Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 B 7 ferðalög JÚLÍ 7.–13. 8. Álaveiðar í Hornafirði Lúruveiðar í Hornafirði með Ágústi Þorbjörnssyni. Þetta er kynnisferð ætluð börnum og unglingum. Mæting við smábátahöfnina á Höfn kl. 11. Þátttökugjald 500 kr. 9. Fuglaskoðun á Höfn Fuglaskoðunarferð fyrir alla fjöl- skylduna. Lagt af stað frá tjald- stæðinu á Höfn kl. 20.00. 11. Kanaríeyjaflakkarar í Árnesi Kanaríflakkarar verða með tíu ára afmælishátíð í Árnesi. Skemmtiatriði eru heimatilbúin, happdrætti gjarnan með ferða- vinningum, dansað er við undir- leik tónlistarfólks úr Flakk- araröðum og farið í skoðunarferð með rútu. Á hátíðina er von á fólki frá öllum landshlutum með tjöld eða vagna. 10.–12. Írskir dagar á Akranesi Írskir dagar – fjölskylduskemmtun kl. 18 á ýmsum stöðum. Hin ár- lega stórhátíð Akurnesinga, Írskir dagar, verða haldnir dagana 10.– 12. júlí á ýmsum stöðum á Akra- nesi. Fjölbreytt fjölskylduskemmt- un með írsku ívafi. 10.–13. Grænlenskar nætur á Flateyri Viðamikil menningarhátíð verður haldin á Flateyri. Um 100 manns frá Grænlandi, Færeyjum, Íslandi og Danmörku munu skemmta gestum með tónlist, myndlist, leiklist og fleiru. Grænlensk mat- armenning verður í hávegum höfð. Nánari upplýsingar í símum 820 5200 eða 586 233. 11.–13. Leifshátíð í Dölum Við Eiríksstaði í Haukadal, verður haldin Víkingahátíð Dalanna. Vík- ingar verða með víkingabúðir, vík- ingakappleiki, skotbakka, brauð- bakstur með börnunum, heyskap á fornan máta og heygalta vítt og breitt um svæðið. Uppboð á þræl- um í umsjón lögsagnarkonu Dal- anna. Söngur, dans og gleði alla helgina. Upplýsingar veittar á vefnum dal- ir.is 12.–13. Sumarhátíð UÍA á Egilsstöðum Keppt verður í frjálsum íþróttum, sundi, íþróttum fatlaðra, hjólreið- um og víðavangshlaupi. Skrán- ingu er að mestu lokið en unnt er að skrá sig á staðnum í flokkum 18 ára og eldri í sundinu og flokk- um 15 ára og eldri í frjálsum. Einnig er hægt að skrá sig á staðnum í víðavangshlaupið sem byrjar á Eiðum og endar á Vil- hjálmsvelli og í hjólreiðarnar í Sel- skógi. Nánari upplýsingar á vefn- um uia.is. 13. Minjasafnið Bustarfelli Sunnudaginn 13. júlí nk. mun Bustarfellsbærinn iða af lífi. Til- efnið er íslenski safnadagurinn. Verklagnir Vopnfirðingar munu sinna ýmsum störfum um allan bæ. Lummur verða steiktar á hlóðum og boðið verður upp á rjúkandi kaffi í baðstofu. Utandyra blása eldsmiðir aflinn og smíða skeifur líkt og áður tíðkaðist. Heyskapur verður á bæjarhólnum og geta gestir tekið þátt í honum. Upplýsingar veittar í síma: S: 473-1466 Netfang: bustarf@mmedia.is Vikan framundan NIÐRI við höfnina á Heimaey í Vestmannaeyjum er að finna Kaffihúsið Kró. Staðurinn var opnaður í vikunni og dregur hann nafn sitt af gamalli fiskikró sem áður var þar starfrækt. Húsið sem var byggt í kringum árið 1930 hefur nú verið endurbyggt að mestu leyti. „Andinn hér minnir á gömlu vöruhúsin í Kaup- mannahöfn og Amsterdam,“ segir Sigurmundur Einarsson sem rekur staðinn ásamt samstarfsfólki Viking Tours-ferðaskrifstofunnar. „Við létum gamlan draum rætast og hófum framkvæmdir í febrúar síðastliðnum. Allt var tekið í gegn á þessu gamla netaverkstæði, nýir gluggar settir í húsið og þar fram eftir götunum.“ Einnig hefur umhverfið í kring fengið endurbætur. Fallegur garður prýðir utandyra og þar er aðstaða til þess að njóta léttra veitinga ef veður leyfir. Einkenni þessa nýja kaffihúss er afar gott kaffi af ýmsum gerðum, að sögn Sigurmundar, auk þess sem þar fást samlokur af stærri gerðinni, enda ættaðar frá Bandaríkjunum. Kökur af ýmsum gerð- um eru einnig á boðstólum og margt fleira. Kaffi Kró er um 100 fermetrar að stærð og tekur 40 manns í sæti. „Ætlunin er að hingað komi meðal annars gestir beint úr bátunum við höfnina. Á kaffihúsinu er einnig hægt að panta í allar mögulegar ferðir sem boðnar eru í Vestmannaeyjum, svo og gistingu.“ Nýtt kaffihús í Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Nýtt kaffihús er að finna við höfnina í Heimaey. Kaffi drukkið í gamalli kró Kaffi Kró. Sími: 4884884. Netfang: viking@boattours.is, www.boattours.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.