Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 27
þéttbýlissvæðum landsins en eigum auk þess gott samstarf við endur- seljendur á landsbyggðinni, bæði kaupfélög og kaupmenn. Verslanir Hörpu Sjafnar eru sérverslanir sem selja allt sem þarf til málunar, utan- húss og innan, jafnt málningu, við- arvörn, sparsl, kítti, verkfæri, áhöld og aðrar stuðningsvörur. Þar starfa fagmenn sem leggja sig fram um að veita viðskiptavinum persónulega þjónustu og hafa þekkingu til að gefa ráð sem duga varðandi vinnu- brögð, litaval og efnismeðhöndlun.“ Hvernig er þetta í nágrannalönd- unum? „Við sækjum fyrirmynd okkar að keðju sérverslana til Norður- landanna, einkum Danmerkur. Við erum t.d. í góðu samstarfi við Flügger í Danmörku og erum um- boðsmenn þeirra á Íslandi, en þeir reka 202 verslanir á sínum heima- slóðum og hófu rekstur eigin versl- ana fyrir um aldarfjórðungi og hafa aukið hlutdeild þeirra jafnt og þétt. Þetta fyrirkomulag er mjög algengt á Norðurlöndunum, nýtur þar vin- sælda og hefur dugað afar vel. Við finnum það í þeim góðu viðtökum sem verslanir okkar hafa hlotið á markaðinum að það er full þörf fyr- ir sérverslanir Hörpu Sjafnar á ís- lenska málningarmarkaðinum.“ Faktorshúsið í Hæstakaupstað á Ísafirði hefur gengið í endurnýjun lífdaga, m.a. fyrir tilstyrk Hörpu Sjafnar sem veitti verkefninu málningarstyrk, þarna er hús- ið á viðgerðarstiginu. Skáli Ferðafélags Fljótsdalshéraðs í Breiðuvík hlaut á sínum tíma málning- arstyrk Hörpu. Staðarkirkja í Grunnavík hlaut málningarstyrk Hörpu árið 1998. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2003 C 27Fasteignir ÍLÖGUM um fjöleignarhúseru ákvæði sem mæla fyrirum ýmsar skyldur eigenda,íbúa og afnotahafa í fjöleign- arhúsum og sem takmarka eign- arráð eigenda og helgast einkum af eignarforminu. Skyldur þessar eru margvíslegar og byggjast auk lag- anna á húsreglum, óskráðum grenndarreglum og almennum sam- skiptareglum. Ein af þeim skyldum sem hér um ræðir er, að eiganda ber að halda séreign sinni vel við og veita aðgang að henni til viðhaldsframkvæmda og viðgerða. Eigandi skal sjá um að kosta allt viðhald og allan rekstur á séreign sinni, þar með talið búnaði, tækjum og lögnum sem henni til- heyra samkvæmt ákvæðum laganna. Allur slíkur kostnaður, hverju nafni sem hann nefnist, telst sérkostnaður viðkomandi eiganda. Eiganda er skylt ef nauðsyn kref- ur að veita húsfélaginu eða mönnum á þess vegum aðgang að séreign til eftirlits með ástandi hennar og með- ferð með hæfilegum fyrirvara og að teknu tilliti til viðkomandi. Þannig hvílir á húsfélaginu ákveðið eftirlits- hlutverk með því að eigandi sinni viðhaldsskyldu sinni. Á húsfélaginu hvílir sams konar skylda hvað varð- ar viðhald á sameign hússins. Úrræði húsfélagsins Sinni eigandi ekki nauðsynlegu og eðlilegu viðhaldi og umhirðu sér- eignar sinnar, þannig að sameign hússins eða einstakir séreign- arhlutar líði fyrir vanræksluna og liggi undir skemmdum eða viðhalds- leysið veldur verulegum ama eða rýrnun á verðmæti annarra eigna, getur húsfélagið gripið til ákveðinna lagalegra úrræða. Nánar tiltekið getur húsfélag eða aðrir eigendur eftir a.m.k. eina skrif- lega áskorun og aðvörun látið fram- kvæma viðhald og viðgerðir og aðrar ráðstafanir á kostnað viðkomandi eiganda. Eiganda er skylt að veita óhindraðan aðgang að séreign sinni í þessu skyni. Ef húsfélagið þarf að leggja út fyrir kostnaði vegna þessa á félagið endurkröfu á viðkomandi eiganda og fylgir endurkröfunni lögveð í eign- arhluta hans. Lögveðið nær einnig til vaxta og innheimtukostnaðar. Í þeim tilvikum sem húsfélag eignast lögveð í eign eins eiganda til trygg- ingar ákveðinni kröfu getur félagið innheimt viðkomandi skuld á upp- boði ef ekki vill betur og gengur lög- veðið framar eldri sem yngri samn- ingsveðum, aðfararveðum og dómveði. Ef eigandi þrjóskast við að veita aðgang að séreign sinni verður hús- félagið að leita atbeina dómstóla til að fá dómsúrskurð um skyldu hans í því efni. Í kjölfarið verður síðan að leita aðstoðar sýslumanns til að fá úrskurðinum framfylgt. Mikilvægt er að húsfélög vandi þó til allrar ákvarðanatöku áður en gripið er til svo stórtækra úrræða enda þarf réttur félagsins að vera skýr og ótví- ræður til þess að slík krafa verði tek- in til greina hjá dómstólum. Viðgerðir á lögnum Sérstaklega er tekið fram í lög- unum að eiganda sé skylt að veita aðgang að séreign sinni vegna nauð- synlegra viðgerða á lögnum hússins. Þetta gildir bæði um sameiginlegar lagnir og sérlagnir annarra. Í til- vikum sem þessum skal eiganda til- kynnt um viðgerðir með hæfilegum fyrirvara og skulu þær fram- kvæmdar með hæfilegum hraða og lokið svo fljótt sem auðið er. Að framkvæmdum loknum skal allri séreigninni komið í samt horf og áður og eiganda að kostn- aðarlausu. Leiði viðgerð til veru- legra óþæginda eða afnotamissis getur eigandi átt rétt á bótum. Úrræði húsfélags er eigandi sinnir ekki viðhaldsskyldu Hús og lög eftir Hrund Kristinsdóttur, lögfræðing hjá Húseigenda- félaginu/huso2@islandia.is Morgunblaðið/Golli ÞAÐ getur verið ótrúlega falleg sjón að sjá fallegar klifurplöntur á vegg. Stundum klifra plönturnar sjálfar upp vegg, hafa hæfileika til að festa sig við veggi, t.d. bergflétta, en ýmsum öðrum klifurplöntum þarf að hjálpa með því að búa til fyrir þær grind sem þær geta klifrað upp. Klifurplöntur Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugs STUNDUM eru örlitlar lækjar- sprænur í görðum eða þá tjarnir. Þeir sem eru svo heppnir að hafa slíkt frá náttúrunnar hendi, t.d. við sumarbústaði, eða hafa verið svo myndarlegir að útbúa slíkt í görðum sínum vilja gjarnan hafa svolitlar brýr yfir vatnsföllin. Slíkar „garðabrýr“ eru sann- arlega til prýði, þæginda og stundum til nota þar sem svo hagar til. Menn geta sjálfir smíðað brýrnar og vafalaust er líka hægt að fá þær smíðaðar hjá trésmið- um og fyrirtækjum sem selja slík- ar vörur. Nauðsynlegt er að hafa góð grindverk á brúm þar sem hætta er á að börn geti dottið í vatn eða farið sér að voða á ann- an hátt. Morgunblaðið/Jim Smart Brýr í garða FÆREYSKA ljóðskáldið Nólsoyar- Páll orti frægt kvæði þar sem hann persónugerir Færeyinga sem tjald, sem er einkennisfugl Færeyja, og danska embættismenn sem rán- fugla sem sækja að tjaldinum. Þessi stytta stendur í miðbæ Þórshafnar í Færeyjum og sækir efnivið sinn í fuglakvæði Nólsoyar-Páls. Fuglakvæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.