Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2003 B 5 sáttur við leik sinna manna. „Við spiluðum vel í leiknum. Við byrj- uðum frekar varfærnislega, ætl- uðum okkur að sækja hratt á þá og ég myndi segja að fyrri hálf- leikurinn hafi verið allt í lagi af okkar hálfu en ég var mjög ánægður með hvernig liðið spil- aði í seinni hálfleik. Þetta var bara spurning um að við myndum ná að skora annað markið, sem tókst því miður ekki þrátt fyrir fjöldamörg marktæki- færi. Eftir að við fengum á okkur fyrra markið þá virtist koma stress í mannskapinn og þeir ná svo að skora, í varnarmann og inn,“ sagði Þorlákur Árnason þjálfari Vals. ÞORLÁKUR Árnason, þjálfari Vals, var ekki sáttur við dóm- gæslu í leiknum gegn Fram í gær og fannst mjög á sitt lið hallað. „Það væri mjög gott að fá hlut- lausa dómgæslu framvegis. Þetta var mjög ósanngjarn víta- spyrnudómur eins og sennilega allir sem voru á vellinum sáu. Mér finnst hafa verið verulega hallað á okkur í sumar hvað þetta varðar. Ég veit ekki hvort menn séu búnir að ákveða það að gefa öðrum meira en okkur en það lítur oft þannig út. Við get- um ekki annað en haldið áfram og lagt okkur fram og vonað að dómararnir geri það líka“. Þorlákur var hins vegar mjög „Vil hlutlausa dóm- gæslu framvegis“ ÞAÐ vakti athygli þegar flautað var til leiks Fylkis og KA í gær að í byrjunarliði Fylkis voru tíu leik- menn sem eru aldir upp í félag- inu. Aðeins Eskfirðingurinn Valur Fannar Gíslason kemur annars staðar að. Það er því greinilegt að öflugt yngri flokka starf Ár- bæjarliðsins skilar sér vel. Þrír nafnar hjá KA Annað sem vakti athygli manna í upphafi leiks var að í liði KA voru þrír sem heita Þorvaldur. Fyrstan skal telja þjálfarann Þor- vald Örlygsson, þá fyrirliðann Þorvald Makan Sigbjörnsson og loks Þorvald Svein Guðbjörnsson. Fjölmargir Fylkismenn Fram 2:1 Valur Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeildin, 8. umferð Laugardalsvöllur Sunnudaginn 6. júlí 2003 Aðstæður: Frábært knattspyrnuveður. Hægviðri, skýjað og 14 stiga hiti. Völlurinn frábær. Áhorfendur: 1.027 Dómari: Kristinn Jakobsson, KR, 4 Aðstoðardómarar: Örn Bjarnason, Sigurður Þór Þórsson Skot á mark: 7(3) - 14(5) Hornspyrnur: 6 - 13 Rangstöður: 6 - 2 Leikskipulag: 4-4-2 Gunnar Sigurðsson Ragnar Árnason Eggert Stefánsson M Andrés Jónsson M Gunnar Þór Gunnarsson Ingvar Ólason M Ágúst Gylfason M Freyr Karlsson (Þorbjörn Atli Sveinsson 57.) Ómar Hákonarson (Baldur Þór Bjarnason 62.) Guðmundur Steinarsson (Kristján Brooks 62.) Andri Fannar Ottósson Ólafur Þór Gunnarsson Sigurður Sæberg Þorsteinsson M Ármann Smári Björnsson Guðni Rúnar Helgason M Bjarni Ólafur Eiríksson (Kristinn Ingi Lárusson 86.) Matthías Guðmundsson M Stefán Helgi Jónsson (Elvar Lúðvík Guðjónsson 74.) Jóhann H. Hreiðarsson Sigurbjörn Hreiðarsson M Jóhann Georg Möller (Birkir Már Sævarsson 73.) Hálfdán Gíslason M 0:1 (36.) Bjarni Ólafur Eiríksson tók aukaspyrnu frá hægri kanti og sendi inn á vítateiginn. Hálfdán Gíslason skallaði í átt að markinu og Gunnar Sig- urðsson, markvörður Framara, misreiknaði knöttinn og missti hann í netið. 1:1 (78.) Ágúst Gylfason skoraði örugglega úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Ingvar Ólason féll við í teignum eftir viðskipti við Guðna Rúnar Helga- son. 2:1 (85.) Ingvar Ólason skaut föstu skoti utan vítateigs. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni Vals og fór þaðan í netið. Gul spjöld: Eggert Stefánsson, Fram (75.) fyrir brot.  Sigurður Sæberg Þorsteinsson, Val (76.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin. að stefndi allt í 50. sigur Vals á Fram á Íslandsmótinu frá upphafi. Valsmenn u verðskuldaða forystu en á síðustu tólf mínútum leiksins snerist stríðsgæfan á band Fram- ara. Eftir að Bolvíkingur- inn Háldán Gíslason hafði komið Valsmönnum yfir í i hálfleik með fyrsta marki sínu í deild- í ár jöfnuðu Framarar metin þvert gegn gi leiksins með marki úr umdeildri víta- rnu. Baldur Bjarnason, sem nýkominn inná sem varamaður, átti snotra send- u inn í vítateig Valsmanna á Ingvar Óla- Ingvar átti í höggi við Guðna Rúnar gason, varnarmann Vals, og féll við og stinn Jakobsson dæmdi umsvifalaust spyrnu. Dómur sem virkaði mjög ngur en Ágúst Gylfason framkvæmdi rnuna og þessari öruggu vítaskyttu st ekki bogalistin. Hann jafnaði gegn m gömlu félögum og aðeins sjö mínút- síðar fögnuðu Framarar sigurmarkinu ar skot Ingvars Ólasonar fór í varnar- n og skaust þaðan í netið.Valsmenn u vart sínum eigin augum enda höfðu fram að jöfnunarmarkinu verið með og hagldir á vellinum og ekkert í stöð- i sem benti til þess að Safamýrarpiltar gju stig. eikur gömlu risanna í austurbæ Reykja- r reis annars ekki mjög hátt og báðir ga þeir muna sinn fífil fegurri. Framarar uðu leikinn með ágætum. Freyr Karls- fékk á fyrstu mínútunni gott færi en ut yfir Valsmarkið og á 20. mínútu gerði fur Þór vel í því að verja skalla frá Ingv- Ólasyni. Eftir það fóru Valsmenn að ja í sig veðrið og réðu að mestu leyti gi leiksins. Frömurum gekk illa að halda anum innan liðsins og Valsmenn áttu velt með að brjóta niður sóknir þeirra. svo að Hlíðarendapiltar hafi ráðið ferð- gekk þeim illa að skapa sér færi og kið sem Hálfdán skoraði skrifast algjör- á Gunnar, markvörð Framara. alsmenn hófu síðari hálfleikinn með þó krum látum. Á fyrstu andartökum hálf- sins skaut Hálfdán yfir í góðu færi og Jóhann G. Möller fékk upplagt færi á 60. mínútu en Gunnar Sigurðsson sá við honum og varði vel í horn. Steinari Þór Guðgeirs- syni þjálfara Framara leist ekki á blikuna og á skömmum tíma gerði hann þrjár breyt- ingar á liði sínu. Þorbjörn Atli Sveinsson, Baldur Bjarnason og Kristján Brooks voru sendir á vettvang til að fríska upp á leik liðs- ins. Ekki virtust þessar skiptingar ætla að bera neinn ávöxt. Valsmenn héldu undirtök- unum og rétt áður en Ágúst jafnaði úr víta- spyrnunni fékk Hálfdán kjörið tækifæri til að gera út um leikinn. Hann slapp inn fyrir vörn Framara en Gunnar varði fast skot hans meistaralega vel og bætti þar sann- arlega fyrir mistök sín í fyrri hálfleiknum. Það er kannski of dúpt í árinni tekið að tala um rán Framara en lukkudísirnar voru svo sannarlega með þeim bláklæddu. Fyrst jafnaði Ágúst metin úr vítaspyrnunni vafa- sömu og Ingvar skoraði svo sigurmarkið með aðstoð varnarmanns Vals. Valsmenn reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna metin. Ólafur Þór markvörður fór í fremstu víglínu en allt kom fyrir ekki. Framarar fögnuðu sætum sigri, sínum fyrsta á heimavelli í ár og öðrum í röð eftir skellinn í Eyjum, 5:0. Framarar geta ekki glaðst yfir neinu öðru en stigunum þremur. Leikur liðsins var ansi tilviljunarkenndur og á köflum mjög ómark- viss og víst er að með álíka spilamennsku verða Framarar í því hlutverki enn eitt árið að forðast fall. Eggert Stefánsson átti ágæt- an leik í vörninni, Ingvar Ólason og Ágúst Gylfason voru duglegir á miðjunni en sókn- armenn liðsins náðu sér ekki á strik. Valsmenn geta svo sannarlega nagað sig í handarbökin en þeir léku á köflum ágæt- lega. Þeir köstuðu stigunum hreinlega frá sér og í stað þess að skjótast upp í þriðja sæti deildarinnar fóru þeir í áttunda sæti. Guðni Rúnar Helgason var fastur fyrir í vörninni og batt hana vel saman, Sigurður Sæberg og Sigurbjörn áttu góða spretti og Hálfdán stóð vel fyrir sínu í fremstu víglínu. Valsmenn fóru hins vegar afar illa með föstu leikatriðin sín og til marks um það fóru allar 13 hornspyrnur þeirra fyrir ofan garð og neðan. Aftur „stálu“ Framarar sigri Morgunblaðið/Golli Framarinn Ingvar Ólason kom við sögu í báðum mörkum sinna manna gegn Val í gær. Fyrst fiskaði hann vítaspyrnu og skoraði svo sigurmarkið undir lokin. Hér er Ingvar í baráttu við bræð- urna Sigurbjörn og Jóhann Hreiðarssyni. AMARAR nældu sér í þrjú dýrmæt stig þegar þeir höfðu betur gegn Vals- nnum, 2:1, í viðureign gömlu stórveldanna á Laugardalsvellinum í gær- ld. Líkt og í leiknum við FH á dögunum skoruðu Framarar tvö mörk á loka- útum leiksins og með sigrinum þéttist staðan enn frekar í deildinni. Fram þó sem fyrr í neðsta sæti með 8 stig en aðeins átta stig skilja Fram og topp- Fylkis en Framarar eiga leik til góða við KA. mundur arsson ar Keflvíkingar fengu ágæt færi áðuren mínúta var liðin af leiknum. Það virtist rugla þá aðeins í ríminu, því þeir sýndu engan veginn hvað í þeim býr svo það voru gestirnir úr Njarðvík sem voru meira með boltann. Hvort lið fékk ágætt færi en Keflvíkingum brá síðan hressilega þegar Eyþór Guðnason skoraði fyrir Njarðvík á 17. mínútu er hann stökk hæst inni í markteig og skallaði inn aukaspyrnu Guðna Erlendssonar. Njarðvíkingar náðu ekki að fylgja því eftir og tök þeirra linuðust uns Kefl- víkingar voru búnir að ná undirtök- unum. Það skilaði síðan marki á 34. mínútu þegar Þórarinn Kristjánsson skallaði inn fyrirgjöf Magnúsar Sverris Þorsteinssonar, sem sjálfur bætti um betur mínútu síðar þegar hann smeygði sér í gegnum vörn Njarðvíkur til að koma Keflavík í 2:1. En Adam var ekki lengi í Paradís því í næstu sókn gestanna jafnaði Sverrir Þór Sverrison, 2:2. Síðari hálfleikur var Keflavíkinga. Þeir höfðu öll tök á vellinum án þess að Njarðvíkingar fengju nokkuð að gert, frekar að þeir reyndu að sparka boltanum sem lengst í burtu en spila fram völlinn ef þeim tókst að stöðva sókn heimamanna. Fleiri mörk Kefl- víkinga lágu því í loftinu og Þórarinn bætti við öðru sínu á 58. mínútu eftir að Magnús Sverrir hafði tætt vörn Njarðvíkinga í sig. Tíu mínútum síðar var Jónas Sævarsson á ferðinni þegar hann smeygði sér í gegnum vörn Njarðvíkur til að koma Keflavík í 4:2. Magnús Sverrir var ekki hættur og á síðustu sekúndum leiksins afgreiddi hann aðra hornspyrnu Keflvíkinga í röð með skalla og lokatölur 5:2. „Við getum ekki valtað yfir Njarð- víkinga en náðum ekki að sýna okkar besta leik fyrr en eftir hlé þegar við náðum að spila okkar leik, það voru þrjú stig í boði og við ætluðum að taka þau,“ sagði Þórarinn eftir leikinn en hann átti góða spretti ásamt Magnúsi Sverri. „Það hefur verið beðið eftir þessum leik síðan í fyrra og sérstaklega mik- ilspenna myndaðist fyrir nokkrum vikum. Það var gaman að sjá svona marga áhorfendur og þeir lögðu sitt af mörkum, ég er sáttur við þá enda okkar tólfti maður,“ sagði Þórarinn. Bestur hjá Keflavík var Stefán Gíslason, sem fór með öll völd á miðj- unni, en Haraldur Guðmundsson var sterkur í vörninni ásamt Kristjáni Jó- hannssyni. Ómar Jóhannsson varði oft vel. „Við ætluðum okkur þrjú stig eins og í öllum leikjum og það skipti engu máli að við vorum að spila við besta lið deildarinnar,“ sagði Sverrir Þór eftir leikinn. „Við spiluðum vel í byrjun og áttum að skora fleiri mörk fyrir hlé því við fengum til þess færin. Við komum síðan ekki með nóg sjálfs- traust til síðari hálfleiks, sem gengur ekki gegn góðu liði eins og Keflavík, og fengum fljótlega á okkur slysalegt mark, þá datt botninn úr leik okkar,“ bætti Sverrir Þór við. Sverrir Þór, Eyþór, Snorri M. Jónsson og Sigurð- ur B. Sigurðsson áttu góðan leik. Njarð- vík hélt ekki út RÚMLEGA 1.100 manns voru á áhorfendapöllunum í Keflavík í gærkvöld þegar fram fór fyrsti grannaslagur Keflvíkinga og Njarðvíkinga í knattspyrnu. Njarðvíkingar, sem komu upp úr 2. deild, slógu hvergi af í byrjun og náðu forystu en þrautreyndir Keflvíkingar, sem spiluðu í efstu deild í fyrra, sýndu mátt sinn og megin með því að hafa síðari hálfleikinn algerlega í sínum höndum og sannfærandi 5:2 sigri. Með sigrinum komu Kefl- víkingar sér enn betur fyrir á toppi deildarinnar og í næstu umferð mæta þeir Víkingum, sem eru í öðru sæti. Stefán Stefánsson skrifar GIN lyf af bannlista fundust í 25 íslensk- íþróttamönnum sem voru prófaðir í lok áður en íþróttafólkið hélt á Smáþjóða- ana á Möltu. Niðurstöður liggja nú fyrir allir komu vel út úr prófuninni. etta er fjölmennasta lyfjapróf sem tekið ur verið hér á landi. Fjórir körfuknatt- smenn, tveir karlar og tvær konur, u prófaðir, þrír blakarar, fjórir júdó- par, tennisleikari, þrír sundmenn, tveir assspilarar, siglingamaður, fjórir frjáls- ttamenn, skotmaður og tveir borðtenn- ilarar. á liggja fyrir niðurstöður úr lyfja- fum sem tekin voru í tengslum við úr- aviðureign Hauka og ÍR í handbolta a í vor. Þar voru fjórir leikmenn, tveir hvoru liði, prófaðir og reyndist allt í með þá. Engin lyf undust TEINAR Guðgeirsson, þjálfari Fram, ar að vonum ánægður með leik sinna manna í gær. „Við byrjuðum þennan eik ágætlega og ég er sáttur við vernig við spiluðum leikinn fyrstu uttugu mínúturnar. Þá datt leikur kkar niður og þeir pressuðu okkur tíft og markið sem þeir settu á okkur om upp úr því. Varamenn okkar omu mjög sterkir inn og hafa gert það í síðustu leikjum. Við náðum að halda boltanum betur framar á vell- inum og aftur tókst okkur að snúa leiknum við eftir að frískir menn komu inná völlinn af bekknum. Hins vegar er margt sem við þurfum að bæta við okkar leik. Við höfum karakter og mér sýnist við vera komnir í gott form, við gefumst aldrei upp og við reynum að byggja ofan á það.“ „Við gefumst aldrei upp“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.