Morgunblaðið - 06.07.2003, Síða 5

Morgunblaðið - 06.07.2003, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 B 5 Sælkeri á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson EKKERT víngerðarsvæðiÍtalíu hefur yfir sér jafn-mikinn ljóma og Toskana áMið-Ítalíu. Þetta er ekkieinungis eitt fegursta vín- gerðarhérað veraldar heldur einnig það svæði þar sem bestu og dýrustu vín Ítalíu eru framleidd. Þekktast eru líklega Chianti-vínin og þá ekki síst vínin af svæðinu Chianti Classico. Í Toskana er einnig að finna víngerð- arsvæðið Montalcino þar sem mögn- uð vín eru framleidd úr þrúgunni Brunello. Í Toskana er að finna mörg af þekktustu víngerðarhúsum Ítalíu s.s. Antinori, Poliziano, Biondi Santi, Castello di Brolio, Fonterutoli og Isole e Olena. Meginþrúga Toskana er Sangio- vese, sem nú er einnig farin að ryðja sér til rúms á víngerðarsvæðum víða um heim. Hvergi ná vín úr Sangio- vese hins vegar jafnmiklum hæðum og í Toskana. Þar blómstrar Sangio- vese og má með sanni segja að fá vín eigi betur við mat en bestu vínin sem framleidd eru úr henni. Chianti er óumdeilanlega þekktasta vínrækt- arsvæði Toskana þótt skiptar skoð- anir séu um hvort það sé hið besta. Margir myndu eflaust nefna svæðið Bolgheri við vesturströnd Toskana, en þar hafa nokkur af dýrustu vínum Ítalíu verið framleidd, s.s. Sassicaia frá Tenuta San Guido, Ornellaia og Paleo Rossi frá Le Macchiole. Framleiðslusvæði Chianti nær yfir stóran hluta Toskana í kringum borgirnar Flórens, Pisa, Arezza og Siena. Einföldustu vínin eru kölluð Chianti og verður að segjast eins og er að yfirleitt eru þau ekki bestu kaupin. Þetta eru vissulega ódýrustu Chianti-vínin en sjaldan eft- irminnileg, þótt vissulega rekist mað- ur af og til á ágætlega frambærileg Chianti-vín. Öll Chianti-vín byggjast fyrst og fremst á þrúgunni Sangiovese og sum alfarið. Það er hins vegar leyfi- legt að nota aðrar þrúgur og þá að- allega Canaiolo Nero, Colorino og hvítu þrúgurnar Trebbiano Toscano og Malvasia del Chianti. Í dag er hins vegar orðið sjaldgæft að hvítu þrúg- urnar séu notaðar í betri vín. Í raun má segja að enginn gæðaframleið- andi noti þær lengur og stöðugt fleiri nota nær einungis Sangiovese. Chianti er hins vegar ekki bara Chianti. Svæðið skiptist niður í mörg undirsvæði og það eru vín af þeim svæðum sem menn ættu að kaupa. Þekktasta svæðið er Chianti Class- ico, sem er jafnframt elsta fram- leiðslusvæði Chianti-vína. Hin svæð- in eru Colli Aretini, Colli Fiorentini, Colline Pisani, Montalbano, Colli Sennesi, Montespertoli og Rufina. Svæðið Chianti Classico var skil- greint opinberlega árið 1932 og það dreifist um stórt svæði í fjölmörgum sveitarfélögum. Á síðustu áratugum hafa hins veg- ar æ fleiri framleiðendur kosið að merkja vín sín ekki sem Chianti Clas- sico, þó svo að vínin séu framleidd innan marka svæðisins. Þar með komast þeir undan því að fylgja þeim ströngu reglum er gilda um Chianti Classico vín og segja meðal annars til um hvaða þrúgur megi nota við fram- leiðsluna. Með því að gera Chianti Classico að DOCG-svæði og breyta reglum hafa framleiðendur og samtök þeirra, Conzorsio Chianti Classico, reynt að auka virðingu Chianti Classico. Til dæmis er nú heimilt að nota Cabern- et Sauvignon í litlum mæli. Þetta hef- ur svo sannarlega skilað sér í betri vínum og þegar best lætur eru Chianti Classico-vínin stórkostleg. Enn er það hins vegar svo að bestu vín flestra framleiðenda eru ekki DOCG-merkt sem Chianti Classico heldur stuðst við flokkinn IGT og það aukna frelsi sem honum fylgir. Þetta endurspeglast til dæmis í einkunna- gjöf Gambero Rossi, en það er bók sem kemur út árlega og veitir bestu vínum og framleiðendum Ítalíu ein- kunn. Hæsta einkunn er þrjú glös og langflest Toskana-vín sem hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi síðustu árin eru ekki Chianti Classico-vín heldur „Súper-Toskana“-vín í IGT- flokknum. Oftar en ekki eru þessi vín blanda úr Cabernet Sauvignon og Sangiovese í mismunandi hlutföllum og í sumum tilvikum eru einungis franskar Bordeaux- þrúgur (Cabernet og Chianti Classico upp í fleiri svæði þannig að ákveðnir hlutar Classico- svæðisins yrðu skilgreindir sem „Cru“ enda ljóst að á jafnstóru svæði og þarna er um að ræða eru skilyrði mjög misjöfn. Fyrir því hefur hins vegar ekki reynst vilji til þessa enda myndi það vafalítið valda gífurlegum deilum milli framleiðenda um það hvar ætti að draga mörkin. Ítölsk vín hafa notið gífurlegra og vaxandi vinsælda á síðustu árum og útflutningur ítalskra vína hefur auk- ist á sama tíma og hann hefur dregist saman í nær öllum öðrum víngerð- arríkjum Evrópu. Hugsanlega er hið tvöfalda kerfi Ítalíu rétta svarið við framsókn Nýja-heimsvínanna. Ann- ars vegar klassísku DOC og DOCG- vínin og hins vegar „nýju“ og fram- sæknu IGT-vínin. Vínin frá Toskana Morgunblaðið/Steingrímur Brolio-kastali í suðurhluta Toskana. Merlot) notaðar í blönduna. Þessi vín eru oft stórkostleg en jafnframt verð- ur að segjast að þau bera þess ekki alltaf merki að koma frá Toskana. Þau gætu komið frá hvaða gæða- svæði sem er í heiminum, t.d. Napa eða Bordeaux. Hjá því verður hins vegar ekki litið að þessi vín hafa hafið Toskana til vegs og virðingar á nýjan leik og það er ekki síst vinsældum vína á borð við Tignanello og Sassicaia að þakka að nú er verið að hífa Chianti Classico- vínin upp á ný. Jafnvel hefur af og til verið rætt um hvort skipta eigi Fonterutoli Vínin frá Fonterutoli eru nýjasta viðbótin í Chianti-úrvalinu hér á landi (komu í sölu nú um mánaðamótin og þvílík viðbót!). Þau ger- ast ekki öllu betri en þetta enda hefur Mazz- ei-fjölskyldan, sem framleitt hefur vín í Tosk- ana um sex alda skeið, fyrir löngu fest sig í sessi sem einhver albesti vínframleiðandi Ítalíu. Fonterutoli Chianti Classico 2001 er mikið og ágengt vín úr 100% Sangiovese. Dökkt á lit sem og í allri áferð, ilmurinn þung- ur, mikill hrjúfur ávöxtur, vínið tannískt og stórt. Blek og kaffi. Ungt og þarf nokkur ár til að hlaupa af sér hornin, stórkost- legur Chianti sem sýnir vel hversu mögnuð þrúga Sangiovese getur verið. 1.780 kr. 19/20 Í Castello di Fonterutoli 1999 hefur 10% Cabernet Sauvignon verið blandað saman við verður fjallað um þrjú þeirra. Villa Antinori Chianti Classico 2000 er ein- faldasta Classico-vín Antinoris en engu að síður verulega gott vín. Þykkt og mikið; súkkulaði, kaffi og þroskuð kirsuber í nefi. Í munni þétt og sýrumikið. Stórt og glæsilegt vín miðað við verð, þyrfti 1–2 ára geymslu í viðbót í það minnsta. Er á góðu verði og einkunn í samræmi við það. 1.490 kr. 17/20. Tenute Antinori Chianti Classico 1998 er nútímalegt Chianti-vín þar sem 10% af Ca- bernet hefur verið blandað saman við Sangio- vese. Yndislegur topp-Chianti úr góðum ár- gangi. Þurr, beiskur ávöxtur, ilmur af píputóbaki og þurrkuðum kryddjurtum. Í munni stórt og langt, með stífri uppbyggingu. Á mörg ár eftir. Hörku matarvín. 2.410 kr. 17/20 Peppoli 2000 er unnið úr Sangiovese ásamt 10% af Merlot og Syrah. Vínið ungt í nefi; kóngabrjóstsykur, lakkrís, áfengt yfirbragð og sætur sólberjasafi. Í munni margslungið, þurrt, tannískt og ágengt. 1.760 kr. 16/20 Úrvalið af vínum frá Toskana er mikið og gott í ÁTVR. Þar er jafnt hægt að finna mörg góð Chianti Classico-vín sem nokkur af þekktustu „Súper-Toskana“-vínunum. Hér á eftir verð- ur fjallað um nokkur þeirra vína sem í boði eru og um næstu helgi verður fjallað um enn fleiri Toskana-vín sem eru þess virði að kaupa. Þrjú frá Antinori Markgreifinn Piero Antinori er líklega þekktasti vínframleiðandi Ítalíu og það var hann sem hóf framleiðslu á fyrsta ofurvíninu frá Toskana er hann setti vínið Tignanello á markað fyrir um þremur áratugum. Flest vína Antinoris eru fáanleg á Íslandi, þar af eru fjögur af Chianti Classico-svæðinu. Hér Sangiovese en þetta er besta Chianti Classico-vín Fonterutoli. Fantavín, dökkur og þykkur ávaxtahjúpur, feitt súkkulaði, plómusulta, mentól og púð- ursykur í nefi. Vín sem hægt er að njóta eins og sér, þetta er þvílíkt sælgæti, eða þá með vönduðum, bragðmiklum og góðum mat. Kraftmikið en jafnframt fínlegt og aristókratískt. 2.950 kr. 20/20 Brolio Ricasoli-fjölskyldan í Brolio- kastala tengist sögu Chianti- vínanna náið og það var einmitt afi núverandi eiganda sem mótaði á sínum tíma reglurnar um það hvaða þrúgur ætti að nota í Chianti-vín. Þær reglur hafa breyst með tím- anum. Áfram eru hins vegar framleidd vín í Brolio og fyrir nokkrum árum endurheimti Ricasoli-fjölskyldan fyrirtækið að öllu leyti og hefur hafið nafnið til vegs og virðingar á nýj- an leik. Brolio Chianti Classico 2001, er ungur og skarpur Chianti sem nýtur sín best með mat. Rauður ávöxtur og dökk ber í angan vínsins. Í munni hart, tannískt og sýrumikið, sem kemur sér vel þegar vínsins er neytt með góðum mat. 1.690 kr. 16/20 Stolt Ricasoli er síðan kastalavínið Castello di Brolio en nú er árgangurinn 1999 fáanlegur í sérpöntun. Þykkur, mikill ilmur, en fremur lokaður, möndlusælgæti, brenndur sykur og mikil eik. Í munni stórt, mjúkt en með glæsi- legum, mjúkum tannínum í lokin. Bordeaux- leg uppbygging. Ljúffengt og ætti að eldast vel næstu 5–10 árin. Sérpöntun19/20 Antinori, Brolio, Fonterutoli matur@mbl.is Lesendur eru hvattir til að senda sælker- um hugmyndir, athugasemdir eða ábend- ingar. Um getur verið að ræða ábendingar um áhugavert efni, atburði eða uppákomur, stuttar sögur tengdar efninu eða þá óskir um að eitthvað sérstakt verði tekið fyrir. Ef efni er sent með ósk um birtingu áskilur Morgunblaðið sér rétt til að velja og hafna, stytta og breyta. Netfang sælkera- síðunnar er matur@mbl.is. Einkunnagjöf vína byggist á heildstæðu mati á gæðum, upp- runaeinkennum og hlutfalli verðs og gæða. Vín getur feng- ið að hámarki 20 stig í ein- kunn. Ef um mjög góð kaup er að ræða er vínið merkt með buddu. M orgunblaðið/H alldór K olbeins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.