Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUKLUKKUR St. Jósepskirkju á Jófríð- arstöðum í Hafnarfirði voru vígðar við há- messu á sunnudagsmorgun. Kaþólski bisk- upinn á Íslandi, herra Jóhannes Mattías Gijsen, vígði klukkurnar, þrjár að tölu. Safn- aðarfélagið hefur safnað fyrir klukkunum í mörg ár, en um þessar mundir á kirkjan 10 ára afmæli. Klukkurnar voru steyptar í Þýskalandi. Að sögn séra Jakobs Rollands, sóknarprests á Jófríðarstöðum, voru viðstaddir gestir frá útlöndum, þar á meðal sóknarprestur frá vinasókn kirkjunnar í Berlín ásamt fleirum. Einnig var fjölda manns hér á landi boðið til vígslunnar. Hún fór fram í miðri messunni, en að henni lokinni var klukkunum hringt í fyrsta sinn að lokinni Maríubæn. Að kaþólskum sið hafa klukkurnar hlotið nafn og heita þær Trú, Von og Kærleikur. St. Jósepskirkja vígir nýjar kirkjuklukkur Morgunblaðið/Golli ÁÆTLAÐ er að velta í iðnaði auk- ist um 4% í ár og yfir 10% á næsta ári en að raunvirði nemur aukn- ingin 2% í ár og 8% 2004. Þetta kemur fram í könnun sem Samtök iðnaðarins gerðu í júní á stöðu og horfum í iðnaði. Könnunin náði til 85 meðalstórra og stórra fyrirtækja í ýmsum greinum með samtals um 6.500 starfsmenn. Fram kemur í könnuninni að áhrif að háu gengi krónunnar á af- komu iðnfyrirtækja er neikvæð þegar á heildina er litið. Áhrifin eru neikvæðust í lyfja- og hátækni, plast- og veiðarfæragerð og málm- og skipasmíðum vegna lakari sam- keppnisstöðu á alþjóðlegum mark- aði. Mörg fyrirtæki í jarðvinnu, prenti og pappír og matvælum og drykkjaframleiðslu njóta hins veg- ar góðs af háu gengi sem léttir af- borganir á erlendum lánum og lækkar innkaupaverð á erlendan varning. „Þó skiptast í tvö horn lítil og stór verktakafyrirtæki, en þau síðarnefndu eru í alþjóðlegri sam- keppni og telja hágengið til hnjóðs. Ef gengið lækkar á ný munu áhrif- in snúast við,“ segir í niðurstöð- unum. Áætlað er að fjárfesting aukist yfir 20% í ár, fyrst og fremst vegna mikillar aukningar í fjárfestingum í plast- og veiðarfæragerð og prent- og pappírsfyrirtækjum, en 7% á næsta ári. Að raunvirði nem- ur aukningin 21% í ár og 5% á næsta ári. Á fyrri hluta ársins hefur starfs- mönnum fjölgað um tæp 5% en áætlað er að hluti þeirrar aukn- ingar gangi til baka með haustinu. Byggingarstarfsemi og jarðvinna útskýra mestan hluta aukningar- innar, en samdrátturinn framund- an tengist fyrirtækjum í lyfjum og hátækni og plast- og veiðarfæra- gerð. Aukin velta í iðnaði DAVÍÐ Egilsson, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að stofn- unin sé þeirrar skoðunar að stækka eigi friðland Þjórsárvera. Hins veg- ar sé rétt að árétta að Umhverf- isstofnun hafi einungis valdsvið til þess að stjórna þeim svæðum sem þegar hafi verið friðlýst af um- hverfisráðherra en yfir öðrum svæðum hafi stofnunin ekki lög- sögu. Náttúruverndarsamtök Íslands sendu frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem óskað er eftir því við Umhverfisstofnun að hún geri grein fyrir afstöðu sinni hvað varðar hug- myndir um stækkun friðlendis í Þjórsárverum. Í áliti Umhverfisstofnunar um áhrif fyrirhugaðra framkvæmda við Norðlingaölduveitu segir að stofn- unin telji ekki að varanlegur skaði yrði á núverandi friðlandi við Þjórs- árver vegna fyrirhugaðra virkjana- framkvæmda við Norðlingaöldu. Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýndu álitið þar sem áður hef- ur komið fram að Umhverfisstofn- un vill að friðlandið verði stækkað en ljóst er að hluti af því landi sem stofnunin vill að verði gert að frið- landi verður fyrir raski af völdum virkjunarframkvæmda sem heimil- aðar hafa verið. Náttúruverndar- félagið telur að þannig sé Umhverf- isstofnun í mótsögn við sjálfa sig. Umhverfisstofnun hefur hins vegar enga lögsögu á svæðum sem ekki hafa verið friðlýst, jafnvel þótt stofnunin mæli með slíkri friðlýs- ingu. Hlutverk hennar í málefnum ófriðlýstra svæða er því einungis ráðgefandi. Ráðherra tekur ákvörðun um friðlýsingu svæða Umhverfisráðherra tekur endan- lega ákvörðun um friðlýsingu svæða. „Þetta er nokkuð einfalt mál í sjálfu sér. Umhverfisstofnun er stjórnsýslustofnun sem fer eftir stjórnsýslulögum og þeim reglum sem þar eru settar. Í 38. gr. laga um náttúruvernd segir að stofnunin hafi umsjón með friðlýstum svæð- um. Úrskurður setts umhverfisráð- herra heimilar ákveðna framkvæmd með skilyrðum og fyrsta atriðið hjá okkur er að meta hvort það hefði hugsanlega áhrif í friðlandinu og setja skilyrði til þess að tryggja að áhrifin nái ekki inn í það. Ef við hefðum talið að svo væri hefðum við þurft að veita leyfi samkvæmt lög- unum. Ef það hefur ekki áhrif erum við umsagnaraðili þannig að við ákváðum að gefa umsögn um þetta. Hitt er svo annað mál að komið hafa fram hugmyndir um stækkun á friðlandinu og við erum fylgjandi því. Það þarf aftur á móti að ná samkomulagi við fjölmarga um slíka stækkun. Við höfum því ekki stjórnvald á því svæði á sama hátt og innan friðlandsins,“ segir Davíð. Forstjóri Umhverfisstofnunar styður að friðland Þjórsárvera verði stækkað Ekki á forræði Umhverfisstofnunar Á ÞRIÐJA hundrað Sniglar komu saman á nítjánda landsmóti Bifhjóla- samtaka lýðveldisins í Njálsbúð um helgina. Fór mótið afar vel fram og þrátt fyrir suddaveður fór vel á með mönnum og mikil ánægja var með mótið þar sem Sniglarnir skemmtu sér í mesta bróðerni. Voru fákar þandir og var þarna saman kominn mikill fjöldi ólíkra mótorhjóla. Landsmótið hófst á fimmtudag með óformlegum hætti með söng- skemmtun þar sem Bjarni Tryggva- son farandsöngvari skemmti. Á föstudagskvöldið var boðið upp á kraftmikla fiskisúpu sem soðin var í heimatilbúnum 600 lítra súpupotti. Á laugardeginum var síðan keppt í ýmsum íþróttagreinum Snigla, þar á meðal „Snigli“ þar sem keppst var um að aka hjólunum sem hægast. Einnig var keppt í reiptogi, þrífæti, tunnuveltu og hjólböruralli svo lítið eitt sé nefnt. Voru fagnaðarlætin mikil þegar Einar „Hestur“ Rúnars- son, tónlistarmaður var krýndur Snigill ársins eftir gríðarlega tilburði í hægakstri. Fékk hann að verðlaun- um forláta merktan bikar til eignar. Bæði á föstudags- og laugardags- kvöld voru dansleikir og skemmtu Sniglarnir sér fram undir morgun við undirleik hljómsveitanna Exizt og Moonboots, auk þess sem hljóm- sveitin Brain Police hélt tónleika á laugardagskvöldinu. Slasaðist í dansi Einn maður slasaðist á lokadans- leik landsmótsins þegar hann brá á léttan leik, en féll illa á dansgólfið. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans – háskóla- sjúkrahúss (LSH) í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis á bæklunardeild hryggbrotnaði mað- urinn við fallið. Betur fór þó en á horfðist og er líðan hans góð eftir at- vikum og standa vonir til að hann nái sér að fullu. Að öðru leyti var lítið um meiðsl, en þó mátti sjá nokkra plástra á mönnum eftir aksturs- íþróttakeppni á laugardeginum. Að sögn Axels Cortes í landsmóts- nefnd Snigla fór mótið að öðru leyti slysalaust fram og fólk skemmti sér konunglega í veðurblíðunni sem var á fimmtudag og föstudag og lét síðan laugardagssuddann ekki bíta á sér. „Böllin voru stórgóð bæði kvöldin og mikið stuð á fólki, við dönsuðum fram eftir nóttu í hinu besta skapi. Fólk flykktist að úr öllum landshorn- um sem og frá útlöndum.“ Sniglarnir hafa frá upphafi unnið að því markmiði að bæta öryggi ungra vélhjólaökumanna í umferð- inni, meðal annars með því að brýna fyrir ungum knöpum nauðsyn hjálma og leðurgalla við akstur vél- hjóla. Hafa Sniglar auk þess ætíð barist hart gegn ölvunarakstri og gerðu meðal annars gríðarlegt landsátak árið 1992 sem skilaði mikl- um árangri í forvörnum. Margir á landsmóti Sniglanna Morgunblaðið/Svavar Þátttaka í Landsmótinu var góð og var hjólaröðin í hlaðinu á Njálsbúð mikilfengleg. Jóhannes Freyr „Rækja“ Jónsson, á mótorfák sínum. Litasamsetningin ku vera tekin eftir Maryland- kexpakka sem Jóhannes kastaði í listamanninn. Hógvær tjaldbúnaður þessara kumpána var líklega frekar ætlaður til þess að vernda þá gegn sólinni í heit- ari löndum en slagviðri. Það dró samt ekki úr gleðinni. Fyrsta konan fastráðin við guðfræðideild Háskóla Íslands DR. ARNFRÍÐUR Guðmundsdótt- ir hefur verið ráðin í lektorsstöðu í samstæðilegri guðfræði með sér- stakri áherslu á kvennaguðfræði við guðfræðideild Háskóla Íslands frá 1. júlí síðastliðnum og er hún fyrsta konan til að hljóta fasta stöðu við deildina. Um leið og hún hlaut fastráðn- ingu við deildina fluttist hún í stöðu dósents skv. framgangs- kerfi Háskólans. Arnfríður er fædd á Siglufirði 12. janúar 1961, dóttir hjónanna Guð- mundar Jónassonar búfræðings og Margrétar Maríu Jónsdóttur af- greiðslukonu. Hún lauk stúdents- prófi frá MS 1981 og embættiprófi í guðfræði frá HÍ í október 1986. Hún tók prestsvígslu í febrúar 1987 og starfaði um skeið sem aðstoðarprest- ur í Garðaprestakalli. Hún hélt síðar sama ár til framhaldsnáms í Banda- ríkjunum. Var hún við University of Iowa 1987–89, The University of Chicago 1989–90 og The Lutheran School of Theology at Chicago 1990– 96. Lauk hún doktorsprófi frá síðast- nefnda skólanum í janúar 1996 með ritgerðinni Meeting God on the Cross. An Evaluation of Feminist Contributions to Christology in Light of a Theology of the Cross. Var hún fyrst íslenskra kvenna til að ljúka doktorsprófi í guðfræði. Sama ár var hún ráðin stundakennari við guðfræðideild HÍ og í tímabundna lektorsstöðu frá 1. janúar 2000. Dr. Arnfríður er gift sr. Gunnari Rúnari Matthíassyni sjúkrahús- presti og eiga þau tvö börn. Arnfríður Guðmundsdóttir ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.