Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 10
10 C SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þjónanemi Óskum eftir að ráða þjónanema. Umsóknir sendist auglýsingad. Morgunblaðs- ins eða á box@mbl.is merkt: „Þ — 13870“. Olíudreifing ehf. Patreksfjörður Framtíðarstarf Olíudreifing ehf. óskar eftir að ráða starfsmann við starfsstöð sína á Patreksfirði. Starfið felst m.a. í dreif- ingu á fljótandi eldsneyti og umsjón birgðastöðvar félagsins á Patreks- firði. Viðkomandi þarf að hafa meira- próf. Allar nánari upplýsingar veitir Grétar Mar Steinarsson í síma 550 9900. Olíudreifing ehf. sér um dreifingu á fljótandi eldsneyti fyrir Olíufélagið ehf. og Olíuverzlun Íslands hf. Félagið hefur starfað frá 1. janúar 1996. Skagafjörður Leikskólastjóri Við leikskólann „Út að austan“ vantar leik- skólastjóra í fullt starf. Mun hann hafa höfuð- stöðvar að Hólum, en einnig annast leikskóla- stjórn að Sólgörðum og á Hofsósi. Hér er um nýja stöðu að ræða sem spennandi verður fyrir áhugasaman aðila að takast á við. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf í ágúst. Laun samkvæmt kjarasamningi Félags leik- skólakennara og launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri (Anna) í síma 453 6568 og fræðslu- og íþróttafulltrúi Fjölskylduskrifstofu Skagfirðinga (Rúnar), sími 455 6080. Sjúkraþjálfarar Stjá sjúkraþjálfun ehf. vill ráða sjúkraþjálfara til starfa. Um er að ræða stöðu í fullum rekstri. Vinnutími frá 8.00 til 17.00. Getur byrjað 1. september eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur Kristín í síma 848 1828. Stjá sjúkraþjálfun ehf., sími 551 1120, netfang: stja@stja.is, pósthólf 5344, 125 Reykjavík. ING ehf. er innflutningsfyrirtæki sem einnig rekur smávöruverslanir. Skrifstofustarf: Okkur vantar öflugan starfs- kraft á skrifstofuna. Í starfinu felast öll almenn skrifstofustörf ásamt tengingu milli verslana og lagers, ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Viðkomandi þarf að vera orðinn 28 ára og reyk- laus, með tölvukunnáttu og tilbúinn til að tak- ast á við ný verkefni. Lagerstarf: Við leitum jafnframt að kraftmiklum og traustum starfsmanni til að vinna á lager. Umsóknarfrestur er til og með 13. júlí nk. Sendið inn umsókn, ásamt ásamt upplýsing- um, á netfangið ingehf@simnet.is . ING ehf., Skútuhrauni 15, 220 Hafnarfirði, sími 555 7799, fax 565 8002, netfang: ingehf@simnet . Seyðisfjarðarkaupstaður Aðstoðarskólastjóri — kennari Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra við Seyðisfjarðarskóla. Starfið er laust frá og með 1. ágúst 2003. Einnig er laus til umsóknar staða kennara við skólann. Í Seyðisfjarðarskóla eru 115 nemendur. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamn- ingum milli launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Umsóknarfrestur er til 25. júlí nk. Nánari upplýsingar er að finna á bæjarskrif- stofu Seyðisfjarðarkaupstaðar í síma 470 2300. Bæjarstjórinn Seyðisfirði. Kennari/leiðbeinandi óskast að Reykhólaskóla, Austur-Barðastrandarsýslu Kennslugreinar: Stærðfræði á unglingastigi eða íslenska og tungumál á unglingastigi. Á Reykhólum er grunnskóli með 1.—10. bekk og um 50 nemendur. Mjög góð vinnuaðstaða. Á Reykhólum er fallegt og einungis tæplega 3 tíma akstur til Reykjavíkur. Þar er öll almenn þjónusta, svo sem leikskóli, sundlaug, bóka- safn, heilsugæsla og verslun. Umsóknafrestur er til 10. júlí 2003. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 434 7880. Umsóknir sendist til skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a, Reykhólum, (380 Króksfjarðarnes). „Au pair“ í Þýskalandi Þýsk fjölskylda, með 2 börn og hund, sem eiga heima nálægt München, leitar að „au pair“ í eitt ár frá 1. september nk. Þú þarft að vera 18 ára eða eldri, með bílpróf og reyklaus. Við tölum þýsku og ensku. Í boði er skemmti- legt starf, þýskunámskeið og bíll til umráða. Umsókn skal senda til Christian.Guertler@ wet-group.com eða í pósti til Andreu Schneid- er-Guertler, Schusterweg 4, D-84095 Arth, Þýskalandi. ⓦ Upplýsingar gefur umboðsmaður í síma 421 3475 og 821 3475 Blaðberar óskast í sumarafleys- ingar í Njarðvík Framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar Blönduósi Laus er til umsóknar staða framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar Blönduósi. Fram- kvæmdastjóri er skipaður af heilbrigðisráðherra til fimm ára. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi og hafi reynslu af stjórnun, fjármálaumsýslu og áætlanagerð. Nauðsynlegt er að fram- kvæmdastjóri hafi góða færni í mannlegum samskiptum. Nánari upplýsingar um starfið veita Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri, og Magnús Skúlason, deildarstjóri, í síma 545 8700. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykja- vík, fyrir 6. ágúst nk. Umsækjendur eru beðnir um að láta fylgja með staðfestingu á námi ef um er að ræða nám í erlendum skólum Sérstök nefnd metur hæfni umsækjenda. Öll- um umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun hefur verið tekin. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Reykjavík, 4. júlí 2003. Grunnskólakennari Villingaholtsskóli auglýsir eftir grunnskóla- kennara. Um er að ræða fullt starf. Villingaholtsskóli er fámennur sveitaskóli með nemendur í 1. til 7. bekk. Skólinn er í fallegu umhverfi, nútímalegur og vel búinn. Nýtt húsnæði í boði, hagstæð leiga. Umsóknarfrestur rennur út 31. júlí 2003. Áhugasamir sendi umsóknir á netfang einarsveinn@toppnet.is. eða á Villingaholts- skóla, 801 Selfossi. Upplýsingar gefa Jónas Haraldsson, skólanefnd- arformaður, í síma 486 3395, skólanefndarmenn- irnir Valgerður Gestsdóttir í síma 486 3356 og Einar Haraldsson í síma 486 5590. Einnig gefur Bjarki Reynisson, oddviti, upplýsingar í síma 486 3356. Einar Sveinn Árnason, skólastjóri, í símum 486 3360 og 891 8951. Skólastjóri Villingaholtsskóla. Hársnyrtar athugið! Hefurðu áhuga á að vinna sjálfstætt? Erum með stól til leigu. Upplýsingar gefur Vigdís í síma 691 4603. Skaftárhreppur Kirkjubæjarklaustur Íþrótta- og smíðakennari Laus er staða íþrótta- og smíðakennara við Kirkjubæjarskóla á Síðu. Spennandi verkefni framundan við upp- byggingu íþróttalífs í nýju íþróttahúsi. Nánari upplýsingar gefa skólastjórnendur Valgerður og Kjartan í síma 487 4633, Í Skaftárhreppi er góður einsetinn grunnskóli með u.þ.b. 70 skemmtilega krakka, mötuneyti og Tónlistarskóla Skaftár- hrepps. Hann er starfræktur í góðri samvinnu við grunnskól- ann í húsnæði hans. Í þessu sveitarfélagi er gott að vera, náttúrufegurð er rómuð, öflug ferðaþjónusta og stutt í nátt- úru- perlur s.s. Laka, Eldgjá, Skaftafell, Vatnajökul.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.