Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HREFNU JÓHANNSDÓTTUR, Aðalstræti 9, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi fimmtudaginn 26. júní, fer fram frá Dóm- kirkjunni mánudaginn 7. júlí kl. 13.30. Rúnar Björgvinsson, Jóhanna Þórðardóttir, Garðar Björgvinsson, Bryndís Björgvinsdóttir, Auður Björgvinsdóttir, Birna Björgvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÓRA S. JÓNSDÓTTIR, Tejn, Borgundarhólmi, Danmörku, áður til heimilis í Hvammsgerði 7, Reykjavík, lést á sjúkrahúsi í Rönne, Borgundarhólmi, aðfaranótt mánudagsins 23. júní sl. Kveðjuathöfn verður í Bústaðakirkju mánudaginn 7. júlí kl. 13.30. Bálför fór fram í Borgundarhólmi. Fyrir hönd aðstandenda, Erna Espersen, Ivar Espersen, Þór Magnússon, Svanhvít Ásmundsdóttir, Rut Magnúsdóttir, Smári Magnússon, Óðinn Magnússon, Agnieszka Iwona Szejnik, barnabörn og barnabarnabörn. ÓSKAR JÓNSSON, Skúlagötu 44, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 7. júlí kl. 15.00. Hjördís Jensdóttir, Sigrún Óskarsdóttir, Guðmundur Þór Egilsson, Jón Viðar Óskarsson, Guðrún Eggertsdóttir, Óskar, Hjördís, Rakel, Berglind og Ívar. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BERGÞÓR FINNBOGASON kennari frá Hítardal, Sólvöllum 13, Selfossi, lést á sjúkrahúsinu á Selfossi fimmtudaginn 3. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. María Friðriksdóttir, Teitur Bergþórsson, Guðný María Hauksdóttir, Kristín Fjóla Bergþórsdóttir, Guðmundur Örn Böðvarsson, Friðrik Hafþór Magnússon, Sólveig Höskuldsdóttir, Einar Baldvin Sveinsson, Jóna Sólmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG HJÁLMARSDÓTTIR, áður til heimilis á Freyjugötu 38, Sauðárkróki, andaðist á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks þriðjudaginn 1. júlí. Jarðarförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 12. júlí kl. 14.00. Heiðbjört Guðmundsdóttir, Jónas Þorvaldsson, Hermundur Ármannsson, Stefanía Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Guðmundur Mar-teinsson fæddist í Stykkishólmi 25. mars 1925. Hann and- aðist á sjúkrahúsi í Tucson í Arizona í Bandaríkjunum 30. júní síðastliðinn eftir erfið veikindi. For- eldrar hans voru Mar- teinn Jóhann Lárus- son verslunarmaður, f. í Stykkishólmi 17. desember 1892, d. 3. júní 1970 í Reykjavík, og Jóna Anna Björns- dóttir prjónakona, f. í Grundarfirði 6. apríl 1905, d. 13. september 1982 í Reykjavík. Eft- irlifandi systkini Guðmundar eru Heiðar Bergmann Marteinsson, f. 10. janúar 1929, Jóhann Sólberg Marteinsson, f. 23. febrúar 1932, og Hulda Jenný Marteinsdóttir, f. 28. febrúar 1937, og hálfsystir Lára Kristín Marteinsdóttir Wik- en, f. 12. júlí 1918. Hálfsystir hans, Her- dís Matthildur Mar- teinsdóttir, f. 7. júlí 1917, lést 13. nóvem- ber 1996. Öll systkini hans eru úr Stykkis- hólmi. Eftirlifandi eigin- kona Guðmundar til 48 ára er Mary Mart- inson og eignuðust þau fjögur börn. Þau eru 1) Marty Martin- son; 2) Paul Martin- son; 3) Anna Helen (Lovato) Martinson; 4) Monica Mary (Bermudez) Mart- inson, sem búa öll í Tucson og eiga Guðmundur og Mary samanlagt 11 barnabörn. Guðmundur var jarðsunginn frá Our Mother of Sorrows kaþólsku kirkjunni í Tucson 5. júlí og jarð- settur í All Faiths-minningargarð- inum. Mér er heiður að minnast Guð- mundar, Mumma, bróður míns, í nokkrum orðum en hann lifði æv- intýraríku lífi sem kannski er ekki hægt að gera fyllileg skil í stuttri minningargrein. Guðmundur fór ungur frá Stykk- ishólmi, aðeins 16 ára gamall, til Reykjavíkur til að mennta sig frekar eftir barnaskóla. Í Reykjavík dvaldi hann hjá Herdísi, elstu systur sinni og eiginmanni hennar. Meðan á dvölinni stóð reyndi hann að komast að sem nemi í húsasmíði, en hugur hans stefndi að smíðum alla tíð því hann var lagtækur og útsjónarsam- ur við allt sem hann tók sér fyrir hendur, þó ungur væri. Mikill tími fór í að leita að atvinnu því á þessum tíma ríkti mikið atvinnuleysi og kreppuástand. Honum tókst þó loks að útvega sér vinnu hjá manni sem smíðaði skíði og búsáhöld. Guð- mundur settist síðan á skólabekk í iðnskóla á kvöldin til að búa sig und- ir húsasmíðanám. Um þetta leyti kom bandaríski herinn til landsins. Guðmundur komst þar í stöðu sem túlkur en hann var vel mæltur á enska tungu þó ungur væri. Á þessu tímabili í lífi Guðmundar urðu kaflaskil er hann hitti vel menntaðan, bandarískan liðsfor- ingja en með hans aðstoð komst hann í nám í arkitektúr við háskól- ann í Minnesota árið 1944. Þaðan út- skrifaðist hann árið 1948 sem arki- tekt. Við útskriftina var haldin sýning á verkum nemenda, þar á meðal á verkum og hugmyndum Guðmundar. Uppi varð fótur og fit þegar hinn frægi arkitekt Frank Lloyd Wright, meistarinn sjálfur eins og hann var kallaður, gerði boð eftir Guðmundi. Hann hafði orðið hrifinn af hugmyndum og verkum hans og bauð honum vinnu hjá sér í Spring Green í Wisconsin og á vet- urna í Phoenix í Arizona. Segja má að þetta atvinnutilboð hafi ráðið úr- slitum og ráðið örlögum Guðmundar sem settist að í Bandaríkjunum og kom ekki aftur til Íslands. Með Frank Lloyd Wright starfaði Guð- mundur að hönnun Guggenheim listasafnsins í New York og mörgum fleiri verkefnum. Frank var alla tíð góður Guðmundi og útvegaði honum dvalar- og atvinnuleyfi. Síðar fékk hann svo bandarískan ríkisborgara- rétt. Eftir þrjú góð ár hjá Frank kom fararsnið á Guðmund, hann vildi breyta til og hugur hans stóð ávallt til frekari menntunar og frama á sínu sviði. Á þessum tíma, í kringum 1951, var Kóreustríðið skollið á og tók hann þá ákvörðun að ganga sjálfviljugur í herinn og hafði af þeim sökum meiri áhrif á hvar hann lenti og einnig að menntun hans var tekin til greina í herskyldunni, en herskylda á þeim tíma var óumflýj- anleg fyrir ameríska ríkisborgara sem Guðmundur var þá orðinn. Guð- mundur fékk stöðu hjá njósnadeild hersins, að miklu leyti vegna tungu- málakunnáttu sinnar og fyrri reynslu sem verkfræðingur og arki- tekt og var sendur til Kóreu. Í Kór- eu þjónaði hann hernum í tvö ár og vann aðallega við greiningu á vopn- um andstæðinganna, gerð þeirra og uppruna. Þessi ár í Kóreu voru hon- um framandi og lenti hann í ýmsum háska og umhverfi ólíku því sem hann hafði alist upp við í friðsæld- inni í Stykkishólmi. Þegar Guðmundur var leystur frá herskyldu var hann staðsettur í New Mexico og fékk námsstyrk frá hern- um til frekara náms. Hann valdi há- skólann í Phoenix í Arizona og eftir útskrift þaðan kaus hann að setjast að í Tucson og þar kynntist hann eiginkonu sinni, Mary Martinson (Oldman), og áttu þau farsælt hjóna- band og höfðu verið gift í 48 ár þegar hann lést. Margt dreif á daga Guð- mundar þessi fyrstu ár í Tucson og eignuðust þau hjón fjögur börn: Martein (Marty), Paul (Pál), Önnu Helen og Monicu Mary á fimm ára tímabili. Guðmundur sat aldrei auðum höndum og starfaði hann við fag sitt á arkitektasofunni Marum & Marum við skipulagningu á heilum hverfum í Tucson sem var í miklum og örum vexti. Hann teiknaði einnig gagn- fræðaskóla í Paolo Verde fyrir Tucs- on-borg ásamt verkfræðihönnun stórra vatnstanka sem algengir eru á þessum slóðum. Guðmundur fékkst ekki eingöngu við hönnun mannvirkja því hann fékk stöðu við háskólann í Arizona við kennslu í arkitektúr og kenndi þar í tvö ár. Eftir kennsluna fór Guðmundur til starfa sem yfirverkfræðingur hjá flughernum á Davis Montana Air Force Base og ílengdist þar í góðu og annríku starfi í 24 ár þar til hann fór á eftirlaun hjá hernum. Ekki var Guðmundur til í að hætta algerlega að vinna því hann fékk starf hjá póstþjónustu Bandaríkj- anna (US Postal Service) sem verk- fræðingur með umsjón pósthúsa á stóru svæði í Texas, Nýju Mexico og Arizona. Þegar Guðmundur hætti loks hjá póstinum gat hann ekki hugsað sér að sitja aðgerðalaus og setti upp smíðaverkstæði heima hjá sér. Þar tók hann til við smíðar á minjagripum úr tré sem hann ýmist gaf eða seldi á vægu verði. Þessi vinna við minjagripina átti hug hans allan síðustu árin og var honum til uppfyllingar eftir ævintýralegt lífs- hlaup sitt í þau 50 ár í Bandaríkj- unum eftir að hann flutti frá Stykk- ishólmi. Endurminningarnar frá uppvaxtarárunum í Stykkishólmi eru um margt skemmtilegar en þar, aðeins barn og unglingur, skar hann út í tré tindáta og fígúrur, með verk- lagi og áhuga sem mótuðu hans lífs- starf alla tíð. Við bræðurnir gerðum mörg prakkarastrikin í æsku, sem ekki verður farið nánar út í, sem Mummi mundi alltaf eftir þegar rætt var um í þeim ótal heimsóknum sem við hjónin áttum til hans í Tucson. Árið 1972 veittist Guðmundi mikill heiður er hann fékk viðurkenningu sem afreksmaður í sínum fögum, arkitektúr og verkfræði, og er skrá- settur sem slíkur í „National Reg- ister of Prominent Americans and International Notables“. Með Guðmundi er genginn sannur ævintýra- og hagleiksmaður og í þessum minningabrotum hef ég far- ið gegnum 50 ára sögu bréfaskrifta okkar í milli en hann hélt miklu ást- fóstri við fjölskylduna á Íslandi og ófá eru þau bréfin sem bárust frá honum alla tíð til systkina sinna „heima“. Öll fjölskylda hans á Íslandi vill heiðra minningu hans með þessum fátæklegu orðum og um leið votta Mary Martinson eiginkonu hans, börnunum, Marty, Paul, Önnu og Monicu og 11 barnabörnum hans í Bandaríkjunum, okkar dýpstu sam- úð og óska þeim Guðs blessunar um alla framtíð. Blessuð sé minnig ást- kærs bróður. Heiðar Bergmann Marteinsson. Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót … Það má segja að þessi fyrstu orð ljóðsins, sem Stephan G. Stephans- son orti, eigi vel við þá sem flytjast frá Íslandi og það á einnig vel við frænda minn Guðmund Marteins- son, Mumma. Mummi, sem var frá Stykkis- hólmi, var alla tíð með hug og hjarta í heimalands móti. Örlögin orsökuðu að aðeins 16 ára gamall hélt hann á vit ævintýranna úti í hinum stóra heimi. Hann hélt þó uppá allt sem ís- lenskt var eins og kostur var, talaði og skrifaði íslensku alla tíð þó hann hefði dvalið alla sína ævi án þess að eiga þess kost að tala móðurmálið á hverjum degi. Mörg voru þau bréfin sem hann skrifaði til systkina sinna og móður minnar á Íslandi og aldrei hætti hann því og gátu þau fylgst með honum þannig og lífshlaupi hans. Bréfin vekja skemmtilegar endurminningar um liðna tíma en aðdáunarvert er hversu vel og rétt hann skrifaði móðurmálið. Andlát Mumma hafði átti sér nokkurn aðdraganda. Viku áður hafði sonur hans, Marty, látið fjöl- skylduna heima á Íslandi vita að nú væri Mummi kominn á spítala og út- litið væri ekki gott. Í sjálfu sér kom það ekki á óvart, í mörg skipti hafði hann lagst á spítala á sl. árum, meðal annars tvisvar farið í erfiðar hjarta- aðgerðir, en alltaf hafði hann staðið af sér veikindin og náð sér á strik og haldið áfram störfum við hugðarefni sín. Honum var í blóð borið að þráast við og aldrei að gefast upp, svolítið líkur bræðrum sínum og systrum. En að morgni mánudagsins 30. júní varð hann að játa sig sigraðan en þá báru veikindin hann ofurliði. En minningin um góðan frænda lifir. Ég man fyrst eftir Mumma þegar hann kom til Íslands, ég þá aðeins níu ára gamall og mikil eft- irvænting var að fá frænda frá Am- eríku, en alltaf hafði maður heyrt hans getið frá unga aldri. Hann kom þá til að vera við jarðarför afa, föður síns, árið 1970, í raun var það í fyrsta og eina skiptið sem hann átti kost á að koma í heimsókn til Íslands frá því að hann fluttist út. Þær endur- minningar sem ég á frá þeim tíma eru skemmtilegar, þrátt fyrir alvar- leika heimsóknarinnar, en hann fór með mig og vinina niður í miðbæ af Grandaveginum og keypti nammi og leyfði okkur margt sem þá var ekki venjan. Hann var skemmtilegur og sýndi okkur töfrabrögð og er það mér enn þann dag í dag hulin ráð- gáta hvernig hann gat látið túkall hverfa inn í arminn á sér. Það var síðan þegar ég var 16 ára gamall að ég fór mína fyrstu ferð út fyrir landsteinana, til Bandaríkj- anna, og þá með Heiðari, bróður hans og Gógó, konu Heiðars, til að heimsækja Mumma frænda. Það var einnig eftirminnilegur tími en hann lék ávallt á alls oddi þegar gestir að „heiman“ komu í heimsókn. Allir frá Íslandi áttu gott skjól og heimili heima hjá honum í paradísinni Tucs- on sem hann nefndi svo. Margt var brallað í þessum ferðum og var hann óþreytandi að útbúa og kokka mat fyrir okkur og oftar en ekki bauð GUÐMUNDUR MARTEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.