Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og eig- inkona hans, Dorrit Moussaieff, heimsóttu Vest- mannaeyjar í tilefni af hátíðarhöldum til minningar um að nú eru 30 ár liðin frá því að eldgosi á Heimaey lauk. Í helli í Ystakletti lék Hjálmar Guðnason á trompet fyrir forsetahjónin. Eftir þá ferð tóku þau þátt í hátíð Eyjamanna. Forsetinn hvatti Eyjamenn til bjatsýni enda hefði bjartsýnin verið þeim að leiðarljósi á meðan gosið stóð yfir. Forsetinn var heiðursgestur í fagnaði sem Rauðakrossdeildin í Vestmannaeyjum hélt fyrir ferm- ingarbörn frá árinu 1973 en þeim árgangi, og tveim- ur þar á eftir, bauð norski Rauða krossinn til Noregs. Forsetinn kom víða við og kunnu Vestmanna- eyingar vel að meta þátttöku hans í hátíðarhöld- unum. Andrés Sigmundsson, formaður bæjarráðs, segir hátíðina hafa gengið vel fyrir sig og að fram- kvæmdastjóri hennar, Andrés Sigurvinsson, hafi unn- ið stórvikið. Hátíðarhöldum í tilefni goslokaafmæl- isins lauk í gærkvöldi. Vel heppnað goslokaafmæli í Vestmannaeyjum Forsetinn hvatti Eyjamenn til bjartsýni Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti ávarp á goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum. NOKKUR erindi hafa borist Fjár- málaeftirlitinu þar sem kvartað er yf- ir að viðskiptavinum sé ekki gerð nægilega skilmerkileg grein fyrir þóknunum og umsýslukostnaði vegna samninga um lífeyrissparnað. Hall- dór J. Kristjánsson, formaður Sam- taka banka og verðbréfafyrirtækja, segir að í flestum tilfellum telji hann betra að fyrirtæki setji sjálf starfs- reglur þótt upp kunni að koma tilvik þar sem nauðsynlegt sé að Fjármála- eftirlitið setji fastar reglur. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu á laugardaginn hefur Fjár- málaeftirlitið lagt fram umræðuskjal þar sem brýnt er fyrir fjármálastofn- unum að gera viðskiptavinum sínum skilmerkilega grein fyrir þóknunum og umsýslukostnaði vegna samninga um lífeyrissparnað. „Þetta umræðuskjal hefur ekki verið tekið til meðferðar á vettvangi stjórnar Samtaka banka og verð- bréfafyrirtækja. Almennt hafa fjár- málafyrirtækin tekið vel í og eru fylgjandi því að upplýsingagjöf til kaupenda fjármálaþjónustu sé sem skýrust. Við viljum skýrar leikreglur sem binda alla aðila, einnig þá sem stunda miðlun,“ segir Halldór. Halldór telur að samræmdar regl- ur um þóknanir og umsýslukostnað vegna viðbótarlífeyrissamninga og söfnunarlíftrygginga væru til bóta. „Það er æskilegt að hafa samræmdar reglur um þetta. Ég hygg að það hafi komið fram tilvik þar sem þetta var ekki nógu skýrt við sölu,“ segir hann. Halldór bendir á að í einhverjum tilvikum hafi fjármálafyrirtæki ákveðið að innheimta engar þóknanir vegna þessara samninga, sérstaklega ef um er að ræða viðskiptavini sem kaupa alla fjármálaþjónustu sína af sama aðilanum. Skýrari leikregl- ur væru til bóta Halldór J. Kristjánsson MIKIL þurrkatíð hefur ríkt á Vest- urlandi og vestanverðu Norðurlandi undanfarna mánuði og helst það í hendur við óvenju snjóléttan vetur á láglendi. Þessi skortur á úrkomu er farinn að hafa neikvæð áhrif á grunn- vatnsstöðu víða á norðvestanverðu landinu. Þannig er uggur í veitu- stjóra Skagafjarðarveitna yfir bágri stöðu í vatnslindum fyrir Sauðár- krók. Að sögn Snorra Zophoníassonar, hjá Vatnamælingum, er þarna um að ræða samspil margra ólíkra þátta. „Grunnvatn fæðir lindir og þegar grunnvatnsstaða er lág eru lindir þurrar. Regnvatn fæðir ár og læki og eins snjór frá vetri sem bráðnar í leysingum. Leysingar fæða síðan jökulárnar. Ástandið núna er þannig að það er lítið í ám sem byggjast á lindavatni, en rennsli er víða gott í jökulám og ám sem eiga upptök sín á hálendinu, til dæmis er ágætt rennsli í Jökulsá Eystri í Skagafirði. Það var lítill snjór á láglendi og lágum heið- um í vetur, en óvenju mikill snjór á jöklum og uppi á hæsta hálendi. Til þess að hafa gott ástand á grunnvatni þarf meiri snjó á veturna á láglendi sem svo bráðnar í apríl og maí og seytlar niður í grunnvatns- geymana. Það virðist lækka fljótt í grunnvatnsgeymum ef ekki snjóar nóg á veturna.“ Snorri segir ástandið í grunn- vatnsstöðu verst á Vesturlandi og vestanverðu Norðurlandi. „Þar er lágt í grunnvatninu og lítið vatn í lindaám og dragám vegna snjóleysis í vetur. Það komu í raun engin vorflóð. Hins vegar er ekki lítið í jökulánum sem koma lengra ofan af hæsta há- lendinu þar sem snjóaði mikið í vetur. Þetta helst síðan í hendur við mjög litlar rigningar undanfarið, til dæmis í Skagafirði og veldur mjög lágri grunnvatnsstöðu á þeim slóðum. Til þess að halda grunnvatnsgeymunum í góðu ástandi þarf jafna úrkomu og snjó á veturna til vorleysinga. Það heldur ástandi grunnvatnsins góðu. Grunnvatnsástandið ræðst ekki af úrkomu síðustu daga, heldur miðast staðan við úrkomu síðustu vikna og mánaða, jafnvel ára,“ segir Snorri. Veitustjórinn bænheyrður? Páll Pálsson, veitustjóri Skaga- fjarðarveitna, sem starfað hefur við veiturnar á þriðja áratug, segist ekki muna eftir jafn slæmri stöðu á lind- unum fjórum er sjá Sauðárkróksbú- um og nærsveitamönnum fyrir vatni. Lítill snjór sé til fjalla og dagamunur sé á þeim fáu sköflum sem sjáist við lindirnar, þeir séu nánast að hverfa. Páll segir mikla notkun hafa verið á vatni undanfarið þar sem mikið hefur verið gera í fisk- og rækjuvinnslu á Sauðárkróki, og verði vatnsstaðan lítið betri í haust þegar sláturtíð hefj- ist sjái menn hreinlega fram á mikinn vatnsskort. „Við örvæntum ekki strax og von- umst eftir góðum rigningarköflum þegar sumarfríunum lýkur. Fljótlega eftir að ég greindi frá stöðunni núna í vikunni þá fór reyndar að hellirigna hér á Sauðárkróki. Ég fór því huldu höfði í gær og setti upp huliðshjálm- inn en sá þó að laxveiðikallarnir voru kátir. Hagsmunir okkar fara saman,“ segir Páll. Grunnvatnsstaða lág vest- an- og norðvestanlands Skagafjarðarveitur sjá fram á vatnsskort í haust SPRENGJUDEILD Landhelgis- gæslunnar hefur, frá 12. apríl, fundið og eytt yfir sjötíu virkum sprengjum á fyrrum skotæfinga- svæði Bandaríkjahers við Háa- bjalla og Snorrastaðatjarnir. Meirihluti sprengnanna fannst ná- lægt útivistarsvæðinu við Snorra- staðatjarnir. Notaði herinn þetta svæði á árunum 1952–1960 til æf- inga á skotárásum með sprengju- vörpum, fallbyssum, skriðdrekum og fleiri skotvopnum. Samanlagt innihalda þær sprengjur sem Landhelgisgæslan hefur nú fundið um sextíu kíló af TNT og öðrum sprengiefnum. Enn virkar og hættulegar Árin 1986 og 1996 gerði varn- arliðið umfangsmikla yfirborðsleit að sprengjum á þessu svæði og fundust þá alls 600 virkar sprengj- ur. Í kjölfar þess voru sett upp að- vörunarskilti á svæðinu sem verða væntanlega endurnýjuð á næst- unni. Vill Landhelgisgæslan brýna fyrir fólki að hernaðarsprengjur eru hannaðar til að bana fólki og eyðileggja eignir og eru sprengj- urnar á Vogaheiði ekki frábrugðn- ar þeim að neinu leyti, þær eru virkar og jafnhættulegar og í upp- hafi. Rétt viðbrögð þegar grunsam- legur hlutur finnst, eru að snerta ekki hlutinn, merkja staðinn, yf- irgefa svæðið og láta síðan lög- reglu eða Landhelgisgæsluna vita tafarlaust. Yfir 70 virkum sprengj- um eytt síðan í apríl Sprengjuæfingasvæðið við Háabjalla og SnorrastaðatjarnirUm 70% búa við viðunandi hreinsun SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra segir að almennt sé um gróf- hreinsun á skólpi að ræða hér á landi og um 70% íbúanna búi við viðunandi hreinsun. Dr. Þorleifur Eiríksson, forstöðu- maður Náttúrustofu Vestfjarða í Bol- ungarvík, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að ekki væri alltaf þörf á að byggja dýr hreinsunarmannvirki vegna skólphreinsunar heldur gæti grófhreinsun verið nægjanleg. Siv Friðleifsdóttir segir að Ísland uppfylli lágmarkskröfur ESB varð- andi hreinsun eða síun og ekki sé ver- ið að setja aukaútgjöld á sveitarfélög- in í því sambandi. Skólphreinsun sé skilgreind í þremur þrepum hjá ESB, sem hafi samþykkt kröfur Íslands varðandi frárennsli, en hér á landi sé fyrsta þreps hreinsun að stofni til eða gróf hreinsun enda svæðið ekki skil- greint eins viðkvæmt og víða annars staðar. Viðkvæmari svæði séu inn til landsins og þau þurfi að skoða betur. Að sögn Sivjar eru gerðar eðlilegar kröfur um skólphreinsun hér á landi. „70% allra íbúa Íslands búa við við- unandi hreinsun,“ segir hún og bætir við að frárennslismál hafi verið í al- gjörum ólestri fyrir nokkrum árum en víða hafi vel verið tekið til hendi. Samkvæmt lögum eigi þessi mál að vera alfarið í lagi 2005 en hins vegar sé ljóst að það náist ekki. Nýtt deiliskipulag í miðbæ Akraness Byggja versl- unarmiðstöð, hótel og 10 hæða blokkir GANGI áætlanir eftir og fram- kvæmdir hefjist í haust er gert ráð fyrir að verslunarmiðstöð, hótel og 10 hæða fjölbýlishús með 40 íbúðum verði til staðar í miðbæ Akraness í nóvember 2005 og fjölbýlishús jafn- stórt hinu nokkru síðar. Skagatorg ehf., sem er í eigu Harð- ar Jónssonar, Gissurar og Pálma ehf. og Fjarðarmóta ehf., fékk úthlutað samtals um 12.000 fermetra lóðum á svonefndum miðbæjarreit á Akranesi og hefur sent nýtt deiliskipulag að þeim til skipulags- og umhverfis- nefndar bæjarins. Á reitnum er gert ráð fyrir um 6.500 fermetra verslun- armiðstöð á jarðhæð átta hæða bygg- ingar, 40 til 60 herbergja hóteli og skrifstofubyggingu þar fyrir ofan og til sitt hvorrar hliðar tveimur 10 hæða fjölbýlishúsum með alls 80 íbúðum auk þakíbúðar á hvorum turni. Um 70% rýmisins frátekin Björn S. Lárusson verkefnisstjóri segir að þróun svæðisins hafi verið í gangi undanfarin tvö ár en eigendur Skagatorgs hafi komið inn í málið fyr- ir ári. Hann segir að Akranes sé nán- ast eini stóri kaupstaður landsins, sem sé ekki með samþjappaða versl- unarmiðstöð, en kaupmenn vilji taka þátt í verkefninu og nú þegar sé vil- yrði fyrir útleigu á um 70% rýmisins. Hugmyndin sé að hafa eina verslun á hverju sviði í miðstöðinni og nefnir hann meðal annars matvörumarkað, fataverslun, lyfjaverslun, bygginga- vörumarkað og gjafavöruverslun auk þess sem Landsbanki Íslands verði með um 500 fermetra útibú. Að sögn Björns er þörf fyrir aukið gistirými á Akranesi, ekki síst vegna fyrirhugaðrar stækkunar Norðuráls, en hún geti fjölgað íbúum Akraness um 500 til 700 manns. Mörg stór fyr- irtæki á svæðinu hafi gjarnan þurft að beina viðskiptamönnum sínum til Reykjavíkur en með 40 til 60 her- bergja hóteli sé komið til móts við eft- irspurnina. Hótelið verði á þremur hæðum fyrir ofan verslunarmiðstöð- ina og skrifstofuhúsnæði á tveimur hæðum, en á efstu hæð byggingarinn- ar verði veitingastaður. Til stendur að vera með um 300 bílastæði og þar af helminginn neðanjarðar. Íbúðirnar verða 90 til 110 fermetr- ar að stærð. „Við höldum því fram að þarna verði besta útsýnið yfir Faxaflóann,“ segir Björn. Verkið verður að mestu boðið út en Björn tel- ur að ætla megi að 100 til 150 ársverk þurfi á hvoru framkvæmdaári til að sinna framkvæmdunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.