Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Með þessum orðum langar okkur til þess að þakka elsku afa Bjössa samfylgdina. Saddur lífdaga hefur hann fengið hvíldina og við sjáum þau fyrir okkur, saman á ný, hann og ömmu Þorbjörgu. Okkur er hlýtt um hjartarætur þegar við hugsum til baka um öll árin sem við fengum að þekkja hann og njóta kærleika hans, hjálpsemi og gjafmildi. Hann gaf okkur systrum og börnum okkar ómetanlegar gjafir með þeim tíma sem hann átti í ómældu magni fyrir okkur, bæði í leik og starfi. Alveg til enda var hugur hans bundinn við fólkið sitt og hamingja hans fólst í því að hafa vissu fyrir því að okkur liði vel við það sem við tókum okkur fyrir hendur hverju sinni. Glaðværð og hlýja voru áberandi í fari hans og með því létti hann oft þunga af huga þeirra sem hættir til þess að velta sér of lengi upp úr vanda genginnar fortíðar eða ókom- innar framtíðar. Hann hafði þann eftirsóknarverða hæfileika að kunna að njóta lífsins, líðandi stundar og samskipta við samferðafólkið. Nú þegar komið er að kveðju- stundinni koma upp í hugann ótal fagrar og skemmtilegar minningar um samverustundir liðinna ára sem munu lifa í hugum okkar og verða uppspretta gleði um ókomna tíð. Megi minningin um einstakan mann lifa í hjörtum allra sem voru svo lán- samir að fá að kynnast honum. Guð blessi elsku afa okkar. Eydís, Margrét, Helga Rós, Berglind og fjölskyldur. BJÖRN HJÁLM- ARSSON ✝ Björn Hjálmarsson fæddist áBreið í Tungusveit í Lýtings- staðahreppi 7. desember 1903. Hann andaðist á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki hinn 25. júní og var útför hans gerð frá Reykjakirkju í Lýtingsstaða- hreppi 5. júlí. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Frágangur afmælis- og minning- argreina Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Kæru frændur, frænkur og vinir, við þökkum ykkur sýndan hlýhug við andlát og útför móður okkar, KRISTÍNAR SIGRÍÐAR SIGURPÁLSDÓTTUR frá Steindyrum í Svarfaðardal, Urðarholt 3d, Mosfellsbæ. Synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær systir okkar og móðursystir, HREFNA NÍELSDÓTTIR, Fellsmúla 7, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti sunnudaginn 6. júlí. Sigríður Níelsdóttir, Maren Níelsdóttir, Edward V. Kiernan, Erla E. Kiernan, Elsa I. Kiernan, Stella S. Kiernan, Jóhann Kiernan, Victor P. Kiernan. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞRÁINN ÞORVALDSSON, Oddakoti, Austur-Landeyjum, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 27. júní. Útförin fer fram frá Voðmúlastaðakapellu laugardaginn 12. júlí kl. 14.00. Kristín Sigurðardóttir, Á. Bjarki Þráinsson, Heiðrún F. Grétarsdóttir, Katrín Ó. Þráinsdóttir, Þórir Erlingsson, Helena S. Þráinsdóttir, Einar Sigurðsson, S. Hjörtur Guðjónsson, Sólveig J. Guðmundsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til ykkar allra sem auðsýnduð okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, HRÓLFS VALDIMARSSONAR. Ingibjörg Valdimarsdóttir, Gunnar Valdimarsson, Þorgerður Hermannsdóttir og aðrir aðstandendur. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, ÓLA RUNÓLFSSONAR, Kleppsvegi 126, Reykjavík. Þórunn Hallgrímsson, börn og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vinarþel við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, sonar og bróður, RÖGNVALDS KJARTANSSONAR, Víðigrund 35, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við heimahjúkrun Karitas og hjúkrunarfólki krabbameinsdeildar Landspítalans fyrir hlýja og góða umönnun. Guðrún Magnea Tómasdóttir, Hanna Ósk Rögnvaldsdóttir, Kjartan Rögnvaldsson, Tómas Þröstur Rögnvaldsson, Sesselja Gísladóttir og systkini hins látna. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, ÖNNU ÓLAFSDÓTTUR, dvalarheimilinu Hlíð, áður til heimilis í Seljahlíð 13A, Akureyri. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólkinu á dvalarheimilinu Hlíð fyrir alúðlega umönnun. Björgvin L. Pálsson, Anna Eiðsdóttir, Þór S. Pálsson, Hrefna Sigursteinsdóttir, Ólöf J. Pálsdóttir, Jóhannes Hjálmarsson, Tryggvi Pálsson, Aðalbjörg Jónsdóttir, Bragi V. Pálsson, Hafdís Jóhannesdóttir, Friðfinnur S. Pálsson, Inga Tryggvadóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KARLOTTA EINARSDÓTTIR, sem lést á sjúkradeild 2B, Hrafnistu í Hafnar- firði, fimmtudaginn 3. júlí, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 11. júlí kl. 13.30. Guðbjörg Guðjónsdóttir, Helga Guðjónsdóttir, Birgir Jónsson, Halldór Guðjónsson, Sigríður G. Baldursdóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, Sóltúni 2, áður til heimilis á Bergstaðastræti 43a, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju, föstu- daginn 11. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Anna María Baldvinsdóttir, Hrafn Karlsson, Garðar Baldvinsson, Baldvin Baldvinsson, Bjarney L. Ingvarsdóttir, Hafþór Baldvinsson, Sigurður Stefán Baldvinsson, Arnór Baldvinsson, Susan Pichotta, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JAKOB V. JÓNASSON geðlæknir, Safamýri 43, Reykjavík, andaðist á Landspítala Landakoti þriðjudaginn 8. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Christel Jónasson, Hildigerður Jakobsdóttir, Lars Gimstedt, Finnbogi Jakobsson, Elín Flygenring, Kristel, Björg, Jakob og Signý.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.