Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 7 ÓLYMPÍULEIKARNIR í stærðfræði hefjast í Japan á laugardag en íslensku keppendurnir halda utan í dag. Ólymp- íuleikarnir eru haldnir árlega og hver þjóð hefur möguleika á að senda sex keppendur. Að sögn Friðriks Diego, fararstjóra íslenska liðsins, eru um 80– 90 þjóðir sem taka þátt og því um úrval ungra stærðfræðisnillinga að ræða. „Keppendurnir hafa verið í 4–6 vik- ur í strangri þjálfun og eru nokkuð vel undirbúnir. Þau sem hafa farið áður hafa að sjálfsögðu ákveðið forskot,“ segir Friðrik. Á hverju ári er haldin forkeppni og svo úrslitakeppni hér á landi til að úrskurða um hvaða nemendur fá að fara. Skilyrðin eru að viðkomandi verður að vera undir tvítugu og í framhaldsskóla. Ólympíuleikarnir standa svo í tvo daga, sunnudag og mánudag. Nemendur fá þrjú dæmi á dag og hafa fjóra og hálfa klukkustund til að leysa þau. Sjö stig eru í boði fyrir hvert dæmi en að sögn Frið- riks þarf mikið til að fá fullt hús stiga. Dómnefndin er skipuð fulltrúum frá hverju landi en í ár er Fríða Rún Björns- dóttir fulltrúi Íslands. Íslensku keppendurnir í Ólympíuleikunum í stærðfræði (frá vinstri ): Örn Arnaldsson, Menntaskólanum í Reykjavík, Líney Halla Kristinsdóttir, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Ásgeir Alexandersson, Mennta- skólanum á Akureyri, Höskuldur P. Halldórsson, Menntaskólanum í Reykjavík, Eyvindur Ari Pálsson, Menntaskólanum í Reykjavík, Hringur Grétarsson, Menntaskólanum í Reykjavík. Keppa í stærðfræði í Japan TVEIR breskir eldri borgarar luku í gær flugi sínu á heimasmíðaðri flugvél yfir Atlantshafið þegar þeir lentu í Blackpool á Bretlandi. Þetta var síðasti leggur ferðarinnar, en þeir félagar lögðu upp frá Reykja- víkurflugvelli um hádegi á þriðju- dag. Denis Wood og Jack Berkin, báð- ir 68 ára, flugu yfir hafið frá Kan- ada til Bretlands, með viðkomu á Grænlandi og Íslandi á vél sem þeir kalla „nokkurs konar nútíma útgáfa af flugvél Wright-bræðra“, en í ár eru 100 ár liðin síðan Wright-bræð- ur flugu í fyrsta sinn flugvél sem flaug fyrir eigin vélarafli. Með þessu rættist sex ára gamall draumur Wood og Berkin, sem voru að vonum ánægðir með að komast á leiðarenda eftir langt flug yfir opnu hafi. Nú segir Wood að áætlunin sé að fljúga á flugsýn- ingum í Bretlandi áður en þeir fé- lagar fljúga áfram til Suður-Frakk- lands þar sem þeir eiga heima. Atlantshafs- flugi á heimasmíð- aðri vél lokið UMSÓKNARFRESTUR um emb- ætti prests í London rann út hinn 4. júlí síðastliðinn. Tveir prestar sóttu um embættið. Þeir eru: sr. Sigríður Guðmarsdóttir og sr. Sig- urður Arnarson. Embætti prests í London er veitt frá 1. september 2003. Emb- ættið er samstarfsverkefni biskups Íslands, Tryggingastofnunar ríkis- ins og utanríkisráðuneytisins, á grundvelli sérstaks samstarfs- samnings. Þriggja manna hæfis- nefnd tilnefnd af samstarfsaðilum metur umsækjendur og mælir með einum. Niðurstaða nefndarinnar er bindandi. Biskup Íslands skipar í emb- ættið til fimm ára. Tveir sóttu um embætti prests í London ÞAÐ SEM af er liðið þessu ferðaári er 31,79% aukning í útleigu á bíla- leigubílum hjá bílaleigunni Hertz á Íslandi samkvæmt frétt frá fyrir- tækinu. Af þeim sökum hefur Hertz þurft að stækka bílaflota sinn til muna og er með yfir 800 bíla í umferð nú, en það er um 30% aukning frá sl. ári. Gert er ráð fyrir 30% fleiri bók- unum í júlí, ágúst og september mið- að við sama tíma í fyrra. Þær þjóðir sem sýna mesta aukn- ingu í leigu bílaleigubíla hjá Hertz á Íslandi eru Sviss, Finnland, Frakk- land, England, Ísland og Bandarík- in. Fleiri leigja bílaleigubíl ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 17 13 07 /2 00 3 Kanaríeyjar eru vinsælasti vetraráfangasta›ur sólflyrstra Íslendinga undanfarna áratugi. Nú liggur fer›aáætlun vetrarins fyrir og okkur er ánægja a› kynna n‡ íbú›ahótel sem sameina gæ›i og gó›a sta›setningu. á mann m.v. tvo í íbú› á Teneguia í 2 vikur, 3. jan. e›a 6. mars me› Úrvalsfólks bókunarafslætti. 68.630 kr.* Ver›dæmi: * Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. 10.000 1) kr. bókunarafsláttur í allar fer›ir frá 9. des. 15.000 1) kr. bókunarafsláttur fyrir Úrvalsfólk í fer›irnar 3. jan. e›a 6. mars 2004. Morgunflug me› Icelandair á laugardögum 1) Gildir ekki ef keypt er flugsæti án gistingar né á íbú›ahótelunum Barbacan Sol og Carolina. Glæsilegur bókunarafsláttur fyrir fyrstu 350 farflegana sem bóka og sta›festa fyrir 8. ágúst n.k. Tenegia - Látlaust og vel sta›sett. Las Camelias - Allra vinsælasta Íslendingahóteli› undanfarin ár. Barbacan Sol - Glæsilegra en nokkru sinni fyrr, allt endurn‡ja›. Santa Barbara - Eins og n‡tt, búi› a› endurn‡ja öll húsin. Princess - Fallegu smáh‡sin í Maspalomas. Tveir vinsælustu gistista›ir Skandinava á Kanarí nú hjá Úrvali-Ús‡n: Carolina í San Augustin og Amazonas á Ensku ströndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.