Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 183. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Eiður áfram hjá Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen skrifar undir nýjan samning Íþróttir 43 Unaðslega endurnærandi Fossar Rúríar í Feneyjum vekja athygli víða um heim Listir 23 Safnari og sölumaður Plötusafnarinn Ingi Ingason opnar „öðruvísi“ plötubúð Fólk 48 TUGIR þúsunda Írana mótmæltu stjórn landins í höfuðborginni Teheran í gær- kvöldi. Verið var að halda upp á að í gær voru fjögur ár liðin frá blóðugum mótmæl- um gegn stjórninni 1999, sem voru ein þau stærstu síðan hún tók við völdum árið 1979. Yfirvöld höfðu búið sig undir daginn með því að banna fólki að safnast saman, loka heimavistum háskólans og handtaka aðgerðasinna. Kom til átaka á milli lögreglu og vopnaðra bókstafstrúarmanna þegar hún reyndi að aftra því að þeir kæmust að mótmælendunum. Táragasi var svo beitt gegn þeim sem mótmæltu til að dreifa þeim, að því er fram kom hjá BBC. Ökumenn bif- reiða þeyttu bílflautur og ungmenni fögn- uðu að sögn sjónarvotta. Í júní voru tíu daga mótmæli í Teheran þar sem 4.000 manns voru handtekin. Vax- andi óánægja hefur verið á meðal stúdenta og annarra borgara yfir því hversu umbæt- ur Khatamis, forseta landsins, ganga hægt og hversu mikil völd Khameini, æðsti trúar- leiðtogi landsins, og klerkaráð hans hafa. AP Andstæðingar írönsku stjórnarinnar efndu til mótmæla á Ítalíu í gær. Tugir þús- unda mót- mæltu í Teheran Teheran. AFP. STRAX á unga aldri sýnir það sig hvort karlmenn eru líklegir til stórra afreka í vísindum og listum eða á hinn bóginn, hvort þeir eru haldnir afbrotahneigð. Það er hins vegar svo, að þegar þessir menn giftast og eignast börn, þá er eins og skrúfað sé fyrir hvort tveggja. Er þetta niðurstaða rannsóknar sem Satoshi Kanazawa, sálfræðingur við Canterbury- háskóla á Nýja Sjálandi hefur gert. Kanazawa segir, að vissulega dragi úr frumleikanum með aldrinum en þar fyrir utan hafi hjónabandið afgerandi áhrif. Segir hann, að með giftingunni dragi verulega úr eldmóðinum en ógiftir vís- indamenn haldi hins vegar áfram að gera merkilegar uppgötvanir fram eftir aldri. Snýst allt um konurnar Kanazawa telur, að ástæðan fyrir þessu sé löngun karla til að ná athygli kvenfólksins. Hún kyndi undir fram- leiðslu karlkynshormónsins, test- osteróns, en þegar menn giftist, minnki framleiðslan og þar með snilligáfan um leið. Snilligáfan sofnar í hjónabandi París. AFP. BANDARÍSK stjórnvöld hafa mótmælt harðlega meðferð ís- lenzkra yfirvalda á máli bandaríska hermannsins, sem ríkissaksóknari hefur ákært fyrir að reyna að ráða manni bana með hnífi í Hafnar- stræti. Sam- kvæmt heimild- um Morgun- blaðsins gekk Heather Conley, varaaðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær á fund Helga Ágústssonar, sendiherra Íslands í Washington, vegna málsins. Jafn- framt hefur sendiherra Bandaríkj- anna á Íslandi komið mótmælum á framfæri við utanríkisráðuneytið í Reykjavík. Bandaríkin vilja að Ís- land afhendi þeim lögsögu í málinu, þannig að draga megi hinn grunaða fyrir herrétt. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að í samtölum við Bandaríkjamenn um málið hafi komið fram að í yfirstandandi við- ræðum um nýja bókun um fram- kvæmd varnarsamnings ríkjanna telji þeir nauðsynlegt að skýra rétt- arstöðuna í þessum efnum. „Þeir hafa skýrt frá því að í ljósi þessa máls telji þeir nauðsynlegt í þeim bókunarviðræðum sem framundan eru að skýra réttarstöðu hermanna á Keflavíkurflugvelli,“ segir Hall- dór í samtali við Morgunblaðið. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins telja bandarísk stjórn- völd ákvæði viðauka við varnar- samninginn skýr í þessu efni, en telja neitun íslenzkra stjórnvalda á að afhenda Bandaríkjunum lög- sögu í máli varnarliðsmannsins brjóta í bága við túlkun, sem gilt hafi í áratugi og gefi tilefni til að skýra betur túlkun ákvæðanna. Hefði ekki átt að tengja málin Mál varnarliðsmannsins var m.a. til umræðu á löngum fundi utan- ríkismálanefndar Alþingis í gær, í tilefni af fréttum af bréfi Gunnars Snorra Gunnarssonar, ráðu- neytisstjóra utanríkisráðuneytis- ins, til forsætisráðuneytisins. Fulltrúar í nefndinni voru eftir fundinn á einu máli um að ekki hefði átt að tengja mál her- mannsins við viðræður um varnar- mál eins og gert hefði verið í bréfi Gunnars Snorra. Utanríkisráðherra segir að í bréfinu hafi ekki verið tenging við viðræðurnar, önnur en að nefna tímasetningu málsins, „en það var ekki ætlun utanríkisráðuneytisins að tengja þessi mál saman. Eftir á að hyggja er utanríkisráðuneytið þeirrar skoðunar að það hefði verið heppilegra að sleppa því,“ segir Halldór. „Það er hins vegar ljóst að þetta mál varðar varnarsamning- inn og það mál sem við erum að tala um við Bandaríkjamenn um varnir landsins varðar varnarsamninginn líka. Það er enginn annar skyldleiki milli þessara mála.“ Stjórnvöld í Washington mótmæla meðferð hnífstungumálsins harðlega Vilja skýra réttarstöðuna í viðræðum um varnarmálin Heather Conley  Utanríkismálanefnd/10  Ólík túlkun/26 BANDARÍKIN fóru ekki í stríð gegn Írak vegna nýrra sannana um gereyðingarvopnaeign Íraka, heldur af því að Bandaríkjastjórn sá gögnin sem þegar voru til í nýju ljósi eftir hryðjuverkin 11. september 2001. Þetta sagði Do- nald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, er hann bar vitni fyrir hermálanefnd þingsins í gær. „Sú reynsla breytti sýn okk- ar og kenndi okkur hvað Banda- ríkin eru berskjölduð fyrir hryðju- verkaríkjum og -samtökum sem hafa öflug vopn undir höndum,“ sagði Rumsfeld og bætti við að Bandaríkin hefðu ekki valið að fara í stríð – ákvörðunin hefði leg- ið hjá Saddam Hussein. Fyrir stríðið sögðu embættismenn stjórnarinnar stríð nauðsynlegt vegna þess að gereyðingarvopn í Írak ógnuðu öryggi Bandaríkja- manna. Einnig sagðist Rumsfeld hlynntur því að franskar og þýsk- ar hersveitir yrðu sendar til Íraks. „Við höfum beðið 70, 80 eða 90 ríki um að senda herlið til Íraks, með- al annars frá þessum tveimur ríkj- um,“ sagði hann en Frakkar og Þjóðverjar lögðust sterklega gegn innrás í Írak. Nýjar sannanir um gereyðingar- vopn ekki ástæða Íraksstríðsins Washington. AFP. Rumsfeld segir hryðjuverkaárás hafa varpað nýju ljósi á eldri gögn TENGIVAGN með 40 feta gámi valt við innkeyrslu á svæði Land- flutninga við Skútuvog í Reykjavík um sjöleytið í gærkvöldi. Í gámnum var klór og maurasýra, öðru nafni metansýra, á tönkum. Voru slökkvi- liðsmenn frá Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins kvaddir á staðinn. At- vikið var metið sem umhverfisslys og klæddust slökkviliðsmenn eitur- efnabúningum er þeir fengust við afleiðingar þess. Að sögn Birgis Finnssonar vakt- stjóra hjá slökkviliðinu láku tankar sem í gámnum voru, en ekkert lak út úr gámnum. „Þetta var mjög stað- bundið og ekki hætta á að efni læki í ræsi eða þess háttar,“ sagði Birgir á vettvangi í gærkvöldi. Taldi hann engin vandkvæði verða á að hreinsa vökvann upp án þess að tjón hlytist af. Til þess að leysa sýruna og gera hana hlutlausa var notað kalk. Fullsterk maurasýra er mjög tærandi fyrir húð og slímhúðir. Út- þynnt er hún hins vegar mikið notuð í matvælaiðnaði. Morgunblaðið/Júlíus Slökkviliðsmenn í eiturefnagöllum vinna við að koma lekum sýrutanki úr gámnum sem valt. Umhverfis- slys við Skútuvog ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.