Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 23
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2003 23 RAÐAUGLÝSINGAR TIL SÖLU Ljósritunarvélar Til sölu notaðar og yfirfarnar ljósritunarvélar af ýmsum stærðum. Kjaran-tæknibúnaður, Síðumúla 12, sími 510 5520. BÁTAR SKIP Gullborg SH-338 (0490) Til sölu er ofangreint neta- og línuveiðiskip. Skipið er 94 brl., 103 brt. Mesta lengd 25,4 m. Aðalvél er M.W.M. sem er 390 hestöfl. Selst án aflahlutdeilda — tilboð óskast. Óskum eftir öllum gerðum skipa með kvóta á söluskrá. Skipasala sem þú getur treyst fyrir þínum hagsmunum — bindum ekki seljendur okkar með einkasöluumboðum. Skipamiðlunin Bátar og kvóti, http://www.skipasala.com, sími 568 3330, fax 568 3331. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Ritari Ritari óskast í hálft starf. Starfið felst í móttöku, símsvörun, bókhaldsfærslum (HANSA-kerfið), reikningsgerð, innheimtu o.fl. Þekking og hæfni nauðsynleg á framangreindum sviðum. Meðmæli óskast. Framtíðarvinna. Umsóknareyðublöð afhent á staðnum. Upplýs- ingar ekki gefnar í síma. Síðumúla 1, Reykjavík. SLÁTURFÉLAG Suðurlands afhenti á laugardag Styrktarfélagi krabbameinssjúka barna styrk að upphæð rúmlega 1,6 milljónir króna. Slát- urfélagið hefur áður stutt við bakið á félaginu en Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna styður börn að 18 ára aldri sem greinast með krabba- mein og aðstandendur þeirra en árlega greinast 10–12 börn á landinu öllu með krabbamein. Í tilefni af veitingu styrksins bauð SS börnum og fjölskyldum sem tengjast styrktarfélaginu til grillhátíðar sem haldin var við Ylströndina í Nauthólsvík. Styrkurinn er afrakstur söfnunar sem staðið hefur undanfarna þrjá mánuði en Sláturfélagið lét 10 krónur af hverjum vínarpylsupakka í styrktarsjóðinn. Alls seldust yfir 160.000 pakkar og styrksupphæðin í samræmi við það. Á grillhátíðinni kenndi margra grasa og komu meðal annars fram töframaðurinn Jón Víðir og Selma Björnsdóttir tók nokkur lög auk þess að börnin fengu óvæntan glaðning. Að sjálfsögðu voru grillaðar pylsur. Morgunblaðið/Golli Það var Páll Lýðsson, stjórnarformaður Sláturfélags Suðurlands, sem afhenti Rósu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, styrkinn. Til hægri við þau stendur Hallgrímur Hólmsteinsson, markaðs- og sölustjóri SS. Athöfnin fór fram í Nauthólsvík. SS styður krabba- meinssjúk börn NÝ útgáfa af ÍST 30-staðlinum tek- ur gildi 1. september nk. Þetta er jafnframt 5. útgáfa staðalsins. Í fréttatilkynningu frá Byggingar- staðlaráði segir að miklu skipti að einhlítur skilningur ríki á samning- um sem gerðir eru á milli verk- kaupa og verktaka. Líta megi á staðalinn ÍST 30 sem „verkfæri“ til þess að tryggja sameiginlegan skilning. Staðallinn ÍST 30 sé því nauðsynlegur fyrir alla sem standa að verklegum framkvæmdum. Fram kemur að staðallinn var endurskoð- aður til þess að auka enn frekar notagildi hans fyrir hagsmunaaðila, jafnt verkkaupa sem verktaka. Staðallinn tekur gildi 1. septem- ber. Hins vegar verður hann fáan- legur frá 15. júlí. Staðallinn kom fyrst út árið 1969, 2. útgáfa kom 1979, 3. útgáfa 1988 og síðast var hann gefinn út 1997. Endurskoðun staðalsins var unnin af vinnuhópi á vegum Byggingarstaðlaráðs. Vinnu- hópinn skipuðu: Jónas Frímanns- son, formaður, Eyjólfur Bjarnason, Guðmundur Pálmi Kristinsson, Gunnar S. Björnsson, Jakob R. Möller, Kristrún Heimisdóttir, Rögnvaldur Gunnarsson og Stanley Pálsson. Ný útgáfa af ÍST 30-staðli Á ALÞJÓÐLEGRI ráðstefnu um plasma rannsóknir „16th Internat- ional Symposium on Plasma Chem- istry“ fékk verkefnið um samspil ljós- boga og rafskauts, alþjóðlega viðurkenningu þegar greinin „A nov- el approach to cathode/anode modell- ing for high current AC-arcs“ var val- in ein af bestu fræðigreinum ráðstefnunnar. Verkefnið sem er unnið við Verk- fræðistofnun Háskóla Íslands, í sam- starfi við háskólann í Þrándheimi, fjallar um hlutlíkan af katóðu og anóðuhluta háafls riðstraums ljós- boga. Dr. Guðrún Sævarsdóttir, sem er verkefnisstjóri, ritaði greinina í samstarfi við Jon Arne Bakken pró- fessor við NTNU og Magnús Þór Jónsson prófessor við HÍ. Verkefnið er styrkt af Rannís, Elkem og norsku rannsóknastofnunum, FFF og NFR. Það er kallað ljósbogi þegar raf- straumur fer um loft, jónar það og losar um leið mikla orku. Til dæmis er slíkur ljósbogi aðalorkugjafi í ofn- um Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, en hitinn í slíkum ljós- boga er um 20.000 gráður. Unnið hef- ur verið að reiknilíkani fyrir rið- straumsljósboga og jaðarskilyrðin sem lýsa hegðun hans við skaut og ofnsbotn hafa mikil áhrif á hegðun hans. Hlutlíkanið er leið til að lýsa þessum jaðarskilyrðum. Slík líkön hafa áður verið þróuð fyrir lágs- traumsljósboga, en þetta líkan gildir fyrir ljósboga sem ber háan straum, eða um 100kA, og sýna má fram á að þá gilda aðrar nálganir. Á ráðstefnunni kynntu um 680 al- þjóðlegir sérfræðingar verkefni sín í plasmafræðum. Þetta voru verkfræð- ingar, efna- og eðlisfræðingar sem komu frá háskólum, rannsóknar- stofnunum og fyrirtækjum, ekki síst orkuveitum, víðs vegar frá. Á ráð- stefnunni voru síðan þrjú framúr- skarandi verkefni valin sem bestu rannsóknir sem kynntar voru á ráð- stefnunni. Íslenskar rannsóknir á ljósboga fá alþjóðlega viðurkenningu Í DRÖGUM að náttúruverndar- áætlun, sem finna má á www.ust.is og lögð verða fyrir Alþingi í haust, eru tillögur um að friða eða vernda alls 77 svæði á næstu árum. Um- hverfisráðherra hefur ákveðið að heimsækja sem flest svæði í áætl- uninni. Dagana 28. júní til 3. júlí var um- hverfisráðherra, ásamt starfsmönn- um, á ferð til þess að kynna sér svæði á Norðurlandi, Austurlandi og Suðurlandi. Alls voru skoðuð um 30 svæði í ferðinni sem ná frá Hörg- árósum í norðri, suður í Meðalland undir leiðsögn heimamanna. Ítarleg ferðasaga og svæðislýs- ingar úr ferð dagana 28. júní til 3. júlí og ferð um Reykjanes þann 11. júní sl. eru í máli og myndum á vef ráð- herra sem er aðgengilegur fyrir al- menning á vefslóðinni www.siv.is. Siv skoðar verndar- svæðin LÝST er eftir vitnum að árekstri sem varð sunnudaginn 6. júlí sl. við Þverholt 30 í Reykjavík. Ekið var á tvær bifreiðar þar sem þær stóðu í bifreiðastæði og fór tjónvaldur af vettvangi. Bifreiðarnar sem ekið var á eru grá Mazda 6, árg. 2003 og grá Audi A4. árg. 2003. Þeir sem upplýs- ingar geta veitt um mál þetta eru vinsamlega beðnir um að hafa sam- band við lögregluna í Reykjavík í síma 569 9014. Lýst eftir vitnum ÍSLENSKIR viðskiptavinir DHL geta nú reiknað með að sendingar þeirra til Norður-, Suður- og Mið- Ameríku komist enn fyrr til skila en áður. Í lok júní var undirritað sam- komulag á milli DHL og Luft- hansa Cargo, sem kveður á um að vélar Lufthansa á leið frá Köln í Þýskalandi til New York millilendi á East Midlands-alþjóðaflugvellin- um í grennd við Nottingham á Englandi. Þar taka vélar Luft- hansa við DHL-sendingum á leið til Bandaríkjanna. Lufthansa Cargo flýgur á milli Köln og New York fimm sinnum í viku. Áður en til samkomulagsins kom flaug DHL á milli East Mid- lands og New York þrisvar á dag og nú verða ferðirnar því 26 tals- ins. Allar sendingar DHL til og frá Íslandi fara til Edinborgar og það- an í gegnum East Midlands með leiguflugi Íslandsflugs. Þessi aukn- ing í flugi á milli East Midlands og New York þýðir því að sending- artími á milli Íslands og Ameríku styttist umtalsvert. „Samstarf fyrirtækjanna á þess- ari flugleið þýðir aukið hagræði fyrir bæði Lufthansa Cargo og DHL. Á sama tíma og DHL trygg- ir sér pláss í vélum Lufthansa og eykur við þjónustuna til sinna við- skiptavina, eykur Lufthansa nýt- ingu á plássi í sínum vélum sínum og tryggir auknar tekjur af leið- inni,“ segir í frétt frá DHL. DHL fjölgar ferðum til Bandaríkjanna STJÓRN Einingar-Iðju hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er harðlega þeirri ákvörðun stjórn- valda að fresta gerð Héðinsfjarð- arganga til ársins 2006. Telur stjórn félagsins að ákvörðunin muni hafa verulega slæm áhrif á þau byggðarlög sem hún bitnar mest á. „Gera verður þá kröfu til stjórn- málamanna að þeir standi við orð sín og byggi upp traust kjósenda sinna, en valti ekki yfir þá eins og gert er í þessu máli, en því miður verður æ algengara að ekkert er að marka málflutning stjórnmála- manna. Engar breytingar hafa átt sér stað í þjóðfélaginu sem ekki voru auðséðar fyrir kosningar,“ segir í ályktun Einingar-Iðju og einnig að stjórnin voni að þessi ákvörðun sé ekki forsmekkurinn að efndum stjórnarflokkanna í byggðamálum. Eining-Iðja um frestun Héðinsfjarðarganga Mótmæla harðlega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.