Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2003 33 Inga frænka mín er látin. Hún lést í svefni eftir erfið veikindi. Hún hafði ekki gengið heil til skógar í nokkur ár. Það var samt ekki hægt annað en að dást að þreki hennar og æðruleysi síðustu árin, enda komin af þeirri kynslóð sem þurfti svo sannarlega að hafa fyrir lífinu. Inga var sannur Húnvetningur og var stolt af því. Kynni mín af Ingu frænku frá því ég var smádrengur eru ljúf. Þau voru ógleymanleg afmælin sem hún og maður hennar Poul Bernburg (Polli) héldu fyrir Gunnar og Kidda syni sína og við krakkarnir biðum alltaf spennt eftir þessum veislum. Þar voru á boðstólum kökur og INGUNN BERNBURG ✝ Ingunn ElísabetKarlsdóttir Bernburg fæddist 22. september 1916. Hún lést 23. júní síð- astliðinn og var útför hennar gerð í kyrr- þey 30. júní. kræsingar af bestu gerð. Polli sá um ógleymanleg skemmti- atriði, enda frábær hljómlistarmaður og sérlega skemmtilegur. Inga og Polli sáu til þess að þessar veislur líða mér aldrei úr minni. Þegar Polli dó fyrir nokkrum árum missti Inga góðan föru- naut og besta vin. Hún talaði oft um það, að hún hlakkaði mikið til að hitta Polla aftur. Inga vildi hafa líf í kringum sig, hún var góður brids- spilari eins og hún hafði ættir til og kunni heilu spilin utanbókar. Hún vann til nokkurra verðlauna í brids. Hún elskaði Spán og sá til þess að faðir minn og móðir kynntust Spáni og hafa þau síðan farið þangað á hverju ári í frí. Þau voru einmitt stödd þar þegar Inga frænka kvaddi þennan heim. Þeim fannst leiðinlegt að geta ekki fylgt henni til grafar, en Inga hefur örugglega fyrirgefið þeim það. Þegar ég og konan mín, Sonja, vorum stödd fyrir nokkrum árum á Spáni bauð Inga okkur í mikla veislu og þá var hún í essinu sínu, enda gat hún verið ofboðslega skemmtileg. Seinni árin tók hún miklu ástfóstri við Belgíu, enda sonur hennar Krist- ján búinn að búa þar með fjölskyldu sinni. Hún fór þangað meðan hún hafði heilsu og þrek til. Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil ég þakka Ingu frænku fyrir samferð- ina og yndislegar minningar um góða og hjartahlýja konu. Ég votta einnig öllum aðstandendum hennar samúð og Guð veri með ykkur. Magnús Ólafsson. ✝ RagnheiðurMarta Þórarins- dóttir fæddist á Ríp í Hegranesi 13. maí 1919. Hún varð bráðkvödd á Sjúkra- húsi Skagfirðinga 25. júní síðastliðinn. Foreldrar Ragnheið- ar voru hjónin Þór- arinn Jóhannsson, f. 21. janúar 1891, d. 14. júní 1985 og Ólöf Guðmundsdótt- ir, f. 11. mars 1898, d. 28. desember 1985. Ragnheiður var elst 10 systkina og eru systkini hennar öll á lífi: Jó- hanna Guðný, f. 27.8. 1921, Ólaf- ur, f. 26.10. 1923, Gunnlaugur Halldór, f. 20.8. 1925, Kristín Hulda, f. 3.11. 1926, Þórður, f. 30.5. 1928, Pétur Þórarinn, f. 28.7. 1933, Kristbjörg, f. 24.8. 1934, Leifur Hreinn, f. 25.6. 1936, og Sigurgeir Gísli, f. 21.5. 1940. Ragnheiður giftist Pétri Sig- urðssyni frá Stokkhólma, f. 21.3. 1919. Hófu þau búskap á Hjalta- stöðum 1941 og bjuggu þar alla sína búskapartíð. Foreldrar Pét- urs voru Sigurður Einarsson, f. 4.9. 1890, d. 16.4. 1963, og Mar- grét Þorsteinsdóttir, f. 8.1. 1889, d. 9.11. 1989. Ragnheiður og Pétur eiga þrjú börn, þau eru: 1) Þórólfur, f. 21.1. 1942. Börn hans og Sæ- unnar Kolbrúnar Jónsdóttur, f. 11.1. 1943, d. 22.8. 1975, eru: Sigurður Þórarinn, f. 27.3. 1963, Gestur Ólafur, f. 24.9. 1964, d. 20.7. 1991, Sigríður Steinunn, f. 25.1. 1966, Ragn- heiður, f. 2.4. 1968, og Hafdís Huld, f. 4.6. 1974. Börn Þór- ólfs og Önnu Jó- hannesdóttur, f. 10.7. 1956, eru; Sæ- unn Kolbrún, f. 22.6. 1987, Helga Björg, f. 21.8. 1989, og Pétur Óli, f. 4.1. 1992. 2) Bryndís, f. 6.5. 1947. Börn hennar og Bjarna Friðrikssonar, f. 5.7. 1940, eru: Pétur, f. 30.12. 1969, Sigrún, f. 2.2. 1971, Friðrik, f. 11.10. 1974, Una, f. 14.5. 1980, og Ragnheiður, f. 9.11. 1981. 3) Margrét Sigríður, f. 3.11. 1958. Börn hennar og Sveins Lúðvíks Björnssonar, f. 13.8. 1962, eru: Þóra Margrét, f. 10.11. 1987, og Ása Marta, f. 9.10. 1992. Barnabörn Ragnheiðar eru 11. Ragnheiður fór í Húsmæðra- skólann á Laugum í Suður-Þing- eyjarsýslu veturinn 1938–1939 og sumarið eftir það var hún kaupakona í Reykjahlíð við Mý- vatn. Ragnheiður var bæði í kirkju- kórnum á Ríp og síðar á Flugu- mýri og starfaði mikið og vel í kvenfélaginu í sinni sveit. Útför Ragnheiðar verður gerð frá Flugumýrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag kveð ég þig, elsku amma mín, og ég veit að þér líður nú vel og fylgist áfram með okkur öllum eins og var svo ríkt í þér. Jóhanna systir þín las fyrir mig í vikunni upp úr bréfi sem hún fékk frá þér þegar þú varst í Húsmæðraskólanum á Laug- um tvítug að aldri. Þar varst þú að spyrja eftir fólkinu þínu heima á Ríp og það var greinilegt hve annt þér var um fjölskyldu þína þarna í fyrsta og eina skiptið sem þú dvald- ir fjarri heimahögunum. Ég minnist allra stundanna með þér og afa, allt frá því ég var lítil stelpa að stússast eitthvað með ykk- ur. Við afi úti að eiga við hross eða eltast við kindur. Þú inni, ætíð að hugsa um að allir fengju nóg að borða og eitthvað gott. Blíðan þín og góðsemin, kossar og knús, þó við hefðum sést síðast í gær. Sælla var að gefa en þiggja, átti svo sannar- lega við hjá þér og ég veit að stuðn- ingur þinn hjálpaði mörgum á erf- iðum stundum. Hrósið þitt og hvatningin þegar ég kom með prófin mín á vorin og við töluðum um hvað ég hygðist fyr- ir í framtíðinni. Glettnin og já- kvæðnin, hvernig þú blikkaðir til mín þannig að enginn sæi og við brostum báðar. Þessa eiginleika hafðir þú og hélst þeim eftir að þú veiktist og það mætti áfram telja. Þú kenndir mér margt og hafðir áhrif á mig og fólkið þitt allt, börnin þín þrjú og allur barnahópurinn sem þú varst svo stolt af ber þess glöggt vitni. Ég kveð þig með söknuði, amma mín. Þín Sigrún. Amma, þó svo að þú sérst dáin, þá ertu ekki farin langt. Þó svo við kveðjum þig öll saman við jarðsetn- inguna, þá vil ég heldur orða það þannig að við heilsum þér og tökum á móti þér á nýjan hátt. Þú ert ekki farin. Persónuleiki þinn lifir áfram. Við höldum áfram að hugsa til þín, og munum minnast nærveru þinnar sem var svo hlý og allra stundanna hjá þér sem eru svo minnisríkar. Þú hefur alltaf verið skammt frá í huga og hjarta, þessu mun ekkert breyta. Að hafa verið með þér hefur gefið svo mikið. Fyrir mig hefurðu á margan hátt verið hetja. Þú trúðir á að iðja og það að vinna fyrir hlut- unum væri það eina rétta. Það hefur síðar reynst það besta sem hægt er að gefa. Amma, þinn kraftur lifir áfram í okkur öllum. Þú ert með okkur allt- af ... Friðrik. Ragnheiður á Hjaltastöðum hef- ur nú hvatt þetta jarðneska líf eftir langt en farsælt ævistarf. Ég á þessari mætu konu skuld að gjalda eftir nær þriggja áratuga vináttu og mikla gestrisni á heimili hennar. Ég kynntist þeim ágætu hjónum Rögnu og Pétri á áttunda áratugnum nokkru áður en ég fór fyrir tilviljun að starfa sem blaða- maður við hestatímaritið Eiðfaxa. Frá þeim tíma var minn næturstað- ur nær alltaf á Hjaltastöðum þegar ég gisti í Skagafirði sem var ærið oft. Ég fann þar alltaf mikla hlýju og vinskap. Eldhúsið er yfirleitt miðpunktur hvers heimilis. Í huga mínum fannst mér eldhúsið á Hjaltastöðum vera öðruvísi en öll önnur eldhús. Þar voru rædd hin ólíklegustu mál og hafði hver sitt til málanna að leggja, hvort sem rætt var um stjórnmál, bókmenntir og ekki hvað síst um hestamenn og hrossarækt fyrr og síðar. Mér fannst ég eiga hlut í lífi þessara samhentu hjóna. Þau Ragna og Pét- ur munu ávallt eiga stóran hlut í hjarta mínu. Á Hjaltastöðum er staðarlegt. Þaðan er víðsýnt yfir hið fagra hér- að Skagafjörðinn. Ég hef litið á það sem forréttindi þeirra hjóna að fá að búa á slíkum stað. Að fá líf og heilsu að vinna á langri ævi að fegrun og uppbyggingu jarðarinnar. Að koma öllu til betri vegar og mannlífs, einkum með uppeldi barna sinna og barnabarna að leiðarljósi. Mikið þakklæti er mér efst í huga þegar ég nú kveð Rögnu velgjörðar- konu mína í áratugi. Guð blessi minningu Rögnu á Hjaltastöðum. Eiginmanni hennar, Pétri Sig- urðssyni, börnum og öðrum að- standendum votta ég innilega sam- úð. Sigurður Sigmundsson. RAGNHEIÐUR MARTA ÞÓRARINSDÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR SVAFARSDÓTTIR frá Sandgerði, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstu- daginn 11. júlí kl. 14.00. Ólafur H. Þórðarson, Svavar Rúnar Ólafsson, Árný Ingibjörg Filippusdóttir, Guðrún Svava Guðmundsdóttir, Hjörtur Lárus Harðarson, Indriði Þórður Ólafsson, Lovísa Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, og afi, SIGURÐUR ELÍS SIGURJÓNSSON byggingameistari, Norðurtúni 26, Bessastaðahreppi, sem lést þriðjudaginn 1. júlí, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 10. júlí kl. 13.30. Margrét Jónsdóttir, Engilbert Sigurðsson, Harpa Rúnarsdóttir, Sigurjón Sigurðsson, Rannveig Borg Sigurðardóttir, Sigurður Magnús Sigurðsson, Jón Friðgeir Sigurðsson og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JEREMÍAS KJARTANSSON, dvalarheimilinu Fellaskjóli, Grundarfirði, sem lést fimmtudaginn 3. júlí, verður jarð- sunginn frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 12. júlí kl. 14.00. Cecilía Kristjánsdóttir, Kristín Jeremíasdóttir, Sigurður Kristjánsson, Svandís Jeremíasdóttir, Þorsteinn Aðalsteinsson, Ágúst Ísfeld Sigurðsson, Áslaugur Jeremíasson, Unnur Magnúsdóttir, Kjartan Jeremíasson, Laufey Jeremíasdóttir, Stefán Björgvinsson, Þórdís Jeremíasdóttir, Gunnlaugur Þorláksson, Hulda Jeremíasdóttir, Ásgeir Valdimarsson, Ásta Jeremíasdóttir, Þorlákur Þorvaldsson, Sæunn Jeremíasdóttir, Magnús Höskuldsson, Dagný Jeremíasdóttir, Sigurður Þorkelsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur mágur og frændi, GUÐMANN EYDAL PÁLSSON, til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 11. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmunda Sigurðardóttir og systkinabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJARNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR, Bröttugötu 2, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 8. júlí. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 12. júlí kl. 14.00. Ásta Kristinsdóttir, Ragnar Guðnason, Sigfríð Kristinsdóttir, Jón Kristófersson, Jóna Björg Kristinsdóttir, Erling Þór Pálsson, Eygló Kristinsdóttir, Grímur Guðnason, Guðrún Ragnarsdóttir, Þorvarður V. Þorvaldsson, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.