Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 6
Með AVIS kemst þú lengra Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu til AVIS í síma 591-4000 AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald. Bretland kr. 2.800,- á dag m.v. A flokk Danmörk kr. 3.200,- á dag m.v. A flokk www.avis.is Við gerum betur Á slóðinni www.isafjordur.is eru m.a. upplýsingar um siglingadaga, tíu daga hátíð sem tileinkuð er sjó og sjó- íþróttum sem hefst 18.júlí. Morgunblaðið/Sverrir KANÍNUR, kindur, kálfur, endur, kisur og einn lítinn grís er með- al annars að finna í glænýjum húsdýragarði í Húnaveri. „Garðurinn var opnaður fyrir fáeinum dögum og hingað eru allir velkomnir, ekki síst börn- in,“ segir Páll Stefánsson stað- arhaldari í Húnaveri. „Við ætlum að hafa opið alla daga, frá morgni og fram á kvöld. Börnin fá að klappa kis- unni og nálgast dýrin og við verðum einnig með hestaleigu fyrir þá sem vilja stíga á bak. Einnig er hægt að teyma undir börnunum.“ Hefð er fyrir búskap í Húna- veri, og því er enn þar að finna hesthús, fjárhús og hlöðu. Húnaver er stórt svæði, um það bil 30 hektarar, þar er skógur, reiðvöllur hestafélags- ins, íþróttavöllur, tjaldsvæði og svefnpokapláss býðst í félags- heimilinu allt árið. Það kostar 250 krónur í húsdýragarðinn í Húnaveri, og það er veitingasala og söluturn í félagsheimilinu. Húnaver. sími 452 7110. Netang:hunaver@ visir.is Húsdýragarður opnaður í Húnaveri Börnin fá að klappa kisum og nálgast dýrin í Húnaveri. Vestfirskar afurðir eru á boðstólum í endurbættum veitingasal Hótels Ísafjarðar. ÚTSÝNI yfir Djúpið og litskrúðug húsþökin á eyr- inni fylgja leigu á nýjum herbergum á fimmtu hæð Hótels Ísafjarðar. Miklar endurbætur hafa staðið yfir á hótelinu undanfarið, herbergjum hefur verið fjölgað um fjög- ur, hluti herbergjanna hefur verið tekinn í gegn svo og hluti gestamóttökunnar og veitingasalurinn. „Nú er allt að verða eins og nýtt, en í haust stend- ur til að taka það sem eftir er af herbergjunum í gegn,“ segir Áslaug S. Alfreðsdóttir hótelstjóri. Fjögur ný herbergi með baði er nú að finna á fimmtu hæð hótelsins þar sem áður var fundarsalur. Öll eru herbegin reyklaus, það er krafan í dag, að sögn Áslaugar. Eitt herbergjanna segir hún að flokkist undir að vera lúxusherbergi. Einnig sé unnt að leigja það fyrir alls kyns fundi, sér í lagi yfir vetrartímann. Herbergi hótelsins eru því orðin 36 talsins og öll með baði. Veitingasalurinn hefur fengið nýtt og hressilegt yfirbragð og á boðstólum er góðgæti ýmiss konar. „Á matseðlinum er fjölbreytt úrval af fiskréttum og við leggjum mikla áherslu á að vinna úr staðbundnu hráefni og kynna vestfirskar afurðir svo sem salt- fisk, rækju og svartfugl. Á haustin má sjá bláber, krækiber og ýmsar villtar kryddjurtir á matseðl- inum. Veitingasalinn skreytum við með blómum og jurtum úr vestfirskri náttúru.“ Auk gistirýmis á Hótel Ísafirði er á vegum hót- elsins rekin sumargisting í Menntaskólanum á Ísa- firði og þar er einnig svefnpokaaðstaða og tjald- stæði. Hótel Ísafjörður breytir um svip Hótel Ísafjörður Heimilfang er að Silfurtorgi 2, 400 Ísafjörður. Sími er 456-4111 Netfang info@hotelisafjordur.is, www.hotelisafjordur.is FLUGFÉLÖG spara verulegar fjárupphæðir með sölu farmiða á Netinu. Hluti sparnaðarins kemur í vasa ferðamanna enda auglýsa flugfélögin gjarnan að ódýr- ast sé að kaupa farseðla á Netinu. Engu að síður getur borgað sig að bera saman verð á Netinu annars vegar og hins vegar með símtali til ferðaskrifstofu eða flugfélags. Vefútgáfan boarding.no, sem helgar sig umfjöllun um ferðalög, gerði samanburð á farseðlakaupum í gegnum Netið og með beinu símtali til flugfélags. Það kom á daginn að hjá norska flugfélaginu Braatens reyndist ódýrara að kaup ferð í síma. Talsmaður Braatens var fljótur til að svara að ástæðan hefði verið sú að end- urnýjun stóð yfir á heimasíðu flugfélagsins og því væru ódýrstu fargjöldin ekki þar inni. Það getur borgað sig að athuga fleiri en einn mögu- leika á kaupum á farseðlum. Boarding.no bendir á að í sumum tilvikum hafa flugfélög selt sæti í heildsölu til ferðaskrifstofa sem geta jafnvel boðið ódýrari fargjöld til einstakra viðskiptavina en flugfélagið sjálft. Á netútgáfunni boarding.no athuguðu starfsmenn hvað það kostaði að kaupa farseðil fyrir einn fullorðinn frá Ósló til New York. Fara átti 16. júní og koma heim 23. júní. Leitarsíðan Ebookers.com var notuð við leitina og í ljós kom að munurinn á dýrasta og ódýrasta fargjald- inu nam um sem samsvarar 38.000 íslenskum krón- um. Ódýrast reyndist að fljúga með Flugleiðum en dýr- ast með hollenska flugfélaginu KLM. Í báðum tilfellum voru skattar og önnur gjöld innifalin í verðinu. Ekki var tekið tillit til flugtíma. Farseðlakaup á Netinu ekki alltaf ódýrasti kostur  TÍMARITIÐ Golf Digest birti nýlega lista yfir 100 bestu golfvelli Bandaríkj- anna til almenningsnota og var King’s North í borginni Myrtle Beach í Suður- Karólínu Bandaríkjanna í 75. sæti. Á vellinum eru 18 holur af ýmsum gerðum. Ferðaskrifstofan GB-ferðir býður vikuferðir þangað í sumar. King’s North- golfvöllurinn valinn Veffang GB-ferða er www.gbferdir.is  SVALASTA borgin á Bretlandi þetta sumarið er Glasgow ef marka má grein sem birtist í nýjasta hefti Nat- ional Geographic traveler. Greinarhöfundur segir borgina iða af lífi, heilu húsaraðirnar hafa tekið stakkaskiptum undanfarið, þar þrífast gallerí af ýmsum toga, tískuhönnuðir, verslanir og kaffibarir. Norðurhluti borgarinnar er nú mik- ilvægur hluti af nútímalistasögu, þar er t.d. að finna listaskóla borgarinnar sem er afar falleg bygging. Borgarbúar setja punktinn yfir i-ið, þeir eru álitnir hlýir og tilgerðarlausir. Glasgow valin svalasta borgin Frekari upplýsingar er að finna á seeglasgow.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.