Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 15
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 C 15 SEGJA má, að sumarið 2003 stefni í að vera lestrarsumarið mikla hjá íslenskum stangaveiðimönnum, en langt er síðan önnur eins býsn af lesefni hefur snjóað inn á borð veiðimanna. Skal hér gerð grein fyrir því helsta. Það er af mörgu að taka, en fyrst skal nefna bók eftir Englendinginn Mike Savage, Fishing in Iceland – In the steps of Eiríkur the Red. Savage lést nýverið eftir erfiða sjúkdómslegu, en bókin byggist á áratuga reynslu hans við veiðar í fjölmörgum íslenskum laxveiðiám. Savage er mjög skemmtilegur penni þótt á stöku stað ruglist hann lítillega í landafræðinni, bókin er full af skemmtilegum lýsingum á ám og veiðiskap. Menn geta snúið sér til Orra Vigfússonar hjá Sprota og/eða feðginanna Sigurðar Helga- sonar og Eddu Helgason hjá Stangaveiðifélaginu Hofsá, vilji menn nálgast bókina, en hvert selt eintak styrkir NASF, laxverndar- sjóð Orra og félaga. Það sama er að segja um The Atlantic Salmon Atlas, sem að stórum hluta er eftir Roy Arris, Englending sem búsettur hefur verið á Íslandi í mörg ár. Bókin er á ensku, í stóru broti, og segir frá laxveiðiám víða á norðurslóðum. Í henni er fjallað um 327 vatnasvæði. Hún hefur að geyma staðarlýs- ingar, sögur og áhugaverðar upp- lýsingar fyrir veiðimenn. Þá má nefna bókina 69 North eftir Robert Jackson. en það er spennusaga sem gerist á bökkum laxveiðiár á Kólaskaga. Jackson er vel tengdur Íslandi, var m.a. að veiðum í Hofsá á dögunum og gerði verkefninu góð skil. Bók hans má einnig nálgast með atbeina ofan- greindra aðila. Innlenda deildin Þá er það innlenda deildin. Þar er fyrst að nefna Stangaveiði- handbókina, annað bindi, eftir Ei- rík St. Eiríksson og að þessu sinni er greint frá vötnum og ám á svæð- inu frá Hvalfirði og upp í Hrúta- fjörð. Handbók þessi er alger haf- sjór af fróðleik, en það er Skerpla sem gefur hana út eins og áður. Þá hefur Gísli Pálsson á Hofi í Vatnsdal gefið út bókina Blanda og Svartá, sem er eins og nafnið gefur til kynna, um þær ágætu laxveiði- ár. Bókin er safn greina eftir ýmsa höfunda og er í henni að finna allt frá veiðistaðalýsingum og yfir í sögu veiðifélaga og landeigendatöl. Gísli hefur áður gefið út sams kon- ar bækur um Vatnsdalsá og Laxá á Ásum og ekki kæmi á óvart þótt Víðidalsá væri næst á dagskrá. Loks er að geta nýjustu tölu- blaða Veiðimannsins og Sport- veiðiblaðsins sem komu út í vik- unni, einmitt á besta tíma til að kippa þeim með í veiðitúrinn. Sportveiðiblaðið er mjög á líkum nótum og verið hefur þau 22 ár sem blaðið hefur komið út undir ritstjórn Gunnars Bender, en Veiði- maðurinn, sem kemur nú út í annað skiptið undir ritstjórn Stefáns J. Hafstein, hefur nokkuð skipt um stefnu. Er stór hluti efnis nú skrif- aður í fræðslustíl og er ljóst að með því markar blaðið sér vissa sér- stöðu. Er til dæmis að finna grein- argóðar lýsingar á því hvernig menn eiga að veiða lax með gáru- aðferðinni og hvað gera þurfi til að veiða sem mest af hinni dyntóttu sjóbleikju. Ævintýri við Reykjavatn Veiðimaður að nafni Helgi Hálf- dánarson lenti í einstöku ævintýri er hann var með félögum sínum við Reykjavatn á Arnarvatnsheiði fyrir fáum dögum. Leiðindaveður var og leitaði Helgi skjóls undir háum bakka. Þar gat að líta risableikjur og næstu mínúturnar var Helgi upptekinn við að setja í og landa stórbleikjum. Sú stærsta er á myndinni sem hér fylgir, 8 punda, en tvær aðrar sem hann náði voru 4 og 5 pund. Allar tóku þær Kött- inn. Fyrrum var Reykjavatn þekkt fyrir svona tröll, en margur hefur haldið því fram hin seinni ár að þau séu löngu horfin. Greinilegt er að svo er ekki. Lestrarsumar- ið mikla 2003 Morgunblaðið/Júlíus Hvar eiga menn að byrja? Morgunblaðið/Helgi Átta punda bleikja Helga Hálfdánarsonar. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? NÝLEGA undirrituðu Loðnuvinnslan hf., Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og knatt- spyrnudeild Leiknis samning um samstarf í sumar. Fyrirtækin tvö eru aðalstyrktaraðilar knattspyrnudeildar Leiknis og gefa félaginu nýja keppnisbúninga á lið í öllum flokkum fé- lagsins, samtals 10 búningasett. Búningarnir voru vígðir í bikarleik við Sindra fimmtudag- inn 22. maí sl. og reyndust vel, Leiknir sigr- aði 4:0. Á myndinni takast þeir í hendur, Magnús Ásgrímsson, formaður knattspyrnudeildar Leiknis, og Gísli Jónatansson, fram- kvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. Hjá þeim standa Leiknismenn í nýju búningunum. Loðnuvinnslan og KFFB aðalstyrktaraðilar Leiknis FJALLAÐ var um NASF, verndarsjóð villtra laxastofna, í sjónvarpsþætti aðalstöðvar BBC nýlega. Þátturinn var sendur út á besta sýn- ingartíma en fréttaskýrandi var John Craven en hann stýrir þáttaröð á BBC þar sem áhersl- an er á náttúru- og útilífsmálefni á Bretlands- eyjum. Þátturinn var tekinn á Bretlandseyjum en meginefni hans var umhverfisbarátta Orra Vigfússonar, formanns NASF, og fjallað um hvernig honum hefur tekist að breyta veiði- stjórnun og innleiða nýjar hugmyndir um verndun og eflingu villtra laxastofna í löndum, sem liggja að Atlantshafi, með frjálsum samn- ingum við hagsmunaaðila. Orri segir að tilefni umfjöllunar BBC um NASF nú sé að samtök hans hafi gengið frá uppkaupum á nær öllum laxanetum í Norður- sjó og við strendur Norður-Írlands. Stórir kaupsamningar að baki „Þetta eru stærstu kaupsamningar sem við höfum gert og bresk stjórnvöld hafa lagt fram fjármuni til jafns við einkaaðila. Við höfum starfað í hartnær 14 ár og erum með þessu að ljúka við Áfanga II, sem við köllum svo, en hann hófst með kaupum á netaréttindum við Faxaflóa, síðan í Wales og Suðvestur-Eng- landi, leigusamningum við Frakkland og lýkur nú með þessu.“ Orri segir að jafnframt þessum kaupum hafi verið í gangi samningar við Færeyinga og Grænlendinga. „Í síðustu viku var gengið frá endurnýjun samstarfsins á vesturströnd Grænlands. Þessir samningar allir kalla á gríð- arlega fjármuni og ég reikna með að það taki okkur eitt ár eða meira að ná endum saman. Orri segir NAF nú gæla við að hrinda í fram- kvæmd þriðja áfanga með haustinu og verði það langstærsta laxaverndaráætlunin, sem feli m.a. í sér uppkaup allra neta í Írska lýðveldinu og nái til verndar flestra laxa sem ganga í ár á Írlandi, Wales, Suður- og Vestur-Englandi, Spáni, Frakklandi og Þýskalandi. „Þetta tekur til um 1400 netaleyfishafa á Írlandi sem veiða nú um helming allra þeirra villtu laxa sem eru teknir við Atlantshafið. Gangi þetta allt eftir verður loksins mögulegt að endurreisa laxa- stofna í Evrópu sem í sögulegu tilliti voru þeir allra stærstu,“ segir Orri. BBC fjallar um verndarsjóð villtra laxa NEMAKEPPNI Kornax í brauðbakstri fór fram í Vetrargarðinum í Smáralind fyrir nokkru. Til úrslita kepptu fjórir nemar við bakaradeild Hótel- og matvælaskólans í Kópavogi, þau Björgvin Richter, Kökubank- anum, Jón Karl Stefánsson, Breiðholtsbak- aríi, Þóra Berglind Magnúsdóttir, Myllunni- Brauði, og Örvar Arnarsson, Árbæjarbakaríi. Sigurvegari í keppninni varð Þóra Berg- lind Magnúsdóttir, Björgvin Richter í öðru sæti og Jón Karl Stefánsson og Örvar Arn- arsson í 3.–4. sæti. Að keppninni standa hveitimyllan Kornax ehf., Hótel- og matvælaskólinn í Kópavogi, Landssamband bakarameistara og Klúbbur bakarameistara. Þóra Berglind Magnúsdóttir með sigurbikarinn. Nemar í bakaradeild Hótel- og matvælaskólans í Kópavogi sýndu listir sínar í kepninni. Nemakeppni Kornax í brauðbakstri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.