Morgunblaðið - 06.07.2003, Side 13

Morgunblaðið - 06.07.2003, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 B 13 börn Vinninga má nálgast í afgreiðslu Morgunblaðsins, Kringlunni 1, Reykjavík, alla virka daga milli kl. 8 og 17. Vinningshafar utan Reykjavíkursvæðisins geta óskað eftir því að fá vinninga senda. Uppl. í síma 569 1324 eða 569 1384. Vinningar óskast sóttir innan mánaðar frá birtingu úrslita. Berglind Anna og Vigdís Kristín, 6 og 4 ára Smárahvammur 1, 220 Hafnafjörður Tómas og Sigríður, 2 ára og 5 ára Berjarima 22, 112 Reykjavík Alexanra Ósk Guðmundssdóttir, 1 árs Barðastaðir 43, 112 Reykjavík Guðmundur Óli Halldórsson, 3 ára Framnesveg 16, 101 Reykjavík Bragi Már Birgisson, 3 ára Heiðargarði 27, 230 Keflavík Andri Meyvantsson, 1 1/2 árs, Túngata 23, 240 Grindavík Ólafur Ásdísarson, 4 ára Blómvallagata 10, 101 Reykjavík Ástrós Halla harðardóttir, 21 mánaða Lyngrima 3, 112 Reykjavík Hildur Franziska, 4 ára Sjafnargata 6, 101 Reykjavík Halldóra, 7 ára Skaftahlíð 42, 105 Reykjavík Verðlaunaleikur vikunnar Til hamingju krakkar! Þið hafið unnið myndbandsspóluna um Bangsímon og félaga: Skilafrestur er til sunnudagsins 18. júlí. Nöfn vinningshafa verða birt sunnudaginn 20. júlí. Bangsímon - Vinningshafar Nafn: Aldur: Heimili: Staður: Þá er Olli ruslatunna aftur kominn á kreik nú kemst hann í kast við bíræfna náunga sem ekki hafa hreint mjög í pokahorninu. Hann hittir líka strák sem heitir Garðar og á næstum því hund sem heitir Bjartur. Hvernig er hægt að eiga „næstum því hund” – þú kemst að því ef þú kíkir í nýju Ollabókina og lest söguna sem heitir „Skógarskrímslið”. Komið við á næstu þjónustustöð Olís og athugið hvort þið getið ekki fengið nýju Ollabókina, því sem fyrr er Olli góður ferðafélagi. Við bjóðum ykkur í smá litaleik með Olla – litið myndina hér að ofan, merkið hana vandlega og sendið til: Myndasögur Moggans - Olli Skógarskrímsli - Kringlunni 1 103 Reykjavík Halló krakkar! Ég heyri hljóð núna. Við heyrum mjög oft einhver hljóð. Það heyrist í rigningunni. Það heyrist í þrumum og eldingum. Og líka í fuglum. Það heyrist í mörgu. Birna Sigurðardóttir, Stuðlabergi 14 í Hafnarfirði, hefur greinilega feng- ið innblástur af öllum hljóðaljóðunum sem við höfum birt í undanförnum blöðum, og sendi okkur sitt hljóðaljóð. Takk Birna. Hljóðaljóð HÚN Ásta er 8 ára stelpa í Garða- bæ. Hún á hressa og skemmtilega ömmu á Seltjarnarnesi. Hún heitir Dóra. Það er sól og blíða, fuglarnir syngja og allir eru glaðir. Nú kemur pabbi og segir: Jæja, Ásta mín, amma Dóra var að bjóða okkur í grillveislu kl. sex (klukkan var 2.30). En hún mamma er á bílnum og verður alveg til átta, svo ég var að spá hvort við gætum ekki bara hjólað. Ekkert mál, segir Ásta, og tekur til nesti og finnur hjálminn sinn. Hún fer í hjólabuxurnar sínar og í stuttermabol. Síðan leggja þau af stað. Þegar þau eiga eftir að hjóla í svona eina klukkustund, vill svo óheppilega til að það byrjar að rigna og það tekur að hvessa og Ástu og pabba hennar verður ískalt. Þá ákváðu þau að hjóla til systur pabba Ástu, hún heitir Kristín. Kristín á heima í 5 mín. leið þaðan sem þau voru. Þegar þangað er komið tekur frænka Ástu vel á móti þeim og býður Ástu djús og pabba hennar kaffi. Svo býðst hún til að skutla þeim því hún ætti svo stóran bíl að hjólin kæmust alveg fyrir. Svo þegar þau eru komin til ömmu hennar Ástu, býður Dóra Kristínu að borða með þeim. Veðrið hefur lagast og þau grilla hamborgara með bros á vör. Það er gott að lesa eina vota sum- arsögu sem endar vel. Höfundur hennar er Braga Stefaný Mileris, 12 ára, Sjáv- argrund 9b í Garðabæ. Hjólaferðin HANN Gaukur Karlsson úr Klyfjaseli í Reykjavík er 4 ára og mjög duglegur að teikna. Hann sendi þennan fína háhyrning til okkar í hvalamyndakeppnina. Sjáiði fínu uggana! Háhyrn- ingur … að þessir litlu grísir eru ekki í lífshættu! Þessi tveggja ára tígrisdýrskettlingur, sem heitir Sæ Mæ, er nefnilega uppeld- issystir þessara litlu grísa – þótt ótrúlegt sé! Þegar Sæ Mæ fæddist í dýragarðinum sem þau búa öll í í Tælandi, gat mamma hennar ekki hugsað um hana. Því tók gylta nokkur að sér hlutverkið og hafði Sæ Mæ á spena í fjóra mánuði. Nú hefur gyltan eign- ast alla þessa gríslinga. Sæ Mæ leikur við þá allan daginn og það er brjálað fjör hjá þeim. Í fréttum er helst …

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.