Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 14
Opnari stofnun Kvikmynda- miðstöðin úthlutar fyrstu styrkjunum eftir helgina. AÐ MARGRA áliti var það Bruce Be- resford sem fyrstur vakti athygli Bandaríkjamanna á áströlskum leik- stjórum. Það gerðist í kjölfar vin- sælda mynarinnar Ævintýri Barrys McKenzies (’72), sem fór sigurför um heimalandið og gerði ágæta hluti í Evrópu. Myndin rataði á tjaldið í Bandaríkjunum og fékk góða dóma. Síðan skutu þau upp kollinum, hvert af öðru, Peter Weir, Fred Schepisi, Gillian Armstrong, Jane Campion. George Miller o.fl. Leikararnir sigldu í kjölfarið. Frumkvöðullin er Olivia Newton- John, sem sló eftirminnilega í gegn í Graese (’78) og Mel Gibson, sem lagði heiminn skömmu síðar að fótum sér ser í hlutverki Brjálaða Max (Mad Max). Þetta var síðla á áttunda ára- tugnum og brátt bættust Judy Davis, Sam Neill ofl. í hópinn. Innrásin var hafin. Straumurinn frá Eyjaálfu rís hæst í tveim bylgjum. Fyrstir komu frum- herjarnir á árunum í kringum 1980 og á síðari hluta tíunda áratugarins verð- ur önnur sprenging. Þar á milli er jafn og þéttur stígandi, einkum í hópi leik- ara sem gera garðinn frægan í Vest- urheimi. Ekkert lát er á velgengni andfæt- linganna nema síður sé. Listamenn á borð við leikstjórann Peter Jackson og leikarana Nicole Kidman og Hugh Jackman halda gunnfánanum á lofti yfir Hollywood. Það er ekki úr vegi að athuga nánar hvað þetta hæfileikafólk er að bauka í kvikmyndaborginni. Farið er fljótt yfir sögu hvað frum- herjana snertir en nánar vikið að þeim sem eru að festa rætur í óblíðri samkeppninni. Fyrri bylgjan Sem áður segir hefur Beresford og Newton-John verið kennt um upptök atgervisflóttans til Hollywood. Beres- ford kemur þó lítið við sögu á vest- urströndinni fyrr en 1983, að hann lýkur við Vægð og miskunn (Tender Mercies), tilfinningaríkan nútíma- vestra sem færði Robert Duvall lang- þráð Óskarsverðlaun. Beresford er mistækur leikstjóri sem hefur gert best með Ekið með Daisy (Driving Miss Daisy) (’89) og Svörtu skikkj- unni (Black Robe) (’91). Gillian Armstrong hóf Holly- woodiðju með Mrs. Soffel (’84), sem fékk ágæta dóma en dræma aðsókn þó Diane Keaton og Mel Gibson færu með aðalhlutverkin. Armstrong fer sínar eigin leiðir og leggur meira upp úr listrænum en fjárhagslegaum ávinning. Hún samræmdi bæði mark- miðin í Litlum konum (Little Women) (’94) og hefur verið í sviðsljósinu með hina mögnuðu Óskar og Lúcinda (’97), og nú síðast Charlotte Grey (’01) Fred Schepisi vakti heimsat- hygli með The Chant of Jimmy Blacksmith (’78), og er kominn til Hollywood 1982. Gerir vestr- ann Barbarossa með goðsögninni Willie Nelson í aðalhlutverki og gamanmyndin Roxanne (’87) með Steve Martin kemur honum endanlega á kortið, ásamt Gráti í myrkrinu (A Cry In the Dark), ári síðar. Peter Weir hefur farnast hvað best. Eftir heimsviðurkenninguna sem Lautarferð að Gálgakletti og Loka- bylgjan hlutu á ofanverðum áttunda áratugnum hélt leikstjórinn vígreifur til Hollywood þar sem hann sló um- svifalaust í gegn með Vitninu (Wit- ness) (’85). Bekkjarfélagið (Dead Poets’ Society) (’89) og Þátturinn um Truman (’89), hafa styrkt stöðu Weirs ennfrekar. Mikils er vænst af næstu mynd hans, Ferðinni á heimsenda, sem verður frumsýnd í nóvember. Nýsjálendingurinn Jane Campion gerði garðinn frægan með Píanóinu (’93), sem færði henni Óskarsverð- launin fyrir besta handritið og leik- konunum Holly Hunter og Önnu Paq- uin. Hún hefur m.a. gert Andlitsmynd af hefðarkonu fyrir bandaríska fram- leiðendur en ekki tekist að jafna sig- urför Píanósins. Campion er engu að síður í miklum metum í kvikmynda- heiminum. George Miller skráði nafn sitt í sög- una með Mad Max-myndunum þrem. Hann gerði einnig Nornirnar í East- wick (’87) og Olíu Lorenzos (’92) og fjórða MM-myndin er væntanleg að ári. Phillip Noyce stimplaði sig inn með Dauðalogni (Dead Calm) (’89), og hef- ur haft ærinn starfa síðan við gerð spennumynda, m.a eftir bókum Toms Clancy. Seinni bylgjan Tugir leikara fylgdu þeim Gibson og Newton-John eftir og komu sér fyrir í kvikmyndaborginni. Gibson er enn sem fyrr einn eftirsóttasti karl- leikari samtímans. Ástralinn Nicole Kidman er í svip- uðum sessi kvenleikara. Hún sló í gegn í Dauðalogni (’89), spennumynd Noyce, og hefur verið að vinna sig á toppinn síðan, hægt en örugglega. Kidman hefur sýnt einstaka dóm- greind í hlutverkavali gegnum árin. Sam Neill hefur verið mjög áber- andi síðasta aldarfjórðunginn, eða frá því hann lék á móti Davis í Minn frá- bæri ferill. Neill hefur prýtt mynd- irnar Grát í myrkri, Dauðalogn, Pí- anóið og Júragarðinn I. og II. Cate Blanchett er sú leikkona sem næst kemur Kidman hvað vinsældir og hæfileika snertir í hópi Eyjaálfu- manna í Hollywood. Hún vakti óskipta athygli fyrir frammistöðu sína í Óskar og Lúsindu (’97), og enn frek- ar í titilhlutverki Elizabeth (’98), sem færði henni urmul verðlauna og til- nefninga. Síðan hefur hún sett mark sitt á myndir á borð við Hinn snjalli hr. Ripley (The Talented Mr. Ripley) (’99), Hæfileikinn (The Gift) (’00) og Hringadróttinssaga I. og II. Blanch- ett er tvímælalaust ein eftirsóttasta og virtasta leikkona okkar tíma og fer næst með matarmikið hlutverk Kath- arine heitinnar Hepburn í The Av- iator (’04), mynd Martins Scorsese um sérvitringinn Howard Hughes. Russell Crowe er einnig toppmað- ur í kvikmyndaiðnaðinum. Eftir sig- urgöngu í Leynimakk í Los Angeles (L.A. Confidential) (’97), hlaut hann Óskarstilnefningu fyrir leik sinn í Innherjanum (’99); vann þau ári síðar fyrir titilhlutverkið í Skylminga- þrælnum og enn var hann tilnefndur fyrir Fögur sál (A Beautiful Mind) (’01). Crowe er í hópi á að giska fimm vinsælustu leikara samtímans, sem þiggja 20 milljón dali eða meira, fyrir hvert hlutverk! Næst sjáum við hann í jólamyndinni Ferðin á heimsenda (Master and Comman- der: The Far Side of the World). Nýsjálendingurinn Anna Paq- uin hefur haldið sig í sviðsljósinu síðan hún sigraði heiminn í Ósk- arsverðlaunaham í Píanóinu. Öf- ugt við flestar aðrar barnastjörn- ur hefur Önnu tekist að komast í gegnum unglingsárin á hvíta tjaldinu og er mikilsvirt í dag eftir góða frammistöðu í Amistad, X- menn I. og II. og Á 25. stundu (25th Hour (’02). Toni Colette hefur haft nóg fyr- ir stafni síðan hún kom, sá og sigr- aði í gamanmyndinni Brúðkaup Muriel (Muriel’s Wedding) (’94). Hún gefur m.a. gert góða hluti í Emmu (’96), Sjötta skilningarvit- inu (The 6th Sense) (’99), og Stundunum (The Hours) (’02). Geoffrey Rush er ógleymanleg- ur þeim sem sáu hann í Undrið (Shine) (’96), sem færði leikaran- um Óskarsverðlaunin. Hann var tilnefndur fyrir frammistöðu sína í Ástföngnum Shake- speare (Shakespeare In Love) (’98), og Fjöður- stöfum (Quills) (’00). Hann átti einnig magnaðan leik í Eliza- beth og Banger systurn- ar (The Banger Sisters) (’02), og er væntanlegur í mörgum, forvitnilegum myndum. Maórinn Tem- uera Morrison er í uppáhaldi eftir frábæra frammistöðu sem Jake Heke í Eitt sinn stríðsmenn I. og II. Hann hefur leikið í all- nokkrum Hollywood-myndum (Speed 2; Sex dagar, sjö nætur; Stjörnustríð II., ofl), en á eftir að fá sjálfsagða viðurkenningu. Naomi Watts hefur verið að fikra sig upp á við með viðkomu í hvers- kyns ruslmyndum uns hún landaði að- alhlutverkinu í Mulholland tröð (Mul- holland Drive), og fór á kostum undir stjórn Davids Lynch. Hún stóð sig vel í hrollinum Hringnum (The Ring) (’02), og er væntanleg í forvitnilegum myndum eins og I Love Huckabees, 21 gramm (21 Grams) og Morðið á Nixon forseta (The Assassination of Richard Nixon), í tveim síðastnefndu myndunum leikur hún á móti Sean Penn. Rachel Griffith er önnur athygl- isverð leikkona sem hefur komið víða við, einkum í áströlskum myndum uns hún vakti athygli fyrir snjalla túlkun á Hilary du Pré í Hilary og Jackie (’98). Hin föngulega Griffiths hefur m.a. komið við sögu að undanförnu í Blow (’01), og Nýliðanum (’02), með Dennis Quaid. Richard Roxburgh er einn af senu- þjófunum í Rauðu myllunni (’01), og hefur haft ærið nóg fyrir stafni síðan. Við sjáum hann í sumarmyndinni Sér- sveit hinna framúrskarandi heiðurs- manna (LXG), með Sean Connery ofl., og að ári sem Drakúla greifa í Van Helsing (sem margir spá met- aðsókn). Hugh Jackman kemur þar einnig við sögu því hann leikur titilper- sónuna, vampírubanann, en þessi knái Sydneybúi skaust upp á Holly- woodhimininn í X-menn (00), og tryggði sig enn frekar í sessi í fram- haldsmyndinni og í gjörólíku hlut- verki í Kötu og Leópold (’01). Hann á framtíðina fyrir sér. Annar ungur Ástrali á uppleið er Adam Garcia, sem vakti athygli í Á rúntinum með strákunum (Riding in Cars With Boys) (’01), og Ljótur Coyote (Ugly Coyote) (’00). Eric Bana kom við sögu Svart- haukurinn ferst (Black Hawk Down) (’01), en stökk síðan í titilhlutverk sumarsmellsins Hulk. Bana fer með aðalhlutverkið í Tróju (Troy) (’04), ásamt Brad Pitt, undir stjórn Wolf- gangs Petersen. Radha Mitchell er ein af mörgum, efnilegum, áströlskum kvikmynda- stjörnum sem eru á barmi frægðar- innar. Hún var firna góð í Van Diesel tryllinum Biksvart (Pitch Black) (’00), og Símaklefanum (Phone Booth), sem verið er að sýna hérlendis um þessar mundir. Hún er væntanleg síðar á árinu í tryllinum Maður í ljósum log- um (Man on Fire), þar fer hún með aðalhlutverkið á móti Denzel Wash- ington. Frances O’Connor vakti talsverða athygli í aðal kvenhlutverki Gervi- greindar (A.I.), Spielbergs, og er væntanleg í stórmyndinni Tímalína (Timeline), byggðri á metsölubók Micahels Crichton undir stjórn Rich- ards Donner. Guy Pierce er að sigla upp stjörnu- himininn og stóð sig afar vel í Leyni- makki í L.A. (’97) og Memento (’00). Hann er einnig minnisstæður í Prisc- illa: Drottning eyðimerkurinnar (Pris- cilla: Queen of the Desert) (’94) og Ravenous (’99). Næst sjáum við leik- arann í Tveim bræðrum (Two Broth- ers) (’04), nýjustu mynd fransmannsins Jean-Jacques Annaud. Hugo Weaving er annar gæðaleik- ari sem hitti í mark í Priscillu. Hann hefur m.a. komið við sögu stórmynda kenndra við Matrix og Hringadrótt- inssögu. Glæsimennið Heath Ledger er í góðri uppsveiflu eftir mannalega frammistöðu í Föðurlandsvininum (The Patriot) (’99), Riddarasögu (A Knight’s Tale) (’01), og Kalt kveðjuhóf (Monster’s Ball) (’01). Næst ber hann fyrir sjónir í Söfnuðinum (The Order), nýrri mynd Brians Helgeland. Og ekki má gleyma sjálfum Krókódílamanninum, Paul Hogan. Þá er ógetið Peters Jackson, „stærstu vonar kvikmyndanna“ eins og hann hefur verið títtnefndur eftir sigurför meistaraverkanna sem kennd eru við Hringadróttinssögu. Óhætt er að fullyrða að hann er eitt mesta efni sem komið hefur fram í sinni stétt í áratugi og verður forvitnilegt að fylgjast með þessum leiðtoga og hinum breiða hópi kvik- myndagerðarmanna frá Eyjaálfu næstu áratugina. Ástralar og Nýsjálendingar vinsælir í Hollywood Velgengni Ástrala og Nýsjálendinga í Hollywood hlýtur að teljast með ólíkindum. Frá því að kvik- myndir frá þessum fjarlæga heimshluta urðu skyndilega í miklum metum á Vesturlöndum hefur innrás andfætlinganna staðið yfir. Hún er komin um þrítugt og Sæbjörn Valdimarsson sér síður en svo þreytumerki á ótrúlegri sigurgöngu. Heath Ledger Peter JacksonNaomi WattsMel Gibson Þrjátíu ára stríðið Þennan harðsnúna kvartett Eyjaálfumanna þarf ekki að kynna fyrir kvikmyndahúsa-gestum. Ástralinn Mel Gibson er ókrýndur kóngur í Hollywood; Heath Ledger er stór- efnilegur, ungur og upprennandi leikari – líkt og Naomi Watts, hin föngulega stjarna Mul- holland-traðar. Og Nýsjálendingurinn Peter Jackson (Hringadróttinssögurnar) er titlaður „helsta von kvikmyndaheimsins“. Fjórir úr hópnum Stórstjarna framtíðarinnar: Cate Blanchett. Glæst og hæfileikarík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.