá held ég þetta verði nú ekki til þess að fólk sem notar einkabíl að staðaldri ákveði að selja hann af því að það fái svo góð ráð hjá strætóráðgjafanum,“ segir Pawel. „Ráðgjafinn“ hjá Strætó gagnrýndur fyrir ónákvæmni Gefur í sumum tilvikum ekki nógu góð ráð                                          ! "    #$  %%  &'  ( &  (  )   !"  &+, !"  &+,  '  && -  &  ) '  , "%%&& - !" &+,. - "- &   ,- /  0  *1 # 2,&   !"  #      $      % 0, () 3)  " - (1 3(  (1   (1    (1 (   (1 (     () 1  " - (1 '$& " (1 1 '$& " (1    ()   ()     #  3 # 2 $  0,   () 1  " - (1 3(  () 3  (1 )   ()   ()         0, Stingur uppá að farþegar komi við á Hlemmi á leið úr Fossvogi í Breiðholt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.