Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR breskir eldri borgarar fögnuðu því að 100 ár eru liðin frá fyrsta flugi Wright-bræðra á eftir- minnilegan hátt þegar þeir flugu heimasmíðaðri vél sinni yfir Atl- antshafið frá Kanada til Skotlands, með viðkomu á Grænlandi og Ís- landi. Þeir fóru frá Reykjavík- urflugvelli um hádegi í gær áleiðis til Skotlands. Dennis Wood, 68 ára, er fyrrum flugstjóri hjá British Airways og vinur hans, Jack Berkins, einnig 68 ára, er einkaflugmaður. „Flug- vélin okkar er nokkurs konar nú- tímaútgáfa af flugvél Wright- bræðra sem var fyrsta flugvélin sem flaug fyrir eigin vélarafli,“ segir Wood. „Hreyfillinn er aftan á vélinni og stélið að framan, alveg eins og á flugvél bræðranna. Við keyptum flugvélina ósaman- setta fyrir sex árum og fluttum hana til Cannes á Suður-Frakk- landi þar sem við settum hana saman í flugskýli,“ segir hann. Fyrir tveimur árum var svo flugvélin flutt í gámum til Flórída þar sem vélin og rafeindabúnaður voru sett í vélina. Flugvélin, sem ber nafnið Velocity, er fjögurra sæta, en fyrir þetta flug voru tvö sæti tekin úr til að búa til pláss fyrir auka eldsneytisgeymi og far- angur. Flugið hingað til Ísland gekk vel, en nokkrar tafir urðu á áætl- un félaganna vegna slæms veðurs. Frá Skotlandi reiknuðu þeir með að fljúga á flugsýningu í Bretlandi og svo síðar meir til Cannes í Frakklandi. Félagarnir lentu í vandræðum þegar hjólin fóru ekki niður þegar þeir voru að koma inn til lend- ingar í Narsarssuaq á Grænlandi í fyrradag, segir Wood. „Við vorum báðir í flotgöllum og litum út eins og Michelin-maðurinn. Þegar við vorum að búa okkur undir það versta sá ég að önnur buxna- skálmin á flotgallanum var flækt í handfang sem stoppaði hjólabún- aðinn í að fara niður. Svo ég losaði buxnaskálmina, færði handfangið og þá fór hjólabúnaðurinn niður. Það var óskaplegur léttir, við get- um alveg hugsað okkur betri staði til að nauðlenda en Grænland.“ Wood segir að svo sé ætlunin að njóta þess að geta flogið frjáls eins og fuglinn frá heimili hans í Suð- ur-Frakklandi. „Það verður gaman að geta flogið til eyja á Miðjarð- arhafinu, til Bretlands og á flug- sýningar út um alla Evrópu til að sýna mönnum að Wright-bræður hafi rambað á góða lausn þegar þeir settu hreyfilinn aftast í flug- vélina sína.“ Breskir eldri borgarar fljúga heimasmíðaðri flugvél yfir Atlantshafið Vélin nú- tímaútgáfa af flugvél Wright- bræðra Morgunblaðið/Árni Sæberg Denis Wood (t.v.) og Jack Berkin við vélina sína, Velocity, en þeir höfðu viðkomu á Reykjavíkurflugvelli í gær. Sex ára fangelsi fyr- ir fíkniefna- innflutning Sendi 4,8 kíló af am- fetamíni með pósti KARLMAÐUR á þrítugsaldri, Stefán Ingimar Koeppen Brynj- arsson, var í gær dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykja- ness fyrir innflutning á tæplega sex kílóum af amfetamíni og tæp- lega einu kílói af kókaíni. Systir mannsins, sem einnig er á þrítugs- aldri, var dæmd í þriggja ára fang- elsi fyrir aðild sína að málinu. Fimm einstaklingar til viðbótar hlutu frá tíu mánaða til tveggja ára fangelsisvist. Stefán Ingi, sem er 27 ára gam- all, var dæmdur fyrir ýmis fíkni- efnabrot á tímabilinu 1998–2002. Árið 1998 stóð hann meðal annars að því ásamt tveimur öðrum mönn- um að flytja inn rúmlega 630 grömm af kókaíni frá Mexíkó. Samstarfsmenn Stefáns Inga voru dæmdir í tveggja og þriggja ára fangelsi í júní 2000, en Stefán hafði þá flúið land. Í desember 2001 sendi Stefán Ingi um 4,8 kíló af amfetamíni í pósti frá Þýskalandi og ætlaði ís- lenskum vitorðsmönnum sínum að dreifa efninu og selja það. Meðal þeirra sem aðstoðuðu við innflutn- inginn var systir hans, Angela Ko- eppen Brynjarsdóttir, sem fædd er 1979. Stefán Ingi var handtekinn í Hollandi í febrúar 2002. Hann var síðan framseldur til Íslands í jan- úar 2003. Hafsteinn Ingimundarson hafði sá um dreifingu og sölu amfeta- mínsins sem sent var til Íslands árið 2001. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm. Barnaklámsmyndir fundust við rannsókn málsins Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur fyrir að geyma fíkniefnin. Við rannsókn málsins fundust einnig barnaklámsmyndir á tölvu hans, alls meira en níu þúsund ljósmyndir og 56 hreyfimyndir. Hann hefur ekki áður hlotið refs- ingu og hlaut nú samtals tíu mán- aða fangelsisdóm. Karlmaður á þrítugsaldri sá um að flytja efnið milli staða innan- lands. Hann hafði áður verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot, og var að brjóta skilorð með framferði sínu. Hann hlaut 18 mánaða fangelsis- dóm. Jafnaldri hans, sem sá um að geyma eina sendingu af fíkniefn- um, og sem áður hefur verið dæmdur fyrir ýmis afbrot, var dæmdur í 12 mánaða fangelsi. Loks var kona á sama aldri dæmd í tíu mánaða fangelsisvist fyrir að taka á móti og geyma amfetamín og kókaín á heimili sínu. Hún hef- ur ekki áður hlotið refsingu. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur kvað upp þann úrskurð í gær að ís- lensk stjórnvöld færi með lögsögu í máli varnarliðsmanns sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Hafn- arstræti og framlengdi jafnframt gæsluvarðhald yfir honum til 3. sept- ember næstkomandi. Með úrskurð- inum tók dómurinn undir sjónarmið ríkissaksóknara en hafnaði rökum verjandans sem byggði á því að utan- ríkisráðuneytið hefði samþykkt að bandarísk hervöld færu með lögsögu í málinu. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar. Ákæran gegn varnarliðsmannin- um var gefin út í gærmorgun. Hann er ákærður fyrir að hafa einn eða í félagi með öðrum, veist að tæplega tvítugum Keflvíkingi á gangstétt í Hafnarstræti að morgni 1. júní sl. og stungið hann fimm stungum. Mað- urinn hefur játað að hafa beitt hnífi í átökunum en ber því við að um nauð- vörn hafi verið að ræða þar sem hann óttaðist um líf sitt. Segist hann hafa verið einn að verki. Að mati ríkissak- sóknara bendir á hinn bóginn ým- islegt til þess að fleiri geti hafa verið að verki en þar sem lögregla hafi ekki enn fengið heimild til að yfir- heyra aftur nokkra liðsmenn í varn- arliðinu sé ljóst að ekki verði komist lengra í rannsókn málsins að svo stöddu. Því hafi verið rétt að gefa út ákæru áður en gæsluvarðhald rynni út. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjvík var óskað eftir því snemma í síðustu viku að lög- regla fengi að yfirheyra mennina en þeirri beiðni hefur varnarliðið ekki svarað. Verjandi varnarliðsmannsins, Sveinn Andri Sveinsson hrl., krafðist þess að ákærunni og gæsluvarð- haldskröfunni yrði vísað frá dómi enda hefðu hervöld Bandaríkjanna lögsögu í málinu en ekki ríkissak- sóknari. Hann sagði það vafalaust að utanríkisráðuneytið færi með ákvörðunarvald um framsal lögsögu og lagði fram bréf frá ráðuneytis- stjóra utanríkisráðuneytisins um að ráðuneytið hefði fallist á beiðni bandarískra stjórnvalda um framsal lögsögu. Íslenskur dómstóll gæti því ekki kveðið upp úrskurð í málinu og það væri ekki ríkissaksóknara að taka ákvörðun um ákæru. Þessu mótmælti fulltrúi ríkissaksóknara, Kolbrún Sævarsdóttir, og vísaði til þess að ríkissaksóknari hefði eftir „vinsamlega athugun“ ákveðið að verða ekki við beiðni um framsal lög- sögu. Í úrskurði héraðsdóms segir að ríkissaksóknari sé æðsti handhafi ákæruvalds á Íslandi. Þá hafi íslensk stjórnvöld lögsögu yfir mönnum í liði Bandaríkjanna ef þeir fremja refsi- verð brot á Íslandi. Þar sem ríkis- saksóknari hefði ekki orðið við beiðni um framsal var það álit dómsins að íslensk stjórnvöld hefðu lögsögu í málinu. Helgi I. Jónsson kvað upp úr- skurðinn. Héraðsdómur Reykjavíkur framlengir gæsluvarðhald yfir varnarliðsmanni Íslensk stjórnvöld hafa lögsögu í málinu Lögregla ekki enn fengið heimild til að yfirheyra varnarliðsmenn DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra telur að það hafi verið óviðeigandi af Gunnari Snorra Gunnarssyni, ráðu- neytisstjóra utanríkisráðuneytisins, að tengja saman mál varnarliðs- mannsins sem í gær var ákærður fyr- ir tilraun til manndráps í Hafnar- stræti og viðræður um framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og hefur hann látið þess getið við utan- ríkisráðherra. Í bréfi Gunnars Snorra til ráðu- neytisstjóra forsætisráðuneytisins, sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær, segir m.a. að ekki þurfi að minna á að þetta mál komi upp „á viðkvæm- um tíma í varnarsamstarfi ríkjanna, þ.e. þegar erfiðar viðræður standa yf- ir við bandarísk yfirvöld um varnar- samninginn.“ Í viðtölum við blaða- og fréttamenn í gær sagði Davíð að það væri merki- legt að hann hefði frétt af bréfinu í fjölmiðlum. Utanríkisráðherra hefði tjáð sér að það hefði verið slys og hefði ekki átt að gerast með þeim hætti. Davíð kvaðst aðspurður ekki hafa áhyggjur af því að mál varnar- liðsmannsins hefði áhrif á viðræður um varnarsamninginn og það væri óviðeigandi að spyrða þessi tvö mál saman. Hann kvaðst ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort ákvörðun um lögsögu ætti að liggja hjá utanríkis- ráðuneytinu eða ríkissaksóknara en minnti á að sjálfstæði ríkissaksóknara væri afar þýðingarmikið fyrir ís- lenska stjórnskipun og íslenskt rétt- arfar. Ráðuneyti gætu komið sjónar- miðum sínum á framfæri en jafnvel þó ráðuneytin sendu ríkissaksóknara fyrirmæli væri honum ekki skylt að fara eftir þeim. Afstaða utanríkis- ráðuneytisins skýr Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði afstöðu ráðuneytisins koma skýrt fram í fyrrnefndu bréfi. „Og það sem fer frá ráðuneytinu er á mína ábyrgð sem ráðherra, það er al- veg ljóst.“ Halldór minnti á að mann- inum yrði refsað þó að Bandaríkja- menn fengju lögsögu og hann mætti jafnvel búast við þyngri refsingu, enda yrði hann dæmdur eftir herlög- um. Aðspurður sagðist hann ekki halda að deilur um lögsögu yfir varn- arliðsmanni hefðu áhrif á viðræður um framtíð varnarliðsins. Á hinn bóg- inn bæri íslenskum stjórnvöldum að uppfylla skilyrði varnarsamningsins, um það hefði verið samið hvort sem mönnum líkaði það betur eða verr. Vísar ásökunum á bug Í fyrrnefndu bréfi gagnrýnir ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytisins málsmeðferð dómsmálaráðuneytisins og ríkissaksóknara í máli varnarliðs- mannsins. Er ríkissaksóknari sagður brjóta ákvæði varnarsamningsins sem hefur lagagildi og gegn reglu- gerð um verkaskiptingu ráðuneyta og virði þar að auki að vettugi skuldbind- ingar íslenskra stjórnvalda. Í samtali við Morgunblaðið vísaði Bragi Stein- arsson vararíkissaksóknari þessu al- gjörlega á bug. Hann sagði afstöðu embættisins skýra, lögsagan væri rík- issaksóknara og við það yrði staðið. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir sjálfstæði ríkissaksóknara afar þýðingarmikið Óviðeigandi að tengja mál- ið viðræðum um varnarlið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.