Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ingvar Helgason hf. · Sími 525 8000 · Sævarhöfða 2 ih@ih.is www.ih.is · opið virka daga kl. 9-18 Það eru alltaf frábær tilboð í gangi á Netinu á ih.is/notadir notaðir bílarIngvarHelgason TILBOÐS BÍLAR! STOPP Afríka í íslenskum skólabókum Úr samhengi við samtímann HVERNIG ætli Afr-íku sé lýst í ís-lenskum skóla- bókum og hvort lýsir umfjöllunin Íslendingum eða Afríkubúum betur? Kristín Loftsdóttir, lektor í mannfræði, kynnti frum- niðurstöður greiningar á því hvernig Afríku er lýst í íslensku námsefni á mál- þingi um kynþáttafordóma og þjóðernishyggju sem haldið var af Afríku 20:20, Mannfræðifélagi Íslands og heimsþorpi í samvinnu við AUS. Greiningin á námsbók- um grunnskóla er liður í stærra verkefni sem nefn- ist „Ímyndir Afríku á Ís- landi“. Kristín var styrkt af Rannís og Háskóla Íslands til að vinna verkefnið og gert er ráð fyrir að því ljúki í árslok 2004. „Í fyrirlestrinum fjallaði ég um birtingarmyndir Afríku í skóla- bókum í gegnum tíðina í sam- félagsfræði, kristnifræði, sögu og landafræði,“ segir Kristín. „Ég er enn að vinna úr gögnunum, en á meðal þess sem ég skoðaði var áhersla námsbóka á þróunar- hyggju.“ – Þróunarhyggju? „Eitt af því sem vakti athygli mína var að eingöngu 7% bókanna fjölluðu um líf fólks í Afríku í borg- um, en mun meiri áhersla er al- mennt lögð á líf hirðingja, eða 19%. Einnig er lögð áhersla á safn- ara, veiðimenn og akuryrkjufólk og gengur umfjöllunin út á líf þessa fólks eins og það var fyrir 50 árum síðan. Lítil tenging er við það sem er að gerast í samfélagi þessara hópa í dag. Myndin sem dregin er upp af Afríku er því sú að fáir búi í borgum og lífshættirnir eru slitnir úr samhengi við sam- tímann.“ – Hvað fleira? „Einnig má benda á að rúmlega helmingur bókanna leggur áherslu á vanþróun álfunnar, eða 51%. Þá fannst mér áhugavert að margar bækur koma inn á kyn- þáttahyggju, sumar á afar ógagn- rýninn hátt, þar sem oft er vísað í litarhátt einstaklinga, sem væri varla gert í umræðu um Norður- löndin.“ – Hvernig er það gert? „Í sumum bókunum er t.d. talað um svörtu eða dökku heimsálfuna, talað um svertingjana, svart fólk, og hamrað á því að fólkið sé dekkra á hörund en gengur og gerist á Íslandi. Þannig að vísað er til fólks út frá litarhætti, sem virð- ist ekki þjóna neinum tilgangi nema minna á hörundslit meiri- hluta fólks í álfunni.“ – En er það eitthvert feimnis- mál? „Það er ekkert feimnismál,“ svarar Kristín. „En fræðimenn hafa bent á að umræða um kyn- þætti á sér almennt stað út frá fólki með dökkan litarhátt frekar en fólki með ljósan. Þannig virðist kynþáttur vera eitthvað sem til- heyrir dökku fólki, rétt eins og kyn er almennt afmarkað sem eitthvað sem tilheyrir konum. Við það má bæta að flestir fræðimenn í dag telja skiptinguna í kynþætti ekki byggja á vísindalegum grunni heldur sé það ákveðin flokkunar- leið sem eigi sér ákveðnar sögu- legar rætur. Það verður að undir- strika að þessi flokkun fólks í ólíka kynþætti hefur sögulega séð verið samofin kynþáttafordómum. Það sem skiptir meginmáli er ekki að það megi ekki koma inn á ólíkt lit- arhaft eða kynþáttahyggju, heldur hvernig umræðan er sett fram, hvort fjallað er gagnrýnið um kyn- þáttahyggju, t.d. út frá aðskilnað- arstefnunni í Suður-Afríku, eða verið að setja fram staðlaða flokk- un fólks í svart og hvítt.“ – Líturðu svo á að þú hafir rekist á fordóma í námsbókunum? „Ég tel að það séu augljósir for- dómar í sumum námsbókum,“ seg- ir hún. „Þó ekki öllum. Slíkt er sér- staklega að finna í eldri náms- bókum sem hugsanlega eru enn í notkun. Námsbækurnar endurspegla al- mennt viðhorf fólks í samfélaginu, því þeim er ekki ætlað að ögra eða vera á skjön við ríkjandi viðhorf. Þess vegna finnst mér forvitnilegt að svona mikil áhersla skuli vera lögð á að samfélög álfunnar séu vanþróuð. Ég held það endur- spegli ímyndir okkar um þessa heimsálfu.“ – En eru ekki vanþróuð ríki í Afríku? „Fátæktin er auðvitað mikil í mörgum ríkjum. Að sjálfsögðu má ekki líta framhjá því. Það er samt ekki eingöngu fátækt. Fjölbreytni samfélaganna er mikil og fólkið tekur virkan þátt í að breyta sín- um aðstæðum. Við verðum að gæta okkur á því að skilgreina þjóðfélög ekki út frá gildishlöðn- um þróunarskala, þar sem sum eru framarlega og önnur aftar- lega. Við mættum líka leggja meiri áherslu á það sem við getum lært af Afríkubúum, ekki bara hvað þeir geta lært af okkur. Ef við end- urtökum aðeins í sífellu hversu vanþróuð Afríkuríki eru, þá fáum við neikvæða ímynd af fólki í Afríku sem bjarg- arlausu og óvirku.“ – Hvað getum við lært? „Heilmikið, t.d. hvað varðar fjölskylduna og samhjálp. Svo er líka margt svipað með okk- ur og ríkjum Afríku. Í stað þess að leggja alltaf áherslu á þennan framandleika, þá mætti undir- strika að mörg samfélög innan Afríku er miklu ólíkari hvert öðru heldur en íslensku samfélagi. Fjöl- breytnin er gríðarlega mikil í Afr- íku og því alltaf vafasamt að fjalla um Afríku sem eina heild.“ Kristín Loftsdóttir  Kristín Loftsdóttir fæddist 28. október árið 1968 í Hafnarfirði. Hún er lektor í mannfræði við Háskóla Íslands. Kristín varði doktorsritgerð sína við Arizona- háskóla árið 1999, en verkefnið byggðist á vettvangsrannsókn meðal WoDaaBe-hirðingja í Níg- er. Áður hafði Kristín tekið BA- gráðu í mannfræði við HÍ. Krist- ín er gift Má Wolfgang Mixa, for- stöðumanni SPH-verðbréfa, og eiga þau soninn Mími, sem er 5 mánaða. Meira fjallað um hirðingja en borgarbúa ÞESSI ungi maður skolaði af sér sjávarseltuna í sturt- unni á Ylströndinni í Nauthólsvík. Ströndin var nýverið valin ein af 10 bestu baðströndum Evrópu af breska dagblaðinu The Guradian og þótti ströndin vera sú mest framandi af ströndunum tíu. Síðustu daga hefur hins vegar ekki verið sérstaklega gott strandveður. Í sturtu í Nauthólsvík Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.