Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 42
ÍÞRÓTTIR 42 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT PILTA- og stúlknalandslið Íslands í golfi hófu leik í gær á Evrópumóti landsliða en piltarnir leika í Tékk- landi og stúlkurnar í Danmörku. Liðin léku ekki vel í gær og eru pilt- arnir í 22. sæti af 24 að loknum fyrsta keppnisdegi í Tékklandi en stúlkurnar eru í neðsta sæti af 17 liðum í Danmörku. Magnús Lárusson og Haukur Ólafsson léku á fjórum yfir pari í gær eða á 74 höggum, Hjörtur Brynjarsson lék á 76 höggum, Hilmar Þórðarson á 77 höggum, Al- freð Kristinsson á 79 og Stefán Stefánsson á 81 höggi. Pólverjar eru á sama skori og íslenska sveitin en Lúxemborg rekur lestina á 39 yfir pari. Þess má geta að Magnús lék með A-landsliðinu í fyrsta sinn á dögunum á Evrópumóti karlaliða. Spænska sveitin með yfirburði María Ósk Jónsdóttir lék best ís- lensku stúlknanna í gær eða á 83 höggum, 12 yfir pari, en íslenska liðið er í 17. sæti og því neðsta að loknum fyrsta keppnisdegi. Tinna Jóhannsdóttir lék á 84 höggum, 13 yfir, Arna Rún Oddsdóttir lék á 90 höggum eða 19 yfir pari og Kristín Kristjánsdóttir lék á 93 höggum, eða 22 yfir pari. Spænska sveitin lék afar vel í gær og er samtals á 4 höggum undir pari en þrír kylf- ingar telja í sveitakeppninni hverju sinni. Íslenska sveitin er því 48 höggum á eftir þeirri spænsku. Íslensku sveitirnar byrjuðu illa á EM í golfi Leiðrétting Árni Freyr Guðnason, aðstoðarþjálfari sig- urliðs FH í 5. flokki B-liða á Esso-mótinu á Akureyri, var rangt feðraður í myndar- texta í blaðinu í gær. Þá urðu mistök í myndartexta hjá C-liði Víkings. Þar er Davíð Steinn sagður Bjart- marsson en er Sigurðarson og nafn Krist- ins Jens Bjartmarssonar féll út. Beðist er velvirðingar á ofangreindum mistökum. KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Laugardalsvöllur: Þróttur – Fram ......19.15 Efsta deild kvenna, Landsbankadeild: Kaplakrikavöllur: FH – Valur...................20 Stjörnuvöllur: Stjarnan – ÍBV ..................20 Akureyrarv.: Þór/KA/KS – Breiðablik ....20 KR–völlur: KR – Þróttur/Haukar ............20 1. deild karla: Dalvíkurvöllur: Leiftur/Dalvík – Þór .......20 3. deild karla: Skeiðisvöllur: Bolungarvík – BÍ................20 1. deild kvenna: Kópavogsvöllur: HK/Víkingur – Fjölnir..20 Sindravellir: Sindri – Höttur.....................20 Fáskrúðsfj.: Leiknir F. – Fjarðabyggð....20 KÖRFUKNATTLEIKUR Hraðmót ÍR í íþróttahúsi Seljaskóla: ÍR – Haukar................................................18 Fjölnir – Keflavík ..................................19.30 KR – Grindavík...........................................21 Í KVÖLD Þetta er að verða eitthvað sérFH-dæmi. Við töpum leikjum á síðustu mínútunum og enn og aftur fáum við á okkur mörk úr föstum leikatriðum. Ég held að þau séu orð- in átta talsins og það getur ekki tal- ist eðlilegt. Auðvitað spilar einbeit- ingarleysi þarna inn í og á þessu verðum við að taka. Eins og þetta spilast hjá okkur þessa dagana er- um við okkar verstu óvinir,“ sagði Jón Þorgrímur við Morgunblaðið. Þið áttuð á brattann að sækja í fyrri hálfleik? „Við lékum frekar illa í fyrri hálf- leik en mér fannst við eiga síðari hálfleikinn eins og hann lagði sig og það var því sérlega sárt að tapa, sér- staklega þar sem mér fannst við leggja okkur 100% fram. Við kom- um hingað til að halda stiginu en eins og leikurinn spilaðist í síðari hálfleik þá ætluðum við okkur stigin þrjú en því miður fór það á annan veg.“ Verður botnbaráttan ykkar hlut- skipti? „Núna höfum við tapað þremur deildarleikjum í röð og leikurinn við ÍA uppi á Skaga í næstu viku verður algjör úrslitaleikur fyrir okkur. Ég lít svo á að við verðum að vinna þann leik því annars erum við komnir í bullandi fallbaráttu.“ KR-ingar brutu loks ísinn á 41. mínútu þar sem Ólafur Ragnarsson dómari leiksins gerði vel er hann beitti hagnaðarreglunni lipurlega. Knötturinn barst til Sigurvins Ólafs- sonar eftir að brotið hafði verið á Bjarka Gunnlaugssyni og sendi á Garðar Jóhannsson sem gerði engin mistök úr erfiðri stöðu og skoraði. KR-ingar áttu tvö ágæt færi eftir að Garðar hafði skorað en unnu illa úr þeim tækifærum. Það vita allir sem fylgjast með knattspyrnu að svart og hvítt eru lit- irnir í KR-búningnum, leikur liðsins í fyrri og síðari hálfleik var eins og keppnisbúningur liðsins. FH-ingar voru mun sterkari aðil- inn í síðari hálfleik og fengu besta færi leiksins er Tommy Nielsen tók vítaspyrnu fyrir FH-inga á 63. mín- útu en Nielsen skaut framhjá en danski leikmaðurinn hafði fram að þessu ekki stigið feilspor í vítaspyrn- um á leiktíðinni. Brotið var á Allan Borgvardt þegar vítaspyrnan var dæmd og voru menn ekki á sama máli um dóminn. KR-ingar töldu hann strangan en FH-ingar voru á annarri skoðun. Guðmundur Sævarsson, skoraði á 75. mínútu af stuttu færi en hann Þetta er í fyrsta sinn í átta leikjumliðanna á KR-velli þar sem heimamenn fara með sigur af hólmi gegn FH en síðast vann KR lið FH í efstu deild á heimavelli ár- ið 1992. Það hefur gengið illa í fremstu víg- línu hjá KR-ingum það sem af er sumri og fyrir leikinn hafði liðið að- eins afrekað það átta sinnum að setja knöttinn í mark andstæðinganna. Ekkert lið í Landsbankadeildinni hafði skorað eins fá mörk og KR. Það var greinilegt frá fyrstu mínútu að KR ætlaði sér að reka af sér slyðru- orðið og hver sóknin rak aðra sem varnarmenn FH-inga þurftu að hafa mikið fyrir að stöðva. Fyrst skallaði Veigar Páll rétt yfir markið frá markteig, Kristinn Haf- liðason skaut yfir, Sigurvin Ólafsson þrumaði á markið úr aukaspyrnu og varði Daði Lárusson skotið með naumindum og Sigþór Júlíusson átti lokaorðið í fyrstu skorpu KR-inga þegar hann skaut yfir í fínu færi á 16. mínútu. Stuðningsmenn KR voru vongóðir um að leikur liðsins væri loks að ná jafnvægi þegar Íslandsmótið er nú hálfnað. Hinsvegar náðu FH-ingar betri tökum á leik sínum eftir hrinu KR-inga í upphafi leiks og sýndi danski leikmaðurinn Allan Borgv- ardt ágæt tilþrif í fremstu víglínu án þess að ógna marki KR-inga veru- lega. Til marks um það var fyrsta markskot liðsins nær því að fara í fjölbýlishúsin við Flyðrugranda en í mark KR-inga. hafði komið inná fimm mínútum áður en hann skoraði fyrir FH. Annað árið í röð sem Guðmundur skorar fyrir FH í Frostaskjóli. Margir af stuðningsmönnum KR hafa eflaust heyrt fögnuð þeirra sem enn voru á vellinum úr bílum sínum eða á leið sinni frá vellinum þegar Veigar Páll Gunnarsson skoraði sig- urmarkið með skalla á 90. mínútu. Markið kom eins og köld vatnsgusa framan í FH-inga enda svaf varnar- lína liðsins illa á verðinum í föstu leik- atriði og er þetta ekki í fyrsta sinn sem það gerist hjá Hafnfirðingum. KR er í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig að loknum níu umferðum en FH-ingar eru í fimmta sæti með 11 stig. Leikur KR var eins og svart og hvítt að þessu sinni ef litið er á fyrri og seinni hálfleik leiksins. Í þeim fyrri einkenndi kraftur og áræði leik liðsins, þar sem leikmenn gerðu hlutina án þess að hika. Í þeim síðari var líkt og staðan væri 6:0 heimamönnum í vil, liðið lék varnar- leik sinn aftarlega og gerði lítið af þeim hlutum sem gengu vel í þeim fyrri. FH-ingar gengu á lagið og hefðu með smá heppni getað farið með sigur af hólmi. Misnotuðu víta- spyrnu og fengu á sig mark í blálokin. Fyrra mark KR-inga í uppsiglingu. Garðar Jóhannsson leikur hér á Heimi Guðjónsson og andartaki síðar lá knötturinn í neti FH-inga. Sverrir Garðarsson fylgist grannt með. Veigar hristi FH- „grýluna“ af KR KR-INGAR fóru í sparifötin í fyrri hálfleik í viðureign sinni gegn FH í 9. umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í gær og voru marki yfir er leikurinn var hálfnaður og útlitið bjart. Í síðari hálfleik var leikur liðsins allt annað en sannfærandi, FH-ingar misnotuðu vítaspyrnu og Guðmundur Sævarsson jafnaði leikinn er stund- arfjórðungur lifði af leiknum. Allt útlit var fyrir að jafntefli yrði nið- urstaðan er leiktíminn var að renna út en í liði KR er piltur að nafni Veigar Páll Gunnarsson og gleymdu varnarmenn FH honum augna- blik undir lok leiksins og tryggði Veigar KR-ingum stigin þrjú sem í boði voru. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild KR – FH .....................................................2:1 Garðar Jóhannsson 41., Veigar Páll Gunn- arsson 90. – Guðmundur Sævarsson 75. Staðan: Fylkir 8 5 1 2 13:6 16 Þróttur R. 8 5 0 3 15:10 15 KR 9 4 2 3 10:11 14 Grindavík 8 4 0 4 12:14 12 FH 9 3 2 4 14:15 11 ÍA 8 2 4 2 11:9 10 ÍBV 8 3 1 4 12:12 10 Valur 8 3 0 5 11:15 9 KA 7 2 2 3 9:9 8 Fram 7 2 2 3 9:15 8 3. deild karla, A-riðill Grótta – Númi............................................0:1 Staðan: Víkingur Ó. 7 6 1 0 22:6 19 Númi 8 4 3 1 23:18 15 Skallagr. 8 4 2 2 20:12 14 BÍ 7 3 2 2 14:16 11 Bolungarvík 6 2 1 3 12:13 7 Deiglan 7 2 0 5 13:25 6 Grótta 8 1 2 5 10:13 5 Drangur 7 1 1 5 12:23 4 3. deild karla, C-riðill Reynir Á. – Hvöt .......................................0:2 Snörtur – Vaskur.......................................0:5 Staðan: Vaskur 8 7 0 1 27:8 21 Magni 8 4 2 2 19:11 14 Reynir Á. 8 4 2 2 10:9 14 Hvöt 8 3 2 3 18:8 11 Neisti H. 8 1 2 5 14:23 5 Snörtur 8 0 2 6 6:35 2 3. deild karla, D-riðill Leiknir F. – Einherji ................................4:2 Staðan: Fjarðabyggð 8 6 0 2 21:8 18 Höttur 8 4 1 3 14:9 13 Huginn 8 4 0 4 16:16 12 Neisti D. 7 3 1 3 7:13 10 Leiknir F. 8 3 0 5 13:19 9 Einherji 7 2 0 5 9:15 6 1. deild kvenna, A-riðill RKV – HSH .............................................10:1 Staðan: Breiðablik 2 6 6 0 0 42:6 18 RKV 7 4 1 2 27:18 13 Fjölnir 6 4 0 2 18:14 12 HK/Víkingur 5 3 1 1 15:5 10 ÍR 7 3 0 4 26:19 9 Þróttur/Haukar 2 6 1 0 5 7:30 3 HSH 7 0 0 7 9:52 0 1. deild kvenna, B-riðill Tindastóll – Leiftur/Dalvík ......................5:2 Staðan: Höttur 6 5 0 1 20:5 15 Fjarðabyggð 6 5 0 1 20:8 15 Sindri 5 4 0 1 14:10 12 Tindastóll 4 3 0 1 18:5 9 Einherji 5 1 0 4 6:17 3 Leiftur/Dalvík 7 1 0 6 17:34 3 Leiknir F. 5 0 0 5 3:19 0 Svíþjóð Hammarby – Helsingborg .......................2:0 Staða efstu liða: Djurgården 12 8 1 3 29:10 25 Hammarby 13 7 4 2 19:14 25 Malmö 13 7 3 3 24:13 24 KÖRFUKNATTLEIKUR Hraðmót ÍR í íþróttahúsi Seljaskóla: Haukar – Grindavík ..............................71:86 ÍR – Fjölnir ............................................89:84 Keflavík – KR ........................................91:90 Erum okkar verstu óvinir JÓN Þorgrímur Stefánsson, leikmaður FH, var niðurlútur líkt og fé- lagar hans þegar Morgunblaðið spjallaði við hann skömmu eftir leikinn við KR-inga í gærkvöldi, þar sem Íslandsmeistarar KR fögn- uðu 2:1 sigri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.