Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Skurn af brandandareggi við munnann á hreið- urholu undir rekaviðarstafla. Þórshanahreiður á Melrakkasléttu. FUGLALÍF á Íslandi þykir að vísu fremur tegundasnautt, en samt eru allnokkrar sannkallaðar paradísir fuglaskoðara hér á landi. Nægir að nefna Mývatn og Breiða- fjarðareyjar. Tvímælalaust má bæta Melrakkasléttu í þennan eð- alhóp og svo mikið er víst að það þarf að sjá fuglamergðina til að trúa staðhæfingunni, því Slétta er jú norður í ballarhafi eins og vel mætti orða það. En sannleikurinn er sá að þarna verpir eða dvelur í lengri eða skemmri tíma ótrúlegur fjöldi fugla, m.a. nokkrir af allra sjald- gæfustu varpfuglum landsins; þórshani, brandönd, fjöruspói og e.t.v. sjálf snæuglan. Algengar tegundir Erlingur Thoroddsen, hótel- stjóri á Hótel Norðurljósum á Raufarhöfn, segir Melrakkaslétt- una einstakt fuglasvæði og aug- ljóst að þrátt fyrir norðlæga legu og á stundum óblítt veðurfar þá búi svæðið fiðruðum íbúum sínum hið besta viðurværi. Það færist mjög í aukana, að sögn Erlings, að erlendir fuglaskoðarar komi gagn- gert og gisti hjá honum, jafnvel vikum saman. T.d. var einn velsk- ur í vor og sumarbyrjun sem sat vikum saman yfir sendlingum og skráði allar hreyfingar þess ágæta og vel þekkta varpfugls. Þegar farið er með ströndinni vekur mesta athygli gríðarlegt kríuger og segja Sléttungar að þeir gangi stundum blóðugir á hausnum eftir kríuna. Æðarvarp er þarna auk þess nánast óslitið. Mófuglar og spörfuglar af algeng- ustu tegundum eru og þarna í stórum stíl, auk sendlinga, stelkar, heiðlóur, sandlóur, spóar, hrossa- gaukar, auk þess sem tildrur og rauðbrystingar fara um í risa- flokkum vor og haust. Stundum er eins og þangið sé á iði. Þjóðveg- urinn liggur þarna nærri sjó og svo mikið er fuglagerið að aka verður varlega til þess að bæði ungar og fleygir fullorðnir fuglar verði ekki fyrir bílunum. Inni í heiðinni er annað uppi á teningnum. Þar eru víðfeðm heiða- lönd og fjöldi vatna sem gætu ekki síður tekið vel á móti stangaveiði- mönnum en fuglaskoðurum, enda mörg hver full af silungi. Kjóar, rjúpur, svartbakar og grágæsir eru þarna einkennisfuglar auk venjulegra mófugla á borð við heiðlóu og sendling. Víða á vötnum eru einnig himbrimar og hávellur, svo eitthvað sé nefnt. Sjaldgæfa herdeildin Óvíða á Íslandi er möguleiki að sjá jafn margar tegundir af sjald- gæfustu varpfuglum Íslands og á Sléttu og er umhugsunarefni hvers vegna það er. Enginn veit hvort snæuglan verpir enn á Íslandi, en á hverju sumri eru snæuglur á Sléttu, þær sjást bæði inni í heiði og við sjóinn, en hreiður hafa ekki fundist. Hins vegar verpa þarna brandönd, fjöruspói og þórshani. Skammt undan, í Kelduhverfi og upp undir Kópasker, eru síðan þau svæði þar sem ýmsir telja að keldusvínið verpi, sé það enn að reyna varp á Íslandi á annað borð. Fuglamergðin blasir við hvar- vetna, en það þarf nokkurn kunn- ugleika til að finna sjaldgæfustu tegundirnar og hugsanlegt að hót- elstjórinn á Norðurljósum geti greitt þar úr, en hann er mikill fuglaáhugamaður og náttúrubarn sem vill allt fyrir ferðamenn á Sléttu gera. Á Melrakkasléttu er að finna paradís fuglaskoðara Sjaldgæfir varpfuglar meðal margra íbúa Þórshanar á Melrakksléttu. Einn sjaldgæfasti varpfugl Íslands. Fuglalíf á Íslandi þykir að vísu fremur tegundasnautt, en samt eru allnokkrar sann- kallaðar paradísir fuglaskoðara hér á landi. Ein þeirra er Melrakkaslétta. Þarf að sjá fuglamergðina til að trúa staðhæfingunni, því Slétta er jú norður í ballarhafi. Morgunblaðið/Golli NEMENDUR grunnskólans á Þórs- höfn merktu í vor gönguleiðina milli Skála og Hrollaugsstaða á Langa- nesi. Hrollaugsstaðir standa undir samnefndu fjalli sem aftur stendur fast við Heiðarfjall. Gönguleiðin er tæpir 10 kílómetrar. Best er að hefja gönguna frá Skál- um eða Skoruvík að sögn Sigfúsar Ólafssonar ferðamálafulltrúa Þistil- fjarðar og Langaness. „Þá er gengið með norðanátt í bakið ef þannig viðr- ar eða þá mót hlýrri sunnanáttinni.“ Á Skálum var mikil útgerð á önd- verðri tuttugustu öld og íbúar voru um 120 þegar best lét. Í dag má sjá menjar byggðarlagsins við Skála, að sögn Tryggva. „Frá Skálum að gamla grafreitn- um við Skálabjarg er um hálftíma ganga. Þar á leiðinni má sjá nokkur brot af gömlu íshúsunum þaðan sem Langnesingar seldu Færeyingum ís.“ Stiklað yfir stysta fljótið Á leiðinni er stiklað yfir Bjargá sem er stysta á landsins. Fljótið er innan við 10 metra langt og þar tekur við 50 metra fall fram af klettunum. Suðvestan af Bjargánni tekur Skála- bjarg við sem er hæsta bjargið á Langanesi. Af Skálabjargi sést vel yfir Bakka- flóann, segir Tryggvi og þegar vel viðrar alla leið í Smjörfjöll og Dyr- fjöll. Á miðri leiðinni er komið að Kumblavík. Þaðan liggur leiðin um grasi gróið sléttlendi undir vinalegum brekkunum yfir í Hrollaugstaði þar sem útsýni er yfir Eiðisvík og að Langanesfjöllum. Vegur liggur niður að Hrollaugs- stöðum, að sögn Tryggva og í sumar hafa unglingar úr Svalbarðshreppi varðað leiðina upp á Óttarshnjúk á Öxarfjarðarheiði. „Fjallið er 457 metra hátt og stendur vestur af Við- arvatni. Ekið er í átt að fjallinu af veginum yfir Öxarfjarðarheiði og síð- asti spölurinn genginn. Það er um klukkustundar ganga á topp fjallsins. Útsýni er fagurt af Óttarshnjúk yfir Öxarfjarðarheiði, Melrakkasléttu, Þistilfjörð og í góðu skyggni sést út í Grímsey.“ Nýjar gönguleiðir á Langanesi og í Þistilfirði                                  # $     $ #### Grunnskólanemar hafa nýlega lokið við að merkja gönguleiðir á Langanesi. Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 á viku. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Heimasíðan www.fylkir.is með fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Dancenter, Lalandia, Novasol/Dansommer. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., ferðaskrifstofan sími 456 3745. Netfang fylkirag@fylkir.is Heimasíða www.fylkir.is Sund - Golf - Sumartónleikar - Byggðasafn - Sjóferðir - Kajak - Einstakt umhverfi Velkomin í Stykkishólm! Fjölskyldan saman í fallegum bæ!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.