Morgunblaðið - 06.07.2003, Page 11

Morgunblaðið - 06.07.2003, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 B 11 ferðalög Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.gistinglavilla16.com sími 004532975530 • gsm 004528488905 Kaupmannahöfn - La Villa Ítalía 17.205 kr.* 7 dagar miðað við flokk B Innifalið ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattur. Flórída 18.837 kr.* 7 dagar miðað við flokk A Innifalið ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattur. Spánn Alicante 13.109 kr.* 7 dagar miðað við flokk A Innifalið ótakmarkaður akstur, áfylling af bensíni, kaskó, ábyrgðar- trygging, einn auka bílstjóri, skattur og flugvallargjald. Ætlarðu til Mombasa, út á Dalvík, til New Orleans eða upp á Brávallagötu? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 2 16 61 0 7/ 20 03 Sími: . . . . . . . . . . . . . . . . 5050 600 Fax: . . . . . . . . . . . . . . . . 5050 650 Netfang: hertz@hertz.is *Ekkert bókunargjald. Hvaðan ertu að koma? Úr gönguferð um Ordesa- þjóðgarðinn í Pýreneafjöllunum, skammt frá landa- mærum Frakklands og Spánar. Hvert var tilefni ferðarinnar? Fjöllin heilla. Við hjón- in höfum áhuga á göngum ýmiss konar og höfum mikið gert af því að fara um fjöll og firnindi hér innan- lands. Lengi hefur staðið til að breyta til og þramma um fjöll erlendis og nú létum við loks verða af því að fara saman. Hvað var þetta löng ferð? Sex dagar fóru í göngur, sumar töluvert erfiðar. Við fórum í dagsferðir sem flestar stóðu í um það bil sex til tíu klukkustundir. Hvert lá leiðin? Við gengum víða um Ordesa-þjóðgarðinn. Fyrsti dag- urinn var rólegur, við byrjuðum frá bæ sem nefnist Torla og er í um 1.000 metra hæð. Mikilvægt er að fara rólega af stað til þess að forðast háfjallaveiki. Við vorum með mjög góða leið- sögumenn sem pössuðu upp á að allt færi vel. Daginn eftir hófst alvöruganga. Þá gengum við um það bil 22 km leið á níu klukkustundum. Við gengum til Goriz-fjallaskálans sem er í 2.200 metra hæð. Það sem eftir var ferðar var gengið á hin ýmsu fjöll og tóku ferðirnar hver um sig um það bil sex til 10 klukkustundir. Ætlunin var að klífa fjallið Perdido, sem er 3.355 metrar, en það reyndist ekki vera nægilega öruggt, þar sem þar var mikil snjóhengja yfir gönguleiðinni og rúmlega 400 metra þverdýpi. Við fórum meðal annars yfir Rolandsskarð, sem er sögufrægt. Roland er einn af þjóðhetjum Frakka, hans er getið í hetju- kvæði um Roland frá því um 1100. Sagt er hann hafi hoggið skarð í fjallið til þess að sjá heim áður en hann lést. Skarðið er í 2.700 metra hæð. Við gistum í frönskum fjallaskála, Sarradets- skálanum, sem er í tæplega 2.600 metra hæð. Frá þeim skála gengum við á hæsta fjall okkar, Taillón, sem er 3.144 metrar. Síðan næsta dag var gengið niður í fjallaþorpið Bujaruelo þar sem náð var í okkur. Ferðin endaði á skemmtilegri „rafting- bátsferð niður ána Ara sem talin er vera 4+ í erf- iðleika. Til samanburðar má geta þess að Hvítá er tal- in vera 2 eða 2+. Hvað var eftirminnilegast í ferðinni? Þetta er skemmtilegasta ferð sem ég hef farið en það er erfitt að gera upp á milli. Hver dagur var einstakur. Ætli sé þó ekki óhætt að segja að ferðin á fjallið Taill- ón hafi verið eftirminnilegust, en ég hef ekki fyrr gengið svo hátt. Útsýnið er stórkostlegt. Fegurðin er eiginlega slík að það er ekki hægt að lýsa henni. Hvar var gist? Við gistum í fjallaskálum sem eru þarna víða. Boðið er upp á gistingu í kojum og oftast fékk hópurinn álmu út af fyrir sig.Við gistum til dæmis í Sarradets- skála sem er umlukinn háum fjöllum. Fyrir botni dals- ins liggur hæsti foss Evrópu, rúmlega 400 metra hár. Hvernig var veðrið? Við vorum afar heppin með veður ef undan er skilinn fyrsti dagurinn en þá dundu á okkur haglél sem jöfn- uðust á við bingókúlur. Jörðin varð alhvít. Í svona ferðum er allra veðra von. Hverjir tóku þátt í ferðinni? Ferðin var skipulögð af ÍT-ferðum og þátttakendur voru 21, þar af 16 konur. Yngsti göngugarpurinn var 29 ára en sá elsti var 63 ára. Er dýrt að fara í fjallaferðir sem þessar? Ferðin kostaði um 95.000 krónur á manninn. Ferðin tekur hálfan mánuð í allt. Innifalið í verði er flug til og frá Barcelona. Vika í fjöllunum ásamt fyrirtaks leið- sögumönnum og gistingu í skálum þar sem er morg- unmatur og kvöldmatur er innifalið í verði. Seinni vik- unni varði hópurinn á Costa Brava-ströndinni í fallegum bæ sem heitir Tossa de mar. Þar dvöldum við í viku í góðu yfirlæti. Hvernig er best að búa sig undir svona ferð? Nauðsynlegt er að vera í gönguþjálfun. Annars er hætta á að maður njóti sín ekki. Hvaða búnað þarf að taka með? Fyrst og fremst eru góðir gönguskór nauðsynlegir sem búið er að ganga til. Einnig verður að hafa góðan bakpoka og útivist- arfatnað. Ekki gallabuxur. Við vorum oft í stuttbuxum en nauðsynlegt er einnig að hafa hlýjan fatnað. Hvert skal halda næst? Það náðist mikil samheldni í hópnum og nú er rætt um að halda til Noregs í fjallaferð á næsta ári. Alp- arnir heilla svo líka. Hver dagur var einstakur í gönguferðum Ólafs Egilssonar, Hansínu Gísladóttur og fleiri Ís- lendinga um Ordesa-þjóðgarðinn. Hagl dundi á mannskapnum en oft var stuttbuxnaveður. Hópurinn á leið upp Tobacor-fjallið sem er í 2.769 metra hæð. Fjallið Taill- on er í bakgrunni til vinstri og er það 3.144 metrar á hæð. Skarðið lengst til hægri er hið fræga Roland-skarð. Hjónin Ólafur Egilsson og Hans- ína Gísladóttir á góðri stund í Ordesa-þjóðgarðinum. Úr göngum um Pýreneafjöllin ÍT-ferðir skipulögðu ferðina. Síminn þar er 588 9900. Upplýsingvefur: ittravel.is Hvaðan ertu að koma? Í WALES er fyrirtæki sem býður ungu fólki upp á ferða- lög um svæðið. Meðal annars er hægt að velja bakpokaferð þar sem töluvert er gengið eða farið á hestbaki, einnig er hjólað hluta ferðarinnar, siglt á kanó og klifrað. Þessar ferð- ir standa til boða árið um kring og verðið er án skoð- unarferða og gistingar en gist er í svefnpokaplássum og í heimagistingu. Bakpoka- ferðalag í Wales  Nánari upplýsingar fást á slóðinni www.dragon- backpackertours.co.uk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.