Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÞÓRDÍS OG ÓLAFUR BEST Á SKAGANUM / B2 Þórhallur Dan fyrstur í 100 leiki ÞÓRHALLUR Dan Jóhannsson varð í gærkvöld fyrsti leikmaður Fylkis til þess að leika 100 leiki fyrir félagið í efstu deild í knatt- spyrnu en leikurinn gegn KA í gær var 116. leikur félagsins í deild- inni frá upphafi. Þórhallur lék fyrst með meistaraflokki Fylkis sum- arið 1989, þá 16 ára gamall, en það var fyrsta tímabil félagsins í efstu deild. Hann lék fjóra leiki í deildinni um sumarið, en frá þeim tíma hefur hann aðeins misst af tveimur leikjum, einum sumarið 1993 og síðan leik Fylkis við FH á dögunum. Þórhallur hefur jafn- framt spilað 97 leiki með félaginu í næstefstu deild. Hann var eitt ár, 1997, í röðum KR-inga og lék þar átta leiki í efstu deild. Þaðan fór Þórhallur til danska úrvalsdeildarfélagsins Vejle seint það sum- ar og var þar í hálft annað ár en sneri þá aftur til Fylkis og tók þátt í að koma félaginu upp í efstu deild sumarið 1999. Félagi Þórhalls og jafnaldri, Finnur Kolbeinsson, lék sinn 100. leik í efstu deild í gær en þar af eru 98 með Fylki og tveir með Leiftri. ÍTALSKI hjólreiðakappinn Aless- andro Petacchi kom fyrstur í mark á fyrstu leið í Tour de France-hjól- reiðakeppninni í gær. Á ýmsu gekk á þessari fyrstu leið því í síðustu beygjunni áður en komið var í mark datt einn keppandinn og tugir kepp- enda lentu í einni kös í götunni. Þeirra á meðal var sigurvegari síð- ustu fjögurra ára, Lance Armstrong. Hann meiddist ekki en hjólið skemmdist svo mikið að hann gat ekki lokið keppni á því og varð hann að fá lánað hjól til að komast í mark. Tyler Hamilton, fyrrum félagi Armstrong hjá Postal-liðinu, en nú- verandi CSC-liðsmaður, fór einna verst út úr árekstrinum því hann var fluttur á sjúkrahús. Armstrong sagði fyrir keppnina að hann ætlaði að spara kraftana þar til komið yrði í Alpana, en þar hefur hann haft mikla yfirburði á síðustu árum. Bradley McGee frá Ástralíu held- ur gulu treyjunni, en henni klæðist sá sem er með besta samanlagðan tíma hverju sinni. McGee sigraði í forkeppninni á laugardaginn og lauk keppni í gær í sæti sem dugði honum til þess að halda treyjunni. Reuters Ítalinn Alessandro Petacchi kemur fyrstur í mark á fyrsta legg Frakklandshjólreiðanna sem hófust í gær en þá hjóluðu kepp- endur 168 km leið frá Saint-Denis til Meaux. Armstrong lenti í árekstri ■ Fylkir - KA / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.