Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar VW með flest einkaleyfi bílaframleiðenda 60 umsóknir vegna DSG-gírkassans Á ÁRINU 2002 var Volkswagen fremst í flokki meðal bílaframleið- enda í Þýskalandi hvað varðar um- sóknir um einkaleyfi. Tölur frá þýsku einkaleyfa- og vörumerkjaskrifstof- unni sýna að stærsti bílaframleiðandi í Evrópu lagði fram 1.302 umsóknir um einkaleyfi á síðasta ári. Volks- wagen var einnig með flest einkaleyfi á árinu 2001. Í Neðra-Saxlandi var samsteypan með fleiri umsóknir en nokkuð annað fyrirtæki á árinu 2002 – um 44 prósent af einkaleyfaum- sóknum í Neðra-Saxlandi komu frá Wolfsburg. Meira en 60 einkaleyfaumsóknir komu frá verkfræðingum samsteyp- unnar og voru vegna nýja „direct shift gearbox“ (DSG) gírkassans. Þessi sex þrepa gírkassi tvinnar sam- an kosti sjálfskiptingar og hefðbund- ins handskipts gírkassa; Hraðar skiptingar og minni eldsneytiseyðslu. DSG-gírkassinn er með tvær kúp- lingar; Önnur kúplingin sér um odda- tölugírana og hin um þá með jöfnu töluna. Þegar bílnum er ekið í einum gír er næsti gír þegar tengdur hinni kúplingunni, en ekki í sambandi. Gír- skiptingin á sér stað á tveimur til þremur hundruðustu úr sekúndu án þess að hafa áhrif á drifkraftinn. Meira en 40 af hundraði einkaleyf- anna sem gefin voru út á árinu 2002 voru vegna meðhöndlunar á út- blæstri í FSI-vélunum. Allar FSI- vélarnar í núverandi línu Lupo, Polo, Golf, Bora og Touran uppfylla Euro 4-staðalinn varðandi útblástur. Rannsókna- og þróunardeild Volkswagen í Wolfsburg er með um það bil 10.000 starfsmenn. Samsteyp- an er með eigin hönnunarmiðstöð, tvenn veðurfræðileg vindgöng, reynsluakstursbraut með árekstra- prófunarmiðstöð og tvo skála þar sem áhrif frá rafsegulbylgjum á raf- eindakerfi bílanna eru prófuð. Til við- bótar hefur rannsókna- og þróunar- deildin yfir að ráða reynsluaksturs- og prófunarsvæði sem nær yfir ellefu ferkílómetra. Þar er að finna allar hugsanlegar gerðir vegyfirborðs og í hvaða ástandi sem hugsast getur. Samsteypan er einnig með þróunar- starfsemi í Tékklandi, á Spáni, í Brasilíu, Mexíkó, Suður-Afríku og Kína. LÁGT gengi japanska jensins og yf- irvofandi fæðing nýrrar kynslóðar veldur því að nú fæst Subaru Leg- acy-aldrifsbíllinn á hagstæðu verði. Legacy er eins og hluti af íslenskri bílamenningu, svo algengur er þessi bíll á götunum hérlendis. Ástæð- urnar eru augljósar: Sítengt aldrif, mikið pláss og vönduð smíði. Leg- acy er ekki ævintýralegur bíll; miklu fremur íhaldssamur í útliti og það hentar mörgum bílkaupendum sem ekki vilja berast á. Legacy er stór millistærðarbíll og umtalsvert stærri en litli bróðir, Impreza. Algengastur er hann hér á landi í langbaksforminu. Þar hafa menn í einum bíl fyrirtaks ferðabíl með miklu innanrými og öllum helstu þægindum og aksturseigin- leika sem njóta sín til fulls jafnt á malbiki sem möl. Fyrir ekki svo löngu var það helst verðið sem fældi suma frá því að festa kaup á þessum bíl en það ætti enginn að vera svik- inn af verðinu núna. Beinskiptur langbakur með 2ja lítra, 125 hest- afla vélinni, kostar 2.415.000 krón- ur, og þegar bætt er við rafeinda- stýrðri, fjögurra þrepa sjálfskiptingunni bætast ekki við nema 80.000 krónur, samtals þá 2.495.000 krónur. Til samanburðar má nefna að Ford Mondeo fimm dyra með 2,0 l vél kostar 2.365.000 krónur og VW Passat 2.300.000 krónur, hvorugur með sítengda al- drifið. Nýr Legacy verður kynntur á næsta ári og núverandi gerð er því að renna sitt skeið. Þetta hefur bæði kosti og galla í för með sér. Kost- irnir eru þeir að bíllinn er á óvenju hagstæðu verði og auk þess er hér um þrautreynda framleiðslu að ræða sem er löngu komin yfir alla fæðingargalla. Ókosturinn gæti hins vegar verið sá að menn sitja uppi með gamla hönnun og hugs- anlega gæti orðið meira verðfall þegar kynslóðaskipti verða. Þetta er eitthvað sem menn verða að vega og meta en alltént er ljóst að Legacy, þessi þægilegi og vand- aði ferðabíll, er nú fáanlegur á tals- vert hagstæðu verði. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson. Subaru Legacy fæst nú á hagstæðu verði. Dökkt yfirbragð er á mælaborðinu. Farangursrýmið er 455 lítrar og stækkanlegt í 1.646 lítra. Góð kaup Subaru Legacy á 2,4 milljónir REYNSLUAKSTUR Subaru Legacy Guðjón Guðmundsson Vél: 1.994 rúmsentimetr- ar, fjórir strokkar. Afl: 125 hestöfl við 5.600 snúninga á mínútu. Tog: 184 Nm við 3.600 snúninga á mínútu. Framfjöðrun: Sjálfstæð McPherson. Afturfjöðrun: Fjölliða gormafjöðrun. Hemlar: Diskar, kældir að framan. Lengd: 4.680 mm. Hröðun: 11,1 sekúnda. Hámarkshraði: 188 km/ klst. Eyðsla: 9,6 lítrar í blönd- uðum akstri. Verð: 2.415.000 kr. Subaru Legacy 2.0 langbakur Rétt lausnarorð er: Alltaf velkominn. Ingibjörg Haraldsdóttir, Suðurbraut 10. hlýtur vinninginn sem er bón og þvottur hjá KIA ÍSLAND, Flatahrauni 31, Hafnarfirði. KIA Í S L A N D FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 555 6025 • WWW.KIA.IS Bílar sem borga sig!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.