Morgunblaðið - 09.07.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.07.2003, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 183. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Rætur Barnsleys Stofnað af klerki á 19. öld | Íþróttir 40 Engar skeinur Skin fyrrum söngkona Skunk Anansie | Fólk 48 Heimasmíðuð yfir hafið Nútímaútgáfa af vél Wright-bræðra | Fréttir 4 ÍSLAND er þriðja dýrasta landið í heiminum fyrir ferðamenn og aðeins Nor- egur og Japan eru dýrari, samkvæmt úttekt sem sænska dagblaðið Afton- bladet lét gera á dvalar- kostnaði fyrir ferðamenn í 74 löndum. Reiknuð var út vísitala fyrir hvert land sem byggðist á verði á sambæri- legum vöruflokkum, þ.á m. gosdrykkjum, brauði, tann- kremi, filmum og verði á veitingastöðum en húsnæð- iskostnaður í löndunum var ekki tekinn með. Sænskt verð var lagt til grundvallar en í aðeins átta löndum hefur verðlag hækkað miðað við sænskt verð, í 52 löndum hefur verðlag lækkað og í þrettán löndum stendur það í stað. Vísitalan var hæst í Jap- an af löndunum 74 en lægst í Egyptalandi. Ekki góð auglýsing fyrir Ísland Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir könnunina ekki góða aug- lýsingu fyrir Ísland og slæmt ef satt sé. „Hins vegar er mjög erfitt að gera athugasemdir þegar maður veit ekki hvað í raun var verið að bera saman. Ljóst er að rekstrarumhverfi íslenskra veitingastaða er slæmt, háir skattar og gjöld og eitt hæsta landbún- aðarverð í heimi. Þrátt fyrir það eru mjög margir þeirrar skoðunar að verð á íslenskum veitingahús- um sé vel sambærilegt við það sem margar ná- grannaþjóðir bjóða og er það vegna lægri álagn- ingar veitingahúsanna. Ég hefði því viljað sjá mun meiri upplýsingar frá þeim sem gerðu könnunina,“ sagði Erna. Ísland þriðja dýrasta landið fyrir ferðamenn                                !" "#$% &   '()( *+), -.)- /+), .,)0 .,)' .()1 .()0 +,,), +,*). ++-)( +1,)* +0-)+ +0.)1 +',)0  MIKIL sorg ríkti í Íran í gær eftir að spurðist út að 29 ára gamlar íranskar tvíburasystur, sem samvaxnar voru á höfði, hefðu báðar látist eftir skurðað- gerð sem ráðist var í til að að- skilja þær. Blóm streymdu jafn- framt til sjúkrahússins í Singapúr, þar sem aðgerðin var gerð, frá Írönum sem sýna vildu læknum þar þakklætisvott fyrir að hafa viljað reyna aðgerð sem læknar annars staðar höfðu sagt of hættulega. Mörg dæmi eru um að tvíbur- ar, sem samvaxnir eru á höfði, séu aðskildir sem ungbörn. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem gerð er tilraun til að aðskilja full- vaxta tvíbura. Útsending rofin Útsending ríkissjónvarpsins í Íran var rofin í gær til að greina frá sorgartíðindunum. Mátti víða sjá fólk bresta í grát er það heyrði fréttirnar. Stjórnvöld sendu fjölskyldu systranna, Lad- an og Laleh Bijani, þegar sam- úðarkveðjur vegna andláts þeirra. „Þessi undanfarin 29 ár – allt frá því að tilkynnt var um fæðingu þeirra og allar þær erf- iðu stundir sem þær máttu upp- lifa – hafa nú verið fest varan- lega í sameiginlegu minni Írana,“ sagði Mohammad-Ali Abtahi, varaforseti Írans. Þjóðarsorg í Íran AP Írönsk börn fyrir framan heimili Ladan og Laleh Bijan í Teheran eftir að fréttist um andlát þeirra. Íranar harma örlög systranna Ladan og Laleh  Báðar/14 Teheran, Singapúr. AFP. GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði þræla- hald vera „einn stærsta glæp sögunnar“ í ræðu sem hann hélt í Dakar í Senegal í gær. Hann kallaði flutning þræla frá Afríku „mestu búferla- flutninga í heimi“ og kvað þá einhverja mestu skömm sög- unnar. Fimm daga löng Afríku- heimsókn Bush hófst í Seneg- al í gær og m.a. fór forsetinn til Goree-eyjar en þar byggðu Hollendingar svokallað þrælahús árið 1776 en þar var þrælum haldið áður en þeir voru sendir yfir Atlantshafið til Ameríku. Bush þótti með ummælum sínum í gær fara nærri því að biðjast afsökunar, fyrir hönd Bandaríkjanna, á þrælahaldi. „Bandaríkin hafa lært að frelsi er ekki eign eins kyn- þáttar,“ sagði Bush m.a. í ræðu sinni. Þá sagði hann að þrælar í Bandaríkjunum hefðu átt stóran þátt í frelsis- baráttu landsins. Herlið til Líberíu? Líklegt er að málefni Líb- eríu setji svip á Afríkuheim- sókn Bush en forsetinn sagði í gær hann hefði enga ákvörð- un enn tekið um það hversu mikil afskipti Bandaríkin myndu hafa af málum þar, eða hvort þangað yrði sent banda- rískt herlið. Leiðtogar ýmissa Afríkuríkja hafa þrýst á um þetta. Bandaríkjastjórn sendi á mánudag 20 manna könnun- arsveit til Monróvíu, höfuð- borgar Líberíu, og er talið hugsanlegt að hún sé undan- fari stærra friðargæsluliðs sem yrði sent til að binda enda á átökin sem þar geisa. Bush fordæm- ir þrælahald Dakar. AP, AFP. MAHMOUD Abbas, forsætis- ráðherra palestínsku heima- stjórnarinnar, sagði í gær af sér varaformennsku í Fatah- hreyfingu Yassers Arafats. Þá sagðist hann reiðubúinn til að víkja sem forsætisráðherra ef forysta Fatah væri óánægð með frammistöðu hans. Áður hafði Abbas frestað fundi sem hann átti að eiga í dag, mið- vikudag, með Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels. Háttsettur fulltrúi Fatah sagði í gærkvöldi að miðstjórn samtakanna hefði einróma neitað að samþykkja afsögn Abbas. Hann sagði að Abbas hefði í gær ritað Arafat bréf þar sem hann tilkynnti afsögn sína sem varaforseti Fatah. Í öðru bréfi til miðstjórnar Fatah hefði Abbas síðan skor- að á samtökin að marka nýja leið í friðarumleitunum í Mið- Austurlöndum, ef menn væru óánægðir með störf hans. Hann væri reiðubúinn að víkja úr forsætisráð- herraembættinu ef menn teldu hann á rangri leið. Forystusveit palestínsku heimastjórnarinnar hafði hist á stormasömum fundi í Ram- allah á mánudagskvöld og var Abbas þar gagnrýndur harð- lega fyrir samskipti sín við Ísraelsstjórn, einkum að því er varðar lausn palestínskra fanga úr ísraelskum fangels- um. Þykir mörgum hann of hófsamur í afstöðu. Fyrr í gær hafði ein deild samtakanna Heilags stríðs lýst yfir ábyrgð á sprengju- tilræði skammt frá Tel Aviv sem varð einum að bana, auk tilræðismannsins. Forysta samtakanna segir þau þó enn í vopnahléi. Abbas hótar að segja af sér Ramallah, Gaza. AFP, AP. ÞRÁTT fyrir sorglega niðurstöðu aðgerðarinnar á írönsku tvíburasystrunum Ladan og Laleh Bij- ani var réttlætanlegt að ráðast í hana. Þetta segja nokkrir siðfræðingar sem AP-fréttastofan ræddi við. Þeir benda á að þau siðfræðilegu skilyrði sem menn setji jafnan um byltingarkenndar læknis- aðgerðir, hafi verið uppfyllt. Læknar og annað starfsfólk sjúkrahússins í Singapúr hafi haft þá þekkingu og kunnáttu sem til þurfti, réttur tækja- búnaður hafi verið fyrir hendi og systurnar hafi gert sér grein fyrir áhættunni sem fylgdi aðgerð- inni. Þýski taugaskurðlæknirinn Madjid Samii er ekki sama sinnis, en hann rannsakaði stúlkurnar árið 1988 og komst þá að þeirri niðurstöðu að of hættulegt væri að reyna að aðskilja þær. „Þegar ég heyrði að þeir ætluðu að láta slag standa varð ég mjög undrandi því ég var sannfærður um að engar líkur væru á því að allt færi vel,“ sagði hann í gær. Aðgerð sem aldrei átti að reyna? MARGIR Afríkuleiðtogar líta á heimsókn Bandaríkjaforseta til álfunnar sem tilraun hans til að hafa áhrif á hið neikvæða viðhorf gagnvart Bandaríkjunum sem er útbreitt í Afríku. Ákvörðun Bush um að ráðast inn í Írak var umdeild meðal Afríkuþjóða. Gramdist Afríkubúum ekki síst að Bush skyldi þar sniðganga Sameinuðu þjóðirnar en stofnunin er svo að segja eini vettvangurinn þar sem Afríkuríki geta haft áhrif. Þetta er fyrsta heimsókn Bush til Afríku en auk Senegals mun hann heimsækja Suður-Afríku, Botswana, Úganda og Nígeríu. Reuters Bandaríkjaforseti í fimm daga heimsókn í Afríku

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.