Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2003 17 marks um a notið með vörur ka efna- við Íslend- eru ekki t var ný- WTO og m. Sup- achai, núverandi framkvæmdastjóri WTO, vakti þannig athygli á því að á síðasta áratug nýliðinnar aldar hefði vöxtur heimsverslunar numið að jafnaði 6,7%. Árið 2001 dróst hún saman um 1%, jókst síðan um 2,5% í fyrra, en er áætluð svipuð í ár og í fyrra. Þetta er áhyggjuefni og hvetur þjóðirnar til þess að stuðla að auknum við- skiptum að nýju. Það eykur enn áhuga manna að ómótmælanlega mun þetta sérstaklega gagnast þróunarríkjunum. Al- þjóðabankinn metur það svo að afnám allra viðskipta- hindrana í vöruviðskiptum myndi auka tekjur þjóðanna um 250 til 650 milljarða bandaríkjadala (20 til 50 þúsund milljarða íslenskra króna). Helmingur ávinningsins rynni til þróunarríkjanna og bryti fátæktarhlekki af 300 milljónum manna. Þótt enginn sé að ræða um að ná slíkum áfanga, lýsir þetta þó því sem aukið viðskiptafrelsi hefði í för með sér. Fyrir þróunarríki skiptir einfaldlega mestu að fá að- gang að mörkuðum auðugri ríkja, sem í ofanálag geta greitt hærra verð fyrir framleiðsluna. Í átt til aukinna heimsviðskipta Nauðsynlegt er að halda ýmsu til haga sem skapað hefur landbúnaðinum sérstöðu í gegnum tíðina. Ekki bara hér á landi heldur einnig almennt. Landbúnaður hefur haft mikla sérstöðu í viðskiptum þjóða í millum. Það sjáum við einfaldlega á því að tollar og tollígildi á landbúnaðarafurðum eru margfalt hærri en í viðskiptum með aðra framleiðslu. Þróunin stefnir þó í átt til aukinna viðskipta með þessar afurðir. Dæmi um það sást í síðustu lotu viðskiptaviðræðnanna og birtist manni greinilega í umræðum víða á alþjóðlegum vett- vangi. Eðlilegt er og sjálfsagt að við Íslendingar hyggj- um að því hvert stefna muni í þessum efnum vegna framtíðarstefnumótunar í landbúnaði okkar. Eðlilegt er að vekja þó athygli á ýmsum þáttum í þessu sambandi. Fyrir það fyrsta. Þó svo að við Íslendingar verjum okkar landbúnað gagnvart alþjóðlegri samkeppni, þá er aðgangur inn á íslenska markaði fyrir alþjóðlegar land- búnaðarvörur, greiður í veigamiklum þáttum. Ekki síst það sem tekur til landbúnaðarframleiðslu sem fer fram í þriðja heiminum. Þar er mest í húfi fyrir þær þjóðir sem mest þurfa á því að halda að njóta auðvelds aðgangs inn á markaði á borð við okkar. Þannig fara ýmsar vörur vandræðalaust inn á íslenska neytendamarkaði, sem búa við hindranir af ýmsum toga í Evrópu, vegna þess að þarlendar þjóðir eru að burðast við framleiðslu á vörutegundum sem eru þeim óhagkvæmar og etja kappi við fátækustu ríki heims. Aðgangur fyrir fátækustu ríkin Í annan stað höfum við opnað með sérstökum hætti aðgang fyrir fátækustu ríki heimsins með vörur sínar inn á íslenskan markað. Í dag skiptir þetta kannski ekki beinu máli, en er þó ákveðið tækifæri sem þarna er veitt þessum þjóðum, auk þess sem telja má þetta táknrænan stuðning. Í þriðja lagi er nauðsynlegt að árétta að landbúnaður hefur jafnan haft mikla sérstöðu í viðskiptum þjóða í millum. Afstaða þjóðanna ræðst af hagsmunum þeirra. Sumar þjóðir eru útflutningsþjóðir á sviði landbún- aðarvara, svo sem Ástralía og Nýja-Sjáland, aðrar veita ríkulega landbúnaðarstyrki sem gera þær hæfari til út- flutnings og eru Bandaríkin gott dæmi um það. Annars staðar er þessu öfugt farið. Þannig höfum við fyrir meira en áratug afnumið allan útflutningsstuðning við landbúnað okkar en þurfum að verja okkur, meðal ann- ars vegna sérstöðu búfjárstofna okkar og þess hve þeir eru viðkvæmir fyrir líkt og dæmin sanna. Um sérstöðu landbúnaðarins Loks má vitna til ávarps sem fulltrúar fjölmargra bændasamtaka, þar á meðal Bændasamtaka Íslands sendu frá sér 25. október sl. í tilefni af viðræðunum inn- an WTO um aukið frelsi í heimsviðskiptum. Þar er dreg- in upp skýr mynd af sérstöðu landbúnaðarins. Meðal annars er vikið að því að innlend landbúnaðarfram- leiðsla hafi öryggishlutverk í hverju landi, landbún- aðarframleiðsla þoli illa framleiðslustöðvun, fjöl- skyldubúrekstur sé víða undirstaða byggðanna og auk þess forsenda skynsamlegrar nýtingar á landsins gæð- um, jafnframt því að vera vörn fyrir tiltekna menningar- arfleifð, fjölbreytni og trygging fyrir stöðugleika og vexti í þróunarríkjum. Af þessu er sú ályktun dregin að alþjóðlegar leikreglur í viðskiptum með landbúnaðar- afurðir verði að taka mið af því að þjóðirnar hafi mikið sjálfdæmi um eigin landbúnaðarstefnu. Af öllu þessu má sjá að mikið er í húfi að vel takist til um næstu áfanga í viðræðulotu innan WTO. Hins vegar er um að ræða margslungið úrlausnarefni, sem menn ætla sér að komast til botns í á næsta ári. Það skiptir miklu máli að vel takist til. iðir til framfara Reuters eru ekki ni. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. kmiði að auka eigin virðingu í m með því að koma höggi á kin og jafnvel auðmýkja þau. Þýskalands hafði ekki heldur markmið að leiðarljósi en lagðist íðinu til að greiða úr eigin vanda- eima fyrir – veikri stöðu stjórnar og höfða til friðarhyggju þorra a. nin til að viðhalda leifum mikil- kann að vera verðugt verkefni; nd er auðugra ríki en Rússland og hefur ef til efni á því að setja sér slík markmið. En vilja Rússar virkilega full- nægja hégómagirndinni á kostnað lang- tímahagsmuna sinna þegar efnahagurinn er í kaldakoli? Rússneskir ráðamenn þurfa ekki heldur að koma til móts við friðarsinna heima fyrir þegar þeir móta stefnu sína þar sem friðarhreyfingar fyr- irfinnast varla í Rússlandi. Eitt af markmiðum utanríkisstefnu Evrópuríkjanna hefur alltaf verið að koma í veg fyrir að Bandaríkin og Rússland sættist heilum sáttum og tengist of sterk- um vináttuböndum. Góð tengsl milli Bandaríkjanna og Rússlands geta hins vegar eflt bæði ríkin, einkum Rússland. Sumir Rússar – þeir sem aðhyllast hefð- bundna rússneska vinstrihyggju og spilltir embættismenn sem óttast opnara stjórn- kerfi – nota hvert tækifæri til að hrakyrða Bandaríkin. En stefna sem byggist á and- úð á Bandaríkjunum er ekki skynsamleg fyrir Rússland, sem getur aðeins hagnast á bandalagi við voldugasta ríki heims. Auðvitað skipta góð tengsl við Evr- ópuríkin miklu máli fyrir Rússland, eink- um á sviði efnahagsmála og almennra samskipta. Rússar hafa einnig hag af sam- starfi í utanríkismálum við stærstu lönd Evrópusambandsins. Bandalag við Evr- ópusambandið í utanríkis- og öryggismál- um er hins vegar hvorki raunhæfur né vænlegur kostur. Líklegast er að Evrópa haldi áfram að veikjast, fremur en styrkj- ast, á þessu sviði. Þess vegna verður Evr- ópa ekki fremst í forgangsröðinni takist Rússum að koma á og viðhalda sérstökum tengslum við Bandaríkin. Rússar geta einnig gegnt því hlutverki að miðla málum í hinum ýmsu deilum milli Bandaríkjanna og Evrópu. Rússar henta augljóslega betur í þetta hlutverk en til dæmis Pólverjar sem hafa reynt að gegna því. Þá geta Rússar ef til vill gegnt svip- uðu hlutverki hvað Kína og Indland áhrærir og ættu að reyna að styrkja tengsl sín við þau lönd eins og kostur er. En náin tengsl við Bandaríkin þýða ekki að Rússar þurfi að vanrækja eigin hagsmuni, pólitíska og efnahagslega. Hvað varðar Írak, til dæmis, ættu Rússar að taka virkan þátt í endurreisn landsins þótt ekki hafi enn verið óskað eftir því. En þótt Rússar styðji nýja stjórn Íraks ættu þeir ekki að rjúfa tengslin við hóf- sama menn í Baath-flokknum, fyrirfinnist þau enn, þar sem hugsanlegt er að margir þeirra komist aftur til áhrifa. Þegar öllu er á botninn hvolft geta fáir aðrir tekið við völdunum í Írak, líkt og í Rússlandi eftir 1991 þegar aðeins kommúnistar voru í yfirstéttinni. Gefist færi til þess ættu Rússar að taka þátt í því að koma á friði í Írak og end- urreisa landið, fremur en bregða fæti fyr- ir Bandaríkjastjórn. Ólíkt Kosovo, þar sem Rússar hafa ekki mikilla hagsmuna að gæta og ættu að draga sig út úr frið- argæslunni, er mikið í veði fyrir Rússa í Írak. Við þurfum að vernda hagsmuni okkar, einkum þá efnahagslegu: heimta skuld Íraka við Rússland, tryggja að stað- ið verði við gerða samninga um nýtingu olíulinda og að Rússar fái að taka þátt í byggingaframkvæmdum. Í heimsmálunum almennt þurfa Rússar að spila út olíutrompinu sem hefur reynst þeim vel á alþjóðavettvangi, einkum í ljósi óstöðugleikans í Mið-Austurlöndum. Rúss- ar munu hafa miklar tekjur af olíu í marga áratugi og geta einnig gegnt því hlutverki að tryggja stöðugleika í orku- málum sem verður mikilvægt til að við- halda friði í heiminum. Skynsamleg nýting olíuauðlindanna leggur ekki aðeins grunn að varanlegri hagsæld í Rússlandi heldur eykur hún einnig áhrif landsins á alþjóða- vettvangi. sturlönd ð AP um að koma á og viðhalda sérstökum r má sjá þá Vladimír Pútín Rúss- aka um búgarð þess síðarnefnda. Sergei Karaganov er formaður Utanríkis- og varnarmálaráðs Rússlands. ’ Það voru mistök afhálfu Rússa að taka svo einarða afstöðu með Frökkum og Þjóð- verjum gegn Banda- ríkjamönnum. ‘ Í SLENDINGAR þurfa í náinni framtíð að huga að breytingum á stjórn- arskránni. Það er hins vegar ekki einfalt að breyta stjórnarskránni þar sem slíkar breytingar þurfa samþykki tveggja þjóðþinga. Um leið og breyting á stjórnarskrá er sam- þykkt þarf að rjúfa þing og kjósa að nýju. Oft eru þó stjórn- arskrárbreytingar gerðar í lok kjörtímabils þannig að ekki þurfi að rjúfa þing. Síðan þarf hið nýja þing að samþykkja breytingarnar óbreyttar. Nú þegar þarf að breyta stjórnarskránni Ef af aðild Íslands að Evrópu- sambandinu verður þarf að breyta stjórnarskránni í þá átt að stjórnvöld geti framselt hluta af fullveldi sínu til yfirþjóðlegra stofnana. Stjórnarskrár hinna Norðurlandanna hafa að geyma slíka heimild. Hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki það eina sem kallar á stjórn- arskrárbreytingu. Hið síkvika eðli EES-samningsins kallar beinlínis á hana nú þegar þar sem samningurinn virðist nú leiða af sér afsal af hluta af okkar full- veldi. Vegna EES-samningsins þurfa Íslendingar að taka yfir um 80% af allri löggjöf Evrópusambands- ins án þess að hafa nokkuð um það að segja. Það er löggjöf ESB að þakka að íslenskt samfélag hefur tekið þeim miklu stakka- skiptum undanfarinn áratug. Nánast allar breytingar á við- skipta-, samkeppnis-, umhverfis-, neytenda- og vinnuréttarlöggjöf- inni eru vegna skuldbindinga EES-samningsins. Hæstiréttur Íslands hefur einnig staðfest þetta framsal á fullveldi í svokölluðum Erlu Mar- íu dómi sem féll 16. desember 1999 þar sem fallist var á þá rök- semd að EFTA-ríki geti orðið skaðabótaskylt ef lög Evrópu- sambandsins eru ekki lögleidd á réttan hátt í innlendan rétt við- komandi ríkis. Burtséð frá afstöðunni til ESB- aðildar væri það ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda að gera ekki nauðsynlegar stjórnarskrár- breytingar á kjörtímabilinu. Íslensk stjórnvöld ættu að nýta tækifærið og lögleiða aðrar tíma- bærar breytingar á stjórn- arskránni í lok kjörtímabilsins. Jafnræði þegnanna ekki í reynd Það eru einnig nokkur stjórn- arskrárákvæði sem íslensk stjórnvöld virðast hvorki virða að fullu né starfa í anda þeirra. Jafn- ræðisregla stjórnarskráinnar er ein af undirstöðureglum íslensks samfélags og hún hefur sífellt fengið meira vægi hjá dómstólum landsins. Í stað þess að vera nær eingöngu formregla er jafnræð- isreglan orðin að efnisreglu sem veitir borgurunum áþreifanlegan rétt. Þó eru til dæmi þess að fólk njóti ekki fulls jafnræðis. Í upptalningu jafnræðisregl- unnar er ekki nefnt bann við mis- munun vegna kynhneigðar held- ur einungis vegna stöðu að öðru leyti. Þessu þarf að breyta enda grundvallaratriði. Samkyn- hneigðir einstaklingar hafa ekki sama rétt og gagnkynheigðir til frumættleiðinga og tæknifrjóvg- ana og verður það að teljast brot á jafnræðisreglu stjórnarskrár- innar. Stjórnarskráin sjálf mismunar trúfélögum í landinu. Það er óeðlilegt að eitt trúfélag hafi for- réttindi og vernd umfram önnur samkvæmt þeirri sömu stjórn- arskrá sem kveður á um að allir skuli að vera jafnir fyrir lögum óháð því hvaða trú þeir aðhyllast. Atkvæði kjósenda hafa mis- mikið vægi í alþingiskosningum eftir búsetu. Það hlýtur að vera grundvallarréttur hvers borgara í kosningum að atkvæði hans vegi jafnþungt og annarra samborg- ara hans. Enginn ráðherra axlar pólitíska ábyrgð Í 2. gr. stjórnarskrárinnar kemur vel fram skýr þrískipting ríkisvaldsins sem í raun virkar þó ekki alltaf. Alþingi á að vera handhafi löggjafarvalds og eft- irlitsaðili með framkvæmdarvald- inu. Það væri því skynsamleg breyting að ráðherrar segðu af sér tímabundið þingmennsku á meðan þeir gegna ráðherraemb- ættum. Í 14. gr. gerir stjórnarskráin ráð fyrir svokallaðri ráðherra- ábyrgð. Í reynd er slík ábyrgð þó ekki til staðar. Stjórnarskráin segir að landsdómur skuli dæma í slíkum málum en landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman á Íslandi. Það er misskilningur að halda að ráðherraábyrgð eigi aðeins að koma til framkvæmda þegar ráð- herrar eru sekir um ásetnings- brot í starfi sínu. Refsiábyrgð kemur til í slíkum tilfellum en ráðherraábyrgð snýst um að axla pólitíska ábyrgð á þeim mála- flokki sem heyrir und- ir viðkomandi ráð- herra og þá skiptir ásetningur ekki máli. Ráðherrar axla aldrei pólitíska ábyrgð hérlendis en erlendis er algengt að ráðherra segi sam- stundis af sér ef misfellur koma í ljós innan hans valdsviðs. 39. gr. stjórnarskráinnar færir Alþingi ríkt eftirlitshlutverk með svokölluðum þingmanna- nefndum. Þrátt fyrir að mörg til- efni, s.s. í Landssímamálinu, hafi verið til að skipa slíkar nefndir hafa tillögur þess efnis ekki verið samþykktar í meira en 48 ár. Í 76. gr. segir m.a. að öllum, sem þess þurfa, skuli vera tryggður í lögum réttur til að- stoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Þessi stjórnarskrárbundni réttur ein- staklinga er í mörgum tilfellum ekki virtur. Velferðarkerfið á ekki að vera háð geðþóttaákvörð- unum stjórnmálamanna því stjórnvöld hafa stjórnarskrár- bundnar athafnaskyldur gagn- vart þeim sem minna mega sín, eins og staðfest var í Ör- yrkjadómi Hæstaréttar. Það þarf að verða lifandi um- ræða meðal almennings og stjórnmálamanna um æðstu lög okkar. Lögin og ekki hvað síst stjórnarskráin mynda ramma um samfélagið sem við lifum í og vilj- um lifa í. Stjórnarskráin kemur því öllum við. Breytum og virðum stjórn- arskrána Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson ’ Þrátt fyrir að mörg til-efni, s.s. í Landssímamál- inu, hafi verið til að skipa slíkar nefndir hafa tillögur þess efnis ekki verið sam- þykktar í meira 48 ár. ‘ Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.