Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2003 15 Laugavegi 91 s.562 0625 útsalan hefst í dag kl. 10:00 30-50% afsláttur GERARD DAREL DKNY NICOLE FARHI IKKS BZR CUSTO PAUL ET JOE SELLER HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í knatt- spyrnu heimilislausra hófst í Aust- urríki á mánudag. Mótið fer fram á torgum Graz-borgar og stendur í viku. Skipuleggjendur mótsins vona að þátttaka í keppninni hafa jákvæðar breytingar á líf kepp- endanna í för með sér. „Þetta snýst um að fá að vera þátttakandi í samfélaginu,“ segir Mel Young, einn forsvarsmanna mótsins. Young vonast til að mótið verði árlegur viðburður en vill þó helst ekki sjá sömu leikmennina á mótinu að ári liðnu. Þrír leikmenn sænska liðsins voru sendir heim áður en þeir spiluðu sinn fyrsta leik á heims- meistaramótinu. Þeir voru staðnir að því að drekka áfengi og hinir í liðinu tóku þá ákvörðun að þeir skyldu sendir heim þar sem þeir brutu reglur mótsins. Sumir þátttakendur í keppninni hafa þó öðlast nægilegt sjálfs- traust til að setja sér markmið um að hefja nám eða vinnu og koma sér upp heimili að mótinu loknu. Þeir munu því ekki verða með að ári. AP Heimilislausir á heimsmeistaramóti GÜNTER Verheugen, sem fer með stækkunarmál Evrópu- sambandsins, ESB, vísaði í gær á bug hugmyndum Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, um að Rússar, Úkraínu- menn og Ísraelar fengju aðild að sambandinu. Berlusconi er nú í forsæti fyrir því. Berlusc- oni sagði í viðtali við franska dagblaðið Le Figaro í maí, að ESB yrði að ná Bandaríkjun- um og það gerði það með því að færa út landamærin og láta sambandið „ná til Tyrklands, Moldovu, Balkanríkjanna, Hvíta Rússlands, Úkraínu og Rússlands“. „Síðan vil ég bæta við Ísrael,“ sagði hann svo. Dregur úr atvinnuleysi HELDUR hefur dregið úr at- vinnuleysi í Þýskalandi og hef- ur raunar minnkað fjóra mán- uði í röð. Í upphafi árs voru 4,7 milljónir manna án atvinnu en nú 4,26 millj. Samsvarar það 10,2% af vinnufæru fólki. Að mati þýsku vinnumálaskrif- stofunnar eru þær umbætur á vinnumarkaði, sem Gerhard Schröder kanslari hefur beitt sér fyrir, nú loksins farnar að segja til sín. Skírteinis- laus í 57 ár DANSKIR lögreglumenn stöðvuðu nýlega vörubíl, sem þeim fannst ekið eitthvað óvar- lega, og tóku ökumanninn tali. Var þar enginn nýgræðingur á ferð, heldur 74 ára gamall maður, sem unnið hafði við akstur í 57 ár. Hann var hins vegar við skál. Þegar hann var svo beðinn að sýna ökuskír- teini viðurkenndi hann, að hann hefði aldrei átt slíkan pappír. Hann hefði farið að keyra 17 ára, ári fyrr en leyfi- legt var og er, en ekki nennt að verða sér úti um skírteini. Í þessi 57 ár hefur hann aldrei verið stöðvaður enda aldrei orðið neitt á fyrr en nú. Treyst á tækin KONA nokkur, sem ætlaði að fara með flugvél hjá Cathay Pacific til Los Angeles til Hong Kong, fór í þess stað upp í Qantas-vél, sem skilaði henni til Melbourne í Ástralíu. Er það kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir það, að hún skyldi komast í gegnum af- greiðsluna og eftirlitið með rangan farseðil. Talsmaður Qantas ber því við, að rafrænir lesarar hafi verið bilaðir en þeir hefðu strax látið vita af ranga farseðilnum. Var kon- unni komið á hótel yfir nótt og henni síðan komið til Hong Kong daginn eftir. Sex lágu í valnum MAÐUR nokkur, starfsmaður í verksmiðju í Meridian í Miss- issippi, skaut í gær fimm sam- starfsmenn sína til bana og síð- an sjálfan sig. Var hann vopnaður haglabyssu og hálf- sjálfvirkum riffli. Ekki er vitað hvað manninum gekk til en hann skaut bara á fólkið af handahófi. STUTT Stækkun hafnað TALSMENN Hvíta hússins hafa viðurkennt að George W. Bush, for- seti Bandaríkjanna, hafi farið með rangt mál þegar hann sagði í stefnuræðu sinni í janúar að Írak hefði nýlega reynt að nálgast umtalsvert magn af úrani í Afríku. Yfirlýsingarn- ar koma í kjölfar ásakana frá bandarískum er- indreka, sem sendur var í leiðangur til Afríku til að kanna hvort Írakar hefðu reynt að kaupa Úran frá Níg- eríu. Hann hefur sakað stjórn Bush um að hafa hagrætt niðurstöðum sínum til að styrkja rökin fyrir stríði. Ari Fleicher, talsmaður Hvíta húss- ins, segir hins vegar að hin ranga staðhæfing Bush hafi verið byggð á fölsuðum skjölum frá Nígeríu. Úranviðskipti ólíkleg Erindrekinn, Joseph Wilson sem er fyrrum sendiherra Bandaríkj- anna í Vestur-Afríkuríkinu Gabon, var sendur til Nígeríu í febrúar 2002. Eftir komuna sagðist hann ekki hafa verið lengi að draga þá ályktun að mjög ólíklegt væri að úranviðskipti eða viðræður um þau á milli Íraks og Nígeríu hefðu nokkurn tíma átt sér stað. Bandaríska leyniþjónustan (CIA) og skrifstofa varaforseta Bandaríkjanna hefðu án alls vafa fengið þær niðurstöður hans. Samt sem áður komu staðhæfing- ar um meint úranviðskipti Íraka fram í stefnuræðu Bush í janúar síð- astliðnum, næstum ári eftir för Wil- sons. Bush fór með rangt mál Washington. AP. George W. Bush BOEING 737-farþegaflugvél Sudan Aiways fórst í austurhluta Súdans aðfaranótt gærdagsins og með henni 115 manns, 104 farþegar og 11 manna áhöfn. Aðeins einn tveggja ára drengur komst lífs af að því er súdanskir embættismenn greindu frá í gær. Flugmaður vélarinnar tilkynnti um „tæknilega örðugleika“ í tengslum við annan hreyfil flugvél- arinna um 10 mínútum eftir flugtak frá borginni Port Sudan við Rauða- haf. Slysið varð klukkan fjögur í fyrrinótt að staðartíma, eða klukkan eitt að íslenskum tíma. Vélin var í áætlunarflugi og var ferðinni heitið til höfuðborgar Súd- ans, Kartúm. Að því er talsmaður ríkisstjórnarinnar greindi frá ætlaði flugmaðurinn að snúa aftur til Port Sudan en brotlenti á landsvæði skammt frá strönd Rauðahafsins, um 18 km frá flugvellinum. Talið er að flestir hinna látnu hafi verið Súdanar en á farþegalista voru átta manns með annað ríkisfang, Indverjar, Breti, Kínverji, Eþíópíu- maður og einn frá Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum. Súdanska fréttastofan SUNA greindi frá því að litli drengurinn sem lifði af hefði misst fótlegg í slysinu en væri kom- inn á sjúkrahúsið í Port Sudan. Flugritinn fundinn Rannsóknarmenn eru komnir á slysstað, þar sem brak úr vélinni hef- ur dreifst yfir stórt svæði. Flugriti vélarinnar hefur fundist. Utanríkisráðherra Súdans, Moustapha Osman Ismail, sagði slysið vera beina afleiðingu af við- skiptabanni Bandaríkjanna. „Skort- ur á varahlutum leiddi til slyssins,“ sagði hann. „Vegna viðskiptabanns- ins sem Bandaríkjamenn settu á á sjöunda áratugnum eru engir vara- hlutir til í Boeing-vélar í Súdan.“ Bandaríkjamenn hafa talið Súd- ana skjóta skjólshúsi yfir hryðju- verkamenn í gegnum tíðina. Því var fyrrnefndu viðskiptabanni komið á. 115 manns fór- ust í flugslysi Khartoum. AFP.                             !!" #  $% &   #  '# $(# )  *  $           + , - .     !"#$ %&'$ #("#     #("# )  *  && Yfirvöld segja viðskiptabann Bandaríkjamanna orsök slyssins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.