Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elsku besti pabbi. Síðustu dagar hafa verið undarlegir og erfitt að sætta sig við að missa þig núna og fá ekki að sjá þig aftur. Góðar samverustundir undanfarið hafa þó aukið fjarsjóð minninganna og mun ég leita til þeirra á erfiðum tímum. Það er ekki nema mánuður síðan þú aðstoðaðir okkur systkinin við að skrifa minn- ingarorð um hana ömmu. Það var nefnilega gott að leita til þín þegar lesa átti yfir texta, hvort sem það voru ritgerðir, verkefni, ræður eða annað þvíumlíkt. Alltaf komstu með góðar athugasemdir, en íslenskt mál var þér hugleikið. Þú varst alltaf vel að þér í öllum málefnum. Það var ætíð létt yfir þér og stutt í gam- ansemina og stríðnina. Þú vannst öll verkefni hratt og örugglega og þeg- ar byrjað var á verkefnum þá átti að klára þau í einum grænum. Það var sama hversu snemma maður kom niður í eldhús á laugardögum, alltaf var búið að klára krossgátuna í blaðinu. Kjötvinnslan var þér mikils virði og unnir þú starfi þínu mjög. Þú varst trúr og tryggur vinnuveitanda þínum í rúm 40 ár, en þú varst ekki nema 25 ára þegar þú byrjar hjá Kaupfélaginu. Ég var alltaf jafn- stoltur af þér þegar kjötinu þínu var hrósað, en það gerðist ósjaldan. Það er ekki nema hálfur mánuður síðan ég var síðast beðinn um að skila því hversu gott kjötið hefði verið í út- skriftinni hjá Hörpu. Ég var ekki bara stoltur af þessu, heldur einnig hversu vinnusemi þín var mikils metin. Þegar ég byrjaði í Járn og skip, 16 ára gamall, og menn fréttu hverra manna ég væri, þá sögðust þeir ekki þurfa að hafa áhyggjur af mér, svo framarlega að ég væri lík- ur þér. Þrátt fyrir að vinnan væri þér mikils virði þá hafðir þú tekið þá ákvörðun að hætta að vinna í haust og fara að njóta lífsins með mömmu. Já, margt átti að gera í september. Þegar ég fór með þér niður í Kjötsel í byrjun júní tók ég nokkrar góðar ljósmyndir af þér. Þann dag ákvað ég að koma seinna með myndbands- upptökuvél og taka upp lífið í Kjöt- seli áður en þú hættir. En það varð ekki af því. Þú varst góður afi. Því fengu barnabörnin þín að kynnast. Ég hefði viljað að börnin mín hefðu kynnst afa Bigga. Ég veit að þú munt fylgjast með þeim og ég lofa því að segja þeim frá þér. Þið mamma áttuð vel saman og naut ég góðs uppeldis hjá ykkur báðum sem hefur verið mér gott veganesti út í lífið. Elsku pabbi, ég vil að þú vitir af því að betri foreldra hefði ég ekki getað eignast og þú ert besti pabbi í heimi. Ég mun hugsa vel um mömmu og ömmu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Þinn sonur, Davíð. Að kvöldi 26. júní bárust þær sorgarfréttir að tengdafaðir minn væri látinn. Ég bjóst ekki við að kveðjustundin myndi bera að með svo skjótum hætti eins og raun bar vitni. Biggi, sem virtist við góða heilsu og í fullu fjöri, dáinn á svip- BIRGIR KRISTINN SCHEVING ✝ Birgir KristinnSigurðsson Scheving fæddist í Vestmannaeyjum hinn 21. maí 1937. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 26. júní síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Kefla- víkurkirkju 4. júlí. stundu og enn einu sinni fáum við mann- fólkið ekki við neitt ráðið. Ég kom fyrst inn á heimili hans og Gústu tengdamóður minnar fyrir níu árum þegar ég og Simmi vorum að kynnast. Mér var tekið vel frá fyrsta degi og fann strax að mér myndi líða vel í návist fjöl- skyldunnar. Margar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til Bigga, minningar um góðan mann sem reyndist okkur fjölskyldunni afar vel. Hann var alltaf boðinn og búinn til að gera allt fyrir okkur. Þau voru ófá kvöldin þar sem við sátum inni í stofu á Birkiteignum, töluðum um allt milli himins og jarðar. Það var gaman að ræða málin við Bigga því hann var víðlesinn, vel að sér, og hafði ákveðnar skoðanir. Hann hafði líka gott skopskyn og var því oft fljótur að koma hlutunum frá sér á gam- ansaman hátt. Biggi hefur unnið síðastliðin 41 ár í Kjötsel Njarðvík, hann sinnti vinnu sinni af miklum heilindum, ósérhlífinn og vann þar af miklum krafti myrkranna á milli. Hann kvartaði aldrei og það var aldrei neitt að hjá honum. Fjölskyldan var búin að ákveða að hittast uppi í sumarbústað þessa helgi og halda grillveislu þar sem allir ætluðu að skemmta sér vel. Engann hafði grunað að þess í stað værum við öll að kveðja hann í hinsta sinn og tak- ast á við þessa miklu sorg saman. Andri sonur minn og afi Biggi voru góðir vinir, afi alltaf tilbúinn að gera allt fyrir litla afadrenginn sinn. Andri á erfitt með að skilja að afi sé dáinn, en veit að afi er orðinn að engli hjá Guði sem mun halda áfram að fylgjast með honum. Ég er afar þakklát fyrir að Andri hafi fengið að kynnast svo góðum afa. Ég votta tengdamóður minni, aldraðri móður og öðrum aðstand- endum Bigga mína dýpstu samúð. Orðstír fagur aldrei deyr óhætt má því skrifa Á söguspjöldum síðar meir, sagan þín mun lifa. (G.J.) Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Linda Helgadóttir. Elsku afi. Þú varst okkur góður afi, og munu minningar um þig lifa um ókomin ár. Við erum þakklát að hafa fengið að kynnast þínum góðu mannkostum og fengið að njóta væntumþykju þinnar. Við munum hugsa vel um ömmu og sjá til þess að henni líði vel. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. (Ásmundur Eiríksson.) Hvíl í friði. Þín afabörn, Sandra Ösp og Andri. Elsku afi. Við komum til Íslands í dag og ef allt væri eins og venjulega þá hefðir þú komið og hitt okkur á flugvell- inum. En allt er ekki eins og venju- lega. Í þetta skiptið erum við ekki að koma til þess að hitta þig, heldur til að kveðja þig. Þú varst alltaf svo glaður og alltaf með nýja brandara á lager. Hver á nú að vekja okkur snemma á morgnana og segja: „Góðan daginn, hvað segir maginn?“ Og hver á nú að fara með okkur í bíltúr? Hvort sem það var veiðiferð- ir eða bíltúrar þá gerðist alltaf eitt- hvað skemmtilegt. Ein Reykjavík- urferðin er ógleymanleg. Eftir heilan dag í bænum ákváðuð þið að bjóða okkur í bíó, á Jurassic Park. Það heppnaðist nú ekki alveg. Eftir tvær mínútur flýði amma út, því há- vaðinn var of mikill. Ekki mikið seinna byrjaði einhver að hrjóta. Hver var það ef það varst ekki þú? Við munum sakna þín alveg rosa- lega. Þinn tími var nú ekki alveg kominn, en lífið er ófyrirsjáanlegt. Við erum nú ekki alveg búin að átta okkur á að þú sért farinn. Við sitj- um hérna ennþá og erum að bíða eftir að þú komir heim úr vinnsl- unni, en þú munt ekki koma. Þú skalt vita það að þú lifir áfram í huga okkar og þar er lífið eilíft. Andrés og Linda-Malín. Enn er höggvið skarð í systk- inahópinn, við vorum fimm, fyrir tæpu ári lést Edda er var elst okkar og nú Birgir sem var næstelstur, en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 26. júní sl. Á yngri árum var Birgir í sveit í Mýrdalnum á sumrin og undi þar glaður hag sínum, enda hafði hann gagn og gaman af dvölinni þar. Eft- ir hefðbundna skólagöngu hóf hann nám í kjötiðn og lauk því námi sem kjötiðnaðarmeistari. Hélt hann síð- an til framhaldsnáms í Danmörku og var þar í u.þ.b. ár. Heimkominn hóf hann störf hjá kjötvinnslu Kaupfélags Suðurnesja, Kjötseli, sem forstöðumaður og gegndi því starfi til dánardægurs eða í rúm 40 ár. Í vinnu var hann atorkumaður og gaf sér lítinn frítíma en gæði framleiðslunnar voru mikil. Fastur liður hjá okkur var að fá hátíðamat hjá Birgi og aldrei brugðust gæði hans. Utan vinnu var hann rólegur og dagfarsprúður maður í fasi sem gaman var að ræða við. Birgir hafði gaman af hesta- mennsku og stundaði hana á árum áður er stundir gáfust og einnig hafði hann gaman af að spila brids. Þáttaskil urðu í lífi Birgis er hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Ágústu Erlendsdóttur. Saman stofnuðu þau myndarlegt heimili á Birkiteigi 3 í Keflavík, og eignuðust tvo syni, en fyrir átti Ágústa tvö börn. Með fjölskyldu sinni undi Birgir hag sínum best og fylgdist stoltur með uppvexti barna sinna og fósturbarna og ekki minnkaði stoltið er barnabörnin bættust í hópinn, enda hændust þau að honum. Birgir hélt alla tíð góðu sambandi við móður okkar og systkini með heimsóknum og símtölum. Þannig fylgdist hann með gangi mála hjá okkur öllum. Nefna má, að er íbúð- arhús okkar á Hellu skemmdist í Suðurlandsskjálftanum 17. júní 2000 kom hann á vettvang boðinn og búinn að veita aðstoð við lagfær- ingar á húsinu ef á þyrfti að halda. Hann gladdist á tyllidögum í lífi systkina og fjölskyldna þeirra og var það undantekning ef Birgi og Ágúst vantaði. Birgir hafði hugsað sér að leggja kjötskurðarhnífinn á hilluna nú í haust og sá fram á meiri tíma með fjölskyldunni. Leitt er að hann skyldi ekki ná því takmarki. Elsku mamma, Ágústa, Sigmar, Davíð, Erlendur, Vilborg og fjöl- skyldur. Á þessar sorgarstundu vil ég og fjölskylda mín votta ykkur samúð okkar og bið að Guð almátt- ugur gefi ykkur styrk til framtíðar. Ekki er að efa að vel verður tekið á móti Birgi í nýrri veröld er hann hittir þar ástvini sem á undan eru gengnir. Blessuð sé minning þín, Birgir, og hafðu þökk fyrir það góða sam- band og vináttu sem við áttum alla tíð. Knútur Scheving, Hellu. Nú er komið að kveðjustund kæri bróðir. Það er nú ekki komið ár síð- an að við fylgdum systur okkar til grafar og bjóst ég ekki við því að það yrði svona stutt á milli ykkar en enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Það voru forréttindi að eiga Birgi sem bróður og gott að leita til hans alla tíð og naut ég hans leiðsagnar þó sérstaklega sem unglingur. Birgir var trúr og traustur öllu því sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem það var í leik eða starfi. Elsku Ágústa mín, mamma, Lindi, Vilborg, Sigmar, Davíð og aðrir ástvinir, það eru erfiðir tímar hjá ykkur en það er huggun í harmi að eiga góðar minningar um góðan eiginmann og son, yndislegan föður og afa. Ég og fjölskyldan mín vottum ykkur dýpstu samúð. Saman áttum verk að vinna vinur naut ég handa þinna saman byggðum okkur borgir sem börn við þekktum engar sorgir. Því spyr ég núna Guð minn góður því tókstu úr leiknum frá mér bróður? Er vorsins önn sem var að byrja verður mér nú á að spyrja. (Kristinn Kristjánsson.) Guð geymi minninguna um góðan bróður. Gylfi Scheving. Orka þér entist aldur tveggja manna að vinna stórt og vinna rétt. Vitur og vinsæll varstu til heiðurs í þinni byggð og þinni stétt. Höfðingi héraðs, hátt þín minning standi, ávaxtist hjá oss þitt ævistarf. Þjóðrækni, manndáð, þol og tryggð í raunum þitt dæmi gefi oss í arf. (Einar Benediktsson.) Ljóðið hér að ofan lýsir vel Birgi Scheving, sem var föðurbróðir minn og góði frændinn í Keflavík. Fráfall hans var óvænt og ótímabært. Það er skrýtið að hugsa til baka sl. fimmtudag, þegar ég, Ási, strák- arnir okkar ásamt ömmu Margréti fengum okkur bíltúr austur fyrir fjall og ætluðum að fara í heimsókn á Hellu. Ferðaáætlunin breyttist án þess að það væri rætt og enduðum við í kaffi hjá Bigga og Ágústu. Eins og ávallt var vel tekið á móti okkur og áttum við með þeim notalega kvöldstund. Það síðasta sem Biggi gerði var að fylgja móður sinni að bílnum og kveðja hana. Örfáum mínútum seinna varð hann bráð- kvaddur. Biggi frændi var gull af manni, rólegur, viðræðugóður og blíður, hann átti góða og trausta fjölskyldu sem hann unni vel og var hún hon- um mjög mikils virði. Það er voða- lega sárt að vita til þess að fjöl- skyldan hans fái ekki notið hans lengur. En við getum huggað okkur við það að við eigum margar góðar minningar um frábæran frænda. Elsku Ágústa, amma Margrét, Lindi, Vilborg, Sigmar, Davíð og aðrir ástvinir, við vottum ykkur innilega samúð okkar. Guð styðji og styrki ykkur í þessari miklu sorg. Margrét (Maggís), Ásbjörn og strákarnir. Okkar ástkæri frændi er látinn langt fyrir aldur fram. Hann sem al- laf var svo hraustur og hress. En vegir lífsins eru órannsakanlegir og við fáum engu um það ráðið hvenær halda skal til himna. Það er ekki svo langt síðan við kvöddum hana Eddu frænku sem líkt og Birgir varð bráðkvödd á heimili sínu. Biggi frændi eins og við kölluðum hann alltaf var ljúfmenni hið mesta. Barngóður og húmoristi mikill. Óhætt að segja að pólitíkin var hans áhugamál sem og margt annað. En alltaf þegar við hittum hann spurði hann frétta af okkur öllum og síðan var spjallað um pólitíkina í landinu. Hann frændi okkar var duglegur og flinkur til verka við kjötið og þótti kjötið hans afburðagott. Betra kjöt var ekki hægt að hugsa sér nema frá honum og engum öðrum. Enda búinn að læra til verka í Danmörku sem og hér heima á Íslandi. Biggi flutti frá Reykjavík, þar sem hann hafði búið ásamt föður okkar í sinni fyrstu íbúð að Ljós- heimum, til Keflavíkur. Í Keflavík kynntist hann eftirlifandi konu sinni, henni Ágústu, og eignuðust þau saman tvo yndislega drengi, þá Sigmar og Davíð. Biggi reyndist þeim góður faðir sem og Vilborgu og Linda. Stórfjölskylda okkar er talin frek- ar söngelsk og þykir flestum með- limum hennar gaman að taka lagið. Svo var einnig með Bigga. En hann hafði svo gaman af því að syngja Hamraborgina og gömlu góðu ABBA-lögin með bræðrum sínum við mikinn fögnuð okkar hinna. Margir eiga um sárt að binda þessa dagana. Sérstaklega Ágústa, Sigmar, Davíð, Vilborg, Lindi og fjölskyldur þeirra, bræður hans og móðir. En amma hafði einmitt þetta sama kvöld og Biggi lést farið í öku- túr og heimsótt sinn elskulega son. Við biðjum góðan Guð að styrkja Ágústu, Sigmar, Davíð, Vilborgu, Linda og fjölskyldur, bræður hans og móður í sorg sinni. Missirinn er mikill. Blessuð sé minning Bigga. Hvíl þú í friði, okkar elskulegi frændi. Hrafnhildur Scheving. Annetta Björk Scheving. Mér var brugðið er ég gekk inn í Kjötsel sl. föstudag kl. 11.30, en þá kom starfsmaður til mín og spurði hvort ég hefði heyrt þetta með hann Bigga og ég spurði á móti; er hann veikur? Nei, hann er dáinn, svaraði starfsmaðurinn að bragði. Ég sem átti fyrir fáeinum dögum langt og gott samtal við Bigga um væntanleg meiri viðskipti við hann og fékk smá upplýsingar hjá honum. Það var alltaf gott að leita til hans því hann kunni allt varðandi með- höndlun kjöts og var að mínu mati landsins besti kjötiðnaðarmaður. Fyrir utan að sakna góðs drengs og starfsfélaga eigum við Suður- nesjamenn eftir að sakna besta hangikjöts sem boðið hefur verið uppá síðari ár, Biggi kunni nefni- lega ekki að plata sína viðskiptavini, hangikjötið hans var original. Það er mikill missir fyrir Kaup- félagið (Samkaup) að missa Bigga, það vitum við sem höfum manna- forráð og ekki var hægt að hugsa sér betri starfsmann því fáir reka sín eigin fyrirtæki eins vel og hann rak Kjötsel. Kæri vinur Birgir Scheving, við söknum þín mikið, okkur mun bregða við að hafa þig ekki lengur, þú hafðir unnið alla þína ævi í orðs- ins fyllstu merkingu, þú varst alltaf í vinnunni. Þú sagðir mér fyrir fáum dögum að þú ætlaðir að hætta í haust og taka þér frí og það langt, en þú tókst fríið of seint, of fljótt og of lengi, þú kemur ekki aftur. Kæri vinur, hafðu það gott þar sem þú ert núna, þú átt það skilið. Elsku Ágústa, ég bið góðan Guð að blessa þig og fjölskyldu þína og gefa ykkur styrk á erfiðri stundu. Axel Jónsson. Fáein orð til þín, elsku Biggi. Við hjónin eignuðumst vináttu þína fyrir meira en 30 árum, þegar þið Gústa kynntust og stiguð þar með ykkar mesta gæfuspor. Á þá vináttu hefur aldrei fallið skuggi. Ótal yndis- og ánægjustundir höfum við átt bæði heima og heiman. Við fjögur náðum einstaklega vel sam- an. Okkur leið svo vel í návist ykk- ar. Ásamt öllum gleðistundunum með saumaklúbbnum eru ferðirnar í Húsafell, sem við fórum á hverju sumri í níu ár samfleytt, með börn- um okkar og Eiríki mági þínum og hans börnum ógleymanlegar. Það voru sannarlega sælustundir. Eina utanlandsferð fórum við með ykkur hjónum og var hún frábær. Þú hafð- ir kímnigáfu í besta lagi. Oft velt- umst við um af hlátri þegar „gull- kornin“ hrutu af vörum þínum. Þú varst góður og umhyggjusam- ur faðir drengjanna þinna tveggja, Sigmars og Davíðs, og ekki varstu síðri þeim Vilborgu og Lindu sem þú ólst upp sem þín eigin börn. Þú varst stoltur af þeim öllum enda eru þau gott og mikið atgervisfólk og foreldrum sínum til mikils sóma. Tengdabörnin og barnabörn fóru heldur ekki varhluta af umhyggju þinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.