Morgunblaðið - 06.07.2003, Page 9

Morgunblaðið - 06.07.2003, Page 9
Waxmans í myndinni endurspegli að einhverju leyti verstu mar- traðir Allens sem kvikmyndagerðarmanns; að vinna við auglýs- ingagerð, neyðast til að gera mynd sem hann vill ekki gera og að blindast. Er þetta eitthvað sem bölsýnismaðurinn Woody Allen óttast að hendi sig? „Nei, engan veginn, vegna þess einfaldlega að ég væri ekki kvikmyndagerðarmaður ef ég fengi ekki að gera það sem ég vil. Fremur myndi ég þá skrifa fyrir leikhús eða skáldverk. Ég óttast því aldrei að vera atvinnulaus eða lenda í blindgötu sem kvik- myndagerðarmaður því ég hef alltaf litið fremur á mig sem skáld sem miðlar verkum sínum á þennan veg. Ég gæti vel hugsað mér að gera það á annan veg í staðinn. Það hvarflaði því aldrei að mér þegar ég réði örlögum Waxmans að þetta gætu orðið mín örlög, aldrei. Mér fannst þetta bara fyndin flétta, að láta annálaðan Ósk- arsverðlaunahafa upplifa slíkt og þurfa svo í ofanálag að vinna fyr- ir fyrrverandi konu sína og kærastann hennar. Það eina í myndinni sem flokka mætti sem martröð mína á hinn bóginn er að eiga son eins og Waxman á, með sítt hár, hringa og húðflúr um allan líkama og í sífelldri uppreisn. Þar var ég sann- arlega að reyna að búa til verstu martröð allra foreldra.“ En hver er þá hans versta martröð sem kvikmyndagerð- armanns? Allen hugsar sig vel um og svarar svo: „Ætli það sé ekki að búa til verulega vondar myndir og átta mig ekki á því. Þegar ég bý til vonda mynd átta ég mig alveg á því, og hugsa með mér að ég hafi alls ekki staðið mig sem skyldi í það skiptið. Ég vil aldrei verða einn af þessum leikstjórum – og ég þekki nokkra slíka – sem halda að allt sem þeir gera sé frábært. Svo bjóða þeir manni á sýningu með sér og sitja með manni …“ …og svo spyrja þeir hvað þér finnst. „JÁ! Og auðvitað veit ég ekki hverju ég á að svara,“ segir hann og baðar út höndum, loksins. „Og maður reynir að finna út hvern- ig maður getur sagt skoðun sína án þess að þurfa að særa viðkom- andi, en líka án þess að þurfa að ljúga.“ Listamenn eru geggjaðir Allen viðurkennir þó fúslega að listamenn séu upp til hópa gallagripir hvað varðar sálrænt ástand. Þeir séu almennt tauga- hrúgur hinar mestu, haldnir þráhyggjum ýmsum, ímyndunarveiki og ýktum skapsveiflum. Það hljóti að hafa eitthvað með það að gera að vera næmari fyrir tilfinningum sínum, eins og einhver sál- greinirinn hafi sagt. „Þetta eru listamenn og sem listamenn þurfa þeir að glíma við afskaplega óvenjuleg vandamál, eitthvað sem vonlaust er að nálg- ast á vísindalegan máta. Þeir eru að reyna að semja hinn full- komna ballett, mála hið fullkomna málverk og ganga af göflunum við að þurfa að eyða heilu árunum, hugsanlega ævinni allri í að ná þessu marki, með alla á móti sér, öll gangan upp í móti. Er nema von að þetta fólk sé ekki í eins góðu andlegu jafnvægi og aðrir. Þeir sem velja sér þetta hlutkesti í lífinu eru geggjaðir og verða svona enn geggjaðri eftir því sem á líður.“ En hvernig skilgreinir Allen þá þessar geggjuðu verur, lista- mennina? Hann gerist þá alvarlegri og setur sig í stellingar. Hann hefur greinilega fengið þessa spurningu áður, veit hvernig á að svara henni en vill samt vanda sig, eins og hann vilji vera sérstaklega viss um að koma orðunum rétt frá sér: „Sannur listamaður er ein- hver sem getur snert fólk á mjög, mjög djúpstæðan hátt með verki sínu, jafnvel þá allra tortryggnustu af okkur. Listamaðurinn einn getur hreyft við dómharðasta fólkinu. Það eru til listamenn sem snerta okkur eftir pöntun, þeir sem búa til afþreyingarlistina og það eru til listamenn sem höfða til fárra, segjum t.d. James Joyce, en þeir sem hann þó nær til eru kannski „rjóminn“. Svo eru til listamenn eins og Charles Dickens sem allir dá, nema þessi sami „rjómi“. Ef maður getur búið til list sem hreyfir við fólki þá er maður sannur listamaður og það er frábær hæfileiki.“ Heimskir heimamenn? Sem listamaður hefur Woody Allen ætíð verið vinsælli og betur metinn utan heimalands síns en innan. Í gervallri Evrópu hafa myndir hans t.a.m. alltaf gengið betur en í Bandaríkjunum. Hefur hann sjálfur velt þessu fyrir sér og fundið skýringu? „Þetta er mér hulin ráðgáta. Ég er Bandaríkjamaður, frá New York, vinn samkvæmt bandarískri grínhefð, en samt virðist ég ná betur til fólks alls staðar annars staðar; í S-Afríku, Evrópu, Asíu. Myndir mínar hafa alltaf gengið betur þar heldur en í Bandaríkj- unum. Ég veit það ekki … eina sem mér dettur í hug er að þegar fólk sér myndirnar á öðru tungumáli eða með texta þá sé ekki eins auðvelt að koma auga á öll mistökin sem ég geri.“ Allen er graf- alvarlegur þegar hann kemur með þessa skýringu. „Þetta er raunhæfur möguleiki.“ Enn alvarlegur. Hvaða mistök er maðurinn eiginlega að tala um? „Nú það gæti verið órökrétt söguframvinda, léleg leik- frammistaða. Þegar ég sé t.d. íslenska mynd sem mér líkar er mögulegt – vegna þess að ég skil ekki íslensku – að Íslendingar finni eitthvað að henni, finnist hún ekki nægilega sannfærandi. En ég heyri það ekki, því ég skil ekki íslensku. Ég les textann, les myndina og skil útfrá mínum takmörkuðu forsendum. Það má vel vera að ég komist ítrekað upp með slíkt.“ Ekki segist hann þó hafa átt við neina ákveðna íslenska mynd, hann hafi séð þær nokkrar, að hann rekur minni til, og líkað. „Hún hreyfði við mér þessi sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna,“ bætir hann við og á þar við Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Frið- riksson. Þegar blaðamaður segist halda að það sé nú meiri hætta á að myndir glati einhverju ef maður ekki skilur þær og þarf að reiða sig á texta eða talsetningu þá tekur Allen fús undir það. „Það hefði ég nefnilega líka haldið. En veistu, hver veit nema ég sé búinn að nota sama þýðanda í öllum þessum löndum í öll þessi ár, einhvern sem er svona óskaplega klár.“ Enn grínast hann og kemur blaða- manni til að skella upp úr. „Ég veit ekki hvað skal segja annað, því ég hef enga rökrétta skýringu á því að mynd eftir mig skuli ganga betur í Mílanó en í New York og að mynd eftir mig skuli ganga betur bara í París en öllum Bandaríkjunum.“ Hógværðin er alveg að fara með manninn, eitthvað sem blaða- maður bjóst ekkert endilega við fyrirfram, og fannst því viðeig- andi að tala svolítið um frægðina og hvernig Allen hefur tekist á við hana í gegnum tíðina. „Ég hef alltaf haft þá tilfinningu að frægðin breyti manni ekki heldur gerir manni kleift að vera sá sem maður er í raun og veru, án hömlunar. Þannig að sá sem er frægur er að sýna sitt sanna eðli, hvernig hann er innrættur. Ef einhver er venjulegur jarðbundinn maður fyrir frægðina þá kemur það á daginn eftir að viðkomandi er orðinn frægur. Ef einhver er reglulega ógeðfelldur þá kemur það rækilega í ljós eftir að viðkomandi er orðinn frægur því þá er hann hömlulaus og enginn getur komið í veg fyrir alla ógeðfelldnina. Þetta fólk breytist ekkert heldur þarf það frekar að halda aftur af sínum innri manni fyrir frægðina. Ég er ósköp venjulegur miðstétt- armaður og er alveg eins undrandi og aðrir yfir allri þessari vel- gengni minni. En um leið undrar mig hvers vegna ég næ ekki betur til landa minna og mér finnst að myndir mínar hefðu margar hverj- ar átt skilið betri viðtökur en þær fengu.“ En hvað er þá að löndum hans, Bandaríkjamönnum? Hvað er það sem þeir fatta ekki? „Stundum fell ég í þá gryfju að finnast bíógestir sífellt verða heimskari. Á meðan mín kynslóð ólst upp við Bergman, Kurosawa og Fellini vilja bíókynslóðir samtímans bara sjá einhverjar heimskulegar myndir með klósetthúmor, bílaeltingaleikjum og tæknibrellum. Þótt maður vilji halda að þetta sé skýringin þá er hún það ekki. Fólk getur ekki orðið heimskara í dag en það var í gær. Það er bara ekki hægt. Og þá stend ég aftur á gati og skil ekki hvað ég geri rangt. En um leið og ég segi þetta finnst mér samt eins og það sé brotinn pottur í kvikmyndauppeldi ungs fólks. Þegar ég var í háskóla, og ekkert sérlega klár háskólanemi enda rekinn eftir eitt ár, þá hópuðumst við á allar nýjustu myndirnar frá Evrópu og diskúteruðum svo meistarana, Antonioni, Fellini og Jean Renoir. Ungt háskólafólk sem ég ræði við í dag, bráðgreint ungt fólk í bestu skólum landsins, hefur aldrei heyrt þeirra getið, aldrei séð þessi meistaraverk og kærir sig ekki um það.“ Kynlíf eða samræður? En aftur að umræddri mynd, Hollywood-endi. Þegar hjónin fyrrverandi þræta oft sem áður um hvað hafi verið að og hvað ekki segir Waxman, leikstjórinn, hjónabandinu til varnar: „Við stund- uðum kynlíf.“ Og fyrrverandi eiginkonan svarar: „Já, við stund- uðum kynlíf. En við töluðum aldrei saman.“ Svarar hann þá án umhugsunar: „Kynlíf er betra en að tala. Spurðu bara hvern sem er hér á barnum. Að tala er eitthvað sem maður neyðist til að gera til þess að geta stundað kynlíf.“ Alveg dæmigerðar Allen-vangaveltur um samskipti kynjanna sem finna má í flestum hans myndum. En er þetta virkilega það sem honum sjálfum finnst? Endurspeglar slík heimspeki hans eig- in afstöðu til lífsins og hins kynsins? „Já, oftast. Í þessu tilfelli í það minnsta. Það er ekki hægt annað en að trúa því að kynlíf sé það mikilvægasta af öllu. Við fæðumst til að fjölga okkur og aðeins með því að stunda kynlíf fáum við viðhaldið mannkyninu. Auðvitað er voðalega ánægju- legt að tala, afar örvandi og gaman en það jafnast aldrei á við þann ógnarkraft sem kyn- lífsathöfnin býr yfir. Þannig hlýtur kynhvötin að vera drifkraftur alls og yfirbuga allar aðrar hvatir. Við beitum ýmsum leiðum til að fullnægja þessum hvötum en á endanum snýst það alltaf í kringum tvo einstaklinga sem reyna að fá hvor annan í bólið með sér, t.d. með því að tala.“ Leikaranum Woody Allen hefur gjarnan verið legið á hálsi að leika alltaf eins, alltaf sömu persónuna. Þessa sínagandi tauga- hrúgu, miðaldra miðstéttarmann sem er mikið upp á kvenhöndina en á samt alltaf erfitt með að tolla í samböndum, er lítið fyrir hjónabönd gefinn og tekur vinnuna – listræns eðlis eða ritstörf – og áhugamálin – bókmenntir, íþróttir, djass, leikhús og kvikmynd- ir – fram yfir. Í Hollywood-endi reynir þó kannski meira á leik- arann en oft áður því bróðurpart myndarinnar á hann að vera blindur. Í fyrstu sér maður fyrir sér að það hafi verið meiri áskor- un en hann hefur áður þurft að takast á við. En því fer öðru nær. „Það er alls ekkert erfitt. Ef ég segði þér að þú ættir að leika blindan mann þá myndirðu einfaldlega treysta á almenna skynsemi þína. Í reynd er það auðveldara ef eitthvað, því maður hefur eitt- hvað að gera, þarf stöðugt að vera að leika, í stað þess að standa að- gerðarlaus í mynd á meðan mótleikarinn er með orðið. Tala nú ekki um ef leikurinn er svolítið ýktur, sem hann er í myndinni, það er auðveldara.“ Þegar blaðamaður leiðir að því líkur að með því að leika mann með fötlun hljóti sénsinn á að fá Óskarstilnefningu að aukast til muna, teygar hann síðasta vatnsdropann úr kámuga glasinu og svarar án umhugsunar: „Einmitt. Þetta verður í fyrsta skiptið sem leikari sem fer með hlutverk fatlaðs manns fær ekki tilnefn- ingu.“ Frábært tilsvar. Tímasetningin fullkomin. Ekta Woody Allen, hugsaði blaðamaður. Alltaf stutt í gamla grínistann, skotfljótur að finna fyndna flötinn, en sýnir um leið lítillætið sem hann virðist búa ríkulega yfir, í það minnsta á þessari stund og stað. þannig að ef ég vakna með lausa nögl þá er ég viss um að ég sé kominn með krabbamein örf fyrir að fara í röntgenmyndatöku, sneiðmyndatöku eða krufningu ður vandi en ég geri mér ekki upp veikindi heldur geng bara af göflunum þegar ég veikist skarpi@mbl.is 5 3 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 B 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.