Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ HEFUR Berlusconi hinn ítalski rutt sér leið til öndvegis hjá Evrópu- sambandinu. Margir hafa lýst yfir óánægju sinni með það að slíkur maður skuli geta orðið forsvarsmað- ur sambandsins, en þeir hinir sömu átta sig greinilega ekki á því að Berl- usconi er einmitt rétta andlitið fyrir Evrópusambandið. Það voru auð- hringar Vestur-Evrópu sem samein- uðust um Rómarsáttmálann á sínum tíma og þá sagði Walter Hallstein, einn af helstu arkitektunum að þeim gjörningi: „EBE á að þjóna sem grundvöllur fyrir evrópskan iðnað og sem æfingavöllur fyrir alþjóðlegan samkeppnismátt hans.“ Rómar- samningurinn veitti sem sagt auð- hringum Evrópu frjálsar hendur innan EBE. Þeir voru jafnframt varðir gegn ytri auðvaldsöflum með háum tollamúrum. Evrópusamband- ið var byggt upp af þeim stóru, fyrir þá stóru, og það hefur ekkert breyst enn í dag hvað það varðar. Því er Berlusconi á allan hátt hinn sannasti fulltrúi fyrir það sem Evrópusam- bandið í raun stendur fyrir. Sam- bandið er og hefur frá upphafi verið heimsvaldasinnað fyrirbæri og það verður aldrei að neinu lifandi gang- verki fyrir almenning. Það er ein- faldlega ekki til þess hannað. Eig- endur Evrópusambandsins eru skuggaherrar og tjaldabaka-tau- hálsar álfunnar, auðfjölskyldurnar sem ná því ekki einu sinni að vera 0,01 prómill af heildaríbúatölu hverrar þjóðar í Múraveldinu mikla. Hjarta Evrópusambandsins mun því aldrei slá í þágu fjöldans, sama hvaða blekkingar eru hafðar uppi, ekki síst nú um stundir, hvað snertir lýðræði og frelsi. Sambandið mun aldrei koma til með að styðja neitt sem gengur í berhögg við hagsmuni hinna ráðandi auðhringa. Það skiptir því engu máli hversu fagurlega talað verður til fjöldans af hálfu þeirra sem fengnir eru til þess hverju sinni að skapa rétt og slétt andlit fyrir sambandið út á við. Berlusconarnir ráða alls staðar á bak við tjöldin og kannski má segja að sá ítalski sé skömminni skárri en hinir, að því leyti að hann hefur þó kastað grímunni. Hann þykist ekki lengur þurfa að fara í felur með sjálf- an sig og sín umsvif, þar sem hann er nánast orðinn eigandi að öllu í heimalandi sínu og friðhelgur mað- ur, ofar lögum og rétti, í þokkabót. Forsætisráðherratignin er þó líklega ein af minnstu fjöðrunum í valda- hatti hans, en þó sennilega nauðsyn- leg til að komast í sæti eins og það sem hann hefur nú öðlast hjá Evr- ópusambandinu. En af hverju skyldi ýmsum Evrópusambandssinnum vera órótt út af því að Berlusconi verði nú um tíma opinber Ágústus í Brussell, þegar á það er litið að menn af hans tagi hafa ráðið Rómarsam- bandinu frá fyrstu tíð? Það var sem fyrr segir myndað af þeim, fyrir þá og þeirra hagsmuni. Jú, svarið liggur í augum uppi. Viðkomandi mönnum er órótt af því að Berlusconi brýtur viðteknar reglur. Samkvæmt for- skriftinni á maður með raunveruleg völd ekki að vera í sviðsljósinu sem forustumaður í ESB. Slíkur maður á að vera að tjaldabaki, eins og hinir skuggaherrarnir, og toga þar í leik- brúðu-strengina. Evrópusambands- sinnar sumir hverjir óttast að fram- ganga Berlusconis, sem er nokkurskonar gangandi auðhringur, geti skemmt fyrir stöðugum áróðri þeirra fyrir því að láta Evrópusam- bandið líta út sem almenningsvænt fyrirtæki. En sú staðreynd, að Berl- usconi kemur fram með þessum hætti, þrátt fyrir andúð margra inn- an ESB, sýnir ef til vill betur en flest annað, hvað þetta auðvaldssamband er í raun galopið fyrir hverjum þeim manni sem hefur næga peninga til að kaupa sér völd og áhrif. Þegar stór-Göbbelsar fara að valsa um í Brussell-kastalanum verður vafalaust minna svigrúm fyr- ir huggulega hjólreiðamenn þar. En hinn nýi talsmaður Evrópusam- bandsins er samt holdgervingur alls þess sem sambandið táknar í raun og veru. Það skulu menn hafa hugfast. Við getum séð á þessu dæmi við hverju má búast í framtíðinni. Hinn ókunni afburðamaður, sem kemur til með að verða samviskulausasti stjórnandi sem heimurinn hefur þekkt, bíður ef til vill nú þegar við dyrnar og samanborið við þann vald- hafa getur Berlusconi ekki talist stór bógur. Í þeim samanburði hefur hann sennilega litlu meiri vigt en samlandi hans einn, maður að nafni Romano Prodi. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. Forustumaður við hæfi ESB Frá Rúnari Kristjánssyni: Bogense nuddkrem þegar þú vilt líkamann stinnari og grennri 20% afsláttur í næsta apóteki Veglegur kaupauki Laugavegi 63 • sími 5512040 Vönduðu silkiblómin fást í Útitré - útiker

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.