Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 51 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Kvikmyndir.com  X-ið 977  HJ MBL  HK DV kl. 8 og 10. B.i. 16.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 14. Sýnd kl. 3.45 og 6.  X-IÐ 97.7  SV MBL  HK DV POWE R SÝNIN G KL. 11 .30. . Sýnd kl. 3.50, 4.30, 6.10, 6.50, 8.30, 9.10, 10.50 og powersýning kl. 11.30. Englarnir eru mættir aftur! Geggjaðar gellur í gæjalegustu mynd sumarsins!  ÓHT RÁS 2 Sýnd k. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 2, 4, 6.30, 9 og Powersýning kl. 11.15. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. www.laugarasbio.is Ef þú hélst að þú værirheimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Hann taldi sig hafa séð allt, þar til hann sá of mikið! KIM BASINGER TÉA LEONI A L P A C I N O Englarnir eru mættir aftur! Geggjaðar gellur í gæjalegustu mynd sumarsins! POWE RSÝn ING kl. 1 1.15. Á STÆ RSTA THX tJALD I LAN DSINS l i i ! j ll í j l i ! THE HEADPHONE Masterpiece heitir ný sólóskífa bandaríska tónlist- armannsins Cody ChesnuTT og óhætt að segja að fáar plötur hafa vakið eins mikla athygli meðal popp- fræðinga og tónlistaráhugamanna undanfarin ár. Hugsanlega kannast einhver við nafnið fyrir lagið „The Seed“ sem er að finna á frábærri plötu The Roots, Phrenology, sem kom út fyrr á árinu, en ChesnuTT flytur það lag einmitt með sveitinni, en annars er lítið af kappanum að segja utan heimahéraðs fyrr en áð- urnefnd skífa kom út, tvöföld plata með rúmum tveimur klukkutímum af tónlist sem ChesnuTT semur allt, út- setur, tekur upp og hljóðjafnar, leik- ur á öll hljóðfæri nema eitt og syngur allar raddir nema stöku bakraddir. Smáfyrirtæki gefur skífuna út vestan hafs og austan og því erfitt að komast yfir hana alla jafna en vill svo vel til að One Little Indian, sem Íslendingar þekkja væntanlega vel, kom að útgáf- unni í Bretlandi og því hægt að fá hana hér. Cody ChesnuTT er dæmigerður tónlistarmaður sem aðrir tónlist- armenn dá, en ná sjaldnast almennri hylli. Hann er þó lunkinn við að semja grípandi fönkuð dægurlög, en það er ekki hlaupið að því að finna perlurnar á skífunum tveim, en eftir ítrekaða hlutun er það nú bara svo að engu má sleppa og það er einmitt þar sem hníf- urinn stendur í kúnni, því stórfyr- irtækjum vex í augum að gefa út svo mikið verk og sértækt á köflum; vilja helst tína úr smellina, pakka í fallegar umbúðir og selja í stórmörkuðum. Það vantar ekki að þau hafa boðið fúlgur í gripinn með það fyrir augum að tálga hann í sölulegra form en ChesnuTT verst, segir að engu megi breyta og á meðan það situr svo fast eru ekki líkur á að hann fái almenna útgáfu og dreifingu. Cody ChesnuTT er fæddur í Atl- anta og þar upp alinn, en fluttist síðar til Los Angeles þar sem hann dvelur nú og starfar. Faðir hans var um- boðsmaður hljómsveita og þrettán ára gamall var ChesnuTT farinn að troða upp sem upphitunarnúmer hljómsveita föður hans. Antonious Thomas = Cody ChesnuTT Áður en Cody ChesnuTT varð til var reyndar til tónlistarmaður sem heitir Antonious Thomas og hélt úti fönksveitinni The Crosswalk sem var komin með útgáfusamning og undir það búin að leggja heiminn að fótum sér. Sveitin var meira að segja búin að hljóðrita breiðskífu, Venus Loves a Melody, en áður en hún kom út var samningnum rift óforvarandis. Til viðbótar við það áfall ráku félagar hans hann úr sveitinni og varla nema von að Thomas legðist í þunglyndi. Hann dreif sig upp úr því, keypti sér græjur til að breyta svefnherberginu í hljóðver og endurfæddist sem Cody ChesnuTT. Bítlarnir breyttu öllu Undir því nafni hefur hann unnið með ýmsum listamönnum, nefndi áð- an The Roots, en einnig ber Nelly Furtado honum vel söguna, The Strokes hafa lofað hann og hann unn- ið tónlist með Saul Williams og Macy Gray. Í vetur fór hann svp um Banda- ríkin með Lauryn Hill og OutKast. ChesnuTT lærði ungur á trommur, síðan á píanó og hljómborð, þá tók við gítar og einnig á hann það til að leika á bassa þótt gítarinn sé uppáhalds- hljóðfærið. Hann leikur einmitt á öll ofangreind hljóðfæri á skífunni tvö- földu og það eru einu hljóðfærin á henni nema að heyrist í saxófón í einu lagi. Hann segir svo frá að hann hafi al- ist upp við soul-tónlist og gospel sem fjölskylda hans og fjölskylduvinir hlustuðu á en að Bítlarnir hafi breytt lífi hans, ekki bar tónlist þeirra, sem hann segir tæra og spennandi, heldur það hvað honum sýndist þeir hafa gaman af því sem þeir voru að gera. Uppáhalds Bítlaskífur hans eru Rev- olver og Sergeant Peppers’ (Lonely Hearts Club Band), en „Hvíta albúm- ið“ er höfuðinnblástur The Head- phone Masterpiece. Eins og getið er lék ChesnuTT á öll hljóðfæri sjálfur og sá um allt sem sjá þurfti um, en skífan var tekin upp að mestu í svefnherbergi hans á frekar frumstæð tæki, aðallega vegna þess að hann hafði ekki efni á því að taka upp í hljóðveri að því hann segir sjálf- ur, en einnig vildi hann ráða ferðinni og halda sig við efnið. Hann segist og helst kjósa að vinna einn, enda sé hann að koma því frá sér sem hann heyrir hljóma í höfði sér. Nú þegar plötufyrirtæki vilja gefa skífuna út segist hann einmitt ekki vilja skera diskana tvo niður í einn vegna þess að fyrir honum eru diskarnir ein heild og ekki vill hann heldur taka lögin upp aftur með betri hljóm; augnablikið skiptir öllu máli, að leyfa tónlistinni að flæða inn á bandið og lifa þar. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Augnablikið skiptir öllu Cody ChesnuTT sendi fyrir skemmstu frá sér tvö- falda skífu þar sem hann gerir allt sjálfur; eins konar 36 laga dagbók sem gagnrýnendur keppast um að kalla meistaraverk. EDWARD Norton, úr Fight Club og Red Dragon, og Salma Hayek, Frida, eru hætt saman. Í það minnsta hefur sést til hans und- anfarið í fylgd föngulegrar ónefndr- ar ljósku sem hann hefur kynnt sem kærustu sína. Sögusagnir hafa verið á kreiki í nokkurn tíma að brestir væri komnir í sambandið og svo virðist sem fyrrum kærasta Nortons, Courtney Love, ætli að reynast sannspá en hún sagðist ekki geta trúað því að þau Hayek ættu eftir að gifta sig því fyrir það fyrsta skyldi hann ekki helminginn af því sem hún segði… Litlu mátti muna að Camer- on Diaz missti af frumsýningu myndarinnar Charlie’s Angels í London. Hin íðilfagra leik- kona, sem þessa stundina ferðast um heiminn og kynnir myndina, hefur ávallt þjáðst af bólum í and- liti. Aðstandendur myndarinnar voru því á nálum vegna þessa vandamáls og óttuðust að Diaz myndi ekki mæta væru bólurnar of áberandi. Í janúar á þessu ári missti leikkonan af frumsýningu myndar sinnar Gangs Of New York vegna þess að bólur í andliti hennar létu á sér kræla. Cameron hefur rætt opinskátt um húðvandamál sitt og er að eigin sögn ekki feimin vegna þess. „Ég vil að stúlkur geri sér grein fyrir því að enginn lítur út eins og konur á síðum glans- tímarita án þess að hæfileikaríkt fólk hafi hönd í bagga,“ sagði Cameron Diaz … FÓLK Ífréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.