Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÉG ER búinn að vera til sjósalla mína ævi, við byrjuð-um á smábátum og enduð-um á trillum. Þannig vargangurinn og þannig er það nú,“ segir Guðmundur Halldórs- son í Bolungarvík. Mestan sjó- mannsferil sinn var Guðmundur stýrimaður og skipstjóri á togurum og stórum fiskibátum. Þótt hann sé að mestu kominn í land er Guðmund- ur enn að stýra. Hann er formaður Smábátafélagsins Eldingar á norð- anverðum Vestfjörðum og eigandi smábátsins Tóta ÍS. Guðmundur hefur staðið fyrir fjöl- mennum fundum og ráðstefnum á Vestfjörðum um atvinnu- og byggða- mál, einn fundurinn var sá fjölmenn- asti sem haldinn hefur verið fyrir vestan. Guðmundi hafa hlotnast ýmsar viðurkenningar. Hann var kosinn Vestfirðingur ársins 2001, heiðraður á sjómannadegi fyrir nokkrum árum og eins heiðraði Landssamband smábátaeigenda þennan ötula félagsmann sinn. Bolungarvík og Raufarhöfn „Ég er fæddur Ísfirðingur, móðir mín var Kristín Guðfinnsdóttir, syst- ir Einars Guðfinnssonar sem öðrum fremur má kalla föður Bolungarvík- ur nútímans. Hann fór að taka mig með hingað úteftir þegar ég var ell- efu ára. Síðustu árin sem Einar lifði bjuggum við hjónin á neðri hæðinni hjá honum. Það eru ekki margir nú- lifandi sem þekktu hann jafn vel og ég. Við erum þrír bræður, Jón Páll rak Norðurtangann á Ísafirði og er búinn að draga sig í hlé. Hann er elstur af okkur. Ólafur rekur Ísfang á Ísafirði, sem er útflutningsfyrir- tæki í sjávarafurðum og rækjuverk- smiðjuna Meleyri á Hvammstanga.“ Guðmundur segir að nýliðnir at- burðir á Raufarhöfn, þar sem fjölda fiskvinnslufólks var sagt upp og stór hluti aflaheimilda Raufarhafnar- skipa og báta nýtist ekki í heima- byggð, séu sambærilegir við það sem gerðist í Bolungarvík eftir miðjan síðasta áratug. Mest allur kvóti Bol- víkinga hafi þá farið á einu bretti suður til Grindavíkur. Það átti sér nokkurn aðdraganda. „Þegar Einar Guðfinnsson hf. (EG) fór á hausinn 1993 nýtti Bol- ungarvíkurkaupstaður sér forkaups- rétt að kvótanum og skipunum og stofnaði útgerðarfélagið Ósvör ásamt fleirum. Aðrir keyptu frysti- hús EG og hófu þar rækjuvinnslu í nafni fyrirtækisins Þuríðar. Ósvör átti gífurlegar veiðiheimildir [árið 1995 voru það 3.383 þorskígildi], en það náðist aldrei samkomulag milli vinnslunnar í landi og veiðanna.“ Guðmundur segir að bæjaryfir- völdum hafi þótt of lítið af afla Bol- víkinga unnið í plássinu og þau farið að leita lausnar á þessum vanda. Eft- ir töluverð átök hafi bærinn selt meirihlutann í Ósvör til Bakka í Hnífsdal. Hann segir að þeirri ákvörðun hafi verið illa tekið af mörgum Bolvíkingum. Meðan bæjarstjórnin var að meta tilboð Bakka í eignarhlut bæjarins í Ósvör stofnuðu nokkrir aðilar í Bol- ungarvík hlutafélagið Heimaafl til þess að varna því að kvótinn hyrfi úr Bolungarvík. „Það er svipað með okkur og Raufarhöfn að það eru sveitarstjórn- ir á þessum stöðum sem koma okkur í þessa stöðu. Ég gerði allt sem ég gat til að reyna að koma fyrir þá vit- inu,“ segir Guðmundur. „Við stofn- uðum fyrirtækið Heimaafl sem vildi kaupa Ósvör, en höfðum ekki velvilja bæjarstjórnarinnar. Ég var ekki í forystu Heimaafls en hluthafi.“ Heimaafl keypti óselt hlutafé í Ós- vör sem olli því að bærinn missti ráð- andi stöðu í félaginu. Hópur smærri hluthafa í Ósvör var ekki sáttur við þessi málalok og seldi Bakka sína hluti þannig að nýr meirihluti mynd- aðist og kaupin voru gerð. Guðmund- ur segir að Bolungarvík hafi logað í illdeilum á þessum tíma. Bæjar- stjórnarmeirihlutinn hafi sagt að þeim væri alveg sama hver ræki at- vinnulífið, það væri aðamálið að í Bolungarvík væri öflugt atvinnulíf. Bakki hafði stór áform um útgerð og rekstur fisk- og rækjuvinnslu í landi. „Þess vegna gáfu þeir honum [Bakka hf.] veiðiheimildir Bolvík- inga.“ Svonefnd „Vestfjarðaáætlun“ átti sinn þátt í hver þróunin varð, að sögn Guðmundar. Stuðningur úr þessu átaki til eflingar atvinnulífi á Vest- fjörðum var bundinn ýmsum skilyrð- um. M.a. að myndaðar yrðu sterkari rekstrareiningar en fyrir voru. Sam- eining Bakka, Ósvarar, Þuríðar og fleiri fyrirtækja féll því vel að áætl- uninni. „Af þessu gjafafé, 350 milljónum, fékk Aðalbjörn Jóakimsson [Bakki og Ósvör] 90 milljónir,“ segir Guð- mundur. Um var að ræða víkjandi lán Byggðastofnunar sem bundið var ýmsum skilyrðum frá Vestfjarða- nefndinni svokölluðu. „Þessir pen- ingar sem komu frá ríkinu reyndust Vestfirðingum blóðtaka,“ segir Guð- mundur. Hann gekk á fund Vest- fjarðanefndarinnar til að ræða mál- efni Bolvíkinga. „Þar var formaður Eyjólfur Sveinsson, sem þá var aðstoðarmað- ur Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra. Eins og Eyjólfur orðaði það þá yrði þetta stærsta fyrirtæki sem sett hefði verið á stofn í langan tíma hér á landi og það myndi mala Bol- víkingum gull. Þegar ég fer til við- ræðna við þá fæ ég Kristján Guð- mundsson, þá útgerðarstjóra hjá Ósvör, með mér. Við vorum að beita okkur fyrir því að almenningur sem keypt hafði í Ósvör yrði keyptur út.“ Orðið var við þessari beiðni og hlut- irnir keyptir á genginu einum, sem Guðmundur segir að hafi ekki verið í neinu samræmi við verðið á kvóta- eign Ósvarar, sem hafði hækkað þre- falt frá því hlutabréfin voru gefin út. Sameining við Þorbjörn hf. Sameining Ósvarar, Bakka og fleiri fyrirtækja, undir nafni Bakka hf., reyndist skammgóður vermir, því Guðmundur segir að einu og hálfu ári síðar hafi reksturinn verið orðinn mjög erfiður. Búið var að taka allt frystihúsið í gegn, laga það að hörðustu kröfum og gera mjög ný- tískulegt. Erfið skuldastaða var að ríða fyrirtækinu að fullu. Þá kom til Bjart yfir Bolungar Bolungarvík varð fyrir áfalli á síðasta áratug þegar stór hluti aflaheimilda hvarf úr byggðinni. Hús hrundu í verði og margir uggðu um sinn hag, líkt og á Raufarhöfn nú. Bolvíkingar sneru vörn í sókn og nú er þar blómleg smábátaútgerð og land- vinnsla. Guðni Einarsson ræddi við Guðmund Halldórsson smábátasjómann og fleiri Bolvíkinga. Guðmundur Halldórsson segir smábátana hafa bjargað Bolungarvík þegar stór hluti bolfiskkvótans hvarf burt á einu bretti. VERKSMIÐJA Fiskbita ehf. var í upphafistofnuð til að framleiða gælu-dýrafóður. Fyrir þremur árum komu nýir hluthafar með nýjar hugmyndir að fyr- irtækinu og þá var farið að framleiða til manneldis. Eigendur Fiskbita eru Klofningur á Suðureyri, Gná ehf. í Bolungarvík og Guð- mundur Páll Einarsson. Bergur Karlsson verk- stjóri sér daglegan rekstur, nema sölu- og launamál. Hann varð fyrir svörum og var fyrst spurður út í vinnsluferlið. „Við tökum hauslausa þorskhryggi, kurlum þá og merjum af þeim allan fisk. Síðan vinnum við fiskkökur úr marningnum og þurrkum. Fiskkökurnar fara aðallega til Níger- íu. Nígeríumenn vilja hafa skreiðarlykt af kök- unum. Þeir bleyta þær upp og setja í fiskisúpu með kryddi. Við vinnum einnig svokallaða „fiskfingur“ úr afskurði sem fara til Englands. Við erum þeir einu á Íslandi í svona fram- leiðslu.“ Að sögn Bergs vinna 6–8 manns allt árið við framleiðsluna, fyrir utan skrifstofu- og sölufólk. „Við byrjum kl. 8 á morgnana og vinnum alltaf til kl. 19. Það dugir ekki til, stundum þarf að pakka á laugardögum. Það væri ýmislegt að gera ef frystitogararnir kæmu í land með alla hryggina og hausana! Það myndi skapa mikla vinnu og mikil verð- mæti. Hér eru framleidd 70 til 100 tonn af af- urðum yfir árið. Það koma um 5 til 7% af þurru efni úr hráefninu. Framleiðslan er þurrk- uð í skápum við hita frá fjarvarmaveitunni.“ Fiskmiðlun Norðurlands á Dalvík selur af- urðirnar og segir Bergur að hingað til hafi gengið ágætlega að selja. En hverjar eru horf- urnar? „Framtíðin er björt, ef gengið fer ekki með fiskvinnsluna. Hráefnið er keypt af fiskvinnslu- fyrirtækjum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Suð- ureyri. Ef smábátakerfið hefði ekki komið til þá hefði byggð á Vestfjörðum lagst af. Það urðu umskipti hér fyrir um fjórum árum þegar hófst öflug sókn í smábátakerfinu. Starfsemi okkar byggist á afla smábáta sem koma með allt í land. Ég sé alveg á hryggjunum hvernig fiskurinn er veiddur. Fiskurinn af togskipunum er miklu blóðhlaupnari aftur í hrygginn. Besta hráefnið sem við fáum er úr krókaveiddum fiski.“ Bergur er oddviti minnihlutans í bæj- arstjórn, var í 1. sæti á lista Bæjarmálafélags Bolungarvíkur og situr í bæjarráði. Hann segir að í bæjarstjórninni ríki einhugur um fram- gang bæjarfélagsins. ,,Það getur verið skoðanaágreiningur, en við höfum borið gæfu til að komast að sameig- inlegri niðurstöðu. Það eru erfiðleikar, því er ekki að leyna, en við vinnum sameiginlega að því að leysa úr þeim. Við höfum ekki þann munað að geta verið að rífast. Tekjur bæjarins hafa minnkað mikið með tilkomu einkahluta- félaganna. Þetta ár segir okkur hvað sú minnkun verður mikil. Eins hefur haft mikið að segja að ekki kom loðna í vetur. Það hefur áhrif bæði á hafnargjöldin og launin í verk- smiðjunni. Svona lítið byggðarlag finnur strax fyrir þessu. Við höfum alveg pláss hér í höfn- inni fyrr eitt loðnuskip,“ sagði Bergur. Nú er farin að berast sumarloðna til Bolungarvíkur og mjölverksmiðjan á fullu að bræða. „Þótt tekjurnar hafi minnkað stefnum við að því að halda uppi sambærilegri þjónustu við bæj- arbúa og áður. Grunnskólinn tekur bróðurpart- inn af tekjunum, það kemur mótframlag í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga og það munar um það. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að ná okkur aftur og er bjartsýnn á framtíðina. Við ætlum okkur ekkert annað en áfram.“ Ætlum okkur áfram Fyrirtækið Fiskbitar ehf. í Bolungarvík lætur lítið yfir sér. Þar hefur þó verið unnið merkilegt frumkvöðlastarf í fullnýtingu sjávaraflans. Bergur Karlsson segir að besta hráefnið sé úr krókaveiddum fiski. Fiskkökur og fiskfingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.