Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 12
– Hvað gerði kleinuhringjabakarinn við götin sem gengu af þegar hann var búinn að baka? – Hann batt þau saman og bjó til net! FJARAN og lífið í sjónum ræður ríkjum í þessari bragðgóðu orðasúpu sem við ber- um hér á borð. Þar liggja öll orðin lóðrétt eða lárétt – nema eitt! Leyniorðið fagra. Það byrjar á P og er fimm stafa orð sem svamlar einhvers staðar um í súpunni, og passaðu þig að gleypa það ekki! ◆ beitukóngur ◆ dýpi ◆ fjara ◆ hörpuskel ◆ klekjast ◆ krabbi ◆ kuðungur ◆ lindýr ◆ p ◆ samloka ◆ snigill ◆ strönd ◆ vaxtarlínur Orðarugl – eða sjávarréttasúpa? ORRI fór í fjöruferð og tók þessa mynd af ormi í sand- inum. Klipptu alla ferningana út, og þá er komið púsluspil. Haltu keppni innan fjölskyldunnar – hver verður fyrstur til að ljúka púsluspilinu. Taktu tímann. Ormur í sandinum UNA María Magnúsdóttir er fjög- urra ára stelpa sem vakti athygli er hún sendi fyrirspurn á Vís- indavefinn. Una María spurði af hverju það heyrðist sjávarhljóð þegar stórum kuðungi er haldið upp að eyra. Barnablaðið hitti Unu Maríu og spurði hana hvers vegna hún hefði spurt að þessu. „Ég er að safna skeljum og svo spurði ég pabba að þessu og hann hjálpaði mér að skrifa bréfið af því að hann vissi ekki svarið,“ segir hún. Una María segist oft fara niður í fjöru en skemmti- legast þyki henni að fara út í Gróttu og Nauthólsvík. Hún segist helst fara með mömmu sinni og pabba og litla bróður sínum. „Við Jón Páll megum samt ekki fara ein af því hann er yngri en ég,“ segir hún. „Ég fer líka stundum með Degi vini mínum. Hann er besti vin- ur minn en hann er samt ekki í sama leikskóla og ég.“ Una María segir skemmtilegt að fara í fjöruna af því að þar geti maður fundið svo margt eins og steina, skeljar og dýr. Þannig hafi hún einu sinni fundið hörpudisk og einu sinni dauðan krabba þegar hún var að grafa í sandinum í Nauthólsvík. Þá segist hún geyma skeljarnar sínar í vinnu- herbergi pabba síns og hafa gaman af að raða þeim upp, sýna fólki þær og nota þær sem skálar og svo- leiðis. Svarið hennar Unu Maríu Þegar Una María spurði hvers vegna sjávarhljóð heyrist þegar stórum kuðungi er haldið upp að eyra fékk hún það svar að það væri ekki alveg á hreinu en að líklegast væri að kuðungurinn magnaði umhverfs- hljóð sem við heyrum annars lítið sem ekkert í. Þetta er útskýrt nánar í svarinu sem er birt á Vís- indavefnum (visindavefur.hi.is) en þar eru líka mörg önnur svör við skemmtilegum spurningum sem þið ættuð endilega að skoða. Una María, 4 ára fjörustelpa. Gaman að leita í fjörunni VIÐ höfum öll fundið snigil úti í garði hjá okkur. Hann er einmitt lindýr sem býr í húsi úr skel. Tengdu núm- erin og teiknaðu þannig skelina og litaðu svo! Hús úr skel Litið og leysið ÞAÐ hefur orðið æ algengara að fólk fari til sólarlanda í sumarfrí, þar sem það nýtur þess að svamla í sjónum og grafa sig í gullinn sandinn á ströndinni. Það er vissulega gaman að kom- ast á suðræna sólarströnd en það getur einnig verið gaman að fara niður í fjöru hér heima á Ís- landi enda hafa fjöruferðir lengi verið vinsælar á meðal íslenskra barna. Maður þarf reyndar að vera betur klæddur en í sólinni á Ítalíu eða Flórída og litadýrðin jafnast sjaldnast á við bjarta og skæra litina sem glitra í sólinni en það er þó margt skemmtilegt að sjá og skoða á svörtum Ís- landsströndum. Færri tegundir í köldum sjó Strönd er alls staðar þar sem land mætir sjó og því á orðið „strönd“ ekki síður við um klett- óttar og kaldar strendur en notalegar sandstrendur í útlönd- um. Það á hins vegar við um líf- ríkið á ströndinni eins og um allt annað líf að það fer eftir aðstæð- um á hverjum stað hvaða teg- undir geta lifað þar. Þar sem það er frekar kalt hjá okkur hér á Ís- landi, lifa hvorki jafn margar né litríkar tegundir hér og á heitari stöðum í heiminum. Þó má einn- ig finna fullt af alls konar flottum dýrum og plöntum í íslenskum fjörum. Skeljahús úr kalki Skeldýr eru meðal vinsælustu lífveranna á ströndinni og marg- ir krakkar hafa gaman af því að safna skeljum enda eru þær bæði fallegar og fjölbreyttar auk þess sem þær varðveitast mjög vel. Margt fullorðið fólk safnar líka skeljum og tekur margt þeirra skeljasöfnunina svo alvar- lega að það ferðast vítt og breitt um heim til að leita að hinum ýmsu skeljategundum. En hvað eru skeljar? Hefurðu pælt í því? Skeljar eru hús mjúkra sjáv- ardýra, sem kallast skeldýr. Skeldýrin eru lindýr og náskyld landsniglum, kolkröbbum og smokkfiskum. Það sem gerir skeldýrin ólík öðrum lindýrum er að þau mynda skel úr kalki ut- an um sig sér til varnar. Samlokur opnast og lokast Sum skeldýr hafa þunna og viðkvæma skel en önnur hafa þykkar og þungar skeljar. Þá skiptast skeldýr í kuðunga sem búa í einu hornlaga húsi og sam- lokur sem búa í tveimur skeljum sem tengjast saman með hjör sem gerir þeim kleift að opna og loka skeljahúsinu. Skeldýr eru skeljalaus þegar þau klekjast úr eggi en þau taka síðan fljótlega að mynda sína eigin skel. Skelin er örsmá í fyrstu en stækkar síðan með dýrinu. Kuðungar stækka þann- ig að ný lög af kalki bætast við opið en samlokur stækka þannig að kalk bætist við skeljajaðrana. Þegar ný lög bætast utan á sam- lokurnar myndast nokkurs kon- ar bylgjur á skelinni en þær heita vaxtarlínur. Hefur þú séð þannig línur? Flottustu skeljarnar í heitum sjó Til eru þúsundir ólíkra skel- dýra í heiminum en eins og hjá öðrum dýrategundum finnast mismunandi skeljategundir við ólíkar aðstæður og fer það meðal annars eftir því hvað vatnið er heitt og djúpt hvaða skeljar finn- ast á hvaða stað. Margar skelja- tegundir finnast líka í fjöruborð- inu en flestar lifa þær þó lengra úti í hafinu og skolast einungis á land eftir dauða lindýranna sem í þeim búa. Skeljar sem lifa á miklu dýpi eru því oft orðnar ansi slitnar þegar þær berast að landi og því finnast best varðveittu og flott- ustu skeljarnar yfirleitt við köf- un í hafinu. Hvað finnur þú í fjörunni? Litríkustu og verðmætustu skeljarnar eru allar í heitari sjó en er hér við land en hér má þó finna ýmsar skeljategundir svo sem hörpudiska, nákuðunga og beitukónga. Hvernig skeljar hefur þú fundið? Áttu kannski heilt skeljasafn? Ef ekki, væri ekki málið að kíkja í næstu fjöru og sjá hvað hefur rekið á land? Perlur sem notaðar eru í skartgripi myndast í skeljum þegar smákorn – t.d. sandkorn – festist undir skelinni. (1) Það pirrar lindýrið sem býr í skelinni og það hjúpar kornið í samskonar efni og klæðir skelina að inn- an. (2) Þegar efnið umkringir allt kornið, þá losnar það frá skelinni og pirrar dýrið ekki lengur. Og þá er perlan til! (3) Finndu mig í fjöru Líttu í kringum þig 1 2 3 ÞEGAR þið komið heim úr fjöru- ferðinni er upplagt að nota skeljar og aðra smáhluti sem þið hafið fundið í fjörunni til að búa til óróa sem þið getið síðan hengt upp á góðum stað. Best er að nota létt- ar skeljar því þær hreyfast mest í vindinum en hreyfingin myndar einmitt óróann sem óróinn er nefndur eftir. Það sem til þarf: ✦ Skeljar eða aðra smáhluti ✦ Band ✦ Tvær spýtur ✦ Lím Það sem gera skal: 1) Bindið spýturnar saman í miðj- unni þannig að þær myndi X. 2) Límið skeljar eða aðra smá- hluti á enda mismunandi langra bandspotta og látið lím- ið þorna vel. 3) Bindið böndin með skeljunum á spýtuendana fjóra og með jöfnu millibili á milli þeirra. 4) Hengið óróann upp þar sem hann nýtur sín. Margir hafa gaman að því að hengja óróa út í glugga og í dyragættir þannig að þeir bærist sem mest í vindinum. Skelja- órói Fjör að föndra S T R Ö N D O V I H D H N S I R V T K K N T Ý Ú I U K S A M L O K A P N G M L I X E H Ú K P I K I B E I T U K Ó N G U R L G K E A E U P B A R A L A J V L R Ð R E E F B F R A G Í I U N A R A B T R S B N O N N I R L I U Ú T É U G G F J A R A N T H Ö R P U S K E L U I L I N D Ý R L M Í N S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.