Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 1
Reuters AÐGERÐ lækna í Singapúr sem miðaði að því að aðskilja írönsku síamstvíburana Ladan og Laleh Bij- ani, en þær eru samvaxnar á höfði, var sögð hafa farið vel af stað í gær. Búist var við að aðgerðin tæki um 48 klukkustundir en að henni koma 25 læknar og um 100 hjúkr- unarliðar. Systurnar eru 29 ára gamlar og hafa báðar lokið laga- námi. Þær voru bjartsýnar fyrir að- gerðina sem þó er mjög tvísýn, líkur eru á að önnur eða báðar deyi eða bíði varanlegan heilaskaða. Sama æðin sér heila beggja fyrir blóði. Keith Goh, yfirlæknir aðgerð- arinnar, á að baki nokkra slíka skilnaðarskurði, meðal annars 97 klukkustunda aðgerð á nepölsku sí- amstvíburunum Ganga og Jamuna Shrestha árið 2001. Aðgerðin á írönsku systrunum er nauðsynleg vegna óvenjumikils þrýstings í höf- uðkúpum þeirra sem leiðir til höf- uðverkjakasta en getur þróast yfir í heilaskemmdir ef ekkert er að gert. Ladan og Laleh hafa búið sig undir aðgerðina með sálfræðiráð- gjöf og lestri úr kóraninum og létu þess getið í yfirlýsingu, að þær von- uðust til þess að aðgerðin væri leið- arendi á erfiðri göngu og eftir hana gætu þær hafið nýtt líf sem tvær að- skildar manneskjur. Leiðarendi á erfiðri göngu STOFNAÐ 1913 181. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Skraf og ráðagerðir Námskeið fyrir íslenska yfirstjórnendur | Viðskipti 11 Draumar og óhljóð Fjölbreytt raftónlist á tónleikum í Nýlistasafninu | Fólk 27 og erlendis, enda er honum að miklu leyti kennt um þær hörmungar sem yfir Líberíu hafa dunið frá árinu 1989. Obasanjo sagði hins vegar í gær að tilboð hans væri nauðsynlegt ef menn vildu frið í Líberíu og varaði við því að hann myndi ekki una því „að vera áreittur af nokkrum manni eða stofnun fyrir að hafa boðið Charles Taylor til Nígeríu“. Bush sendir „könnunarsveit“ George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur ítrekað sagt að hann vilji að Taylor víki. „Mig grunar að hann geri það,“ sagði Bush í vikulegu útvarpsávarpi sínu á laugardag. „Ég mun ekki sætta mig við annað.“ Taylor hefur sagst vera reiðubúinn að víkja en ítrekaði þá skoðun sína í gær að þátttaka Bandaríkjanna í friðargæslu í landinu „skipti öllu máli“. Bush hefur aftur á móti ekki viljað gefa upp hvort hann sé reiðubúinn til að senda bandaríska hermenn til Líberíu. Fimmtán bandarískir hermálasérfræðingar, eins konar „könnunarsveit“, héldu hins vegar til landsins í gær til að kanna aðstæður. Hvorki Taylor né Obasanjo tjáði sig um það í gær hvenær sá fyrrnefndi færi frá en Obasanjo sagði þó að hann teldi ekki að það yrði „á næst- unni“. „Við teljum að brotthvarf hans megi ekki eiga sér stað við ótryggar aðstæður [...] þannig að það ylli meira blóðbaði,“ sagði Obasanjo. Taylor þiggur boð um hæli Forseti Líberíu segir ekkert um það hvenær hann hyggst draga sig í hlé Monróvíu. AFP, AP. CHARLES Taylor, forseti Vestur-Afríkuríkis- ins Líberíu, sagðist í gær hafa þegið boð Oluseg- uns Obasanjo um pólitískt hæli í Nígeríu. Hann gaf hins vegar engar vísbendingar um hvenær hann hygðist yfirgefa land sitt, sem mátt hefur þola áratugalanga borgarastyrjöld. Obasanjo, sem er forseti Nígeríu, kom til Líb- eríu síðdegis í gær og átti fund með Taylor á herflugvelli í höfuðborginni Monróvíu. Sagðist hann eftir fundinn hafa gert Taylor tilboð „sem hann hikaði ekki við að þiggja“. Tilboðið fælist m.a. í því að Taylor fengi öruggt hæli í Nígeríu. Taylor hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi í nágrannaríki Líberíu, Síerra Leóne, og á nú verulega undir högg að sækja, bæði heima fyrir STARFSMAÐUR Fun-Land- skemmtigarðsins við Smáralind slas- aðist á höfði um þrjúleytið í gær þeg- ar hann hljóp fyrir eitt leiktækjanna og fékk það á sig. Tildrög slyssins voru þau að gest- ur í stærsta tæki skemmtigarðsins, svonefndu „Freak-Out“-tæki, missti húfu og fór þá pilturinn, sem er ný- orðinn 16 ára, inn á öryggissvæðið til þess að ná í húfuna með þeim afleið- ingum að járnróla, sem gestirnir sátu í og sveifluðust með, rakst í höf- uð hans. Pilturinn var fluttur á slysa- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss í Fossvogi og að sögn vakthafandi læknis fékk hann heila- hristing og skarst á höfði en slasaðist ekki alvarlega. Líðan hans var eftir atvikum góð í gærkvöld. Samkvæmt vinnuverndarlögum er óheimilt að ráða ungmenni yngri en 18 ára til vinnu „þar sem fyrir hendi er slysahætta sem gera má ráð fyrir að börn og unglingar geti átt í erfiðleikum með að átta sig á eða forðast vegna andvaraleysis eða skorts á reynslu eða þjálfun“. Í reglum um vélknúin leiktæki í skemmtigörðum segir meðal annars að heimilt sé að ráða gæslumenn til þess að annast rekstur vélknúinna leiktækja og daglegt eftirlit með þeim undir yfirstjórn rekstrarstjóra. „Gæslumenn skulu vera orðnir fullra 17 ára og hafa næga þekkingu, þjálf- un og hæfni til að stjórna viðkomandi leiktæki. Gæslumenn skulu sjá um að rekstur gangi eðlilega og að far- þegum eða öðrum stafi ekki hætta af.“ Eigandi skemmtigarðsins segir að pilturinn hafi ekki stjórnað tækinu heldur hafi starfssvið hans verið að hleypa gestum út um hlið að loknum ferðum með því. Eyjólfur Sæmunds- son, forstjóri Vinnueftirlitsins, segist ekki geta tjáð sig um vinnutilhög- unina í skemmtigarðinum við Smáralind á þessu stigi málsins. At- vikið verði rannsakað nákvæmlega og hvort eðlilega hafi verið að verki staðið miðað við reglur um vinnu barna og ungmenna. 16 ára starfsmaður skemmtigarðsins við Smáralind slasaðist á höfði Morgunblaðið/Júlíus Starfsmaður skemmtigarðsins við Smáralind fluttur burt slasaður. TYRKIR eru ævareiðir út í Banda- ríkjamenn eftir að Bandaríkjaher handtók ellefu tyrkneska hermenn í Norður-Írak á föstudag. Banda- ríkjamenn slepptu hermönnunum úr haldi seint í gærkvöld en óttast er að þetta atvik geti haft slæm áhrif á samskipti ríkjanna. Um 250 Tyrkir komu saman fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna í Ankara í gær til þess að mótmæla aðgerðum Bandaríkjahers en eins og sjá má á myndinni veifuðu þeir m.a. tyrkneska fánanum og hróp- uðu slagorð. Er talið að handtök- urnar hafi staðið í tengslum við meintan undirbúning tilræða við íraska embættismenn í Kúrdahér- uðum Íraks. Recep Tayyip Erdogan, forsætis- ráðherra Tyrklands, ræddi málið í síma við Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, síðdegis en fyrr í gær sagði hann að það hefði valdið sambandi ríkjanna tveggja „óbæt- andi tjóni“. Sagði Erdogan þetta „ljótt atvik“ sem „hefði ekki átt að eiga sér stað“.Reuters Tyrkir ævareiðir Kannað hvort reglur um vinnu ungmenna hafa verið brotnar Meistarar krýndir Roger Federer og Serena Williams unnu á Wimbledon | Íþróttir 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.