Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 B 15 bíó GLOVER er einkum frægur að endem- um. Hann er engum líkur og ómögulegt að segja fyrir um hvern- ig eða hvar hann birtist næst. Við vitum þó að þessu sinni verður það í Englum Charlies – Fullt innsog (Charlie’s Angels: Full Throttle), sem hefur göngu sína um helgina. Endurtekur hlutverki Granna mannsins, sem flestum á óvart vakti hvað mesta athygli og hrifningu er fyrri myndin var frumsýnd fyrir þrem árum. Dæmalaus leikferill virðist því kominn í tiltölulega öruggar skorður. Hann hófst er pilt- urinn var nemandi í grunnskóla og aðeins 13 ára gamall hafði hann um- boðsmann á sínum snærum. Það bar tilætlaðan árangur því Glover, sem er fæddur 1964, fékk hlutverk í upp- setningu á Tónaflóði árið 1977 og gestahlutverk í sjónvarpsþáttunum Sæludagar Happy Days (’74) og Fjölskyldubönd (Family Ties) (’82), sem færðu honum önnur bitastæð- ari hlutverk í sjónvarpsmyndum. Leikarinn ungi var forsjáll og stórhuga, vildi varast að festast á litla skjánum sem hann tók að forð- ast og uppskar stórt hlutverk kyn- órafulls unglings í Einkakenn- aranum (My Tutor) (’83), og annað minna í Föstudeginum 13.: Loka- kaflanum (’84), fylgdi í kjölfarið. Ári síðar var Glover valinn til að fara með hlutverk föður Michaels J. Fox í hinni geysivinsælu Aftur til framtíðar (’85). Glover er stór- skemmtilegur sem úrræðalítil karl- tuskan og varð feikivinsæll hjá áhorfendum. Um sama leyti sýndi Glover sinn besta leik til þessa í Orkly strákurinn (The Orkly Kid) (’85), fáséðri smámynd þar sem hann leikur á móti Oliviu Newton-John. Glover hlaut frábæra dóma fyrir eft- irminnilega frammistöðu sem óánægður ungur maður og lykilvitni í jaðarmyndinni Árbakkinn (River’s Edge) (’87). Árangurinn varð hon- um hvatning að leita frekar á mið ögrandi verkefna, og harðneitaði að leika í framhaldsmyndunum sem kenndar eru við Aftur til framtíðar. Framleiðandinn, Steven Spielberg, greip til þess óyndisúrræðis að nota úrklippubúta úr fyrstu myndinni og annan leikara með andlitsgrímu til að taka að sér hlutverkið. Spielberg uppskar óþökk Glovers (og hinna fjöl- mörgu aðdáenda hans), og fór í skaðabótamál sem hann vann fyrir rétti. Tíundi áratugurinn er undarlegur kapítuli hjá sérvitringnum Glover sem hóf hann með því að leika Dell frænda í Villt blóð (Wild at Heart), frábærri mynd þeirra Sigurjóns Sig- hvatssonar og David Lynch. Ef minnið bregst ekki, gekk frændinn um með skorkvikindi í nærbrókunum. Því næst lék Glover annan furðufugl, listamanninn Andy Warhol í Doors (’91), og afgreiddi eftirminnilega gestahlutverk í Hvað nagar Gilbert Grape (’91), Even Cowgirls Get the Blues (’91), Dauður nár (Dead Man) (’95) og Málið gegn Larry Flynt (The People vs. Larry Flynt) (’96). Myndunum leikstýrðu stórjaxlarnir Lasse Hallström, Gus Van Sant, Jim Jarm- usch og Milos Forman. Allir löðuðu þeir fram minnisstæðan leik hjá Glover, sem oftar en ekki skyggði á stjörn- urnar. Uppátæki leikarans eru mörg hver athyglisverð. Hann hagaði sér furðulega hjá David Letterman, reyndi að slæma háhæluðum fótabúnaði sínum í óæðri endann á þáttastjórn- andanum sem vísaði leikaranum á dyr; hefur gefið út stórskrýtnar hljómplötur og jafnvel enn fárán- legri bókmenntir. Allt þetta auk hlutverkavalsins hefur sett Glover á sinn eigin, sérstaka stall í kvik- myndaborginni, en svo virðist sem iðnaðurinn hafi fyrirgefið honum duttlungana. Auk þess að leika í báðum myndunum um englana hans Charlies, fer Glover með aðalhlutverk Rodions Raskolnikov í nýrri kvik- myndagerð Glæps og refsingar eftir Dostojevskí og Bartleby í samnefndri mynd byggðri á verki annars skáld- jöfurs, Hermans Melville. Þrátt fyrri allt er Glover á grænni grein. REUTERS Sérvitringurinn Crispin Glover, í fylgd með vini sínum Nicolas Cage, á frumsýningu hrollsins Williard. Sæbjörn Valdimarsson SVIPMYND Kúnstugur Crispin Hann kemur til dyranna einsog hann er klæddur – hvergi smeykur þótt hvers- dagsfötin séu allajafna talsvert óvenju- leg. Crispin Glover er einn af sárafáum furðufuglum Hollywoodborgar en stofn- inn er í mikilli útrýmingarhættu um þess- ar mundir. „Í RAUNINNI er ekkert til fyrir- stöðu annað en að beðið er lögfræði- legs álits á nokkrum smáatriðum,“ segir Hjörtur Grétarsson, starfsmað- ur Kvikmyndamiðstöðvarinnar. Sú staða er í úthlutunarmálum að um- sóknir hafa hlaðist upp, þannig að fyr- ir liggja 37 umsóknir til framleiðslu bíómynda í fullri lengd. Þar fyrir utan bíða 48 handrit sem sótt hefur verið um styrki fyrir, auk fjölda stutt- og heimildarmynda. Eftir að fyrirliggjandi, uppsafnað- ar umsóknir hafa hlotið afgreiðslu verður úthlutunum hagað þannig að umsóknir verða ekki lengur afgreidd- ar við ákveðin tímamörk, líkt og verið hefur frá upphafi. Þess í stað mun Kvikmyndamiðstöðin veita fram- leiðslu- og þróunarstyrki „eftir hend- inni,“ er hún telur ástæðu til, og leggja áherslu á að opna gamla kerfið. Umsækjendur geta leitað til hennar hvenær sem er, fylgt málum sínum eftir á öllum stigum og væntanlegum umsækjendum gert greiðara fyrir en áður við þróun verka sinna. Þannig á að fyrirbyggja að stokkið verði í fram- tíðinni beint í framleiðslu mynda fyrr en verkefni hafa farið í gegnum nægi- lega þróun. Eftir helgina verða veittir nokkrir styrkir til gerðar kvikmynda í fullri lengd en auk þess fá um tugur handrita þróunarstyrki. Sem fyrr er ólíklegt að gerð verði kvikmynd í fullri lengd með íslensku fjármagni eingöngu, en styrkur Kvik- myndamiðstöðvarinnar er undir- stöðuatriði og gerir gæfumuninn við að nálgast nauðsynlega, erlenda með- framleiðendur. Í stað fyrrum úthlutunarnefndar starfa tveir ráðgjafar við Kvikmynda- miðstöðina, þau Valdís Óskarsdóttir og Sveinbjörn I. Baldvinsson, sem lesa yfir öll handrit og fara yfir um- sóknir sem berast stofnuninni. Kvikmyndamiðstöð Íslands tilkynnir fyrstu styrkveitingarnar eftir helgi Opnara kerfi Nk. þriðjudag eða miðvikudag mun Kvikmyndamiðstöð Ís- lands tilkynna um fyrstu styrk- veitingar stofnunarinnar til handritsgerðar, stuttmynda, heimildarmynda og kvikmynda í fullri lengd. saebjorn@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Tómas Lemarquis í titilhlutverki Nóa albínóa, bestu mynd Íslendinga um árabil. Vonandi leynast fleiri slíkar í umsóknarhaugnum hjá Kvikmyndamiðstöðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.