Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 C 11 „Au pair“ í Englandi Íslensk læknafjölskylda í Englandi vill ráða „au pair“ frá byrjun september í eitt ár. Æskilegt er að viðkomandi sé eldri en 18 ára, barngóð, sjálfstæð og áreiðanleg. Góður tími gefst til enskunáms og tómstundaiðju. Upplýsingar í símum 588 2884; 698 7500 og 0044 1623 467 562. Húsvörður, ræstingar- stjóri og baðverðir Nýsir hf. leitar að starfsmönnum í eftirtaldar stöður: Húsvörður – Iðnskólinn í Hafnarfirði. Ræstingarstjóri – Lækjarskóli, Hafnarfirði. Baðverðir – Íþróttamiðstöðin Björk, Hafnarfirði. Leitað er að samviskusömum einstaklingum, konum og körlum, sem eiga auðvelt með að umgangast ungt fólk. Einnig vantar iðnaðarmann til að sinna tilfall- andi viðhaldsvinnu við ýmsar byggingar í eigu Nýsis hf. Upplýsingar gefa Stefán Þórarinsson (stefan@nysir.is) og Arnbjörg Jóhannsdóttir (arnbjorg@nysir.is) í síma 540 6380. Einnig er hægt að fá upplýsingar á heimasíðu Nýsis, www.nysir.is . Farskóli Norðurlands vestra — miðstöð símenntunar — Staða verkefnisstjóra við Farskóla Norðurlands vestra — miðstöð símenntunar — er laus til umsóknar. Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólapróf, reynslu af bókhaldsstörfum, fullorðinsfræðslu og starfsmenntun ásamt tölvuþekkingu. Frumkvæði, samskiptahæfni og þjónustulipurð eru mikilvægir eiginleikar í starfinu. Umsóknum, ásamt starfsferilsskrá, skal skilað til skrifstofu skólans fyrir 19. júlí. Upplýsingar um starfið gefa Anna Kristín Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri, s. 455 6010 og 864 0601 og Bryndís K. Þráinsdóttir, s. 455 6010 og 864 3940. Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starfsmanni. Leitað er að félagsráðgjafa, sálfræðingi eða starfsmanni með hliðstæða menntun til að sinna félagsþjónustu, barna- vernd og afmörkuðum verkefnum skólaþjón- ustu. Viðkomandi bíður spennandi starf við áframhaldandi uppbyggingu félagsþjónustu og samþættingu félags- og skólaþjónustu á Snæfellsnesi. Á starfssvæði Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga búa tæplega 4000 manns og er mannlífið í takt við umhverfið, fjölbreytt og kraftmikið. Nánari upplýsingar veitir Sigþrúður Guð- mundsdóttir forstöðumaður í síma 430 7800 en umsóknir skulu berast Félags- og skólaþjón- ustu Snæfellinga, Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ, fyrir 15. júlí nk. „Au pair“ „Au pair“ óskast sem fyrst til íslenskrar lækna- fjölskyldu í Kaliforníu til að gæta barna og til léttra heimilisstarfa. Ábyrg, reyklaus og eldri en 20 ára. Vinsamlegast hafið samband skrif- lega til: aupaircal@hotmail.com Nýr leikskóli á Flúðum! Leikskólinn Undraland, Flúðum, Hrunamanna- hreppi, auglýsir eftir leikskólastjóra, aðstoðar- leikskólastjóra, deildarstjórum og leikskóla- kennurum til starfa næsta skólaár. Næsta haust verður tekinn í notkun glæsilegur, nýbyggður þriggja deilda leikskóli á Flúðum. Um 60 börn verða í leikskólanum sem leggur áherslu á Reggio Emilia stefnuna og fjölgreind- arkenningu Gardners. Hrunamannahreppur er ört vaxandi sveitarfé- lag í uppsveitum Árnessýslu. Hér búa um 700 íbúar, þar af um 300 í þorpinu á Flúðum, sem er gróinn og veðursæll staður um 100 km frá Reykjavík. Hér er öflugt félagslíf, öll nauðsyn- leg þjónusta innan seilingar og mikil gróska á öllum sviðum mannlífsins. Umsóknarfrestur er til 13. júlí 2003. Umsækjendur hafi samband við formann Fræðslunefndar, Þorleif Jóhannesson, í síma 896 4252, 486 6714. „Au pair“ Barngóð 22ja ára júgóslavnesk stúlka leitar eftir góðri fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu, tímabilið ágúst '03 - júní '04. Hún talar júgó- slavnesku, ensku og sæmilega íslensku. Upplýsingar veitir Þóra í síma 847 8180 eða thora@seltjarnarnes.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Sérstakt tækifæri Nýlegt skrifstofuhúsnæði á Hálsunum Vegna tilfærslu fyrirtækis er til leigu glæsilegt 208 fm skrifstofuhúsnæði með frábæru útsýni. 6 skrifstofur, fundarherbergi, kaffistofa, geymsla og rými fyrir tækjabúnað. Leigist með öllum búnaði, þ.e. skrifstofuhúsgögnum, síma og sím- stöð. Hagstæð leiga. Vinsamlega hafið samband við Jónatan í síma 824 5000. Til leigu Akralind 4, Kópavogi Nýtt og glæsilegt hús í nýju og vönduðu hús- næði, sem hægt er að innrétta að óskum leigu- taka. Til afhendingar strax eða eftir samkomu- lagi. Hagkvæm leiga fyrir trausta aðila. Sýningargluggi með skrifstofuaðstöðu, jarð- hæð 195 m² og efri hæð 156 m². Þá er á 2. hæð góð skrifstofuhæð með frábæru útsýni. Eftir er að leigja ca 400 m². Auðvelt að skipta alveg niður í 12,3 m² til 27,0 m². Grenásvegur 13, Reykjavík Skrifstofuhúsnæði á 2. hæð, 263 m², auk sam- eignar. Húsnæðið er allt ný innréttað og skipt- ist í vinnurými og lokaðar skrifstofur. Einnig er laust skrifstofuhúsnæði á 3. hæð, ca 360 m², með sameign. Þessari hæð er hægt að skipta í tvær einingar. Húsnæðið allt sem nýtt. Lang- tímaleiga. Góð bílastæði. Hagstætt leiguverð. 2. hæð 169 m² auk sameignar, hægt að leigja herbergi 3. hæð ca 360m² með sameign, hægt að skipta. Húsnæðið allt sem nýtt. Langtímaleiga. Góð bílastæði. Hagstætt leiguverð. KS verktakar. Upplýs. í síma 660 6600 eða ksv@binet.is . Atvinnuhúsnæði til leigu 452 fm mjög gott húsnæði í Síðumúla 37 er laust nú þegar. Verslunarhæð 267 fm og kjallari (jarðhæð) 185 fm. Húsnæðið er nýinnréttað og uppfyllir allar kröfur. Tölvutenglar, patch- panelar, símkerfi, góð starfsmannaaðstaða, inn- keyrsludyr, góð lýsing o.fl. Sjón er sögu ríkari. Upplýsingar veitir Reynir í síma 892 3236. Heildsölubakarí til sölu Bakaríið er vel tækjum búið í ca 290 fm leigu- húsnæði. Hagstæð leiga og langur leigusamn- ingur. Velta 3-4 millj. á mán. Framleiðsla fyrir- tækisins er eingöngu seld til fyrirtækja, mötu- neyta og stofnana. Góð og traust viðskipta- sambönd. Einungis traustir kaupendur koma til greina. Ásett verð 14 millj. Upplýsingar gefur Runólfur í síma 892 7798 eða 533 6050. Höfði fasteignasala, Suðurlandsbraut 20, Rvík. Sími 533 6050 — runolfur@hofdi.is HÚSNÆÐI ÓSKAST Íbúð óskast á leigu í ágúst Íslensku menntasamtökin ses. leita að íbúð eða húsi á leigu í byrjun ágúst í 1—2 vikur fyrir erlenda gesti. Nánari upplýsingar gefur Jens Ólafsson í símum 544 2120 og 690 0047. BÁTAR SKIP Gullborg SH-338 (0490) Til sölu er ofangreint neta- og línuveiðiskip. Skipið er 94 brl., 103 brt. Mesta lengd 25,4 m. Aðalvél er M.W.M. sem er 390 hestöfl. Selst án aflahlutdeilda — tilboð óskast. Óskum eftir öllum gerðum skipa með kvóta á söluskrá. Skipasala sem þú getur treyst fyrir þínum hagsmunum — bindum ekki seljendur okkar með einkasöluumboðum. Skipamiðlunin Bátar og kvóti, http://www.skipasala.com, sími 568 3330, fax 568 3331. Kennarar Vilt þú njóta þeirrar sérstöðu sem landsbyggð- in hefur upp á að bjóða og kenna í Grunnskóla Mýrdalshrepps í Vík í Mýrdal? (85 nemendur í 1.—10. bekk) Við leitum að áhugasömum kennara í kennslu á miðstigi, náttúrfræði og sérkennslu. Ýmislegt annað kemur einnig til greina. Heimasíða skólans er http://gsm.ismennt.is Nánari upplýsingar gefa: Skólastjóri, Kolbrún Hjörleifsdóttir, í síma 487 1400, gsm 895 3936, netfang: kolbrun@ismennt.is og sveitarstjóri, Sveinn Pálsson, í síma 487 1210. Umsóknarfrestur til 11. júlí. Yfirlit yfir nám og störf auk meðmæla skulu fylgja umsókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.