Morgunblaðið - 06.07.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.07.2003, Qupperneq 8
8 B SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ M Á ég ekki færa þér nýtt glas, herra Allen? Þetta er skítugt,“ spyr taugatrekktur blaða- fulltrúinn er hann fær sér sæti andspænis blaðamanni Morg- unblaðsins í herbergissvítu virðu- legs hótels við frönsku rívíeruna, nánar tiltekið í bíóbænum Cannes. „Nei, nei, þetta er allt í lagi,“ svarar hann viðkvæmri en vin- gjarnlegri röddu. „Það er ekkert mál, ég get í alvöru náð í nýtt gl …“ „Fástu ekki um það. Í alvöru, þetta er í lagi. Nokkur fingraför ganga varla frá mér.“ Allen var sallarólegur, alveg yfirvegaður og harðákveðinn í að nota kámuga vatnsglasið, sem blaðamaður sá reyndar engin fingraför á. En bíðum við, á karlinn ekki að vera svo yfirmáta kenjóttur og kreddufullur, taugaveill og móðursjúkur? Eða er maður kannski bara að rugla honum saman við persónurnar sem hann er vanur að leika? Er hann hreint ekkert eins og þessi náungi sem hann hefur leikið nær óbreyttan í langflestum myndum sínum í rösk- lega þrjá áratugi? Hann virðist í það minnsta ekkert taugaveikl- aður. Það veður ekkert á honum, hendurnar í kjöltunum en alls ekkert fálmandi út í loftið og hann situr alveg kyrr í sæti sínu. Klæddur á sinn hefðbundna látlausa máta, í einhvers konar ein- kennisbúning hins menntaða millistéttar-New York-búa, flauels- buxur og peysu með skyrtu upp úr hálsmálinu. Karlinn er greini- lega farinn að lýjast. Allt að því studdur inn af aðstoðarfólki, röddin orðin grófari, húðin hrjúfari. Hann er eiginlega orðinn svo- lítið afalegur, ef það segir eitthvað. „Ég er tilbúinn,“ segir Woody Allen og hellir vatni, loftlausu, í kámuga glasið sitt. Þetta var vorið 2002 og Allen var staddur í Cannes til að vera viðstaddur frumsýningu nýjustu myndar sinnar Hollywood-endir, sem naut þess heiðurs að vera opnunarmynd hátíðarinnar. Ekki nóg með það heldur var tækifærið gripið fyrst hann fékkst loks til að yfirgefa heimili sitt í New York til að afhenda honum Palme des Palmes, eða Pálma pálmanna, heiðursverðlaun Cannes- hátíðarinnar sem einungis völdum kvikmyndaskáldum hafa verið veitt fyrir gifturíkt ævistarf. „Veistu, ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja við svoleiðis löguðu. Ég sá myndskeið með nokkrum af þeim sem fengið höfðu þessi heiðursverðlaun; Fellini, Buñuel, Bergman, Kurosawa. Trúðu mér, ég tel mig alls ekki vera í þeirra hópi. Sjáðu … af hverju ég? Ég veit ekki. Ég hef verið heppinn. Líf mitt og ferill hefur verið dans á rósum. Mér hefur alltaf áskotnast meira lof og vegsemd en ég hef átt skilið og það á einnig við um þessi verð- laun.“ Og hann virkar einlægur þegar hann segist hreinlega aldrei hafa skilið þá aðdáun sem hann hefur notið í gegnum árin. „Þegar ég gerði mína fyrstu mynd (What’s Up Tiger Lily? 1966) naut ég fyllsta listræna frelsis sem völ var á, allt fór að ósk- um. Enginn skipaði mér fyrir verkum, ég átti lokaorðið um hvern- ig myndin yrði klippt – fékk allt upp í hendurnar. Síðan þá hefur hefur lánið leikið við mig, öll kvikmyndafyrirtæki sem ég hef gert myndir fyrir verið mér hliðholl og indæl og ég hef aldrei þurft að ganga í gegnum þau vandamál sem kvikmyndagerðarmaðurinn í myndinni stendur frammi fyrir.“ Leikstýrt blindandi Umrædd mynd er hans nýjasta, sú sem opnaði Cannes- hátíðina, hans 33. í röðinni. Myndin heitir Hollywood-endir og flokkast með léttleikandi myndum Allens sem hann hefur verið að senda frá sér undanfarið og er hreinræktuð gamanmynd í anda fyrstu mynda hans, mynd með stingandi ádeilubroddi. Að þessu sinni er það sjálf Hollywood sem fær á lúðurinn en Allen hefur aldrei kært sig um að lifa samkvæmt settum reglum þar í borg um hvernig búa á til bíó. Í staðinn hefur hann kosið að búa og starfa á Manhattan í borginni sinni ástkæru, New York. Í Hollywood-endi leikur Allen Val Waxman, tvöfaldan Ósk- arsverðlaunahafa, sem allir hafa afskrifað. Í örvæntingu tekur hann að sér að leikstýra mynd fyrir fyrrverandi eiginkonu sína (Téa Leoni) sem lét hann róa fyrir yfirmann kvikmyndaversins sem framleiðir myndina. En allt fer auðvitað á hinn versta veg og vegna álags og taugaveiklunar verður Waxman fyrir slíku áfalli að hann blindast. Hann ætlar sko ekki að láta þá óvæntu fötlun klúðra síðasta tækifærinu og gerir því sitt besta til að leikstýra myndinni blindandi og án þess að nokkur taki eftir því að hann sé yfirhöfuð blindur. „Þarna sérðu hversu lánsamur ég er. Ég hef aldrei lent í slíkum ógöngum. Ég kemst upp með að vinna í New York, fæ að gera all- ar þær myndir sem mig langar til, þarf aldrei að bera handritin undir neina yfirmenn og þeir hafa aldrei ráðskast með mig eða skipað mér að ráða þennan eða hinn leikarann eða skipta um þá sem ég hef valið. Í gær áskotnaðist mér þessi mikli heiður. Hann er vitnisburður um lán mitt.“ Og Allen telur sitt mesta lán að hafa komist upp með að gera myndir sínar í borginni sem hann ann svo heitt, en fátt fær jafnað þá ást sem hann ber í garð New York-borgar, ekki nema þá kannski konur og djasstónlist. „Það má segja að ég sé heimsborgari að því leytinu til að ég er heillaður af nokkrum stórborgum heimsins. Þegar ég fór í bíó sem lítill gutti sofnaði ég þegar ég sá sveitina á meðan ég lifnaði við ef myndin byrjaði á skoti af stórbyggingum Lundúna, Parísar eða annarra stórborga. Ég veit ekki af hverju. Sumt fólk virðist bara vera borgarbörn á meðan annað sér ekkert nema sveitina.“ Allen segir þessa hrifningu sína af stórborgum ekkert eins- dæmi í skáldskap, Dostojevski hafi verið borgarbarn líka á meðan Tolstoij hafi verið sveitarómantíker í húð og hár. Þær kenndir skili sér ætíð í skáldskap viðkomandi, líka hjá sér. Næmi Allens fyrir konum, sér í lagi leik- konum, hefur aftur leitt til þess að hann hefur náð að laða fram sterk- ari leikframmistöðu hjá þeim en flestir aðrir leikstjórar. Þannig hafa ófáar leikkonur orðið að stjörnum eftir að hafa verið uppgötvaðar af Allen og margar hverjar unnið til æðstu verðlauna, þ.á m. Ósk- arsverðlauna, en þau hafa fallið í skaut Diane Keaton fyrir túlkun sína á Annie Hall, Diane Wiest, tvisvar sinnum fyrir leik sinn í Hannah and Her Sisters og Bullets Ower Broadway og Mira Sorvino fyrir framlag sitt til Mighty Aphrodite, auk þess sem all- nokkrar fleiri hafa verið tilnefndar fyrir frammistöðu sína í mynd- um Allens. „Málið er að það er til svo óskaplega mikið af hæfileikaríkum leikkonum, sem hreinlega fá aldrei tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr. Þegar ég ræð leikkonur í hlutverk þá veit ég fyrir víst að þær eru góðar, hef séð þær í öðrum myndum, á sviði eða hefur verið bent á þær af áreiðanlegum álitsgjöfum. Þær þurfa bara tækifæri til að njóta sín og ég legg mig fram um að veita þeim þetta tækifæri. Ég hef unnið með mörgum dásamlegum leik- konum, afar hæfileikaríkum.“ Sannarlega hafði lítið reynt á aðalleikkonurnar í Hollywood- endinum, á hvíta tjaldinu í það minnsta, en allar þrjár eiga þær sameiginlegt að hafa komið talsvert við sögu á sjónvarpsskjánum. Téa Leoni hefur fengið að spreyta sig mest þeirra í kvikmyndum en er þó enn þekktust fyrir að hafa leikið í gamanþáttunum The Naked Truth. Debru Messing þekkja flestir sem Grace í þátt- unum um Will & Grace en þrátt fyrir að hafa hlotið fjölda verð- launa fyrir frammistöðu sína í þáttunum hafa kvikmynda- hlutverkin verið af skornum skammti. Og ekki hefur Tiffani Thiessen hlotið meiri frama á hvíta tjaldinu því enn er hún þekkt- ust fyrir að hafa leikið vandræðaungling í Beverly Hills 90210. Eins og margar aðrar léttari myndir Allens svífur rómantíkin yfir vötnum í myndinni og segist hann hafa verið innblásinn af gáskafullum rómantískum gamanmyndum 4. áratugarins og haltu-mér-slepptu-mér samband Waxmans við fyrrum eiginkonu sína dragi vísvitandi dám af þeim. „Upphaflega hugmyndin var sú að ganga alla leið í að gera hreinræktaða rómantíska gamanmynd í anda þessara gömlu dásamlegu mynda. Ég hripaði hugmyndina að þeirri sögu á eld- spýtnabréf fyrir löngu síðan sem ég svo týndi. Þá átti sagan að ganga út á þetta þvingaða en um leið rafmagnaða samband milli fyrrum hjóna, þar sem hann lendir í að þurfa að vinna fyrir hana og nýja gæjann hennar. Þegar ég svo fann eldspýtnabréfið datt mér í hug að krydda söguna svolítið með farsakenndu háði og gera leikstjórann blindan. Ég hafði séð fyrir mér mynd með Jack Lemmon, eða Cary Grant enn þá fyrr, á móti Katherine Hepburn, eða þá hún á móti Spencer Tracy. Ég hef unun af myndunum með þeim.“ Allen sagðist hins vegar lengi hafa gælt við það að gera mynd um mann sem blindaðist af geðrænum orsökum og fengi þá nýja og hollari sýn á lífið. „Mér hafði dottið í hug að það gæti komið fyrir heilaskurðlækni eða hnefaleikakappa en svo rann upp fyrir mér að langbest væri að hann yrði kvikmyndaleikstjóri því hann þarf að taka svo ótal margar ákvarðanir sem háðar eru sjóninni og mynd- lestri. Ég sá líka fyrir hversu fyndið það gæti orðið að horfa upp á leikstjóra reyna að fela blinduna fyrir öðrum á tökustaðnum.“ Tvær stærstu lygarnar Sjálfur segist Allen aldrei hafa orðið fyrir viðlíka áfalli eða heilsubresti eins og að missa sjónina af geðrænum ástæðum. „Ég hef verið ótrúlega lánsamur og ekki misst af einum einasta tökudegi vegna veikinda á þeim þrjátíu árum sem ég hef búið til bíómyndir. Ég hef kvefast en aldrei svo mikið að ég hafi séð ástæðu til að fresta tökum.“ Á meðan Allen lýsir þessum fádæma heilsustyrk sínum verður blaðamanni hugsað til allra þeirra heilsuveilu sögupersóna sem hann hefur leikið í gegnum tíðina, allra veiklulegu náunganna sem eru í sífelldum ótta við að veikjast, fá banvænan sjúkdóm og falla frá. Er það virkilegt að eftir allt saman hafi Allen þá ekki verið að lýsa eigin lífsótta? „Eiginlega ekki …eða jú kannski á vissan hátt. En ég er ekki ímyndunarveikur ef það er spurningin. Ég geri mér hvorki upp veikindi né er ég haldinn stöðugum ótta við að veikjast. Ég verð veikur jafnoft og hver annar. Vandi minn er sá að ég er ólæknandi bölsýnismaður þannig að ef ég vakna með lausa nögl þá er ég viss um að ég sé kominn með krabbamein. Hver skráma, kúla eða mar- blettur fyllir mig örvæntingu og þörf fyrir að fara í röntgen- myndatöku, sneiðmyndatöku eða krufningu. Þetta er alveg fer- lega hvimleiður vandi en ég geri mér ekki upp veikindi heldur geng bara af göflunum þegar ég veikist.“ Allen segir þessa hvimleiðu hrakspárhneigð sína til allrar óhamingju ná til fleiri þátta en heilsunnar, hann sé í eðli sínu svartsýnismaður. Taugaveiklaður segist hann þó ekki og óðagot hendi hann sjaldan. Ástæðan fyrir því að sögupersónur hans séu það aftur á móti oftar en ekki sé einfaldlega sú að honum finnst slík hegðun alveg stórkostlega fyndin og bjóða upp á ótal margar kómískar aðstæður. „Svona stórlega ýktar persónur hafa komið mér til að hlæja, eins og þessi leikstjóri, hann er ein taugahrúga, nautþrjóskur, ósveigjanlegur og sérlundaður. Ef ég væri þannig þá myndi ég ekki enda árið í þessum bransa. Það er hreint kostulegt hversu rangar hugmyndir fólk hefur um mig sem persónu. Tvær stærstu lygarnar um mig eru þær að ég sé menntamaður, vegna þess að ég er með þessi gleraugu, og að ég sé listamaður, vegna þess að myndirnar mínar tapa peningum. Þessar tvær endemis vitlausu goðsögur hafa fylgt mér lengi.“ Það liggur beint við að spyrja Allan í ljósi yfirlýsingar hans um að vera bölsýnismaður hinn mesti hvort hrakfarir leikstjórans 1Á 68. aldursári segist Allen vera við hestaheilsu og aldrei hafa þurft að sleppa úr tökudegi vegna veikinda á 40 ára ferli. 2Allen er alvanur því að fá kossa á kinnar frá föngulegum leikkonum sín- um. Hér smella þær einum á leikstjóra sinn Tiffani Thiessen og Debra Messing sem leika í Hollywood-endinum. Allen hefur lengi verið í miklu dálæti hjá leikkonum enda hafa fáir búið til eins bita- stæð kvenhlutverk og hann hefur gert í gegnum árin, hlutverk sem fært hafa ófáum leikkonunum Óskarsverðlaun. 3Allen sem Val Waxman. Lánlaus fyrrverandi Óskarsverðlaunahafi, sem lendir í ótrúlegum hrakförum, neyðist til að leikstýra mynd fyrir fyrrver- andi konu sína og kærasta hennar, forstjóra kvikmyndavers, blind- ast svo í miðjum tökum og reynir samt að klára myndina. „Flestar myndir sem koma frá Hollywood í dag væri hægt að gera blind- andi,“ fullyrðir Allen. 4Allen leikur oftar en ekki miðaldra mið- stéttarmann á barmi taugaáfalls, baðandi út örmum, sínöldrandi. Hann segist samt alls ekkert líkur þessum manni, sé hvorki tauga- veiklaður né listrænn. 5Svona vond? Waxman og yfirmann- inum, fyrrverandi eiginkonunni (Téa Leoni), líst ekki á blikuna. Vandi minn er sá að ég er ólæknandi bölsýnismaður þ Hver skráma, kúla eða marblettur fyllir mig örvæntingu og þö Þetta er alveg ferlega hvimleið Kynlíf, lygar og hjónabönd 1 2 Morgunblaðið/Halldór Kolbeins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.