Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 15
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2003 15 A-flokkur gæðinga 1. Glymur frá Kirkjubæ, Blæ, eig.: Guðbjörg Friðjónsdóttir og Erla Zakharíasdóttir, kn.: Sigurður Sigurðarson, 8,55 2. Hreyfing frá Hallormsstað, Freyfaxa, eig- andi Einar Þ. Axelsson, knapi Ragnheiður Samúelsdóttir, 8,28 3. Glitnir frá Ketilsstöðum, Freyfaxa, eig.: Jón Bergsson, kn.: Bergur Jónsson, 8,49 4. Baun frá Kúskerpi, Hornfirðingi, eig.: Pálmi Guðmundsson, kn.: Daníel Jónsson, kn. í úrsl. Logi Laxdal, 8,34 5. Kolbrún frá Kanastöðum, Hornfirðingi, eig.: Melrós Eysteinsdóttir, kn.: Jón Gísla- son, 8,29 6. Spóla frá Stóru-Gröf, Hornfirðingi, eig.: Pálmi Guðmundsson og Jens Einarsson, knapi Daníel Jónsson, 8,46 7. Biskup frá Viðborðsseli, Hornfirðingi, eig.: Vignir Siggeirsson og Helga L. Bergs- dóttir, kn.: Vignir Siggeirsson, 8,29 8. Eitill frá Hala, Hornfirðingi, eig.: Gull- hestar/Guðbjörg Ágústsdóttir, kn.: Daníel Jónsson, kn. í úrsl. Erlingur Erlingsson, 8,45 B-flokkur gæðinga 1. Höfgi frá Ketilsstöðum, Freyfaxa, eig.: Jón Bergsson og Jón B. Olsen, knapi Bergur Jónsson, 8,54 2. Möl frá Horni, Hornfirðingi, eigandi Óm- ar Antonsson, kn.: Daníel Jónsson, 8,51 3. Gáski frá Viðborðseli, Hornfirðingi, eig.: Helga L. Bergsdóttir, kn.: Sigurður Sigurð- arson, 8,44 4. Óði-Blesi frá Lundi, Freyfaxa, eig.: Jón Sigurðsson, kn.: Hans F. Kjerúlf, 8,47 5. Seiður frá Kollaleiru, Freyfaxa, eig. og kn.: Hans F. Kjerúlf, kn. í úrsl. Stefán Sveinsson, 8,43 6. Valtýr frá Ketilsstöðum, Freyfaxa, eig.: Guðmundur Þ. Bergsson, knapi Bergur Jónsson, kn. í úrsl.: Olil Amble, 8,40 7. Vinur frá Lækjarbrekku, Hornfirðingi, eig.: Jónína R. Grímsdóttir, kn.: Daníel Jónsson, kn. í úrsl. Vignir Siggeirsson, 8,43 8. Duld frá Víðivöllum fremri, Freyfaxa, eig.: Jósef V. Þorvaldsson og Dagrún D. Jósefsdóttir, kn.: Auður Ástvaldsdóttir, 8,40 Börn 1. Dagrún D. Valgarðsdóttir, Freyfaxa, á Vöku frá Valþjófsstað, 8,29 2. Selma L. Jónsdóttir, Hornfirðingi, á Frosta frá Horni, 8,23 3. Arndís Ingólfsdóttir, Blæ, á Dreyra, 7,97 4. Ellert M. Eyjólfsson, Hornfirðingi, á Tím- oni frá Hávarðarkoti, 7,98 5. Kristján O. Arnarsson, Hornfirðingi, á Koli frá Mosfellsbæ, 7,84 6. Hallmar Hallsson, Hornfirðingi, á Fleyg, 7,80 7. Erla G. Leifsdóttir, Blæ, á Lukku frá Neðri-Skálateigi, 7,70 8. Rakel Ö. Elvarsdóttir, Hornfirðingi, á Gosa frá Fornustekkum, 7,11 Unglingar 1. Nikólína Ó. Rúnarsdóttir, Freyfaxa, á Ofsa frá Engimýri, 8,35 2. Guðmundur Þ. Bergsson, Freyfaxa, á Mozart frá Eyvindarmúla, 8,46 3. Lena H. Marteinsdóttir, Hornfirðingi, á Mozart frá Ártúni, 8,44 4. Jóna S. Bjarnadóttir, Hornfirðingi, á Drottningu frá Sauðárkróki, 8,33 5. Guðbjörg Arnardóttir, Freyfaxa, á Þyrni- rós frá Egilsstöðum, 8,22 6. Hallveig Karlsdóttir, Freyfaxa, á Ljósbrá frá Bakka, 8,33 7. Vordís Eiríksdóttir, Blæ, á Nótt, 8,27 8. Helga R. Jóhannsdóttir, Freyfaxa, á Þrætu frá Breiðavaði, 7,99 Ungmenni 1.Torfi Sigurðsson, Hornfirðingi, á Styrk frá Klettholti, 8,36 2. Helga R. Pálsdóttir, Blæ, á Gimsteini, 8,02 3. Sóley Þórðardóttir, Blæ, á Sleipni, 8,27 4. Hjördís K. Hjartardóttir, Hornfirðingi, á Hamri frá Höfn, 7,59 5. Svanbjörg Vilbergsdóttir, Blæ, á Riddara, 7,98 Opin gæðingakeppni stóðhesta / A-flokkur 1. Kolskeggur frá Oddhóli, eig.: Sigurbjörn Bárðarson, kn.: Logi Laxdal, 8,54 2. Dagur frá Strandarhöfði, eig.: Baldur s/f, kn.: Stefán Friðgeirsson, 8,49 3. Kvistur frá Hvolsvelli, eig.: Þormar Andr- ésson, kn.: Elvar Þormarsson, 8,47 4. Óttar frá Hvítárholti, eig.: Súsanna S. Ólafsdóttir, kn.: Trausti Þ. Guðmundsson, 7,69 B-flokkur 1. Bassi frá Kirkjuferjuhjáleigu, eigandi Trausti Þ. Guðmundsson, kn.: Fanney Vals- dóttir, 8,54 2. Reynir frá Hólshúsum, eig.: Hólmgeir Valdemarsson og Þórir R. Hólmgeirsson, kn.: Vignir Siggeirsson, 8,53 3. Ómur frá Horni, eig.: Trausti og Ómar Antonsson, kn.: Trausti Þ. Guðmundsson, 8,29 Tölt 1. Hafliði Halldórsson, Geysi, á Ásdísi frá Lækjarbotnum, 8,33/8,65 2. Hans F. Kjerúlf, Freyfaxa, á Hirti frá Úlfsstöðum, 7,90/8,44 3. Sigurður Sigurðarson, Geysi, á Hyllingu frá Kimbastöðum, 7,03/8,25 4. Vignir Siggeirsson, Geysi, á Reyni frá Hólshúsum, 7,40/7,92 5. Bergur Jónsson, Freyfaxa, á Núma frá Miðsitju, 6,97/7,72 6. Mette Mannseth, Stíganda, á Baldvin, 7,03/7,21 7. Trausti Þ. Guðmundsson, Ljúfi, á Sval frá Álftárósi, 6,50/6,72 8. Jón Styrmisson, Herði, á Gnótt frá Skolla- gróf, 6,50/6,63 9. Guðrún Á. Eysteinsdóttir, Freyfaxa, á Garpi frá Hrafnhóli, 6,30/6,48 100 metra flugskeið 1. Óðinn frá Búðardal, eigandi og knapi Sig- urbjörn Bárðarson, 7,74 sek. 2. Feykivindur, eigandi og knapi Logi Lax- dal, 7,79 sek. 3. Lukku-Blesi frá Gýgjarhóli, eig. og knapi Fjölnir Þorgeirsson, 7,83 sek. 250 metra skeið 1. Feykivindur, eigandi og knapi Logi Lax- dal, 23,36 sek. 2. Kolbeinn frá Þóroddsstöðum, eigandi Bjarni Þorkelsson, kn.: Bjarni Bjarnason, 23,50 sek. 3. Óðinn frá Búðardal, eigandi og kn.: Sig- urbjörn Bárðarson, 23,75 sek. Úrslit fjórðungsmótsins ÚRSLIT A-flokksins voru sannar- lega góður endapunktur á vel heppn- uðu móti þar sem aðstaða var öll á besta veg og vel slapp til með veður þá fjóra daga sem mótið stóð yfir. Í forkeppni hafði Sigurður Sigurðar- son riðið Glymi frá Kirkjubæ í efsta sætið með 8,55 og hafði örlítið forskot á Glitni frá Ketilsstöðum sem Bergur Jónsson reið. Að loknu tölti og brokki höfðu Glymur og Sigurður forystuna en hart var að þeim sótt. Voru Spóla frá Stóru-Gröf og Daníel Jónsson bú- in að standa sig vel og voru komin í annað sætið og Glitnir og Bergur ekki langt undan. Heljarstökk í annað sætið Í skeiðþættinum gerðust hinsveg- ar margt. Sigurður náði tveimur góð- um og öruggum sprettum og sigurinn virtist í höfn en Ragnheiður Sam- úelsdóttir á Hreyfingu frá Hallorms- stað blandaði sér í baráttuna nokkuð óvænt með tveimur frábærum skeið- sprettum sem að mati nærstaddra sérfræðinga voru vel yfir níu í ein- kunnaskalanum. Þær höfðu verið í áttunda sæti að lokinni forkeppni en tryggðu sér annað sætið með glæsi- brag og verðskulduðu vel nafnbótina hástökkvarar mótsins. Einnig skilaði Logi Laxdal góðum skeiðspretti á Baun frá Kúskerpi sem Daníel Jóns- son einn af afkastamestu knöpum mótsins hafði riðið í forkeppni. Fyrri spretturinn fór forgörðum hjá Loga en það er ekki oft sem hann lætur tvo spretti í röð á sama hrossinu klikka. Í þeim seinni lagði hann allt undir og tókst að fleyta Bauninni yfir stytting- inn og tryggði með því fjórða sætið á eftir Bergi og Glitni. Sannarlega góð tilþrif þar sem keppnisskap knap- anna réð ferðinni. Í B-flokki var forkeppnin nokkuð jafnari og munaði einungis 0,14 á efsta hesti og þeim áttunda í einkunn. Höfgi frá Ketilsstöðum og Bergur Jónsson unnu nokkuð örugglega þar sem hægatöltið var að því er virtist þeirra sterkasti þáttur í úrslitum ásamt fegurð og vilja. Sannarlega fasmikill höfðingi sem margur gæti hugsað sér sem reiðhest. Möl frá Horni og Daníel Jónsson héldu sömu- leiðis öðru sætinu en Sigurður Sig- urðarson og Gáski frá Viðborðsseli höfðu sætaskipti við Hans Kjerúlf og Óða-Blesa frá Lundi. Eins og á und- anförnum fjórðungsmótum þarf ekki að kvarta undan hestakosti hesta- manna á Austurlandi. Þótt fjöldinn sé ekki mikill þá eiga þeir alltaf nóg af góðum hrossum til fylla vel í þau átta sæti sem skipuð eru í úrslitum. Var þarna eitthvað um að ræða aðkomna hesta úr öðrum landshlutum í bland við heimaræktaða hesta sem virtust í miklum meirihluta þeirra hrossa sem í úrslit komust í gæðingakeppninni. Þrjú í bráðabana Í unglingaflokki var keppnin æsi- spennandi og þurfti bráðabana þriggja knapa til að fá úr því skorið hver hlyti sigurinn en auk þess voru tveir aðrir knapar jafnir í neðri sæt- um og var varpað hlutkesti í því til- felli eins og reglur segja til um. En það voru Nikólína Ósk Rúnarsdóttir og Ofsi frá Engimýri sem sigruðu og var það fyrst og fremst afbragðsgott brokk sem tryggði þeim sigurinn. Torfi Sigurðsson sem keppti á Styrk frá Klettsholti var hinn öruggi sig- urvegari í ungmennaflokki. Eftir hægatöltið var hann í öðru sæti en náði forystunni eftir brokkið. Á yf- irferðinni tóku þeir félagar af öll tví- mæli þegar þeir geystust á glæsilegu tölti fram úr að því er best varð séð flestum ef ekki öllum keppinautunum og þurfti þá enginn að velkjast í vafa um hvar sigurinn lenti. Í opinni gæðingakeppni stóðhesta gat að líta nokkra athygli verða hesta og má þar nefna Kolskegg frá Odd- hóli sem hefur áður kynnt sig sem gæðing í fremstu röð. Hann er í eigu Sigurbjörns Bárðarsonar og konu hans Fríðu Steinarsdóttur. Þar sem Sigurbjörn brá sér í hlutverk þular í gæðingakeppninni fékk hann stórvin sinn Loga Laxdal til að sitja klárinn fyrir sig og fórst honum það vel úr hendi sem vænta mátti. Þá var þarna leirljós hestur sem Stefán Friðgeirs- son sýndi. Heitir sá Dagur og er frá Strandarhöfði undan Baldri frá Bakka sem vel mátti sjá á ganglagi hestins, þetta afar mjúka tölt með góðri hreyfingu. Í B-flokki var það Bassi frá Kirkjuferjuhjáleigu sem sigraði undir stjórn Fanneyjar Vals- dóttur. Er þar á ferðinni ört vaxandi hestur sem nú þegar er orðinn firna- sterkur í fjórgangi. Einnig mætti nefna Reyni frá Hólshúsum sem er að því er næst verður komist athygl- isverðasta afkvæmi gæðingsins mikla Kjarks frá Egilsstöðum sem fram hefur komið til þessa. Hann ásamt knapanum Vigni Siggeirssyni tóku einnig þátt í töltkeppni og stóðu sig þar með mikilli prýði. Veganesti á veraldarmót Þar var hinn öruggi sigurvegari Hafliði Halldórsson á Ásdísi frá Lækjarbotnum sem fara von bráðar utan í þeim tilgangi að verja heims- meistaratitil Hafliða sem hann vann á Valíant frá Heggsstöðum fyrir tveim- ur árum. Ef marka má þær tölur sem dómarar veifuðu fyrir sýningu þeirra bæði í forkeppni og úrslitum má ætla að möguleikar þeirra til sigurs í Dan- mörku séu býsna góðir. Það sem vek- ur athygli er að Hafliði sparaði hryss- una greinilega á yfirferðinni í úrslitunum enda þá þegar svo gott sem búinn að tryggja sér sigurinn. Veðrið spillti heldur fyrir annars glæsilegum töltúrslitum á laugar- dagskvöldinu. Framkvæmd mótsins á Stekkhól er enn eitt þrekvirkið sem hið fá- menna félag Hornfirðingur vinnur. Þótt ekki sé þetta mikið mót að vöxt- um samanborðið við okkar stærstu viðburði á sviði hestamennskunnar þá þarf nokkuð til ef vel á að takast. Mótin á Hornafirði hafa yfir sér afar skemmtilegan blæ. Dagskráin er frekar létt og þarna hafa hestamenn tækifæri á að tala saman og skemmta sér án þess að missa af einhverjum stórmerkum dagskrárliðum. Aðstað- an á Stekkhóli fer stöðugt batnandi og má þar nefna hringvöllinn sem stóðst allar raunir rigningar sem var allnokkur síðustu daga fyrir mótið og eitthvað vætti flesta daga meðan á móti stóð þótt segja megi að sloppið hafi til með veðrið. Ekki var annað að sjá en allir sem sóttu mótið hafi átt þar góða daga í frábærum fé- lagsskap. Fjórðungsmótið á Stekkhóli í Hornafirði Fá hross en góð á Fornu- stekkum Morgunblaðið/Vakri Að loknum æsispennandi A-flokksúrslitum. Sigurður á Glym með hornið eft- irsótta. Þá koma Ragnheiður og Hreyfing, Bergur og Glitnir, Logi og Baun, Jón og Kolbrún, Daníel og Spóla, Vignir og Biskup og Erlingur og Eitill. Torfi Sigurðsson sigraði örugglega í ungmennaflokki á Styrk frá Klett- holti og sýndu þeir afburðagott yfirferðartölt. Léttu og lipru fjórðungsmóti austlenskra hestamanna lauk síðdegis á sunnudag með úrslitum A-flokksgæðinga á Stekkhóls- velli í landi Fornustekka í Hornafirði. Valdimar Kristinsson fylgdist með mótinu ásamt fjölmörgum öðrum hestaáhugamönn- um sem komu víða að af landinu. Bráðabana þriggja keppenda þurfti til að fá niðurstöðu um sigurvegara í unglingaflokki og fara þau hér inn á völlinn Guðmundur á Mozart, Nikólína á Ofsa og Lena á Mozart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.