Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAMFYLKINGIN vill að íslenska utanríkisþjónustan fari skipulega í að leita stuðnings meðal vinaþjóða innan Atlantshafsbandalagsins til að koma sjónarmiðum Íslendinga betur á framfæri við bandarísk stjórnvöld vegna stöðunnar sem upp er komin í viðræðum um varnarsamning- inn. Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, segist hafa kom- ið þessari af- stöðu á framfæri á fundi í utanrík- ismálanefnd í gær. „Staðan er þannig að bandarísk stjórnvöld virðast ekki einu sinni vilja tala við okkar ráðherra og það liggur líka fyrir að það var fyr- ir atbeina hins breska forystu- manns NATO, Robertson lávarðar, sem við fengum tímafrest í málinu. Við höfum átt ákaflega góð sam- skipti við margar þjóðanna innan Atlantshafsbandalagsins og eigum þar sannarlega vinum að fagna. Við þessar aðstæður telur Sam- fylkingin að það eigi að nota þessi sterku tengsl innan Atlantshafs- bandalagsins til þess að búa í hag- inn fyrir samningsstöðu Íslend- inga,“ segir Össur. Gengu hart eftir svörum ráðherra Fjallað var um stöðu viðræðn- anna á fundi utanríkismálanefndar í gær og eru nefndarmenn áfram bundnir trúnaði um þær upplýs- ingar sem þar koma fram. Össur vildi því ekki tjá sig um hvað upp- lýst hefði verið á fundinum. „Við í Samfylkingunni gengum hart eftir svörum utanríkis- ráðherra við því, hvers vegna hann og forsætisráðherra gerðu ekki uppskátt um þau eindregnu skila- boð bandarískra stjórnvalda, sem fram komu röskri viku fyrir kosn- ingar, um að mikilvægum hluta hervarna hér á landi yrði senn kippt í burtu,“ sagði Össur. Hann segist telja að það hefði verið siðferðilega rangt af for- mönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að upplýsa þjóðina ekki á sínum tíma um þá vitneskju þeirra að bandarísk stjórnvöld væru að boða gjörbreyt- ingu á stöðu varnarliðsins á Ís- landi. Einboðið að íslenska ríkið hafi lögsögu í máli Einnig var rætt á fundinum í gær um deiluna um lögsögu í máli varnarliðsmannsins sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Hafnarstræti. Össur segist hafa verið þeirrar skoðunar fyrir fund- inn að það væri ekki hægt að deila um að Íslendingar hefðu lögsögu í þessu máli. „Það er mjög alvarlegt þegar íslenskur borgari er lagður fimm stungum í miðborg Reykja- víkur. Málið er þar að auki sér- stakt fyrir þá sök, að fram hefur komið hjá réttarmeinafræðingi að hún telji að áverkarnir séu ekki af völdum eins hnífs. Það er einungis einn maður í vörslu yfirvalda og það hlýtur því að vera eindregin skylda íslenska ríkisins að vernda rétt einstaklingsins sem fyrir árás- inni varð til að fá upplýst hverjir árásaraðilarnir eru og með hvaða hætti þeir beittu sér. Ég tel því einboðið að íslenska ríkið hafi lög- sögu. Ég tel líka mjög óheppilegt að þetta mál skuldi hafa blandast saman við viðkvæma deilu um varnarmálin. Ég velti líka fyrir mér hvað veldur því að utanríkis- ráðuneytið sendir þetta bréf til forsætisráðuneytisins. Ríkis- saksóknari er sjálfstætt ákæru- vald. Það þættu ugglaust tíðindi í réttarríkinu Íslandi ef forsætisráð- herra færi að hlutast til um lyktir mála innan dómskerfisins. Það veldur því að ég er satt að segja mjög undrandi á þessum póstsend- ingum á milli ráðuneyta,“ segir Össur. Össur Skarphéðinsson Leitað verði stuðnings meðal vina- þjóða í NATO Össur Skarphéðinsson „ÞESSI fundur staðfesti það sem ég hef áður sagt, að það var ekk- ert nýtt í stöðunni í viðræðunum milli Íslendinga og Bandaríkja- manna sem kallaði á fund í nefnd- inni,“ segir Sól- veig Pétursdóttir, formaður utan- ríkismála- nefndar, en haldinn var fundur í nefnd- inni í gær að kröfu fulltrúa stjórnarandstöð- unnar. „Utanríkisráð- herra eyddi raunar nokkrum tíma í að rifja upp atriði, sem áður höfðu komið fram á tveimur fund- um sem haldnir voru sérstaklega um þetta mál, m.a. vegna þess að það var ekki sama fólkið sem setið hafði alla fundi nefndarinnar,“ segir Sólveig. Hún bendir einnig á að eins og fram hefur komið af hálfu stjórn- valda fara viðræðurnar fram á grundvelli þeirra bréfa sem farið hafa á milli forsætisráðherra og forseta Bandaríkjanna, „enda er málið á hans forræði, og báðir að- ilar hafa skýrt sína afstöðu á fundi embættismanna fyrr í sumar. Það hefur ekkert verið ákveðið form- lega um framhald málsins,“ segir hún. Rætt um trúnaðarskyldu nefndarmanna Á fundinum í gær fór Sólveig ít- arlega yfir þá trúnaðarskyldu sem nefndarmenn í utanríkismálanefnd bera. „Ég ítrekaði, ásamt utanrík- isráðherra, þetta ákvæði þing- skapa. Lögð var fram samantekt um lög og reglur á þessu sviði og það var að mínu viti afar gagnleg umræða, og var m.a. leitt í ljós að svipaðar reglur gilda á Norður- löndunum um trúnað hjá þarlend- um utanríkismálanefndum. Það er alveg skýrt að það er ekki á for- ræði utanríkismálanefndar að af- létta trúnaði og það eru ekki held- ur nein rök fyrir því. Ríkisstjórnin hefur haft fullt samráð við nefnd- ina og er ljóst að utanríkis- málanefnd væri ekki starfshæf ef trúnaðar er ekki gætt,“ segir Sól- veig. Óheppilegt að bréfið færi í opinbera umræðu Á fundinum var einnig rætt um þá deilu sem upp hefur komið vegna bréfs ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins til ráðu- neytisstjóra forsætisráðuneytis varðandi lögsögu í máli varnarliðs- mannsins, sem ákærður hefur ver- ið fyrir tilraun til manndráps í Hafnarstræti. Aðspurð um þetta segir Sólveig: „Það var að mínu mati ákaflega óheppilegt að það bréf færi í opinbera umræðu. Þetta mál tengist auðvitað á engan hátt þeim viðræðum sem nú fara fram um varnarsamninginn,“ segir hún. Sólveig Pétursdóttir Ekkert nýtt í stöðunni sem kallaði á fund Sólveig Pétursdóttir MIKLAR umræður urðu um stöðu viðræðnanna milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um varn- arsamninginn á fundi sem haldinn var í utanríkismálanefnd í gær að ósk fulltrúa stjórnarand- stöðuflokka. Einnig urðu miklar umræð- ur, undir liðnum önnur mál, um þær deilur sem upp eru komnar um lögsögu í máli varnarliðs- mannsins sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til manndráps í Hafnarstræti. Nefndarmenn eru áfram bundir trúnaði um þær upplýsingar sem fram koma á fundum nefndarinnar og vildi Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, því ekki tjá sig um efni þeirra. Aðspurður segir Steingrímur að á fundinum hafi ut- anríkisráðuneytið upplýst sína hlið málsins hvað varðar lögsögu í máli varnarliðsmannsins. „[Það] veitti okkur upplýsingar sem skýrðu hlið þess og hvers vegna ráðuneytið tekur sér þá stöðu í málinu sem raun ber vitni,“ segir hann. Að- spurður hvort þær hefðu á ein- hvern hátt breytt skoðun hans á þessu máli svaraði Steingrímur því játandi. „Það má segja að ég hef svolítið aðra sýn á það hvers vegna utanríkisráðuneytið bregst við með þeim hætti sem það gerir, sem mér var óskiljanlegt áður og það er kannski ennþá illskiljanlegt. En ég hef þó aðeins aðra sýn á það í ljósi upplýsinga sem þarna voru veittar. Málið er hins vegar mjög sérstaks eðlis og býsna stórt. Það er ekki á hverjum degi sem ráðu- neyti talast við í gegnum forsætis- ráðuneytið vegna ágreinings sem uppi er um valdmörk eða lögsögu í málum. Þar á ofan er svo þessi setning sem, eins og forsætisráð- herra orðar það, rataði inn í bréfið um tengslin við viðræðurnar um herstöðina. Þessi skírskotun til viðkvæmra tíma í þessum sam- skiptum gerir það enn sérstakara en ella,“ segir Steingrímur. Er það hans skoðun að halda eigi þessum tveimur málum algerlega að- skildum. Steingrímur J. Sigfússon Hefur fengið aðra sýn á af- stöðu utanríkis- ráðuneytisins Steingrímur J. Sigfússon HALLDÓR Ásgrímsson utanrík- isráðherra segir að eftir á að hyggja hefði verið heppilegra að sleppa þeirri setningu í bréfi Gunnars Snorra Gunnarssonar, ráðuneytis- stjóra utanríkis- ráðuneytisins, til forsætisráðu- neytisins, sem tengdi saman mál varnarliðs- mannsins, sem ákærður er fyr- ir manndrápstilraun, og viðræður um varnarmál við Bandaríkja- menn. Halldór segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi á fundi sínum með utanríkismálanefnd í gær farið yfir málið, gert grein fyrir varnarsamningnum og túlk- unum á honum frá upphafi. „Það eru sameiginlegar túlkanir varn- arliðsins og utanríkisráðuneytis- ins. Þessi samskipti hafa gengið tiltölulega vel öll þessi ár og utan- ríkisráðuneytið er að vinna að þessu máli á sama grundvelli og gert hefur verið frá upphafi,“ seg- ir Halldór. „Okkur ber að vinna á grundvelli varnarsamningsins sem hefur lagagildi. Það erum við í utanríkisráðuneytinu að gera með alveg sama hætti og gert hef- ur verið frá upphafi.“ Rétt að verða við beiðninni Halldór segir að mál varnarliðs- mannsins sé undir íslenskri lög- sögu. Varnarliðið geti hins vegar farið þess á leit að lögsagan sé flutt til þess og utanríkisráðu- neytið hafi ákveðnar skyldur í því í samræmi við varnarsamninginn. „Við teljum rétt að við verðum við þessari beiðni,“ segir Halldór. Hann segir að í bréfi Gunnars Snorra sé engin tenging við við- ræðurnar. „Það er minnst á það [tímasetninguna] en það var ekki ætlun utanríkisráðuneytisins að tengja þessi mál saman. Eftir á að hyggja er utanríkisráðuneytið þeirrar skoðunar að það hefði ver- ið heppilegra að sleppa því. Það er hins vegar ljóst að þetta mál varð- ar varnarsamninginn og það mál sem við erum að tala um við Bandaríkjamenn um varnir lands- ins varðar varnarsamninginn líka. Það er enginn annar skyldleiki milli þessara mála.“ Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Hefði ekki átt að tengja málin saman Halldór Ásgrímsson EKKI fékk hann að fara út, litli hundurinn sem leit löng- unaraugum á Austurvöllinn í gærdag. Rigningin sem leikið hefur höfuðborgarbúa grátt undanfarið kemur víst í veg fyrir að eigendur smáhundanna leggi út í skemmtigöngur, en eftirvæntingin í augum hundsins gefur til kynna að ekki setji hann veðurfarið fyrir sig. Morgunblaðið/Golli Ekki hundi út sigandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.