Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2003 41 LANDSMÓT ODDFELLOWA Í GOLFI 12. JÚLI 2003 Til allra oddfellowa! Landsmót oddfellowa í golfi verður haldið laugardaginn 12. júlí 2003. Mótið fer fram á golfvelli Golfklúbbs oddfellowa í Urriðavatnsdölum. Skráningu lýkur fimmtudaginn 10. júlí kl. 22.00  Leikfyrirkomulag: 18 holu punktamót með og án forgjafar, hámarksforgjöf er 28 fyrir karla og 32 fyrir konur.  Sveitakeppni stúkna fer fram á landsmótinu þar sem 3 stigahæstu úr hverri stúku mynda sveit.  Sérstök aukaverðlaun fyrir þá sem fara holu í höggi, utanlandsferð fyrir tvo með ICELAND EXPRESS!  Þátttökurétt hafa allir oddfellowar og makar þeirra.  Mótsgjald er kr. 3.000. Skráning er hafin og fer fram í golfskálanum í Urriðavatnsdölum, sími 565 9092. Dagskrá: Föstudagur 11. júlí kl. 20.00-21.00 · Móttaka og afhending mótsgagna á Hótel Loftleiðum. Laugardagur 12. júlí kl. 8.00 · Landsmót hefst. Kl. 19.30 · Lokahóf og verðlaunaafhending á Hótel Loftleiðum. Glæsilegur matseðill! Ath! Mikilvægt er að keppendur skrái sig í borðhaldið - verð kr. 3.000 r : t r . j lí l. . - . · tt f i ts t l ftl i . r r . j lí l. . · s t fst. l. . · f v r l f i t l ftl i . l sil r ts ill! t ! i ilv t r r s r i si í r l i - v r r. . Með kveðju, Landsmótsnefnd ÖRN Arnarson sundkappi á við smávægileg meiðsli að stríða, meiðsli sem komu í veg fyrir að hann gæti æft eins og til stóð fyrir heimsmeistaramótið í sundi sem fram fer í Barcelona á næstunni. Steindór Gunnarsson, landsliðsþjálfari, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að Örn hefði fengið tak í bakið skömmu fyrir smáþjóðaleikana í byrjun júní. „Þetta hefur verið þrálátt og hann hefur ekki losnað við þetta. Vegna þessa ákváðum við að breyta æfing- unum og áætluninni um þær greinar sem hann ætlaði að keppa í á HM. Hann mun því ekki synda lengri sund en 100 metra í Barcelona og keppir í þremur greinum, 50 og 100 metra baksundi og 100 metra skriðsundi, engin lengri sund að þessu sinni. Meiðslin hafa verið þrálát en ég held þetta eigi ekki að há honum í þeim greinum sem hann keppir í og við vonum að hann nái sér að fullu um leið og hann fær hvíld, en hann hefur æft gríðarlega mikið undanfarið ár,“ sagði Steindór. Örn Arnarson tognaður í baki Morgunblaðið/Brynjar Gauti Örn Arnarson, sundmaður. MARKVÖRÐURINN, Stefán Logi Magnússon sem gekk til liðs við 1. deildarlið Víkings í knattspyrnu í vor er hættur hjá félaginu. Í samtali við Morgunblaðið sagði Stefán Logi að um ágreining væri að ræða á milli sín og Víkings. „Þegar ég ákvað að koma heim þá settu lið í Landsbankadeildinni sig í samband við mig en ég var staðráðinn í að leika fyrir mitt gamla félag, Víking. En satt best að segja skil ég ekki af- hverju Víkingarnir telja sig ekki hafa not fyrir mig. Ég held að það hafi ekki neitt með getu mína á vell- inum að gera. Ég tel mig í hópi bestu markvarða hér á landi og því vildi ég koma heim og sýna fólki fram á það,“ sagði Stefán Logi sem hyggst flytja af landi brott. „Nú hef ég ákveðið að halda til Svíþjóðar og hef ráðið mig þar í vinnu. Hvað boltann varðar þá er framtíðin óráðin.“ Stefán Logi er 22 ára og var á sínum tíma á mála hjá þýska stór- liðinu Bayern München. Þaðan hélt hann til Öster í Svíþjóð og lék þar tvo leiki. Frá Svíþjóð hélt hann til Danmerkur og lék með Farum. Síð- ast liðinn vetur var Stefán Logi að láni hjá enska 1. deildarliðinu Brad- ford City en meiddist á hné þegar hann var við það að komast í aðallið félagsins. Stéfan Logi hefur einnig leikið með yngri landsliðum Íslands og á að baki 21 leik fyrir U17 og U19. Stefán Logi Magnús- son hættur hjá Víkingi Atburðarásin varðandi framtíðEiðs Smára hjá Chelsea var ansi hröð í gær. Um hádegisbil birt- ust fréttir á enskum netmiðlum, meðal annars á BBC, að forráða- menn Lundúnaliðsins hefðu ákveðið að draga til baka samningstilboð sitt. Eiði Smára brá óneitanlega við þessi tíðindi að sögn Arnórs en síð- degis í gær tók málið á sig aðra mynd. Trevor Birch, framkvæmda- stjóri Chelsea, hafði samband við Eið og sagði honum að samningur- inn væri klár til undirskriftar. „Þetta er allt hið undarlegasta mál en síðustu skilaboð sem við höf- um fengið frá Chelsea eru að Eiður sé boðaður til undirskriftar á morg- un [í dag],“ sagði Arnór við Morg- unblaðið í gær. Arnór segir að þegar Eiður Smári hafi verið að búa sig undir að staðfesta nýjan samning við félagið hafi það skyndilega dregið tilboðið til baka. „Við fengum engar skýringar á því og þetta kom okkur í opna skjöldu. Ráðamenn félagsins voru margbúnir að lýsa því yfir að þeir vildu halda honum og samningurinn var klár á borðinu. Það var svo seinni partinn í dag að Trevor Birch hafði samband við Eið og sagði hon- um að málið væri í höfn og hann ætti að mæta til að skrifa undir samning- inn.“ Að sögn Arnórs sagði Birch Eiði Smára að nýji eigandi félagsins, Rússinn Roman Abramovich, væri mjög hrifinn af honum og vildi fá hann til að gera nýjan samning en enskir netmiðlar gerðu því skóna þegar fregnir um að Chelsea hefði dregið tilboð sitt til baka að Eiður yrði fyrsta „fórnarlamb“ Rússans og að félagið ætlaði að kaupa hollenska landsliðsmanninn Patrick Klauivert. Hefði getað tvöfaldað launin Eiður átti tvö ár eftir af núgild- andi samningi sínum við Chelsea en Arnór segir að þau tvö ár hafi verið felld niður og nýr þriggja ára samn- ingur gerður í staðinn. Eiður Smári hefur á undanförnum misserum verið orðaður við ýmis fé- lög. Manchester United, Aston Villa, Roma og Marseille hafa þá verið nefnd til sögunnar. „Ég get staðfest að Eiður var með tilboð frá sterku liði utan Englands og ef hann hefði verið að hugsa um peningahliðina þá hefði hann getað tvöfaldað laun sín með því að fara þangað,“ segir Arnór en hann vildi ekki upplýsa hvaða félag þetta væri, sagði það aðeins vera í Meistara- deild Evrópu. Hröð atburðarás í gær varðandi framtíð Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Chelsea Skrifar undir samning í dag Reuters Það skiptust á skin og skúrir í samningamálum Eiðs Smára Guðjohnsen í gær, en líklega getur hann fagnað í dag. EIÐUR Smári Guðjohnsen skrifar í dag undir nýjan þriggja ára samning við Chelsea, en á tímabili í gær virtist framtíð hans hjá fé- laginu í mikilli óvissu eftir að forráðamenn Lundúnaliðsins komu þeim skilaboðum til leikmannsins að það hefði dregið samnings- tilboð sitt til baka. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs og einn af umboðs- mönnum hans, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að gengið yrði frá samningnum í dag en eftir það sem á undan er gengið væri samt ekkert öruggt í þeim efnum fyrr en Eiður Smári væri búinn að rita nafn sitt undir samninginn. Ljósmynd/Pedromyndir Breiðablik fagnaði sigri í flokki E-liða á Essomótinu. Í liðinu eru: Oddur Máni Malmberg, Daði Freyr Ólason, Aron Geir Eggertsson, Hjalti Már Ólafsson, Sævar Örn Ingólfsson, Garðar Benedikt Sigurjónsson, Einar Sigurvinsson, Jónas Halldór Haralz, Bragi Marinósson og Rúnar Örn Grét- arsson. Með þeim á myndinni er Guðni Bergsson knattspyrnuhetja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.