Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 48
MAUS – MUSICK Frábær plata, sem enginn unnandi góðrar tónlistar ætti að láta framhjá sér fara. Von- andi skilja út- lendingar það líka og gera Maus- menn fræga og ríka. Þeir eiga það skilið. Fjórar og hálf af fimm mögu- legum.(ÍPJ) MÍNUS – HALLDÓR LAXNESS Á eftir að telj- ast til merkari platna í ís- lenskri rokk- sögu. Verðugur fyrsti handhafi rokknóbels- verðlaunanna. Íslandsklukka ís- lenska rokksins.(SG) ÝMSIR FLYTJENDUR – UPPÁ- HALDSLÖGIN OKKAR Uppáhaldslögin okkar á vafa- laust eftir að reynast hið mesta réttnefni á barnaplötu í langan tíma en ekki eru slíkar plötur á hverju strái, því miður.(SG) GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR – ÓÐUR TIL ELLYJAR Löngu tíma- bær frum- burður þar sem Guðrún gerir dægurflugur Ellyjar að sínum og bætir heilmiklu við þær. Vonandi upphafið að glæstu útgáfuferli frábærrar dægurlagasöngkonu.(SG) RADIOHEAD – HAIL TO THE THIEF Markvissari tilraunamennska, ag- aðri og þar af leiðandi meira gefandi. Örugglega ein af bestu plötum árs- ins.(SG) METALLICA – ST. ANGER Krafturinn endurheimtur eftir 10 ára ládeyðu. Ætti að gleðja alla gamla aðdáendur, sem og ná í fjöl- marga nýja.(SG) LED ZEPPELIN – HOW THE WEST WAS WON Plata sem allir Zeppelin-fylgjendur hafa beðið eftir – uppfull af áður óút- gefnu efni á þremur diskum, tón- leikaupptökum frá 1972. (SG)  BEYONCÉ – DANGEROUSLY IN LOVE Tekst ætlunarverkið, að sanna að hún sé meira en sæt stelpa sem bæði kann að syngja og dansa.(SG)  THE MARS VOLTA – DE-LOUSED IN THE COMATORIUM Brjálaður kraftur, takmarkalaus sköpunargleði, jafnvel þótt þeir fyrr- um At The Drive-In-félagar æði stundum fram úr sér.(SG)  YEAH YEAH YEAH – FEVER TO TELL Með ólíkindum ferskt og hressilegt. (SG) AUDIOBULLY – EGOWAR Platan sem Stereo MC’s gat ekki gert.(SG) GÓÐAR HLJÓMPLÖTUR 48 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6, 8 og 10. kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i.16.  KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B i. 12 HL MBL SG DV Roger Ebert Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. with english subtitles Sýnd kl. 6. Enskur texti Fyndnasta Woody Allen myndin til þessa.Sjáið hvernig meistarinn leikstýrir stórmynd frá Hollywood blindandi.  Mike Clark/ USA TODAY  Peter Travers ROLLING STONE i l I Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6 og 8. ÓHT Rás 2 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. SKIN, sem varð þekkt semsöngkona hljómsveitarinnarog Íslandsvinanna Skunk An- ansie, sendi nýverið frá sér sína fyrstu sólóplötu. Platan heitir Fleshwounds og eins og nafnið gef- ur til kynna kafar Skin djúpt undir yfirborðið á þessari persónlegu plötu. Hún segir að platan fjalli að mikl- um hluta um aðskilnað. „Ég hafði farið í gegnum aðskilnað við hljóm- sveitina, vin minn og samband sem ég var í tók enda,“ segir Skin og segir plötuna fjalla um þetta á mis- munandi sviðum. „Platan fjallar um það að reyna að halda hlutunum saman en átta sig á því að það er ekki hægt fyrr en allt er búið,“ út- skýrir hún nánar. „Ég flutti líka á meðan ég var að semja lögin og það var bara margt að gerast á meðan,“ segir Skin. Nöfn laganna gefa strax til kynna hversu persónuleg platan er og má nefna „Faithfulness“, „Don’t Let Me Down“, „Lost“, og „The Trouble With Me“. Platan tók tvö ár í vinnslu. „Það tók ár að semja lögin og ár að taka upp plötuna,“ segir hún og bætir við að það sé allt öðruvísi að vinna sóló en að vera í hljómsveit. Getur líka verið viðkvæm „Það sem mig langaði til að gera á þessari plötu er að láta hana snúast meira um textana, stemninguna og röddina mína,“ segir Skin en eins og aðdáendur Skunk Anansie vita hef- ur hún sérstaklega kraftmikla og minnisstæða rödd. „Mig langaði ekki að vera eins og ég var í Skunk Anansie. Nýju lögin eru persónu- legri og tilfinningaríkari. Fólk hefur ekki séð þessa hlið á mér fyrr,“ seg- ir hún. „Ég þarf ekki alltaf að þykj- ast vera sterk. Ég get verið við- kvæmari og mýkri.“ Skin segir upptökurnar hafa gengið vel en þær fóru fram í Belgíu og hún er ánægð með samstarfs- fólkið. Hún var að spila á minni stöðum í vor en verður á nokkrum stærri hátíðum í sumar. „Ég verð mikið á ferðinni á næstunni,“ segir hún en hún ferðast um með eigin hljómsveit. Pólitísk í hversdagslífinu Skin hefur á ný máls á því sem hafði áhrif á hana við lagasmíðarnar og bætir við að hún hafi ennfremur misst góðan vin úr krabbameini. „Ég skrifa bara um það sem er að gerast í lífi mínu. Mér leið ekki eins og ég þyrfti að semja sérstaklega pólitísk lög þó að sum þeirra hafi orðið pólitísk. Fyrir mig þá er póli- tík lífsstíll en ekki eitthvað sem maður tekur upp á stríðstímum. Ég er pólitísk í hversdagslífinu,“ segir hún. Skin játar að það hafi verið gott að koma plötunni frá sér og að hún hafi virkað eins og eins konar með- ferð. „Þetta var hreinsandi,“ segir hún en sárin sem hún vísar til í titl- inum virðast ekki vera neinar skein- ur heldur rista dýpra. „Þetta er ekki plata sem hægt er að taka inn í einni hlustun. Það þarf að hlusta á hana þrisvar til að kom- ast að kjarnanum,“ útskýrir Skin. „Fyrst þegar fólk hlustar á hana heyrir það bara Skunk Anansie. Næst þegar það hlustar á hana hugsar það að þetta sé ekki Skunk Anansie en sé annars alveg ágætt. Í þriðja sinn finnst þeim þetta góð plata. Þú verður að taka ofan Skunk Anansie-hattinn þegar þú hlustar á plötuna mína,“ segir hún. Skin búin að gefa út fyrstu sólóplötu sína Engar skeinur Hver man ekki eftir söngkonunni kraft- miklu sem var í fararbroddi bresku rokk- sveitarinnar Skunk Anansie? Inga Rún Sig- urðardóttir ræddi við Skin sem er búin að senda frá sér plötuna Fleshwounds. ingarun@mbl.is Platan Fleshwounds með Skin er komin í verslanir. POPPFRÆÐINGAR hafa sett fram kenningu um að bítlasmellurinn „Yesterday“ hafi orðið til fyrir áhrif frá laginu „Answer Me“ sem Nat King Cole gerði vinsælt. Sagan segir að Paul McCartney hafi vaknað einn morguninn í íbúð sinni í Lundúnum með lagið í koll- inum. Honum fannst sem að lagið væri ekki hans og bar það und- ir vini sína og kunningja, jafnskjótt og hann hafði skrifaði það niður, hvort þeir könnuðust nokkuð við lag- ið. Hvorki hinir bítlarnir né upp- tökustjóri þeirra George Martin gátu munað eftir nokkru lagi sem minnti á „Yesterday“. Eftir mikið grúsk hafa fræðingar ályktað að „Answer Me“ hafi mótað „Yesterday“ en McCartney hefði lík- lega heyrt lagið fyrst þegar hann var 10 eða 11 ára. Lag McCartney, sem hann ætlaði upphaflega að kalla „Scrambled Eggs“ (Eggjahræra) byrjar á línunni: „Yesterday, all my troubles seemed so far away/Now I need a place to hide away“ á meðan lag Nat King Cole hefst: „Yester- day, I believed that love was here to stay, won’t you tell me where I’ve gone astray.“ Ekki er þó um beinan stuld að ræða en víða skarast þó textarnir og bæði lögin leggja áherslu á „ay“ rímendingar… Daron Malakian, gítaristi System Of A Down, er búinn að semja helling af lögum fyrir næstu plötu sveitarinnar sem til stendur að hefja æfingar á í haust. Upptökur hefjast fljótlega í kjölfar þess og hefur Rick Rubin, sem fyrr, verið ráðinn til að stjórna þeim í félagi við sveitarmenn, en hann er jafnframt útgefandi sveit- arinnar … Avril Lavigne er farin að huga að gerð nýrrar plötu sem hún segir verða mun persónulegri en fyrsta plata henn- ar Let Go, sem selst hefur í millj- ónum eintaka síð- an hún kom út ár- ið 2002. Þessi 18 ára Kanadahnáta segist hafa þrosk- ast mikið sem tónlistarmaður síðan hún samdi alla smellina fyrir síðustu plötu. Áður en nýja platan kemur út verður þó gefin út ný við- hafnarútgáfa af Let Go þar sem meðfylgjandi verður nýr mynd- diskur með upptökum frá tónleika- ferð hennar, bretta- og baksviðs- myndum. Í öðrum fréttum af Lavigne þá er Paramount kvik- myndafyrirtækið að undirbúa ung- lingamynd sem byggð verður á text- anum við lag hennar „Sk8er Boi“. Sjálf verður hún ekki í myndinni … POPPkorn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.