Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKA karlalandsliðið í golfi tryggði sér þrettánda sætið á Evrópumóti landsliða sem lauk í Hollandi á laugardaginn. Íslenska liðið vann þá Portúgal 3-2 í jöfnum og spennandi leik þar sem nýliðinn Heiðar Bragason tryggði sigurinn á nítjándu holunni. Örn Ævar Hjartarson og Magnús Lárusson léku fjórmenninginn og töpuðu 3/2. Fyrstur í tvímenningn- um var Íslandsmeistarinn frá Ak- ureyri, Sigurpáll Geir Sveinsson, og hann vann mótherja sinn á síðustu holu, 1/0, og jafnaði þar með leik- inn. Sigmundur Másson, annar nýliði í liðinu, var næstur á dagskrá og hann tapaði 3/2 þannig að Portúgal var komið 2-1 yfir og tveir leikir í gangi, báðir mjög jafnir. Heiðar var næstur í röðinni og þar á eftir kom Haraldur Heimis- son. Haraldur vann sinn mótherja á síðustu holu, 2/0, og því var allt jafnt þegar Heiðar skellti sér á nítjándu holuna. Taugarnar voru ekkert að vefjast fyrir nýliðanum, hann vann og tryggði sigurinn og 13. sætið. „Við erum mjög sáttir við þetta sæti, raunhæft markmið hjá okkur fyrir mótið var næsta sæti fyrir of- an, það tólfta. Það náðist ekki en fyrir öllu var að komast í B-riðilinn og sleppa þar með við að fara í und- ankeppni fyrir næsta mót,“ sagði Ragnar Ólafsson aðstoðarlandsliðs- þjálfari í samtali við Morgunblaðið eftir mótið. Hann sagðist sérstak- lega ánægður með nýliðana þrjá, þeir hefðu komið sterkir til leiks. Spánverjar urðu Evrópu- meistarar, lögðu Englendinga í úr- slitum, og Svíar urðu í þriðja sæti. Magnús Lárusson og Ragnar héldu í gær til Tékklands þar sem Magnús verður með unglingalands- liðinu í Evrópumóti þess aldurs- flokks þannig að það er nóg að gera hjá þessum unga kylfingi. Keppt var í sex flokkum á mótinuog sigraði Hafsteinn E. Haf- steinsson úr Golfklúbbnum Mostra úr Stykkishólmi í 2. flokki karla, Axel Þór Rúdólfsson úr Golfklúbbi Reykja- víkur í 3. flokki karla og Gunnar Ásbjörn Bjarnason úr Golfklúbbi Bakkakots varð hlut- skarpastur í 4. flokki karla. Í 2. flokki kvenna varð Helga Möller, Nesklúbbnum, á besta skorinu. Mót- ið hófst á miðvikudaginn og var blíð- skaparveður að mestu á meðan mót- ið stóð yfir og voru keppendur tæplega 190 að tölu, flestir í 1. flokki karla. Golfklúbburinn Leynir stóð að framkvæmd mótsins ásamt Golf- sambandi Íslands og í lokahófi keppninnar á laugardagskvöld var það mál manna að „gamla“ flokka- skipta Landsmótið væri komið til að vera á ný og áhugi kylfinga á mótinu bæri vott um að mótið myndi aðeins vaxa á næstu misserum. Þórdís Geirsdóttir hafði nokkra yfirburði í 1. flokki kvenna en hún sagði að þrátt fyrir það hefði hún reynt að leika eins vel og hún gæti. „Þess er ekki langt að bíða að það komi kylfingar með lága forgjöf í okkar hóp á næstu árum og þá mun samkeppnin aukast. Ég hef leikið á öllum þremur mótunum til þessa, enda fékk ég keppnisrétt fyrir þremur árum er ég varð 35 ára. Stemningin er einstök á þessu móti, við vorum níu saman í hópi á gisti- heimili hér á Akranesi meðan á mótinu stóð, aðrir voru í tjaldvögn- um, fellihýsum og tjöldum við golf- völlinn og það var því allt önnur stemning á þessu móti en t.d. á Ís- landsmótinu í höggleik þar sem menn fara „heim að horfa á sjón- varpið“ að loknum keppnisdegi. Á þessu móti setjast menn niður og ræða málin, og þá eingöngu um golf, að ég held,“ sagði Þórdís. Þórdís er ekki sátt við landsliðsmálin Staffan Johansson, landsliðsþjálf- ari Íslands í golfi, hefur ekki séð ástæðu til þess að velja Þórdísi í landsliðið þrátt fyrir að hún hafi sigrað á einu móti á Toyota-móta- röðinni og sé í öðru sæti á stigalist- anum að loknum þremur mótum. „Það er mat Staffans að ég sé of gömul fyrir landsliðið en ég er ekki sammála því. Hann hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig standa eigi að vali í landsliðið. Það verður ekki sent landslið kvenna á Evrópumót lands- liða þar sem Staffan telur að ekki séu til nógu sterkir einstaklingar hér á landi fyrir það mót, ég er ekki sam- mála því. Það er gott að byggja upp sterkara landslið en það er samt dapurt að geta ekki sent lið út að þessu sinni,“ sagði Þórdís. Beið spenntur eftir keppnisréttinum Ólafur Hreinn Jóhannesson er fæddur árið 1968 og því gjaldgengur í fyrsta sinn á Landsmót 35 ára og eldri. Sagði golfkennarinn af Set- bergsvellinum að hann hefði í raun beðið eftir því að komast á þetta mót. „Ég stefndi að því að sigra og ég er mjög ánægður með titilinn,“ sagði Ólafur sem hóf að leika golf hjá GR árið 1980 og lék þá í þrjú ár en síðan tók við hvíld í einn áratug. „Ég byrjaði að leika á ný árið 1993 en þá hafði ég verið að leika knattspyrnu með Fylki og Haukum. Núna er ég á kafi í golfinu sem kennari og hef ekki getað leikið mikið golf sjálfur en ég ætla að vera með á Íslands- mótinu í höggleik í Vestmannaeyjum og sjá hvar maður stendur,“ sagði Ólafur sem telur sig vera með um 0,6 í forgjöf þessa stundina. „Það var mikil barátta alla keppnisdagana og menn máttu ekki gera mörg mistök ef þeir ætluðu sér sigur, ætli ég hafi ekki gert fæst mistökin að þessu sinni.“ Það var mál manna á Lands- mótinu að þetta mót ætti að vera úti á landi þar sem keppendur dveldu á keppnisstaðnum alla dagana. Þórdís og Ólafur Hreinn voru einnig á þess- ari skoðun og töldu að Hella, Ak- ureyri, Vestmannaeyjar og fleiri staðir væru ákjósanlegir fyrir þetta mót. Þórdís og Ólafur léku best allra Morgunblaðið/Sigurður Elvar Þórólfsson Þórdís Geirsdóttir, Keili, og Ólafur Hreinn Jóhannesson, úr Golfklúbbi Setbergs. ÍSLANDSMÓTI kylfinga 35 ára og eldri lauk á Garðavelli á laugardag þar sem Þórdís Geirsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varði titil sinn en hún hefur unnið mótið þau þrjú ár sem það hefur farið fram en í karlaflokki var það Ólafur Hreinn Jóhannesson úr Golfklúbbi Set- bergs sem stóð efstur á palli að loknum 54 holum. Þórdís lék á sam- tals 10 höggum yfir pari, eða 226 höggum, en konurnar léku af rauðum teigum, og Ólafur Hreinn lék á 7 höggum yfir pari, eða á 223 höggum, en leikið var af gulum teigum. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson ÁSDÍS Hjálmsdóttir, frjáls- íþróttakona úr Ármanni, setti á föstudaginn stúlknamet í spjótkasti þegar hún kastaði spjótinu 49,46 metra á frjálsíþróttamóti í Gauta- borg. Sigrún Fjeldsted úr FH átti gamla metið sem var 49,31 og bætti Ásdís því metið um fimmtán senti- metra og sinn eigin árangur um 2,39 metra. Árangur hennar var einnig yfir lágmarkinu sem þarf til að komast á Evrópumót unglinga 19 ára og yngri sem fram fer í Tam- pera í Finnlandi í lok mánaðarins. Fyrr í sumar hafði Ásdís náð lág- markinu fyrir það mót í kringlu- kasti. Ásdís kastaði kringlu á mótinu í gær 41,41 metra og varð í fjórða sæti. Ásdís keppir því í tveimur greinum á EM. Ásdís Hjálmsdóttir bætti stúlknametið í spjótkasti Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ásdís Hjálmsdóttir Í SUNNUDAGSÚTGÁFU enska dagblaðsins The People er ítarleg úttekt á Íslandsævintýri knatt- spyrnukappans Lees Sharpes sem lék með Grindavík í upphafi tíma- bilsins. Í viðtalinu segir Sharpe með- al annars að hann hafi misst áhug- ann á knattspyrnu en það hafi hins vegar ekki gerst í Grindavík heldur á undanförnum árum. Hann segir að hann sé hættur knattspyrnuiðkun og ætli að snúa sér að öðru. Þá er einnig fjallað um agabrotið sem leikmenn Grindvíkinga voru staðnir að snemma á leiktíðinni. Þar tekur Gauti Dagbjartsson, einn af þeim sem sáu um að fá Sharpe til landsins, sökina á sig. „Hinir strák- arnir í liðinu þekktu reglurnar en Sharpe ekki. Því tek ég sökina á mig að hafa ekki sagt Sharpe frá reglum liðsins. Grindavík er lítill bær og þar fréttist allt slíkt.“ Ingvar Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Grindavíkurliðsins, sagði í samtali við enska dagblaðið að meiðsli aftan í læri hefðu valdið því að Sharpe fór frá Grindavík en ekki agabrot. „Sharpe stóð sig vel áður en hann meiddist en það mun taka meiðslin fjórar til sex vikur að gróa og þá verður það orðið of seint fyrir okkur.“ Í lok greinarinnar er sagt að Sharpe vonist til þess að fá hlutverk sem stjórnandi spjallþáttar í sjónvarpi í heimalandi sínu. Frá því að Sharpe hélt af landi brott hefur Grindavík sigrað í þrem- ur leikjum í röð, tveimur í deildinni og einum í bikarkeppninni. Lee Sharpe hefur misst áhugann á knattspyrnu ÞÓREY Edda Elísdóttir, stang- arstökkvari úr FH, hafnaði í 5. sæti er hún stökk 4,41 metra á al- þjóðlegu móti í Grikklandi í gær. Hún átti síðan þrjár misheppnaðar tilraunir við nýtt Norðurlandamet, 4,52. Rússneskir stangarstökkvarar hrepptu þrjú efstu sætin. Svetlana Feofanova fór hæst er hún lyfti sér yfir 4,62 m og nöfnunarnar Jelena Beljakova og Jelena Isinbajeva komu þar á eftir, stukku yfir 4,52. Tékkinn Pavla Hamackova varð í fjórða sæti með 4,52 m eins og rúss- nesku nöfnurnar en notaði fleiri til- raunir og hafnaði því í fjórða sæti. Alls voru tíu keppendur í stang- arstökkinu. Þórey Edda keppir næst í Lap- inlahti í Finnlandi næsta sunnudag Þórey varð í fimmta sæti Þrettánda sætið á EM í Hollandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.