Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2003 C 43Fasteignir Elías Haraldsson Sölustjóri Farsími: 898-2007 Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Farsími: 895-8321 Margrét Jónsdóttir Skjalafrágangur 510-3800 Skólavörðustíg 13 101 Reykjavík Sími: 510-3800 Fax: 510-3801 husavik@husavik.net www.husavik.net Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir hdl. Sérbýli Langholtsvegur. Gullfallegt ca 181 fm parhús á tveimur hæðum í góðu steinhúsi. Þrjú svefnherbergi (voru fjögur), góðar stofur með útgang út á stóra verönd, fallegur garður. Gott ca 15 fm herb. í kjallara með sérinngang (einnig inngengt frá íbúð). Eignin var mikið endurnýjuð fyrir nokkrum árum síðan m.a. eldhús, bað og gólfefni. Áhv. 11 millj. hagstæð langtíma lán. Verð 20,5 millj. (70) Krókabyggð - Mos. Skemmtilegt 3ja herbergja 97 fm endaraðhús á einni hæð. Nýlegt merbau-parket á gólfum, björt og rúmgóð stofa, borðkrókur í eldhús með útbyggðum glugga, Rúmgott þvottahús með glugga innan íbúðar. Áhv. 5,9 millj. bsj. Verð 14,9 millj. (11) Hlíðarhjalli - Kóp. Glæsilegt 287,7 fm einbýli á tveimur hæðum með innbygðum 32 fm bílskúr. Húsið er ekki fullfrágengið búið er að innrétta neðri hæð með 5 svefnherbergjum, baðherbergi og rúmgott þvottahús (möguleiki á að gera séríbúð, lagnir eru til staðar). Efri hæð er ekki fullbúin en vel íbúðarhæf. Húsið er frábærlega vel staðsett neðan við götu með frábæru útsýni, næst innst í botnlanga. Óbyggt svæði fyrir sunnan og vestan húsið (göngustígur og lækur). Áhv. 15.0 millj. hagstæð langtíma lán. Verð 35 millj. Tungusel - Útsýni. Um er að ræða fallega og vel skipulagða 3ja herbergja 85,4 fm íbúð á 2. hæð á frábærum útsýnisstað. Nýlegar flísar á eldhúsi og holi. Rúmgóð stofa með útgang út á suðursvalir. Íbúðin er staðsett við frábært útivista-svæði, skóla og verslannir. Verð 10,7 millj. (176) 2ja herb. Austurströnd - Bílskýli. Falleg 61,2 fm 2ja herb. íbúð á 3. hæð í nýviðgerðu lyftuhúsi (er verið að klára síðustu hlið sem greiðist af seljanda). Gott eikarparket á gólfum, stofa rúmgóð með útgang út á stórar vestursvalir, frábært útsýni. Stæði í bílskýli. Stutt í alla þjónustu. Áhv. 6,5 millj. Verð 10,6 millj. Vesturvör - Laus. Um er að ræða 42 fm ósamþ. íbúð á 3. hæð. Eignin skiptist í for- stofu, stofu, svefnherbergi og eldhús. Verð 4,4 millj. (116) Kórsalir - Lyftuhús. Nýjar og tilbúnar til afhendingar 3ja-4ra herb. 110 fm íbúðir í lyftu-húsi, auk stæðis í bílskýli. Teikningar á skrifstofu. Vandaðaðar íbúðir. Áhv. 11,5 millj. Verð 17,5 millj. (35) Kórsalir - „Penthouse“. Ný og glæsileg ca 300 fm „penthouse“ íbúð á 6. og 7. hæð í lyftuhúsi, auk tveggja stæða í bílskýli. Glæsilegt útsýni úr íbúðinni, tvær til þrjár stofur, 4-5 svefnherbergi, Stórar svalir þar sem gert er ráð fyrir heitum potti. Verð 32 millj. (35) 3ja herb. Grýtubakki. Vel skipulögð og falleg 3ja herbergja 78,9 fm íbúð, auk 7,1 fm geymslu (samtals 86 fm) í góðu fjölbýlishúsi. Parket á gólfum, Innréttingar voru endurnýjaðar fyrir ca 8 árum í eldhúsi, holi og herbergi. Nýleg innrétting á baðherbergi. Stofa með útgang út á suðursvalir. Verð 10,6 millj. (312) Laugavegur. Mjög snyrtileg og rúmgóð 65 fm 3ja herb. risíbúð í eldra steinhúsi. Tvö svefnherbergi og ágæt stofa. Baðherbergi með baðkari, lagt fyrir þvottavél, nýlegar flísar á gólfi. Áhv. 4,6 millj. húsb. Verð 7,9 millj. Klapparberg. Vel skipulagt 177 fm einbýlishús á tveimur hæðum, auk 30 fm frístandandi bílskúrs, samtals 208 fm. Húsið er staðsett innst í botnlanga. 4 stór svefnherbergi, stofa og borðstofa með útgang út á hellulagða verönd m. heitum potti og skjólveggjum. Baðherb. með gufubaði, baðkari og sturtuklefa. Verð 21,9 millj. (175) Bollagarðar - Seltj. Gullfallegt 237,3 fm endaraðhús með innbyggðum 23,2 fm bílskúr á þessum eftirsótta stað. Húsið er tvær hæðir og ris. 1. hæð er hol, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. 2. hæð er stofa, borðstofa, svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Ris er eitt opið rými, horft niður í stofu (góð vinnuaðstaða). Eignin hefur verið mikið endurnýjuð og er í góðu standi. Falleg 100 fm timburverönd í garði. Áhv. 10.0 millj. húsb. og Landsb. Verð 26,8 millj. Nýbygging Kirkjustétt. Mjög fallegt og vandað 172 fm raðhús á tveimur hæðum sem klætt er að hluta til með áli. Eignin skiptist í þrjú svefnherbergi, eldhús, rúmgóða stofu með útgang út á stórar svalir til suðurs, þvottahús og 30 fm bílskúr. Húsið er til afhendingar strax og skilast fullbúið að utan, málað og einangrað að hluta. Möguleiki á að fá lengra komið. Verð 15,7 millj. (114) Gvendargeisli. Mjög fallegt og vel staðsett 176 fm einbýlishús á einni hæð með inn- byggðum 30 fm bílskúr. Eignin er til afhendingar í júlí/ágúst og skilast fullbúið að utan og fokhelt að innan. Eignin er mjög vel skipulögð með fjórum svefnherbergjum. Verð 18,2 millj. (301) 4ra til 5 herb. Safamýri - Bílskúr. Falleg 100 fm 4ra herbergja endaíbúð á 3. hæð ásamt 20,5 fm bílskúr. Þrjú svefnherbergi og rúmgóð stofa. Eldhús er með nýlegri innréttingu, borðkrókur, lítið búr innaf eldhúsi. Rúmgóð stofa með glæsilegu útsýni, útgangur út á stórar suð-vestursvalir. Áhv. 8,8 millj. byggsj. og húsb. Verð 14,5 millj. Fífusel - Bílskýli. Rúmgóð 4-5 herb. 111,9 fm endaíbúð á 2. h. m. aukaherb. í sameign með aðg. að baðh. Stór og björt stofa og borðstofa með parketi á gólfi, þvottahús inn af eldhúsi. Baðherbergi með baðkari, sturtu og glugga. 26 fm stæði í bílskýli fylgir eigninni. Áhv. 6,6 millj. Verð 13,6 millj. (321) Þverholt - Bílskýli. Gullfalleg 80 fm 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í þessu fal- lega fjölbýli (Egilsborgir) ásamt stæði í bílageymslu. Eignin skiptist: Forstofa, hol, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, eldhús og stofa. Flísar á gólfum, góðar suð-vestursvalir. Laus fjótlega. Verð 14,0 millj. Spóahólar - Laus. Mjög falleg og björt 3ja herb. íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. Tvö svefnherbergi með frábæru útsýni yfir borgina. Baðherbergi með baðkari, lagt fyrir þvottavél. Fallegt eldhús með nýlegri innréttingu, borðkrókur. Rúmgóð stofa með útgang út á suðursvalir. Áhv. 5,6 millj. húsb. Verð 10,9 millj. Hlíðarhjalli - Útsýni. Mjög fallegt og vel staðsett ca 250 fm einbýlishús með innbyggðum ca 37 fm bílskúr í suðurhlíðum Kópavogs. Húsið er bjart og skemmtilega skipulagt með 2-3 stofur, arni, bar, stórum suður-svölum með frábæru útsýni, stórri og fallegri timburverönd og fjórum svefnherb.. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Verð 39 millj. (322) Víðiteigur - Endaraðhús. . Mikið uppgert og fallegt 90,4 fm 2ja-3ja herbergja endaraðhús. Nýtt merbau-parket á gólfum, nýtt og fallegt eldhús, baðherbergi með baðkari og sturtuklefa, sólstofa með náttúrusteini á gólfi og útgang út á suðurverönd, sérgaður. Sjá myndir á www.husavik.net. Áhv. 7,8 millj. Verð 13,3 millj. (323) Básbryggja. Stórglæsileg ca 149 fm 5 herbergja íbúð á tveimur hæðum (hæð og ris) í nýlegu húsi í Bryggjuhverfi. Þrjú góð svefnherbergi, stofa og sjónvarpsstofa, mikil lofthæð, baðherbergi með sturtu og baðkari. Gegnheil eik og flísar á gólfum. Mahóní- innréttingar. Áhv. ca 15 millj. Verð 21,5 millj. www.husavik.net Nýtt á söluskrá, vorum að hefja sölu á 119,1 fm - 126,1 fm 4ra herbergja íbúðum í þessu nýtískulega hönnuðu húsi sem stendur á frábærum útsýnisstað. Möguleiki er á að kaupa rúmgóð stæði í bílgeymslu en aðeins þrjú stæði eru til sölu. Við hönnun hússins var haft að leiðarljósi nútíma kröfur gagnvart útliti og skipulagi íbúðanna, þess var gætt að íbúðirnar væru bjartar og rúmgóðar enda snúa þær allar í þrjár áttir. Stofur eru rúmgóðar og gert er ráð fyrir sturtu og baðkari inn á baðherbergi. Þvottahús er innan íbúðanna. Svalir eru L-laga og snýr hluti þeirra til suðurs og austurs annars vegar og til suðurs og vesturs hins vegar. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna en baðherbergin eru flísalögð í hólf og gólf. Teikningar og skilalýsing á skrifstofu. 1. hæð: Tvær 4ra herb., 119,1 fm Verð 14,6 millj. 2.-3. hæð: Fjórar 4ra herb., ca 126 fm Verð 14,9 millj. Einkasala. Bílageymsla: Verð 1,2 millj. Kristnibraut 75 - Fallegt útsýni úr Grafarholti seld seld AÐALFUNDUR Búmanna var haldinn 6. júní sl. á Grand hótel Reykjavík. Á dagskrá fundarins var m.a. erindi Ívars Jónssonar prófessors við Viðskiptaháskólann á Bifröst sem hann kallaði „Samvinnufélög sem val- kostur“. Í erindinu kom m.a. fram að yfir 750 milljón meðlimir í 100 löndum væru innan alþjóðasamtaka samvinnufélaga, Internat- ional Co-operative Alliance skammstafað ICA. Fram kom að samvinnuhreyfingin er mjög öflug í Bandaríkjunum á ýmsum svið- um s.s. í raforkuframleiðslu og raforkudreif- ingu, tryggingafélögum, bankastarfsemi og landbúnaði. Húsnæðissamvinnufélög í Bandaríkjunum eiga um eina milljón íbúða og eru um 600.000 þeirra í New York-borg. Í Bretlandi eru um 3.000 húsnæðissam- vinnufélög sem eiga um 360.000 íbúðir. Rík- isstjórn Tony Blairs leggur mikla áherslu á að fjölga húsnæðissamvinnufélögum með ýmiss konar stuðningi við þessi félög. Í þessum löndum eru samvinnufélög einnig mjög öflug á sviði öldrunarþjónustu, barna- gæslu og ýmiss konar menningarstarfsemi. Fram kom að samvinnufélög njóta velvilja almennings í þessum löndum vegna sam- félagslegrar ábyrgðar þeirra. Kannanir í Bandaríkjunum sýna að 89% þeirra vilja heldur kaupa vörur frá samvinnufélögum en einkafyrirtækjum ef verð og gæði eru hin sömu. Sóknarfæri samvinnurekstrar á Íslandi í dag gætu verið á sviði húsnæðissamvinnu- félaga þar sem aukin tekju- og stéttarskipt- ing eykur þörfina fyrir uppbyggingu íbúðar- húsnæðis sem krefst minni fjárbindingar. Nýsköpun velferðarþjónustu er í deiglunni þar sem skapast möguleika á samvinnu- framkvæmdum. Einkaframkvæmd á sviði opinberrar þjónustu eykst bæði í heilbrigð- is- og menntakerfinu. Samvinnuvæðing í heilbrigðisþjónustu er vænn valkostur sem sameinar hagsmuni neytenda og rekstrar- aðila betur en einkaframkvæmd svo nokkuð sé nefnt. Stjórn Búmanna og framkvæmdir félagsins Í dag hafa Búmenn sem byggja búsetu- réttaríbúðir fyrir 50 ára og eldri tekið 196 íbúðir í notkun í níu sveitarfélögum. Félagið hefur um 100 íbúðir í byggingu eða á und- irbúningsstigi. Formaður stjórnar Búmanna var kosin Guðrún Jónsdóttir arkitekt. Að- almenn til tveggja ára voru kosin Sigurveig Sigurðardóttir og Úlfur Sigurmundsson. Fyrir í stjórn voru Steinunn Finnbogadóttir varaformaður og Steinar Júlíusson. Varamenn voru kosin Ásgeir Hjálmars- son, Eyrún Eiríksdóttir og Jón Helgason. Verklok og vorhátíð við Prestastíg Að loknum aðalfundi félagsins var haldið upp á það að Búmenn hafa lokið uppbygg- ingu alls 80 íbúða ásamt samkomuhúsi við Prestastíg 2–11 í Grafarholti. Um 100 gestir voru viðstaddir hátíðina. Íbúðir Búmanna eru vandaðar og full- búnar. Aðalsmerki Búmanna er að íbúarnir geti búið í íbúðunum eins lengi og kostur er. Miðað er við að þær séu með aðgengi fyrir alla, þ.e. þó að íbúar þurfi tímabundið að nota hjálpartæki, s.s. hjólastól, þarf viðkom- andi ekki að flytja úr íbúðinni. Lögð er áhersla á að íbúðir félagsins henti þessum aldurshópi með tilliti til stærðar íbúðar og lóðar. Íbúðir félagsins eru í raðhúsum, par- húsum og fjölbýli. Búmenn byggja 100 íbúðir ÞESSI glæsilega ösp stendur í Lystigarðinum á Akureyri, hún breiðir þarna voldugar grein- arnar á móti sólu. Aspir henta vel þar sem plássið er gott og þær koma ekki til með að skyggja á glugga eða annan og viðkvæmari gróður. Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugs Aspir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.