Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 52
Í sporum Bítlanna á Abbey Road en enginn þó berfættur eins og Paul.SMÁTT og smátt tínist mann-skapurinn inn á hótel á KingsCross og eftirvæntingin er mikil í hópnum. Ekki vegna þess að í dag er þjóðhátíðardagur á Íslandi heldur vegna þess að næstu daga mun rætast draumur Rafns Jóns- sonar tónlistarmanns um að taka upp tónlist sína í frægasta hljóðveri heims, Abbey Road í London. Í hópnum eru fjölskylda og vinir Rabba, hljóðfæraleikarar, hljóð- upptökumenn og myndatökumenn frá sjónvarpinu. Upptökur hefjast daginn eftir, 18. júní, og svo skemmtilega vill til að það er af- mælisdagur Pauls McCartneys. Þegar komið var inn í húsnæði Abbey Road leið mönnum eins og pílagrímum. Þeir eldri í hópnum höfðu fengið bítlatímann beint í æð, samsamað sig goðunum, reynt að pikka lögin þeirra upp á hljóðfærin sín og safnað hári. Hinir yngri gætu verið börn, jafnvel afabörn bítla- kynslóðarinnar en tileinka sér sömu hártísku og njóta enn góðs af tón- listararfi Bítlanna. Svo djúp spor marka þeir fjórmenningar, John, Paul, George og Ringo, í sögu tísku og tónlistarsköpunar. Stiginn splundraði Bítlunum Abbey Road hljóðverið er þekkt- ast fyrir að þar tóku Bítlarnir upp flestar plötur sínar. Aðrir heims- þekktir listamenn hafa einnig notað það, s.s. hljómsveitin Pink Floyd, sem tók þar upp meistaraverkið Dark Side of the Moon, og hljóm- sveitin Radiohead sem hefur hljóð- ritað þar a.m.k. þrjár plötur. Reyndar var hljóðverið sett á stofn löngu fyrir daga Bítlanna og nú er það leiðandi í þróun hljóðvera víða um heim. Þar má líka finna eitt mesta hljóðnemasafn í heimi. Innan veggja Abbey Road eru fjögur hljóðver. Þau eru misstór og misjafnlega tækjum búin og gegna hvert sínu hlutverki. Þar er risa- stórt kvikmynda- og sinfón- íuhljómsveitarupptökuver, þar er hljóðsetningar- og klipping- arhljóðver auk hljóðvers sem ætlað er popp-, rokk- og djasshljóm- sveitum. Þá er í húsnæðinu ýmis önnur aðstaða, skrifstofur, mötu- neyti og bar, ásamt útigarði og tveimur vel útbúnum íbúðum. Því er haldið fram að Abbey Road hljóð- verið sé miklu meira að innanmáli en utanmáli. Í stúdíói 2, þar sem Bítlarnir tóku upp flest lög sín, er vítt til veggja og hátt til lofts og til að komast í stjórnherbergið þarf að klífa lang- an stiga upp á næstu hæð þar sem menn tróna eins og karlar í brúnni. Tæknimaður hjá Abbey Road hélt því fram í gríni að það hefði ekki verið Yoko Ono sem splundraði Bítlunum heldur stiginn. Stúdíó 2 er nánast í sínu upphaflega horfi en tæki eru bæði gömul og ný. Þau eldri búa yfir sjarmanum sem ein- kenndi hljóðumhverfi fyrri tíma en þau nýrri bjóða upp á mestu tækni- legu hljóðgæði sem völ er á nú til dags. Lítið fer þó fyrir fjögurra eða átta rása upptökutækjum eins og þeim sem Bítlarnir tóku sínar plöt- ur upp á, heldur eru rásirnar orðn- ar fleiri hvort sem notast er við seg- ulband eða tölvuupptökuforrit. Sum hljóðfærin eru þau sömu og Bítl- arnir spiluðu á, þ.á m. píanóið sem lögin „Lady Madonna“ og „Ob-La- Di, Ob-La-Da“ voru leikin á. Það þótti því viðeigandi að hefja upp- tökur á lagi þar sem leikið væri á það. Enginn lék á hárgreiðu eða salernispappír Þegar búið er að stilla upp, tengja og gera hljóðprufur, þar sem Arn- þór Örlygsson (öðru nafni Addi 800) og Alex Scannel tækjamaður frá Abbey Road stúdíóinu fara fimum fingrum um takka og tól, er talið í. Egill, elsti sonur Rabba, smellir saman kjuðum, Jón Ólafsson hamr- ar forspil á píanóið í anda „Lady Madonna“ og svo koma inn ásamt Agli þeir Haraldur Þorsteinsson á Fender djassbassa, árgerð ’64 (sem hann fékk á sínum tíma í jöfnum skiptum fyrir Trabant sömu árgerð- ar), næstelsti sonur Rabba, Ragnar Sólberg, og greinarhöfundur, Rún- ar Þórisson, á gítara. Í brúnni gefur Rabbi fyrirmæli varðandi útsetn- ingar og tónlistarflutning. Nú varð ekki aftur snúið og fleiri lög fylgdu í kjölfarið. Milli þess sem leikið var í gegnum lögin var farið inn í stjórnherbergið, hlustað og metið. Stundum var hljóðfærum bætt við. Ragnar lék á sítar, ekki hefðbundinn sítar heldur rafmagns- sítar, og skreytti með línum á nýja Gibson V-gítarinn sem hann keypti í Denmark Street en í þeirri götu er nær eingöngu verslað með gítara. Jón bætti inn harmóníum eða Ham- mond orgeli eftir þörfum, Birkir Rafn Gíslason, gítarleikari hljóm- sveitarinnar Ber, greip í eitt lag og Dagur Kári Pétursson, kvikmynda- gerðamaður og tengdasonur Rabba, reyndi sig líka á harm- óníum. Engum datt þó í hug að spila á hárgreiður eða salernispappír af klósettum Abbey Road hljóðversins eins og Bítlarnir gerðu í laginu „Lovely Rita“ eða fara í hljóð- munasafnið í leit að fuglasöngnum sem prýddi lagið „Blackbird“. Umhverfið hafði þau áhrif á menn að þeir urðu frjóir og afkasta- miklir og samstaðan var eflaust meiri en hún var orðin á milli þeirra Johns, Pauls, Georges og Ringos undir lokin. Að loknu dagsverki héldu allir vel sáttir inn á hótel, skelltu í sig einum bjór og lögðust á koddann fullir eftirvæntingar vegna næsta dags. Bjallan var horfin Áður en hljóðupptökur hófust morguninn eftir munduðu mynda- tökumenn RÚV vélar sínar. Tekið var viðtal við Rabba, hljóðfæraleik- ararnir myndaðir í bak og fyrir við að spila á hljóðfærin og ekki var því sleppt að mynda bandið á leið yfir gangbrautina frægu við Abbey Road, þá sem prýddi umslag sam- nefndrar Bítlaplötu. Þó var enginn berfættur né með sígarettu í ann- arri eins og Paul og Volkswagen- bjallan var horfin enda búið að selja hana dýru verði á uppboði eins og marga aðra muni sem tengjast Bítl- Rabbi á Abbey Rafn Jónsson í Abbey Road-hljóðverinu, langþráður draumur rætist. Rafn Jónsson tónlistarmaður var á dögunum í Abbey Road-hljóðverinu margfræga að taka upp tónlist sína umvafinn fjölskyldu, vinum og góðu tónlistarfólki. Rúnar Þórisson var þar á meðal og rekur hér viðburðaríkar stundir í „Rabbi Road“. 52 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6, 8 og 10.Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 16 ára.  KVIKMYNDIR.COMKVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B i. 12. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. HL MBLSG DVRoger Ebert Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. with english subtitles Sýnd kl. 6. Enskur texti  X-IÐ 97.7  DV Fyndnasta Woody Allen myndin til þessa. Sjáið hvernig meistarinn leikstýrir stórmynd frá Hollywood blindandi.  Mike Clark/ USA TODAY  Peter Travers ROLLING STONE i l I Stelpan sem þorði að láta draumana rætast! Stórskemmtileg ævintýra og gamanmynd í anda Princess Diaries frá Walt Disney ÓHT Rás 2 KEFLAVÍK Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 4, 6 og 8.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.