Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2003 19 ÞRÁTT fyrir bræðralag og náungakærleik sýndu menn enga miskunn þegar Reykjanesbæjar- liðin Keflavík og Njarðvík mættust í fyrstu deildar leik í Keflavík á sunnudaginn. Var stúkan í Kefla- vík þéttsetin dyggum stuðnings- mönnum beggja liða. Eins og áður segir var sam- keppnin hörð og tókust menn hart á þrátt fyrir nágrannabrag og kunningsskap og létu hvergi deig- an síga. Þó fór að lokum svo að Keflavík bar sigur úr býtum, 5:2, enda eru þeir nú langefstir í deild- inni með 21 stig. Árni Sigfússon bæjarstjóri var heiðursgestur kvöldsins og leist vel á sína menn. „Ég fór af vellinum með sjö mörk, þannig að ég full- yrði að ég hafi verið ánægðastur vallargesta. Þetta var mjög fjör- ugur og skemmtilegur leikur. Svona markaleikir eru auðvitað sælgæti fyrir áhorfendur og besta mál.“ Innanbæjar- slagur í boltanum Reykjanesbær Ljósmynd/Hilmar Bragi Árni Sigfússon heilsar leikmönnum Keflavíkur með virktum. TILBOÐ í byggingalóðir í landi Reykjanesbæjar voru opnuð hjá Ríkiskaupum þann þriðja júlí síð- astliðinn. Á svæðinu er áformað að byggja alls 140 íbúðir og er því skipt í þrjár spildur. Á fyrstu spild- unni er gert ráð fyrir þrjátíu ein- býlishúsalóðum og einni leikskóla- lóð. Á þeirri næstu er gert ráð fyrir tuttugu og fjórum einbýlishúsum, sextíu og tveimur parhúsalóðum og þrettán raðhúsalóðum, en á síðustu spildunni er gert ráð fyrir útivistar- svæði. Ágreiningur um verð Alls bárust þrjú tilboð í landið, hæsta tilboðið kom frá Húsagerð- inni ehf., SEES ehf. og Verkfræði- stofu Suðurnesja ehf. að upphæð samtals 150 milljónir króna. Að sögn Guðmundar I. Guðmundsson- ar hjá Ríkiskaupum var þar um mjög viðunandi verð að ræða. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir afhendingu landsins langþráðan áfanga. Engu að síður dregur hann verð landsins í efa, þar sem hæsta boð hafi verið tí- falt það sem almennt er talið virði landsins. „Þar með er þegar kominn verulegur kostnaður á hverja lóð áður en hafist er handa. Ég mun ekki mæla með að bærinn gangi inn í slíkt boð og þar með þarf að semja um alla þætti í frekari undirbúningi svæðisins, sem gæti tafið uppbygg- ingu þess verulega. Við höfum beðið lengi eftir að þessu svæði yrði skil- að og það er mikils virði fyrir bæinn að fá þetta byggingarland. Ríkið ákvað hins vegar að bjóða það hæstbjóðanda og ef þessi tala stenst er hér um gríðarlegan kostn- aðarauka fyrir almenning að ræða.“ Landið hét áður Nikelssvæði, eft- ir bandarískum herforingja, en í nýju skipulagi er það nefnt Hlíða- hverfi, þar sem til stendur að þar rísi blómleg íbúðarbyggð. „Fyrir of- an Reykjaneshöllina kemur síðan útivistar- og íþróttasvæði og nær byggðinni í Keflavík stendur til að þétta íbúðarbyggð með 140 íbúð- um.“ Tilboð í Hlíðahverfi opnuð Hæsta boð samtals 150 milljónir LITADÝRÐ og ferskleiki einkenndu sumarhátíð sem Listaskóli barna í Reykjanesbæ stóð fyrir síðasta föstudag. Þar komu fram börn sem höfðu sótt myndlistar- og leiklist- arnámskeið í Listaskóla barnanna, sem er nýbreytni í Reykjanesbæ í sumar. Fluttu börnin meðal annars þjóð- sögur frá Reykjanesi, þar sem not- ast var við grímur sem þau höfðu búið til á myndlistarnámskeiðum hjá Thelmu Björk Jóhannesdóttur. Einnig sungu þau lög úr söngleikj- unum Annie og Galdrakarlinum úr Oz. Listsköpunin opnar börn Að sögn Jóns Marinós leikstjóra gekk sýningin í alla staði „æðislega vel“ og bæði börn og foreldrar voru ánægð með frammistöðuna. „Þetta starf er búið að vera meiri háttar, það er lífið að vinna svona skapandi starf með börnum. Mér finnst þetta starf þess virði að halda því áfram og bærinn ætti að virkja þetta til hins ýtrasta. Hingað koma feimin börn, sem fara héðan op- in og glöð, þetta er hin besta meðferð.“ Jón Marinó segir nýjan listaskóla þegar hafinn og honum ljúki 25. júlí með annarri sýn- ingu. „Allir eru vel- komnir að kíkja á þá sýningu klukk- an fjögur þann dag og kynna sér starfið.“ Nemendur í Listaskóla barnanna settu upp leikrit byggð á þjóðsögum frá Reykjanesi og sungu lög úr söngleikjum við góðar undirtektir í Frumleikhúsinu. Hátíð Listaskóla barna Reykjanesbær Morgunblaðið/Hilmar Bragi FÉLAGI í gönguhópnum FERLIR (Ferðahóp rannsóknardeildar lög- reglunnar í Reykjavík) rakst á dög- unum á forvitnilegar fornminjar á göngu sinni um Fjárskjólshraun á Suðurströnd Reykjaness, nálægt fyrirhuguðu vegarstæði Suður- strandarvegar. Við nánari athugun reyndist þarna um að ræða fornar hleðslur og helli, sem voru mjög gró- in, en þó sást vel móta fyrir inngang- inum. Nokkuð líklegt þykir að þarna sé um að ræða fjárskjól það sem hraunið dregur nafn sitt af. Mikilvægt að gæta að minjum Hellirinn sjálfur hefur hýst hátt í hundrað fjár og eru fyrirhleðslur inni í honum á þremur stöðum. Ljóst þyk- ir að menn hafa ekki stigið fæti inn fyrir hellismunnann í langan tíma, sennilega einhver hundruð ára. Ómar Smári Ármannsson, áhuga- maður um útivist, segir fjárskjólið sérstakt að því leyti að í fyrsta lagi sé það mjög gamalt. „Í öðru lagi var ekki vitað að þarna væri að finna fjár- skjól. Síðast en ekki síst eru þarna mjög íburðarmiklar hleðslur og greinilega hlaðið skýli fyrir fólk til að hafast við í. Venjulega er um að ræða mjög einfalda fjárhella þar sem hlað- ið er fyrir munna í hraunbólum, en hér er meira lagt í hleðsluna. Þarna var greinilegt að maður hafði ekki stigið fæti í mjög langan tíma. Það er rétt að geta þess að sú sem fyrst kom auga á þetta fjárskjól var Sesselja Guðmundsdóttir, sem er mikil göngu- og útivistarkona og þátttak- andi í gönguhópnum FERLIR.“ Suðurströndin hefur mikla möguleika í ferðaþjónustu Eitt af mikilvægum málefnum verkfræðinga við hönnun vegarins og mat á umhverfisáhrifum hans hefur verið að sneiða hjá merkilegum nátt- úru- og menningarminjum um leið og gæði vegarins eru höfð að leiðarljósi. Hafsteinn Helgason, verkefnisstjóri við mat á umhverfisáhrifum Suður- strandavegar, hjá Línuhönnun, segir að miklir möguleikar felist í veginum fyrir ferðaþjónustu vegna þeirrar fallegu náttúru og áhugaverðu forn- minja sem þar leynast víða. „Sam- kvæmt samgönguáætlun til ársins 2014 má reikna með að ferðamönnum fjölgi úr 300.000 á ári í u.þ.b. eina milljón. Því er einnig spáð að allt að 80% þeirra eigi eftir að ferðast á eig- in vegum, til dæmis með bílaleigubíl- um. Það er deginum ljósara að Suð- urstrandarvegurinn með allri sinni nálægð við fyrirbrigði eins og Bláa lónið og Hverasvæðið í Krísuvík, auk þess að liggja meðfram mjög fjöl- breytilegu og skemmtilegu landslagi, mun toga sterkt í ferðamenn. Það má í raun segja að Reykjanes sunnan- vert sé mjög vannýtt auðlind í ferða- þjónustulegu tilliti í dag. Ein ástæð- an fyrir því að svo er, tel ég, að aðgengi inn á svæðið er víða mjög erfitt. Fornleifafræðingur hefur marg- sinnis farið um svæðið til að gæta þess að við tökum fullt tillit til allra minja, því þar er um að ræða mikil verðmæti sem er afar mikilvægt að raska ekki um leið og nauðsynlegt er að hafa góðan aðgang að þeim fyrir áhugafólk um menningartengda ferðaþjónustu. En það er síðan hlut- verk sveitarfélaganna á svæðinu að skipuleggja þessi mál. Menningar- tengd ferðaþjónusta er í örum vexti og býður þetta svæði upp á mikla möguleika á því sviði.“ Fornt fjárskjól og hellir finnast nálægt Suðurstrandarvegi Í þessum hellisskúta var skjól fyrir um hundrað kindur fyrr á öldum. Vænt- anlega ber Fjárskjólshraun nafn sitt eftir þessum vel varðveitta helli. Suðurnes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.